18:30
Saga hlutanna
Fornleifar og þjóðminjar
Saga hlutanna

Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.

Það er nú varla hægt að fara í sögu hlutanna án þess að fjalla um fornleifar og þjóðminjar, sem eru jú vissulega margir hlutir en eiga það sameiginlegt að segja okkur einhverja sögu. Ég hitti tvo sérfræðinga í málinu, fornleifafræðinginn Ármann Guðmundsson og Steinunni Guðmundardóttur sem er þjóðfræðingur og safnkennari á Þjóðminjasafninu. Ég komst að því að fornleifa- og þjóðfræðingar eru upp til hópa mjög forvitið fólk, ekki bara um gamla tíma heldur líka um hvernig við högum okkur og lifum í dag.

Var aðgengilegt til 25. desember 2023.
Lengd: 20 mín.
e
Endurflutt.
,