Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við töluðum um neyðarbirgðir af mat í þættinum í dag. Hvað þurfa stjórnvöld að gera og hvað ættum við sjálf að gera til þess að tryggja lífsafkomu okkar ef til einhvers konar neyðarástands kæmi? Þetta hafa þau Ólafur Ögmundarson og Ólöf Guðný Geirsdóttir vísindamenn frá Háskóla Íslands, rannsakað og ráðlagt stjórnvöldum. Þau komu til okkar.
Við heyrðum líka svolítið um sögu leiklistar á Ísafirði. Elfar Logi Hannesson leikhúsmaður hefur tekið hana saman. Sagan hefst um miðja nítjándu öld og allar götur síðan hefur leiklistin skipað stóran sess í bæjarlífinu á Ísafirði.
Síðasti gestur okkar var Óli H. Þórðarson. Hlustendur muna eflaust eftir Óla frá löngum tíma hans hjá Umferðarráði en í seinni tíð hefur hann fengist við að semja tónlist. Við forvitnuðumst um hvernig það kom til.
Tónlist:
Amanda Kauranne - Pyhä Jyrki / Saint Jyrki.
Jussi Björling - Aftonstämning.
Einar Ágúst Víðisson - Kertaljós á aðventu.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í bók sinni, Þegar múrar falla, fjallar Hörður Torfason um persónuleg og samfélagsleg mál, reynslu og átök hans við samfélagið síðastliðin 50 ár. Hann segir að hann hafi þurft að brjóta niður þá múra sem voru innra með honum til þess að geta tekist á við ytri múra. Það gerði hann með sýnileika og hugrekki. Hörður kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá bókinni og innri og ytri múrum.
Sigurður Þorri Gunnarsson fjölmiðlamaður og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona verða saman með jólaþætti á aðventunni, Uppskrift að jólum. Markmiðið er að hafa það huggulegt á aðventunni, elda mat, kynnast skemmtilegu fólki, og þau velta fyrir sér jólatónlist og kynna sniðugar jólahugmyndir. Fyrsti þátturinn er einmitt á á dagskrá annað kvöld.
Á síðustu árum hefur Óður getið sér gott orð fyrir skemmtilegar sýningar þar sem ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk færir sígilda tónlist í nýjan búning. Óður hefur sýnt 57 sýningar af fjórum óperuuppfærslum frá stofnun árið 2021. La bohéme eftir Puccini er ein vinsælasta ópera allra tíma og birtist í þeirra flutningi fyrsta sinn á íslensku í nýrri þýðingu. Sagan segir frá ungum listamönnum í París á 19.öld þar sem heit ástríða þeirra fyrir lífinu glímir við kaldan raunveruleikann. Ragnar Pétur Jóhannsson og Níela Thibaud Girerd komu í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Sleðaferð / Skapti Ólafsson (Leroy Anderson, texti Jólakettir)
Gjöfin / Hörður Torfason (Hörður Torfason)
Jólakveðjur / Eyjólfur Kristjánsson (Þorgeir Ástvaldsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Hvít jól / Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms (Irving Berlin, texti Stefán Jónsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fljótagöng eru fremst í forgangsröð jarðganga í nýrri samgönguáætlun. Fjarðarheiðargöng eru slegin út af borðinu, Forsætisráðherra segir ekki fjárhagslega forsvaranlegt að fara í þau frekar en Fjarðagöng. Kjördæmapot og svik segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Stjórnvöld verða að setja skýrari reglur um sölu á lífeyristryggingum og líftryggingum segir formaður neytendasamtakanna til að sporna við ágangi sölumanna. Söluaðferðir vátryggingamiðlunar voru gagnrýndar í Kveik í gær.
Samstaða ríkja Atlantshafsbandalagsins með Úkraínu hefur aldrei verið eins nauðsynleg, segir utanríkisráðherra. Friðarviðræður eru í fullum gangi og samningamenn Úkraínu búa sig undir fund með fulltrúum Bandaríkjaforseta sem hittu Rússlandsforseta í gær.
Evrópusambandslönd hætta innflutningi á olíu og gasi frá Rússlandi árið 2027, samkvæmt nýju samkomulagi. Upphaf nýrra tíma, segir forseti framkvæmdastjórnar sambandsins.
