07:03
Morgunvaktin
Gjöld sveitarfélaga hækka, dönsk mál og dómsmál í Ísrael

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Það kostar skildinginn að reisa hús. Ný greining Samtaka iðnaðarins sýnir að sveitarfélögin taka töluvert til sín; byggingarréttargjöld, gatnagerðargjöld og önnur opinber gjöld hafa hækkað: Á árabilinu 2022-2024 innheimtu átta stærstu sveitarfélög landsins samtals 57 milljarða króna í gegnum þessa tekjustofna. Við skoðuðum þessa greiningu með Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur hjá Samtökum iðnaðarins.

Borgþór Arngrímsson sagði meðal annars frá óróa í dönskum stjórnmálum og ósætti meðal stjórnarflokkanna þar. Jólin komu líka við sögu, sem og risastór rommkúla.

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels mætti fyrir héraðsdóm Tel Aviv í gær og bar vitni í einu af þremur málum nú fyrir dómstólum, þar sem hann er sakaður um mútuþægni og spillingu í embætti. Málareksturinn hefur staðið yfir í meira en fimm ár, og ekki búist við að dómar falli í bráð. Netanjahú neitar öllum sökum, en bað nýverið forseta Ísrael að veita sér náðun. En um hvað snúast ásakanirnar á hendur forsætisráðherranum? Vera Illugadóttir sagði frá.

Tónlist:

Joni Mitchell - River.

Rebekka Blöndal og Moses Hightower - Hvað þú vilt.

Michael Winckler - Go jul.

Jón Jónsson og Una Torfadóttir - Vertu hjá mér (feat. Una Torfa).

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,