10:15
Vélvitið
Annar þáttur
Vélvitið

Hún er ósýnileg en allt um kring. Fækkar handtökum en ógnar líka lifibrauði. Mun gervigreindin kollvarpa siðmenningunni eins og við þekkjum hana?

Eyrún Magnúsdóttir ræðir við sérfræðinga á ýmsum sviðum gervigreindar um stöðu og framtíð vitvéla.

Tæknin speglar fólkið sem býr hana til. Gervigreind lærir af mannfólkinu og þá skiptir ekki bara máli hvaða gögn eru notuð, heldur líka hver sér um kennsluna. Það er munur á því hvort það er Donald Trump sem matar gervigreindina á sinni heimssýn eða Vigdís Finnbogadóttir. Ýmsir hópar hafa krafist þess að eiga sæti við borðið og víða um heim hafa sprottið upp samtök tæknifólks úr sem tilheyrir minnihlutahópum sem vill að fjölbreyttar raddir heyrist við þróun gervigreindar. Rætt er við Sigyn Jónsdóttur tæknistjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Öldu, en hún leggur áherslu á að fjölbreytileiki og inngilding þurfi að vera leiðarstef í þróun gervigreindar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 29 mín.
,