Formlegt samstarf um betri stuðning við fanga að lokinni afplánun var undirritað á Hólmsheiði í morgun. Húsnæði, félagslegur stuðningur og atvinna dregur úr líkum á að fólk snúi aftur í afbrot.
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur brugðist við nýrri fjármögnunarleið við íbúðakaup með því að breyta reglum um hámarksgreiðslubyrði.
Magnús Orri Arnarson hlaut Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir einstakt framlag á sviði vitundarvakningar, kvikmyndagerðar og íþrótta.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir er komin í undanúrslit á Evrópumótinu í sundi.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði nýlega upplýsinga um hvaða fyrirtæki í eigu ríkisins hefðu greitt til Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og tengdra félaga á síðustu tíu árum. Fjármála- og efnahagsráðherra birti svar við fyrirspurninni í fyrrakvöld og í ljós kom að tólf fyrirtæki, sem eru að hluta eða heild í eigu ríkisins, greiða 245 milljónir króna í félagsgjöld til samtakanna – og hafa greitt um tvo milljarða frá 2015.
Rýnt er í þessi mál og rætt við Kristján og Björn Brynjúlf Björnsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, í þætti dagsins.
Umsjón: Ingvar Þór Björnsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Umhverfisverndarsamtökin Blái herinn fagna 30 ára afmæli í ár. Herinn hefur lagt áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörfum, hvatningu og vitundarvakningu. Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins, ætlar að setjast með okkur í upphafi þáttar og fara aðeins yfir starfsemi samtakanna og ræða hvað er fram undan hjá Bláa hernum.
Sjötíu ár eru frá því byrjað var að telja fugla að vetrarlagi og er markmið talninganna að kanna fjölda og dreifingu einstakra tegunda í mismunandi landshlutum.
Náttúrufræðistofnun hefur um langt skeið skipulagt fuglatalningar áhugamanna sem sinna þeim í sjálfboðavinnu um áramótin. Talningasvæðin eru dreifð um láglendi um allt land en flest eru við sjávarsíðuna þar sem flestra fugla er von á þessum árstíma. Aldís Erna Pálsdóttir, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, kíkir til okkar og segir okkur allt um fuglatalningar og hverjir geta orðið sjálfboðaliðar.
Í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, til okkar í sitt vikulega spjall. Í dag ætlar hún að fræða okkur um glútenóþol. En við byrjum á Bláa hernum.
Tónlist úr þættinum:
Johnson, Jack - Only the ocean.
Ritt Momney - Put Your Records On.
Beatles, The - Ob-la-di, ob-la-da.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Fílaskó Tríó - Myllumerki.
Silva and Steini - It's bad for me.
Garbarek, Jan Group, Garbarek, Jan, Boine, Mari - Darvánan.
Shorter, Wayne, Carter, Ron, Hancock, Herbie, Williams, Tony, Davis, Miles - Nefertiti.
Benjamín Gísli Einarsson - Absent Light.
Vienna Art Orchestra, Horn, Shirley - Someone to watch over me.
Tyreek McDole - Everyday I have the blues
Percy Mayfield - Louisiana
Adele Viret - Horizons
Kjartan Valdemarsson og Stórsveit Reykjavíkur - Katla
Tómas Jónsson -Arfur (Gúmbó nr 5)

Útvarpsfréttir.
Fjallað er um systkinin Elísabetu Einarsdóttur, Einar Markan, Sigurð Markan og Maríu Markan, börn Einars Markússonar, útgerðarmanns, kaupmanns og aðalbókara ríkisins og konu hans Kristínar Árnadóttur, en þau voru yngst sjö barna þeirra hjóna.
Leikin eru lög með þessum systkinum og nokkur æviatriði rakin í stuttu máli.
Ennfremur er endurfluttur kafli úr þættinum "Það er svo margt að minnast á", þar sem Torfi Jónsson og Hlín Torfadóttir flytja erindi um séra Matthías Jochumsson, lesa úr bók hans "Ferð um fornar stöðvar", auk þess sem flutt er ljóð eftir Matthías.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Við hefjum þáttinn á því að líta út úr húsi með Henný Hafsteinsdóttur minjaverði, til að ræða Dugguvog 42, hús sem Gunnar Guðmundsson byggði fyrir G.G. hf. Húsið er hluti af listasögu borgarinnar því Gunnar fór í samstarf við enga aðra en Gerði Helgadóttur sem útfærði vegglistaverk á Dugguvog 42, innblásin af vélum og bílavarahlutum.
Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri Söngfjelagsins, lítur við í hljóðstofu, ásamt kórfélaga og höfundi nokkurra jólalaga sem samin hafa verið sérstaklega fyrir kórinn, Hjörleifi Hjartarsyni. Tilefnið er síðstu jólatónleikar Söngfjelagsins sem Hilmar Örn stjórnar, en hann stjórnaði á tímabili 10 kórum og á að baki sérlega farsælan feril sem organisti og kórstjori.
Ragna Sigurðardóttir, myndlistarrýnir Víðsjár, fjallar í dag um tvær yfirstandandi sýningar, sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg sem ber nafnið Roði og málverkasýningu Huldu Vilhjálmsdóttur í Laboutique.is á Mýrargötu í Reykjavík.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Brynja Hjálmsdóttir horfði á nýja íslenska gamanþætti frá sónvarpi Símans sem heita Vesen og eru í leikstjórn Gauks Úlfarssonar. Jóhann Alfreð Kristinsson leikur vanhæfan helgarpabba sem safnar skuldum og klúðrar flestu sem klúðrað verður.
Í þætti dagsins ætlum við að velta fyrir okkur Ríkisútvarpinu, við ræðum við blaðamenn, sem starfa innan rúv og utan þess. Eyrún Magnúsdóttir skrifaði nýverið grein í nýstofnaðan fjölmiðil, Gímaldið, þar sem hún leggur til hvernig nýta mætti innviði rúv betur. En við byrjum á sögulegu samhengi, prófessor emeritus, Þorbjörn Broddason rifjar upp hvers vegna almannaútvörpin voru stofnuð.
Fréttir
Fréttir
Ný samgönguáætlun hefur vakið blendin viðbrögð um landið. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í samgöngunefnd Alþingis fagna því að áætlunin sé komin fram en hafa skilning á að Austfirðingar sé ósáttir.
Evrópusambandið kynnti í dag áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning til Úkraínu næstu tvö ár. Hann yrði fjármagnaður með láni og frystum eignum rússneska seðlabankans í Evrópusambandslöndum.
Hagfræðiprófessor segir margt í starfsháttum vátryggingafélaga, sem fjallað var um í Kveik í gær, varla geta talist siðlegt. - Blekið var varla þornað á nýjum kjarasamningi sjómanna þar sem samið var um nýja tilgreinda séreign þegar tryggingasölumenn fóru að hringja í þá, segir formaður Sjómannasambands Íslands.
Helgarlokun endurhæfingar á Kristnesi í Eyjafirði mun bitna á bráðalegudeild segja starfsmenn á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ræsum vélarnar er yfirskrift nýrrar samgönguáætlunar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynntu í morgun, ásamt stofnun innviðafélags. Áætlunin er fyrir árin 2026 til 2040 og innviðafélagið er stofnað um stærri samgönguframkvæmdir. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman það helsta úr kynningu þeirra.
Seyðfirðingar sem Ágúst Ólafsson ræddi við á förnum vegi í dag voru ekki par ánægðir með tíðindi dagsins og það var Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri Múlaþings ekki heldur þegar Ágúst talaði við hana í beinni útsendingu.
Siglfirðinga og Fljótafólk var að vonum ánægt með niðurstöðuna, enda Fljótagöng - milli Siglufjarðar og Fljóta - sett í forgang í nýrri samgönguáætlun. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Guðjón M. Ólafsson, formann bæjarráðs Fjallabyggðar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða ferðumst við til Austur-Asíu og kynnum okkur sögu Norður- og Suður-Kóreu. Karitas skoðar svo Kóreupop með dyggri aðstoð K-pop aðdáandans Rögnu Fríðu Sævarsdóttur.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Hljóðritun frá tónleikum Lausanne kammersveitarinnar sem fram fóru í Beaulieu leikhúsinu í Lausanne í Sviss.
Á efnisskrá:
-Ved en ung Kunstners Baare, Við líkbörur ungs listamanns, eftir Carl Nielsen.
-Írsk svíta eftir Henry Cowell.
-Sinfónía nr. 64 í A-dúr eftir Joseph Haydn.
-Malédiction í h-moll eftir Franz Liszt.
