18:10
Spegillinn
Úrbóta er þörf í fangelsiskerfinu segir forstjóri Fangelsismálastofnunar

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Samfélagsbreytingar síðustu ára kalla á viðbrögð í fangelsiskerfinu. Landsmönnum og alvarlegum málum hefur fjölgað og fangelskerfið verður að haldast í hendur við það.

Dómsmálaráðherra hefur boðað lagasetningu til að koma megi á fót lokaðri brottvísunarstöð og vista útlendinga sem ákveðið hefur verið að skuli yfirgefa landið, í stað þess að vista þá í fangelsum. Birgir Jónasson forstjóri Fangelsismálastofnunar fagnar þessum áformum því vistun í gæsluvarðhaldi sé ekki heppileg. Aðbúnaður í fangelsum sé ekki hugsaður til að vista fólk sem ekki hafi landvistarleyfi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 10 mín.
,