06:50
Morgunvaktin
Fornbréf veita innsýn í horfinn heim
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þrír stjórnendur hafa hætt störfum í Íslandsbanka eftir að í ljós kom hvernig staðið var að sölu bankans á bréfum í honum sjálfum. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, fór yfir stöðuna í málefnum Íslandsbanka. Hann ræddi líka um samdrátt í kaupmætti, fjármagnstekjur og Alvotech.

Þýski öfgaflokkurinn AfD mælist enn með mikinn meðbyr í skoðanakönnunum og mældist á dögunum með meira fylgi en stjórnarflokkur jafnaðarmanna SPD. Arthúr Björgvin Bollason var á línunni frá Berlín og sagði frá umdeildu viðtali sem vikuritið Stern birti við annan formanna flokksins, Alice Weidel.

Í síðustu viku var greint frá því að Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefði móttekið tvö hundruð milljónir króna styrk frá danska sjóðnum A.P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond. Styrkurinn er ætlaður til að gera stafrænan gagnagrunn um fornbréf og skjöl úr safni ÁRna Magnússonar. Þórunn Sigurðardóttir rannsóknarprófessor fer fyrir þessu verkefni og var gestur Morgunvaktarinnar.

Tónlist:

The Boxer - Simon and Garfunkel

Cecilia - Simon and Garfunkel

Ein Sonderzug nach Pankow - Udo Lindenberg

Skýjaglópur - Júníus Meyvant

Umsjón:

Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,