18:30
Hvar erum við núna?
Suðurland
Hvar erum við núna?

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.

Í þessum þætti ferðumst við um Suðurland, frá Hveragerði að Sólheimasandi. Vinkonunar Hekla og Amalía segja okkur frá heimabæ sínum Selfossi og svo kíkjum við á Sólheima í Grímsnesi en þar býr Sigurrós Tinna sem veit allt um lífið þar. Þjóðsagan frá Suðurlandi gerist í Skálholti og segir frá hugrakkri þjónustustúlku og beinagrind! Ef þið hlustið vel gætuð þið fengið gott forskot í spurningakeppninni í lokin!

Er aðgengilegt til 03. júlí 2024.
Lengd: 20 mín.
e
Endurflutt.
,