16:05
Rokkland
Tina Dickow í Þjóðleikhúsinu
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Í Rokklandi í dag förum við á frábæra tónleika með dönsku tónlistarkonunni Tinu Dickow og hennar fólki sem fram fóru í Þjóðleikhúsinu, á stóra sviðinu, 5. nóvember sl. fyrir troðfullu húsi.

Tina súperstjarna í heimalandinu - hún hefur komið næstum öllum plötunum sínum í fyrsta sæti danska vinsældalistans og þær eru orðnar 11. Hún sendi síðast frá sér plötu 2018. Hún heitir Fastland.

Tina hefur búið á Íslandi í rúm átta ár en hefur lítið látið fyrir sér fara hér, hefur haldið fáa tónleika t.d. Í Danmörku og Þýskalandi fyllir hún stærstu tónleikahallir og tónleikar Tinu í Þjóðleikhúsinu í nóvember voru því kærkomið tækifæri á að upplifa hana í mikilli nánd. Hún er frábær listamaður, söngkona og lagasmiður, og það eru þau bæði hjónin -hún og Helgi Hrafn Jónsson. Hann var með Tinu í Þjóðleikhúsinu, og líka þau Dennis Ahlgren og Marianne Lewandowski sem bæði koma frá heimabæ hennar, Árósum. Tina og Helgi tóku tónleikana upp sjálf og mixuðu þá fyrir hlustendur Rásar 2.

Var aðgengilegt til 12. apríl 2021.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
,