
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Bolli Pétur Bollason flytur.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar að þessu sinni er platan Both Sides of Dolly Parton, safnplata með úrvali af lögum eftir bandarísku tónlistarkonuna Dolly Parton. Lögin á plötunni voru gefin út á tímabilinu 1971-1978. Í þessum þætti eru spiluð 10 lög af A-hlið plötunnar.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir.
Lögin á A-hlið plötunnar eru:
1. Jolene
2. Bargain Store
3. Coat of Many Colors
4. Applejack
5. Two DoorsDown
6. Shattered Image
7. Living on Memories of You
8. My Tennessee Mountain Home
9. Heartbreaker
10. Sure Thing
Sagt frá uppruna og fyrstu þrjátíu æviárum Fridu Kahlo, sem var einn merkasti kvenmálari Mexikó á fyrri hluta 20.aldar:
Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir (Frá 2001)
Seinni þáttur af tveimur um mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo.
Sagt frá uppruna og fyrstu þrjátíu æviárum Fridu Kahlo, sem var einn merkasti kvenmálari Mexikó á fyrri hluta 20.aldar:
Jón Proppé listfræðingur er tekinn tali í þættinum og segir hann meðal annars frá helstu áhrifaþáttum í listsköpun Fridu.
Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir
(Frá 2001)

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Veðurstofa Íslands.

Anna Marsý leitar uppi ástarsögur fyrir hlustendur Rásar 1 og hlaðvarpsins: þessar rómantísku, þessar sorglegu, þessar hversdagslegu og allt þar á milli.
Umsjón: Anna Marsbil Clausen
Í Ástarsögum er tilveran skoðuð frá ýmsum hliðum í gegnum sögur ólíkra viðmælenda af allskonar ást.
Umsjón: Anna Marsibil Clausen.
Sögumenn: Birna og Pétur
Birna horfði mikið á Law and Order þegar hún var ung og elskaði leikkonuna Marisku Hargitay. Þegar hún eygði tækifæri á að hitta átrúnaðargoðið sitt, mörgum árum síðar, lagði hún allt í sölurnar.
Þegar Pétur sneri aftur heim til Íslands eftir nám á Ítalíu uppgötvaði hann að eitthvað vantaði. Hann sneri aftur til að finna hana.
Umsjón: Anna Marsibil Clausen.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Rætt var um brotthvarf Helgu Völu Helgadóttur af þingi, hvalveiðar, sem voru leyfðar í vikunni, efnahagsmál, húsnæðismál og fleira.
Umsjónarmaður: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Þorbjörn G. Kolbrúnarson

Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Samráð skipafélaganna er aðför að neytendum og hækkaði vöruverð segir formaður Neytendasamtakanna. Málið sýni að samkeppni þurfi virkt eftirlit svo fyrirtæki sjái sér ekki hag í að svína á neytendum.
Ferðavagnar og trampólín fuku í óveðrinu sem gekk yfir hluta landsins í gærkvöldi og í nótt. Tré fuku upp með rótum og töluverð vinna var að fergja tívólítæki á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Björgunarfólk kom göngumanni til bjargar milli Landmannalauga og Þórsmerkur í nótt.
Danska ríkisstjórnin ætlar að reka tíu rússneska starfsmenn rússneska sendiráðsins í Kaupmannahöfn úr landi fyrir lok þessa mánaðar.
Menningar-og viðskiptaráðherra segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar á ný vera skynsamlega nálgun. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa beint athyglinni frá öðru en verðbólgu og háum vöxtum.
Landris er hafið á svipuðum slóðum og síðasta eldgos við Litla Hrút á Reykjanesskaga. Það gæti verið vísbending um fjórða eldgosið þar á næstu mánuðum.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi þingflokksformaður, ætlar að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Formaður flokksins, segir brotthvarfið ekki mega rekja til ágreinings.
Nokkuð hefur verið um að börn í grunnskólum og félagsstarfi Kópavogsbæjar beri á sér hnífa. Menntasvið Kópavogsbæjar hefur sent bréf til foreldra og forráðamenn þar sem lögð er áhersla á að hnífaburður sé bannaður.
Tíðavörur, sjúkrabörur, hjartastuðtæki og líkpoki eru meðal þess sem sjómaður í Vestmannaeyjum þarf að hafa um borð fyrir sig einan, samkvæmt nýrri reglugerð.

