16:05
Tengivagninn
Upphafið, forsagan, ofurhetjur og Gervigreindarlestin
Tengivagninn

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.

Tengivagninn hefur göngu sína og því byrjum við á byrjuninni, upphafinu sjálfu.

Kristján Mímisson fornleifafræðingur segir okkur frá þáttunum Ancient Apocalypse, forsögu mannkyns og kenningum um forna menningarheima.

Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus segir okkur frá upprunasögum ofurhetja í gegnum tíðina.

Í siðari hlutanum heyrum við svo brot úr fyrsta íslenska útvarpsþættinum sem gerður var alfarið með gervigreind, Gervigreindarlestinni, og Anna Marsibil Clausen, Ævar Kjartansson og Birgir Þór Harðarson ræða gervigreind, útvarp og framtíðina.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,