13:00
Samfélagið
Falsaðar raddupptökur og gervigreind, ný umbúðareglugerð ESB drepur litla sjampóbrúsa, málfar.
Samfélagið

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Nýlega fór í dreifingu fölsuð upptaka af borgarstjóra Lundúna sem olli talsverðu uppnámi. Þar heyrðist rödd hans tala um að göngur mótmælenda sem eru hliðhollir málstað Palestínu, sem fyrirhugaðar voru á minningardegi um lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, ættu að njóta forgangs umfram aðra viðburði. Hann réði yfir lögreglunni í Lundúnum og hún gerði eins og hann skipaði. En borgarstjórinn sagði þetta aldrei og engin leynileg upptaka hafði verið gerð. Rödd borgarstjórans hafði verið fölsuð með gervigreind. Nokkuð sem er að verða æ algengara, auðveldara og raunverulegra. Það má telja líklegt að slíkar falsanir á hljóði, myndum og jafnvel myndskeiðum verði mjög áberandi nú þegar styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum. Við ætlum að ræða þetta við Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóra Grid og áhugamann um þróun gervigreindar.

Litlu plastöskjurnar utan um smjör eða sultu, pínulitlir hótelsjampóbrúsar, falskir botnar - innan skamms verður þetta allt bannað - það er þegar ný umbúðareglugerð Evrópusambandsins - sem nú er langt komin - verður að veruleika. Við ætlum að ræða við Birgittu Stefánsdóttur, sérfræðing í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun um framtíð plastumbúða, hvort hér verði settar upp flöskuþvottastöðvar og um sykurreyrsboxin sem eiginlega bara hurfu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,