23:10
Umhverfis jörðina
Til Írans

Halla Gunnarsdóttir ferðast umhverfis jörðina og fræðir hlustendur um líf og störf fólks í fjarlægum eða nálægum löndum. Hver þáttur er helgaður einu landi og Halla kynnir tónlist frá landinu og fær til sín viðmælendur sem þekkja til lands og þjóðar.

(2007)

Ofsatrúarmenn og kjarnorka eru líklegustu orðin sem fólki dettur í hug þegar minnst er á Íran. En Íran er á fornu menningarsvæði og landsmenn þekktir fyrir einstaka gestrisni. Þjóðin er ljóðelsk og litríkir markaðir setja svip á þetta land þó að íbúarnir hafi þurft að sætta sig við vænisjúka einræðisherra og síðar þrúgandi klerkaveldi. Í þættinum er leikin persnesk músík, forvitnast um ljóðahefð Írana og rætt við unga íranska konu um ástand mála á heimaslóðunum.

Ekki leyfi fyrir netáhorf eftir útsendingu.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,