12:42
Þetta helst
Vinirnir sem ætluðu að fremja hryðjuverk II
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur sem varpar nýju ljósi á það sem efst er á baugi og stundum það sem verðskuldar meiri athygli.

Þingfesting fyrsta sakamáls sinnar tegundar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sakborningarnir tveir, menn á þrítugsaldri sem hafa verið vinir um nokkurt skeið, eru sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk á Íslandi. Annar þeirra, sem er byssuáhugamaður, er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og stórfelld vopnalagabrot. Hinn, sem er yfirlýstur nasisti með öfgafullar skoðanir, er ákærður fyr­ir hlutdeild. En hvenær og við hvaða aðstæður verður tal um voðaverk metið sem tilraun til þess? Sunna Valgerðardóttir ræðir við fréttamennina Frey Gígju Gunnarsson og Stíg Helgason í síðari þætti af tveimur í Þetta helst um hryðjuverkamálið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 18 mín.
,