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Líkt og fjallað hefur verið töluvert um í fréttum verða forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Bandaríkin eru þó ekki eina stórveldið sem heldur slíkar kosningar á næsta ári því að í mars verða forsetakosningar í Rússlandi. Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil spenna varðandi það hver hljóti flest atkvæði í Rússlandi. Það eru ekki aðeins við fréttamenn sem fylgjumst spennt með því hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara. Sérfræðingar telja að það geri Rússlandsforseti líka. Fari svo að Trump hafi betur, þá er mögulegt að hann dragi úr stuðningi við Úkraínu - og það er það sem stjórnvöld í Rússlandi vona að gerist. Dagný Hulda Erlendsdóttir tekur nú við og ræðir við prófessor í stjórnmálafræði frá Rússlandi um klæki Pútíns og elítunnar í kringum hann sem hefur verið við völd í Rússlandi alla þessa öld.
Á miðvikudaginn hófu stjórnvöld í Síle stórt og sögulegt verkefni. Að komast að því hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. Hingað til hafa fjölskyldur, ættingjar og vinir enga aðstoð fengið frá yfirvöldum í þessari leit, þrátt fyrir að rétt tæp 50 ár séu frá valdaráninu. Fjölskyldur fórnarlambanna vonast eftir bótum frá ríkinu og nýr forseti, einn af þeim yngstu sem gegna því embætti á heimsvísu, segir að réttlætið sé loksins í augsýn - fjölskyldurnar eigi rétt á að vita um afdrif ástvina. En hvers vegna er það fyrst núna, hálfri öld síðar, sem stjórnvöld í Síle eru tilbúin til að horfast í augu við fortíðina. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið.
Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var svo Bjarni Þórodsson, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurborg. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og svo hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Earthsea e. Ursula Le Guin
Hvítfeld e. Kristínu Eiríksdóttir
Kóngulærnar í sýningarglugganum e. Kristínu Ómarsd.
Dýrin í Hálsaskógi e. Thorbjörn Egner
Blíðfinnur e. Þorvald Þorsteinsson
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Þorsteinn Eyfjörð Þórarinsson
Lýsa má verkum Þorsteins Eyfjörð Þórarinssonar, myndlistar- og tónlistarmanns, sem sjónrænni hljóðlist, enda fléttar hann saman tónlist og myndlist í verkum sínum, hvort sem það eru tónverk eða mynlistarinnsetningar. Honum er líkaminn hugleikinn og stafsemi hans sem birtist oft í verkum hans. Umsjón: Árni Matthíasson.
Lagalisti:
Óútgefið / Youtube - Halaköttur / Halacat - Wot a night
Óutgefið /SoundCloud - Persistent Distension /// trailer
Óutgefið /SoundCloud - Abdominal Sources v.1.2
Esophageal Area - You Taste Like Seawater, Pt. 1
Óutgefið /SoundCloud - Ohmscape (2022), Stereo Bounce, Excerpt
Óútgefið - Karioki worship 2.3
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Á Sandfelli á Öræfum stendur tré, með ekkert í kringum sig nema náttúruna og kyrrðina. Örfáar leifar af gamalli búslóð gefa í skyn að það liggur saga bakvið þetta tré.
Beint fyrir framan það stendur skilti sem vekur upp fleiri spurningar: „Tré ársins 2015“.
Viðmælendur: Brynjólfur Jónsson og Björgvin Örn Eggertsson.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Umsjón: Arnór Bragi Jónasson.

