07:03
Morgunvaktin
Mönnun í uppnámi, kosningar í Úganda og fornminjar á Njáluslóð

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Áform Háskóla Íslands um að fjölga nemum í heilbrigðisgreinum eru í uppnámi - og þar með sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar. Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og Sædís Sævarsdóttir forseti læknadeildar, komu á Morgunvaktina og ræddu þetta.

Forsetakosningar verða haldnar í Úganda á morgun, fimmtudag. Þórhildur Ólafsdóttir sagði okkur frá kosningunum og ýmsu í tengslum við þær. Lokað hefur verið fyrir internetið og ýmislegt gert til að hindra stjórnarandstæðinga.

Svo fórum við þúsund ár aftur í tímann og forvitnuðumst um lífið og tilveruna í Rangárþingi til forna. Út frá loftmyndum hefur Árni Einarsson líffræðingur og fornvistfræðingur gert sér býsna glögga grein fyrir staðháttum, búskap, kornrækt og áveitukerfum á Njáluslóð.

Tónlist:

Maria João Pires - Impromptus D 935 [1827] : No.3 in B flat major. Thema. Andante - Variations I-V.

Tord Gustavsen Trio - Piano interlude - Meditation.

Ragnheiður Gröndal og hljómsveit Sigmars Þórs Matthíassonar - Nú sefur jörðin.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,