18:30
Saga hugmyndanna
Þorri
Saga hugmyndanna

Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.

Í þættinum í dag ætlum við að kynnast sögunni á bak við þorra.

Þorri hefst á morgun, á bóndadaginn en hvernig byrjaði það allt saman. Hvað er þessi þorri og hvernig var þjóðtrúin okkar í gamla daga sem tengdist þorranum og bóndadeginum. Hvað gerðu húsfreyjurnar og hvað gerðu bændur? Hvað er þorrablót og hver er saga þeirrar hefðar og hvernig er þetta með þorramatinn? Hvernig breyttist þessi hefðbundni íslenski matur, sem við borðuðum allt árið yfir í að vera bara borðaður á þorranum.

Allt um þorrann í þættinum í dag.

Var aðgengilegt til 18. janúar 2024.
Lengd: 20 mín.
e
Endurflutt.
,