Finnst þér stundum eins og ekkert skipti máli? Og að ekkert hafi merkingu? Ef svo er langar okkur að óska þér til hamingju, því við erum með þáttinn fyrir þig. Í þættinum Ekkert skiptir máli, förum við vítt og breytt um heim vísinda og fræða, skoðum neindir og tómarúm, sjálfið tímann og hugsunina til þess að skilja hvernig ekkert, skiptir raunverulega máli.
Í síðasta þætti komumst við að því að vitund mannsins eða okkar innsti kjarni er eins konar ekkert. Vitundin er ekki það sem hún er og gefur okkur hæfileikann til þess að fjarlægja okkur frá hlutum heimsins. En hver erum við ef vitund okkar er ekkert? Í þessum þætti verður þessi spurning um sjálfið skoðuð og hugmyndinni velt fram hvort að sjálf okkar, þessi litli stýrimaður í höfðinu, sé mögulega ekki neitt. Rætt verður við heimspekinginn og taugafræðinginn Thomas Metzinger og Geir Sigurðsson prófessor í Kínverskum fræðum við Háskóla Íslands, einnig verður komið við í Zen á Íslandi og hlustað á Dharma ræðu flutta af Ástvaldi Zenki.
Umsjónarmenn eru Snorri Rafn Hallson og Tómas Ævar Ólafsson.
Vera Sölvadóttir fjallar um skáldið og listakonuna Ástu Sigurðardóttur. Fluttir verða tveir þættir um líf listakonunnar og ótímabæran dauða hennar. Ásta Sigurðardóttir vakti mikla athygli á sjötta áratug síðustu aldar og hefur nafn hennar haldist á lofti allar götur síðan. Það voru ekki einungis verk Ástu sem vöktu athygli fólks heldur persónan og náttúrubarnið Ásta sjálf.
Ásta sýndi einstaka listræna hæfileika bæði á sviði rit- og myndlistar. Sögur hennar og myndir bera vott um tilfinningaríka og hreinskipta listakonu, sem á ögrandi hátt storkaði viðteknu siðgæði í smábænum Reykjavík um miðja 20. öld. Auk þess var Ásta oft kölluð Ásta módel og varð vinsælt umræðuefni bæjarbúa þar sem hún hafði að atvinnu að sitja fyrir nakin fyrir myndlistarnema. Ásta Sigurðardóttir andaðist í Reykjavík, langt fyrir aldur fram, þann 21. desember árið 1971, aðeins 41 árs að aldri.
Árið 1957 tók Ásta Sigurðardóttir saman við skáldið Þorstein frá Hamri og þau eignuðust fimm börn, þrjá drengi og tvær stúlkur. Fyrir átti Ásta einn son með Jóhannesi Geir listmálara. Ásta Sigurðardóttir andaðist í Reykjavík, langt fyrir aldur fram, 21. desember árið 1971, aðeins 41 árs að aldri eftir að hafa átt við áfengisvanda að stríða um langa hríð. Vera Sölvadóttir fjallar um skáldið og listakonuna Ástu Sigurðardóttur.

Fréttir
Útvarpsfréttir.
Pétur Grétarsson fléttar saman þokkalegum lögum úr ýmsum áttum sem mynda helgarfléttuna.
Lagalisti:
Same Old Man - Joanne Newsome - Divers -2015
Reflections of my life - The Marmalade - 1969
A butterfly in New York - Sinan Antoon/Layale Chaker - Karim Sulayman/Sean Shibe - Broken Branches 2023
Poor Butterfly - Raymond Hubble /John Golden -Etta Jones og Ray Brown -Some of my best friends are singers 1998
Butterly- Corinne Bailey Rae 2006
Summertime- George Gershwin ? Joni Mitchell með Herbie Hancock ? River 2007
Warm and tender love ?B Robinson /C Thompson ? Percy Sledge 1966
Try a little tenderness-Campbell/Connelly/Woods - Otis Redding 1967
Söngur hjartans - Rodgers/Hart (Karl Ágúst Úlfsson) - Sigrún Hjálmtýsdóttir - Ljós og skuggar 2000
Þú eina hjartans yndið mitt - Sigvaldi Kaldalóns/Guðmundur Geirdal - Kristján Jóhannsson - Hamraborgin 2012
Í hjarta þér (úr Rjúkandi ráð)- Jónas og Jón Múli Árnasynir - Haukur Morthens 1961

Veðurstofa Íslands.

