22:07
Sumarmál
Ferðasögur Örnólfs Árnasonar og fugl dagsins

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Við höfum fengið ferðasögu á föstudögum í sumar í þetta skipti voru þær margar, sem sagt ferðasögur. Örnólfur Árnason, rihöfundur, blaðamaður, þýðandi og ýmislegt fleira hefur lengi fengist við fararstjórn erlendis og hefur um árabil skipulagt ævintýraferðir til spennandi og framandi slóða, t.d. til Suðaustur-Asíu, Indlands, Marokó og Andalúsíu, undir merkjum Ævintýraferða Örnólfs. Við fengum Örnólf til að segja okkur áhugaverðar ferðasögur í þættinum í dag.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum í dag:

Nei sko / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Sunny Road / Emilíana Torrini (Emilíana Torrini og Dan Carey)

Sous le soleil de Bodega / Les Négresses Vertes (Nino Rota & S. Mellino)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 54 mín.
e
Endurflutt.
,