-Meerestille und glückliche Fahrt, forleikur op. 27 eftir Felix Mendelssohn.
Einleikari: Píanóleikarinn Bertrand Chamayou.
Stjórnandi: Barbara Hannigan.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Umhverfisverndarsamtökin Blái herinn fagna 30 ára afmæli í ár. Herinn hefur lagt áherslu á baráttuna við plastmengun í hafinu með hreinsunarstörfum, hvatningu og vitundarvakningu. Tómas J. Knútsson, stofnandi Bláa hersins, ætlar að setjast með okkur í upphafi þáttar og fara aðeins yfir starfsemi samtakanna og ræða hvað er fram undan hjá Bláa hernum.
Sjötíu ár eru frá því byrjað var að telja fugla að vetrarlagi og er markmið talninganna að kanna fjölda og dreifingu einstakra tegunda í mismunandi landshlutum.
Náttúrufræðistofnun hefur um langt skeið skipulagt fuglatalningar áhugamanna sem sinna þeim í sjálfboðavinnu um áramótin. Talningasvæðin eru dreifð um láglendi um allt land en flest eru við sjávarsíðuna þar sem flestra fugla er von á þessum árstíma. Aldís Erna Pálsdóttir, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, kíkir til okkar og segir okkur allt um fuglatalningar og hverjir geta orðið sjálfboðaliðar.
Í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, til okkar í sitt vikulega spjall. Í dag ætlar hún að fræða okkur um glútenóþol. En við byrjum á Bláa hernum.
Tónlist úr þættinum:
Johnson, Jack - Only the ocean.
Ritt Momney - Put Your Records On.
Beatles, The - Ob-la-di, ob-la-da.
Þessi saga forsetaembættisins hefst 1. desember 1918 þegar Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. Konungur Danmerkur var áfram þjóðhöfðingi Íslendinga.
Snemma í seinni heimsstyrjöld tóku Íslendingar konungsvaldið í eigin hendur og stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum 17. júní 1944.
Guðni Th. Jóhannesson rekur sögu fyrstu fjögurra forseta lýðveldisins. Þeir voru Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í bók sinni, Þegar múrar falla, fjallar Hörður Torfason um persónuleg og samfélagsleg mál, reynslu og átök hans við samfélagið síðastliðin 50 ár. Hann segir að hann hafi þurft að brjóta niður þá múra sem voru innra með honum til þess að geta tekist á við ytri múra. Það gerði hann með sýnileika og hugrekki. Hörður kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá bókinni og innri og ytri múrum.
Sigurður Þorri Gunnarsson fjölmiðlamaður og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona verða saman með jólaþætti á aðventunni, Uppskrift að jólum. Markmiðið er að hafa það huggulegt á aðventunni, elda mat, kynnast skemmtilegu fólki, og þau velta fyrir sér jólatónlist og kynna sniðugar jólahugmyndir. Fyrsti þátturinn er einmitt á á dagskrá annað kvöld.
Á síðustu árum hefur Óður getið sér gott orð fyrir skemmtilegar sýningar þar sem ungt og hæfileikaríkt tónlistarfólk færir sígilda tónlist í nýjan búning. Óður hefur sýnt 57 sýningar af fjórum óperuuppfærslum frá stofnun árið 2021. La bohéme eftir Puccini er ein vinsælasta ópera allra tíma og birtist í þeirra flutningi fyrsta sinn á íslensku í nýrri þýðingu. Sagan segir frá ungum listamönnum í París á 19.öld þar sem heit ástríða þeirra fyrir lífinu glímir við kaldan raunveruleikann. Ragnar Pétur Jóhannsson og Níela Thibaud Girerd komu í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Sleðaferð / Skapti Ólafsson (Leroy Anderson, texti Jólakettir)
Gjöfin / Hörður Torfason (Hörður Torfason)
Jólakveðjur / Eyjólfur Kristjánsson (Þorgeir Ástvaldsson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Hvít jól / Vilhjálmur og Ellý Vilhjálms (Irving Berlin, texti Stefán Jónsson)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Brynja Hjálmsdóttir horfði á nýja íslenska gamanþætti frá sónvarpi Símans sem heita Vesen og eru í leikstjórn Gauks Úlfarssonar. Jóhann Alfreð Kristinsson leikur vanhæfan helgarpabba sem safnar skuldum og klúðrar flestu sem klúðrað verður.