Dánarfregnir.
Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Jónatan Garðarsson valdi.
Kvartett Francesco Cafiso leikur lögin Imagination, Polka Dots and Moonbeams, Lullaby of Birdland, What's New, Speak Low og Willow Weep For Me. Kvartett Gerry Mulligan og Chet Baker flögin Five Brothers, Ide's Side, Funhouse, Tea For Two, I Can't Get Started, Darn That Dream og My Funny Valentine. John Dankwort leika lögin Stompin' At The Savoy, Days Of Wine And Roses, Moon Valley, Son Of Sparky, Spooks og Close To You.
Á þessum myrkasta tíma ársins er vert að leiða hugann að ljósinu og manninum sem færði okkur það undur sem ljósaperan er. Í þættinum rekur Snorri Rafn Hallsson sögu Thomasar Edisons og þessarar merkilegu uppfinningar.
Viðmælandi: Baldur Arnarson.
Vísindin eiga það enn til að fara fram úr sjálfum sér. Þannig eru greindarvísitölupróf eru notuð til að mæla greind einstaklinga, en er það réttmætt að nota aldargamla aðferð til að greina námserfiðleika hjá börnum í þeim tilgangi? Greindarvísitölupróf kallast að vissu leiti á við höfuðlagsfræðin þar sem þeim hefur verið beitt til að bera saman kynþætti, útiloka hópa og festa í sessi hugmyndir um náttúrulega yfirburði. Innganga í gáfnaljósaklúbbinn Mensa krefst til dæmis 138 á Stanford-Binet skalanum, en kann að vera að þessar hugmyndir um gáfur séu bara enn ein vitleysan í vísindunum?
Í þættinum verður saga greindarvísitölu- og persónuleikaprófa rakin og spurningarmerki sett við gagnsemi og beitingu slíkra mælikvarða.
Umsjón: Snorri Rafn Hallsson.
Rætt er um hvernig lestri Njálu er háttað, heima og erlendis.
Einar Ólafur Sveinsson les brot úr Njálu í upphafi þáttanna og umsjónarmaður fær til sín gesti til að ræða þetta merka rit.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
Í þættinum er þáttarhugmyndin kynnt og rætt um hvernig lestri á Njálu er háttað um þessar mundir, heima og erlendis.
Viðmælendur: Vésteinn Ólason, Hermann Pálsson.
Einar Ólafur Sveinsson prófessor les 3 stutta kafla úr Njálu úr útvarpslestrum frá 1972.
Umsjón: Einar Karl Haraldsson.
(Áður á dagskrá 22. október 1983)

Veðurstofa Íslands.
Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan er á dagskrá Rásar 1 á fimmtudagsmorgnum kl. 10:15 og endurflutt á föstudagskvöldum kl. 22:15. Þar leikur Lana Kolbrún Eddudóttir allskonar tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við KK-sextettinn, Lúdó og Stefán, Monicu Zetterlund og Ragnar Bjarnason. Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Netfang þáttarins: <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>
Gluggað í 50 ára gamla tónlistarskýrslu, úr þættinum "Óskalög sjúklinga"" sem Bryndís Sigurjónsdóttir hafði umsjón með laugardaginn 2. september 1961 og leikin sömu lög og voru á dagskrá þá. Meðal flytjenda eru The Brothers Four, Sigfús Halldórsson, Robertino, Stefán Íslandi, Guðmundur Jónsson, Jóhann Konráðsson, Hulda Emilsdóttir, Sigurður Ólafsson, Del Shannon, Ingibjörg Smith, KK sextettinn, Barnakór Laugarnesskóla og Leonard Pennario.

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir Vikulokanna eru Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Rætt var um brotthvarf Helgu Völu Helgadóttur af þingi, hvalveiðar, sem voru leyfðar í vikunni, efnahagsmál, húsnæðismál og fleira.
Umsjónarmaður: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Þorbjörn G. Kolbrúnarson

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Gestur Felix í Fimmunni er Haukur Ingi Jónasson lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík en hann talaði um fimm áhrifavalda í lífi sínu
Peter Gabriel var tónlistarmaður dagsins

