16:05
Víðsjá
Fallegustu bækur í heimi, arkitektúr 2022, Ímynd
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Þegar kemur að því að velja fallegustu bók í heimi, þá er hönnun kápunnar aðeins einn af þeim þáttum sem vert er að hafa í huga. Horfa þarf í letur, pappír, umbrot, þyngd, hlutföll, áferð og samtal alls þessa við inntak bókarinnar. Þegar allt kemur saman í hárréttu jafnvægi verður til falleg bók sem talar til lesandans.

Í 60 ár hefur þýska bókmenntastofnunin Stiftung Buchkunst haldið utan um alþjóðlega keppni um bókahönnun, til að efla samtal um bækur og hönnun. Á föstudag opnar Félag íslenskra teiknara í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands sýningu þar sem hægt er að sjá,og lesa og handleika, fallegustu bækur síðasta árs. Við lítum þar inn í þætti dagsins.

Ímynd heytir heim í sex þáttum þar sem íslensk ljósmyndun er skoðuð út frá sjónarhorni lista, landslags, samtímans, skrásetningar, fréttaflutnings, fortíðar og framtíðar. Umsjónarkonurnar eru hlustendum Rásar 1 að góðu kunnar: Anna Gyða Sigurgísladóttir og Katrín Ásmundsdóttir sem fjölluðu meðal annars um ljósmyndir út frá ýmsum vinklum í þáttunum Glans hér á Rásinni um árið en stjórn upptöku og framleiðsla er í hönudum Hrafnhildar Gunnarsdóttur. Við tökum Katrínu Ásmundsdóttur tali í þætti dagsins.

Og við heyrum pistil frá Óskari Arnórssyni, sem að þessu sinni ætlar að fara yfir árið 2022 í arkitektúr. Hvað er það sem honum finnst einkenna árið sem var að líða og í hvaða átt eru arkitektar að horfa í dag. Hvað ber framtíðin í skauti sér þegar kemur að straumum og stefnum í arkitektúr.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,