06:50
Morgunvaktin
Efnahagsmál, Berlínarspjall og lýðræðishlutverk sveitarfélaga
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Við ræddum fjármálastöðugleika í spjalli við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Heimildarinnar. Fjármálakerfið stendur traustum fótum og á heildina litið virðist staða lántakenda vera góð. Það eru þó blikur á lofti, og gríðarlegar fjárhæðir húsnæðislána með föstum vöxtum sem losna á næstu misserum með tilheyrandi hækkunum. Við ræddum líka um fyrirtækið Amaroq Minerals, sem leitar að gulli á Grænlandi og var nýlega fært á svokallaðan aðallista Kauphallarinnar.

Arthúr Björgvin Bollason sagði frá umræðum um innflytjendamál í þýska þinginu og víðar í samfélaginu. Hann ræddi líka um Berlínarmaraþonið og nýja sýningu á verkum Edwards Munch.

Í síðasta hluta þáttarins voru lýðræðið og sveitarfélögin til umfjöllunar. Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, er á því að sveitarfélögin séu hornsteinn lýðræðisins.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist

Fontella Bass - Rescue me.

Sting, Shankar, Anoushka - The book of my life.

Jones, Norah - Sunrise.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,