16:05
Víðsjá
Blái pardusinn Hljóðbók, La Boheme Óðs, Hlaðan / rýni

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Sigrún Pálsdóttir er gestur Víðsjár í dag og segir frá skáldsögu sinni Bláa pardusinum hljóðbók, sem hefur verið tilnefnd til bæði Fjöruverðlauna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin segir frá þremur persónum sem allar eru að hlusta á sömu hljóðbókina, Bláa pardusinn, og sem allar upplifa söguna mjög ólíkt. Líf þessara þriggja einstaklinga fléttast svo saman á óvæntan hátt undir lok sögunnar. Innan sögu Sigrúnar eru margar sögur og einnig margir höfundar og óhætt er að segja að lesturinn opni á skemmtilegar vangaveltur um lestur og hlustun, mörk skáldskapar og sagnfræði, túlkun og stöðu höfundarins.

Trausti Ólafsson rýnir í uppfærslu Óðs á La Boheme í Borgarleikhúsinu og Gauti Kristmannsson rýnir í Hlöðu Bergsveins Birgissonar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 47 mín.
,