Í þætti dagsins ætlum við að velta fyrir okkur Ríkisútvarpinu, við ræðum við blaðamenn, sem starfa innan rúv og utan þess. Eyrún Magnúsdóttir skrifaði nýverið grein í nýstofnaðan fjölmiðil, Gímaldið, þar sem hún leggur til hvernig nýta mætti innviði rúv betur. En við byrjum á sögulegu samhengi, prófessor emeritus, Þorbjörn Broddason rifjar upp hvers vegna almannaútvörpin voru stofnuð.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Kveikur gærkvöldsins fór yfir það hvernig íslensk vátryggingamiðlun var staðin að því að fara á svig við lög árið 2020 við sölu á tryggingum slóvakíska fyrirtækisins Novis sem síðar var svipt starfsleyfi. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands sem hefur kallað eftir því að starfsemi erlendra tryggingafélaga hér á landi verði stöðvuð. Hann leit við.
Rússneskir og bandarískir erindrekar komust ekki að málamiðlun í viðræðum þeirra um mögulegt friðarsamkomulag fyrir stríðið í Úkraínu sem haldnar voru í Kreml fram á nótt. Zelensky hafði sagt þetta besta tækifærið til að koma á friði. Jón Ólafsson prófessor fór yfir stöðuna með okkur.
Magnús Scheving kom í Morgunútvarpið og ræddi við okkur framtíð Latabæjar og íslensk börn en heilsa þeirra mætti vera betri samkvæmt nýrri skýrslu.
Útgjöld ríkisins hækkuðu um 19 milljarða króna í meðförum fjárlaganefndar á milli fyrstu og annarrar umræðu. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokks og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokks mættu til okkar í lok þáttar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Þetta var dásamlegur þáttur þar sem hlustendur tóku virkann þátt í að skreyta þáttinn jólaperlum í nýjum lið sem heitir Jóla hvað og af hverju?
Lagalisti þáttarins:
Jógvan Hansen - Dríf mig heim um jólin.
Páll Óskar Hjálmtýsson og Benni Hemm Hemm - Undir álögum.
GOTYE - Somebody That I Used To Know.
LOW - Just Like Christmas.
BROTHER GRASS - Jól.
MOTT THE HOOPLE - All The Young Dudes.
Ásta - Ástarfundur á jólanótt - Jólalagakeppni Rásar 2 2025.
Byrne, David & , Hayley Williams - What Is The Reason For It.
Honey Dijon & Chloe - The Nightlife.
HALL & OATES - Family Man (80).
Helgar - Absurd.
SNIGLABANDIÐ - Jólahjól.
Stone Temple Pilots - Interstate love song.
OASIS - Don't Look Back In Anger.
RAGNAR BJARNASON - Litli Trommuleikarinn.
Bríet - Sweet Escape.
Mumford and Sons & Hozier - Rubber Band Man.
JAMES BROWN - Santa Claus Go Straight To The Ghetto.
Rome & Dirty Heads - Slow & Easy.
Eminem - Without Me.
STEREOLAB - Ping Pong.
Stórsveit Reykjavíkur, Salka Sól Eyfeld, Gradualekór Langholtskirkju - Adam átti syni sjö.
Kolrassa krókríðandi - Vegir liggja til allra átta.
Digital Ísland - Eh plan?.
BAND AID - Do They Know It's Christmas.
BJÖRGVIN OG SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR - Fyrir Jól.
IGGY POP - Lust For Life.
Ívar Ben - Stríð.
Andri Eyvinds - Bakvið ljósin - Jólalagakeppni Rásar 2 2025.
KK - Kærleikur og tími.
Olivia Dean - So Easy (To Fall In Love).
Kings of Leon - To Space.
Brandi Carlile - Returning To Myself.
Ella Eyre - Hell yeah.
Guðmundur Jónsson - Jólainnkaupin.
TOM PETTY AND THE HEARTBREAKERS - Don't Do Me Like That.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
OZZY OSBOURNE - Shot In The Dark.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Fljótagöng eru fremst í forgangsröð jarðganga í nýrri samgönguáætlun. Fjarðarheiðargöng eru slegin út af borðinu, Forsætisráðherra segir ekki fjárhagslega forsvaranlegt að fara í þau frekar en Fjarðagöng. Kjördæmapot og svik segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Stjórnvöld verða að setja skýrari reglur um sölu á lífeyristryggingum og líftryggingum segir formaður neytendasamtakanna til að sporna við ágangi sölumanna. Söluaðferðir vátryggingamiðlunar voru gagnrýndar í Kveik í gær.