Umsjón: Salka Sól Eyfeld.
Útvarpsfréttir.
Samráð skipafélaganna er aðför að neytendum og hækkaði vöruverð segir formaður Neytendasamtakanna. Málið sýni að samkeppni þurfi virkt eftirlit svo fyrirtæki sjái sér ekki hag í að svína á neytendum.
Ferðavagnar og trampólín fuku í óveðrinu sem gekk yfir hluta landsins í gærkvöldi og í nótt. Tré fuku upp með rótum og töluverð vinna var að fergja tívólítæki á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Björgunarfólk kom göngumanni til bjargar milli Landmannalauga og Þórsmerkur í nótt.
Danska ríkisstjórnin ætlar að reka tíu rússneska starfsmenn rússneska sendiráðsins í Kaupmannahöfn úr landi fyrir lok þessa mánaðar.
Menningar-og viðskiptaráðherra segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar á ný vera skynsamlega nálgun. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hafa beint athyglinni frá öðru en verðbólgu og háum vöxtum.
Landris er hafið á svipuðum slóðum og síðasta eldgos við Litla Hrút á Reykjanesskaga. Það gæti verið vísbending um fjórða eldgosið þar á næstu mánuðum.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi þingflokksformaður, ætlar að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Formaður flokksins, segir brotthvarfið ekki mega rekja til ágreinings.
Nokkuð hefur verið um að börn í grunnskólum og félagsstarfi Kópavogsbæjar beri á sér hnífa. Menntasvið Kópavogsbæjar hefur sent bréf til foreldra og forráðamenn þar sem lögð er áhersla á að hnífaburður sé bannaður.
Tíðavörur, sjúkrabörur, hjartastuðtæki og líkpoki eru meðal þess sem sjómaður í Vestmannaeyjum þarf að hafa um borð fyrir sig einan, samkvæmt nýrri reglugerð.
Hljóðvegur 1 er á síðdegisvaktinni í sumar.
Umsjón: Steiney Skúladóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson, Kristján Freyr Halldórsson og Valdís Eiríksdóttir.
Umsjón: Steiney Skúladóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.
Andri Freyr Viðarson leysti af á tökkunum á Hljóðvegi 1 þennan fallega laugardag en Steiney Skúladóttir var á flakkinu í Reykjanesbæ. Ljósnótt var haldin hátíðlega og tók hún Danskompaní, bæjarstjórann Kjartan Má, Björgunarsveitina Suðurnes, Tómas Viktor Young og fleiri á tal.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu.
Boðið er upp á tóndæmi frá íslenska tónlistarárinu 1991 með KK bandi, Stjórninni, Rafni Jónssyni, GCD, Vinum Dóra, Sniglabandinu, Karli Örvarssyni, Nýdönsk, Páli Óskari, Margréti Eir , Geirmundi Valtýssyni, Geira Sæm, Gaia, Sálinni hans Jóns míns, Sléttuúlfunum, Bubba, Helgu Möller, Stebba og Eyfa, Önnu Mjöll, Agli Ólafssyni, The Human Body Percussion Ensemble, Ríó, Todmobile, Sororicide, Valdimar Flygenring, Sykurmolunum, Síðan Skein Sól, Mannakornum o.fl.
Meðal viðmælenda í tólfta þættinum, þar sem eru íslenska tónlistarárið 1991 er tekið fyrir, eru KK, Óttar Felix, Rúni Júl, Gunnar Jökull, Geiri Sæm, Stebbi Hilmars, Eyfi, Jón Ólafs, Egill Ólafs, Jakob Frímann, Eyþór Arnalds, Þorvaldur Bjarni, Gísli Sigmunds og Einar Örn.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
KK band - True to you/Waiting For My Woman/Lucky one
Stjórnin - Hamingjumyndir/Láttu þér líða vel
Stefán Hilmarsson - Hvernig líður þér í dag
Sævar Sverrisson - Andartak
GCD - Kaupmaðurinn á horninu/Hamingjan er krítarkort/Mýrdalsandur
Sniglabandið - Wild thing, man
Karl Örvarsson - 1700 vindstig/Eldfuglinn
Nýdönsk - Kirsuber/Deluxe/Landslag skýjanna/Alelda
Páll Óskar - Ég ætla heim
Margrét Eir - Glugginn
Geirmundur - Ég hef bara áhuga á þér
Geiri Sæm - Jörð/Sterinn
Gaia - Gaia
Beaten Bishops - Where's my destiny
Sálin Hans Jóns Míns - Láttu mig vera/Tár eru tár/Ekkert breytir því
Sléttuúlfarnir - Við erum ein
Helga Möller - Í dag
Stebbi og Eyfi - Draumur um Nínu
Eyjólfur Kristjánsson - Skref fyrir skref
Anna Mjöll - Aldrei ég þorði
Vinir Dóra feat. Chicago Beau - Too much alchohol
Egill Ólafsson - Það brennur/Ekkert þras/Sigling
The Human Body Percussion Ensemble - Búkslátta
Ríó - Landið fýkur burt
Todmobile - Stopp/Í tígullaga dal/Eilíf ró
Sororicide - Human ecycling
Valdimar Flygenring og Hennes Verden - Kettir
Bubbi - Sumarið 68
Sykurmolarnir - Hit
Síðan Skein Sól - Blautar Varir/Klikkað/Godburger II
Mannakorn - Litla systir

Fréttir
Útvarpsfréttir.

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon.

Fréttastofa RÚV.

Bein útsending frá stórtónleikum Ljósanætur í Reykjanesbæ.

Spjallað við landann og leikin tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.