09:03
Samtal
Samtal

Umsjónarmenn fá gesti í hljóðver sem ræða um sjálfsmynd frá ýmsum sjónarhornum.

Umsjón Gísli Sigurðsson og Ævar Kjartansson.

um tilfinningar.

Allar manneskjur eru tilfinningaverur. Sumar ræða um tilfinningar sínar, aðrar síður. Tilfinningaleysi þykir löstur en öðrum leiðist tilfinningasemi. Stundum er sagt að munur sé á kynjunum hvað varðar aðgengi þeirra að eigin tilfinningum og hvað þau eiga létt með að tala um þær.

Hvað eru tilfinningar? Hvaða hlutverki gegna þær í lífi okkar? Eiga þær sér sögu? Eru til heilbrigðar tilfinningar og óheilbrigðar?

Hvað með tilfinningar úti í samfélaginu? Stýra samfélagslegar kvaðir tilfinningum okkar? Er verið að spila með þær í stjórnmálaumræðu? Á markaðnum? Hvernig birtast þær í bókmenntum, kvikmyndum, fjölmiðlum?

Leitast verður við að svara þessum spurningum í samtali Ævars og Torfa við fræðimenn úr ólíkum greinum: sagnfræði, stjórnmálafræði, sálfræði, félagsfræði og bókmenntafræði.

Umsjón: Ævar Kjartansson og Torfi Tulinius.

Var aðgengilegt til 12. apríl 2021.
Lengd: 50 mín.
,