Samstaða ríkja Atlantshafsbandalagsins með Úkraínu hefur aldrei verið eins nauðsynleg, segir utanríkisráðherra. Friðarviðræður eru í fullum gangi og samningamenn Úkraínu búa sig undir fund með fulltrúum Bandaríkjaforseta sem hittu Rússlandsforseta í gær.
Evrópusambandslönd hætta innflutningi á olíu og gasi frá Rússlandi árið 2027, samkvæmt nýju samkomulagi. Upphaf nýrra tíma, segir forseti framkvæmdastjórnar sambandsins.
Formlegt samstarf um betri stuðning við fanga að lokinni afplánun var undirritað á Hólmsheiði í morgun. Húsnæði, félagslegur stuðningur og atvinna dregur úr líkum á að fólk snúi aftur í afbrot.
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur brugðist við nýrri fjármögnunarleið við íbúðakaup með því að breyta reglum um hámarksgreiðslubyrði.
Magnús Orri Arnarson hlaut Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands fyrir einstakt framlag á sviði vitundarvakningar, kvikmyndagerðar og íþrótta.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir er komin í undanúrslit á Evrópumótinu í sundi.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack.

Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og Verkalýðsfélags Akraness, spyr í nýlegri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook hvort stýrivextirnir séu dýrasti liðurinn í verðbólgunni? En Seðlabankastjóri hefur ítrekað talað um áhrif kjarasamninga á verðbólguna. Vilhjálmur var á línunni hjá okkur.
Margrét Víkingsdóttir berst nú við Matvælastofnun, MAST, til að bjarga lífi besta vinar síns og lífsgjafa; hundsins Úlfgríms. Þegar kviknaði í íbúð á neðri hæð húss sem þau Margrét og Úffi búa í í miðborginni með þeim afleiðingum að maður lést, vakti Úffi sína konu og komust þau bæði út úr brennandi húsinu. En nú hefur verið kvartað yfir meintri vondri meðferð Margrétar á Úffa sínum. Hann glímir við gigt. Margét Víkingsdóttir fékk í vikunni bréf frá MAST þar sem hún fær tveggja vikna frest til að mótmæla kröfu um að hundurinn Úlfgrímur verði aflífaður vegna lélegs heilsufars. MAST fer með löggjöf og eftirlit sem varðar heilbrigði og velferð dýra. Margrét kom og sagði sögu sína í Síðdegisútvarpinu.
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, kynnti samgönguáætlun til ársins 2040 á blaðamannafundi fyrr í dag. Ráðherra boðar breytta forgangsröðun jarðgangaframkvæmda. Fljótagöng, milli Siglufjarðar og Stafár í Fljótum, eru sett í fyrsta sæti en Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs, koma ekki til framkvæmda, Fjarðagöng koma í staðinn í annað sæti forgangs. Við hringdum austur í Jónínu Brynjólfsdóttur forseta sveitastjórnar Múlaþings og formann heimastjórnar Seyðisfjarðar.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn seint í gærkvöld. Samkvæmt henni er stefnt að rúmlega 3,4 milljarða króna rekstrarafgangi A-hluta, eða þess hluta reksturs borgarinnar sem fjármagnaður er af skatttekjum. Til að ræða fjárhagsáætlunina og málefni borgarinnar komu til okkar Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar.
Sala SÁÁ á Jólaálfinum hófst í morgun. Stefán Pálsson markaðs- og kynningarstjóri SÁÁ kom til okkar í lok þáttar.
Fréttir
Fréttir
Ný samgönguáætlun hefur vakið blendin viðbrögð um landið. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í samgöngunefnd Alþingis fagna því að áætlunin sé komin fram en hafa skilning á að Austfirðingar sé ósáttir.
Evrópusambandið kynnti í dag áætlanir um 90 milljarða evra fjárstuðning til Úkraínu næstu tvö ár. Hann yrði fjármagnaður með láni og frystum eignum rússneska seðlabankans í Evrópusambandslöndum.
