06:50
Morgunvaktin
Sátt um sjávarútveg, dönsk mál og Anne-Sophie Mutter
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Við fjölluðum um 60 bráðabirgðatillögur sem starfshópar á vegum matvælaráðherra um endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni hafa lagt fram. Það á að skapa sátt. Svandís Svavarsdóttir var hjá okkur og rabbaði um efnið.

Borgþór Arngrímsson var líka með okkur og fór yfir það sem er efst á baugi í Danmörku. Við sögu komu Lise Nørgaard, minnkar og fjölskyldan í Amalíuborg.

Í næstu viku kemur þýski fiðluleikarinn Anne-Sophie Mutter til landsins og heldur tónleika í Hörpu. Í haust, þegar spurðist að von væri á henni, sagði Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur frá því á Facebook að hún hefði sótt tónleika hennar í Háskólabíói árið 1985 - Kristrún var þá fjórtán ára - og fiðlusnillingurinn hafði slík áhrif á unglinginn að Kristrún hefur ekki verið söm. Kristrún var með okkur og lýsti betur áhrifunum sem hún varð fyrir á tónleikunum í Háskólabíói í nóvember 1985.

Tónlist:

Terezinha ? Cesaria Evora

Moda bo ? Cesaria Evora og Lura

De tre musikanter - Kurt Ravn

Allegro G-dur (5 Stücke für eine Spieluhr WoO 33 nr.3) - Anne-Sophie Mutter

Sarasate: Carmen Fantasy, Op. 25 - 4. Moderato - Anne-Sophie Mutter

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,