14:03
Víkingar
Haraldur Harðráði, seinni hluti: Baráttan um norsku krúnuna.
Víkingar

Víkingar er leikið hlaðvarp í níu hlutum sem byggir á frásögnum frá víkingatímanum. Þetta er saga um fólk sem lifði í okkar heimi fyrir þúsund árum síðan. Hún fjallar um háskafarir og hrottaleg rán. Um sjóferðir vestur yfir Atlantshafið og lengst austur í Asíu. Um ævintýri sem áttu eftir að breyta Norðurlöndunum öllum.

Fjórar persónur eru í forgrunni, Ragnar Loðbrók, Guðríður Þorbjarnardóttir, Ingigerður Ólafsdóttir og Haraldur Harðráði.

Þáttaröðin Víkingar var unnin af sænska ríkisútvarpinu SR með stuðningi frá Nordvision sjóðnum, NRK, DR og RÚV. Verkið sækir innblástur í heimildir á borð við Íslendingasögurnar og aðrar norrænar fornsögur en nýtir sér möguleika skáldskaparins þegar við á.

Haraldur snýr aftur til Noregs þar sem hann ætlar að hefna dauða bróður síns og ná aftur norsku krúnunni, en um þessar mundir stjórnar bróðursonurinn Magnús landinu.

Sögumaður: Tinna Hrafnsdóttir

Þórólfur, hirðskáld Haralds Harðráða: Sveinn Geirsson.

Höfundar texta og hljóðmyndar: Ulla Svensson, Emelie Rosenqvist, Mathilda von Essen og David Rune.

Þýðandi: Salka Guðmundsdóttir

Hljóðvinnsla: Gísli Kjaran Kristjánsson

Tónlist: Matti Bye

Leikstjóri: Tinna Hrafnsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 42 mín.
e
Endurflutt.
,