Hagfræðiprófessor segir margt í starfsháttum vátryggingafélaga, sem fjallað var um í Kveik í gær, varla geta talist siðlegt. - Blekið var varla þornað á nýjum kjarasamningi sjómanna þar sem samið var um nýja tilgreinda séreign þegar tryggingasölumenn fóru að hringja í þá, segir formaður Sjómannasambands Íslands.
Helgarlokun endurhæfingar á Kristnesi í Eyjafirði mun bitna á bráðalegudeild segja starfsmenn á lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Ræsum vélarnar er yfirskrift nýrrar samgönguáætlunar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynntu í morgun, ásamt stofnun innviðafélags. Áætlunin er fyrir árin 2026 til 2040 og innviðafélagið er stofnað um stærri samgönguframkvæmdir. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman það helsta úr kynningu þeirra.
Seyðfirðingar sem Ágúst Ólafsson ræddi við á förnum vegi í dag voru ekki par ánægðir með tíðindi dagsins og það var Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri Múlaþings ekki heldur þegar Ágúst talaði við hana í beinni útsendingu.
Siglfirðinga og Fljótafólk var að vonum ánægt með niðurstöðuna, enda Fljótagöng - milli Siglufjarðar og Fljóta - sett í forgang í nýrri samgönguáætlun. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Guðjón M. Ólafsson, formann bæjarráðs Fjallabyggðar.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Birnir, Floni - Lífstíll.
Samúel Jón Samúelsson Big Band - Little Funky Drummer Boy.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Satan's Pilgrims - Feliz Navidad
Honey Dijon, Chloe - The Nightlife.
Goose - Madalena.
Eiríkur Guðmundsson - Jólin eru að koma.
Culpepper, Kashus - Believe.
Stafrænn Hákon - Hátíðarskap.
Welles, Jesse - Wheel.
Lights- Happy Xmas (War Is Over)
Auðunn Lúthersson - 10.000 ft.
Dean, Olivia - So Easy (To Fall In Love).
Wolf, Remi - Last Christmas.
Isoebel, Prins Thomas - Linger
ROMI - When You Sleep Next To Her
Daphni, Caribou - Waiting So Long.
Sofia Kourtesis, Daphni - Unidos
Lalli töframaður - Jólastelpa.
Geese - Au Pays du Cocaine.
Pop, Iggy - Little drummer boy.
Páll Óskar, Benni Hemm Hemm - Undir álögum.
Oasis - Merry Xmas everybody.
Bríet - Sweet Escape.
Wednesday - Townies.
Just Mustard - We Were Just Here.
Brandi Carlile - Returning To Myself
Salka og Sófkerfið - Sérhver jól
Florence + the Machine - Sympathy Magic
Portugal the Man - Tanana
Sverrir Guðjónsson - Sjáumst mér
King of Leon - To Space
Beths - Straight Line
Wet Leg - Mangetout
Spoon - Chateau Blues
Vaginaboys - Jólalag
Addison Rae - Headpones
Getdown Services - Dont Cheese Me Off
FKA Twigs - Hard
Fred Again..- Talk of the Town

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
Lagalistinn:
Moses Hightower - Bílalest út úr bænum.
BJÖRK & ÓMAR RAGNARSSON - Þrjú hjól undir bílnum (Rödd þjóðarinnar 2011).
Björk Guðmundsdóttir Tónlistarm. - Um akkeri.
GREENTEA PENG - Hu Man.
THE KILLERS - Human.
COLDPLAY - Christmas Lights.
John Lennon & Yoko Ono - Happy Xmas (War Is Over).
John Lennon - #9 Dream.
Harry Nilsson - Many Rivers To Cross.
Harry Nilsson - You Can't Do That.
GEORGE HARRISON - My Sweet Lord.
JIMMY CLIFF - The Harder They Come (Reggísumar).
JIMMY CLIFF - Reggae Music.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Is This Love.
Beatles, The - Ob-la-di, ob-la-da.
PAUL McCARTNEY - Wonderful Christmas Time.
RINGO STARR - Winter Wonderland.
HLJÓMSVEITIN EVA - Myrkur og mandari?nur.
Glóey Þóra Eyjólfsdóttir - Holy.
Razzar - Talandi um Dýrafjörðinn.
WHO - My Generation.
Booker T. and The MG's - Time is tight.