Færslur: Zaporizhzhia

Pútín viðurkennir sjálfstæði Kherson og Zaporizhzhia
Vladimír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða Úkraínu, Kherson og Zaporizhzhia, með formlegri tilskipun í kvöld. Á morgun er talið að hann innlimi héröðin formlega inn í Rússland með mikilli viðhöfn.
Tilkynnt um samþykkta innlimun í öllum héruðunum
Talsmenn aðskilnaðarsinna í fjórum héruðum Úkraínu sem eru að mestu leyti á valdi Rússa tilkynntu í kvöld að yfirgnæfandi meirihluti íbúa sem tóku þátt í sviðsettum atkvæðagreiðslum um helgina hefðu samþykkt innlimun héraðana í Rússland.
Hvetur til áframhaldandi fordæmingar á atkvæðagreiðslum
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hvetur heimsbyggðina til að fordæma áfram þær gerviþjóðaratkvæðagreiðslur sem hafnar eru í fjórum héruðum Úkraínu. Hann hvatti jafnframt til að niðurstöðunum yrði alfarið hafnað. Enn frekari vísbendingar eru uppi um stríðsglæpi af hálfu Rússa í Úkraínu.
Atkvæðagreiðsla um innlimun hafin í fjórum héruðum
Atkvæðagreiðsla er hafin í fjórum hernumdum úkraínskum héruðum um hvort þau skuli innlimuð í Rússland. Íbúum héraðanna Kherson og Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu ásamt Donetsk og Luhansk-héruðum í austanverðu landinu, býðst að greiða atkvæði fram á þriðjudag.
Þakkar þjóðarleiðtogum fyrir fordæmingu atkvæðagreiðslu
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, þakkaði þjóðarleiðtogum fordæmingu þeirra á fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu í fjórum héruðum landsins um hvort þau skuli verða hluti af Rússlandi. Hann hvetur landa sína til samstöðu.
Rafmagn komið á úkraínska kjarnorkuverið Zaporishshia
Úkraínska kjarnorkuverið Zaporishshia hefur verið tengt við dreifikerfi úkraínsku rafveitunnar að nýju. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin greinir frá þessu á Twitter. Tekist hefur að gera við einn fjögurra meginkapla sem eyðlilögðust í ítrekuðum árásum á verið, en hinir þrír eru enn ótengdir og ekki hægt að nota þá í bráð.
Úkraínumenn hafa náð að landamærum Rússlands
Hersveitir Úkraínumanna ráða nú öllum landamærum Kharkiv-héraðs að Rússlandi. Þeim hefur tekist að stökkva rússneskum hersveitum á brott úr héraðinu. Rússa reyna að reisa nýjar varnarlínur til að stöðva framrás Úkraínumanna.
Slökkt á síðasta virka kjarnaofni Zaporizhzhia-versins
Úkraínustjórn tilkynnti í nótt að slökkt hefði verið á sjötta kjarnaofni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia . Með því leggst af öll raforkuframleiðsla í þessu stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkisorkufyrirtækisins Energoatom og að undirbúningur sé hafinn að kælingu ofnsins.
Segja ástandið við Zaporizhzhia sífellt ótryggara
Ástandið í og við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu verður æ ótryggara að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar á staðnum. Kjarnorkuslys gæti verið yfirvofandi.
Sakar Rússa um að pynta og myrða starfsfólk orkuvers
Forseti úkraínska orkufyrirtækisins Energoatom sakar Rússa um að hafa pyntað, myrt og numið á brott um tvö hundruð af starfsmönnum kjarnorkuversins í Zaporizhzhia. Rússar segja að úkraínskir hermenn hafi gefist upp í Luhansk.
08.09.2022 - 06:16
Ekki vilji til að skilgreina Rússland hryðjuverkaríki
Bandaríkjastjórn kveðst telja það hafa þveröfug áhrif að Rússland verði lýst ríki ábyrgt fyrir hryðjuverkum. Með því er kröfum Úkraínustjórnar og fjölda annarra þessa efnis hafnað.
Borgarstjórinn í Berdyansk særðist illa í bílsprengju
Borgarstjórinn í hafnarborginni Berdyansk í Zaporizhzhya í Úkraínu særðist alvarlega þegar bíll hans var sprengdur í loft upp í dag. Rússar settu borgarstjórann í embætti þegar þeir náðu borginni á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst.
Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia tengt vara raflínu
Samband kjarnorkuversins í Zaporizhzia í Úkraínu við megin rafveitukerfi landsins rofnaði í dag, þegar fjórða aðal raflína kjarnorkuversins varð fyrir skemmdum. Kjarnorkuverið nær þó enn að koma rafmagni til Úkraínumanna í gegnum vara raflínu.
Bygging kjarnorkuversins hafi orðið fyrir hnjaski
Sérfræðingar Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segja greinilegt að byggingin, sem hýsir kjarnorkuverið í Zaporizhzia í Úkraínu, hafi orðið fyrir hnjaski í átökunum sem þar hafa geysað undanfarnar vikur. Þeir segja öryggi byggingarinnar hafa verið spillt margsinnis og enn séu aðstæður þar ótraustar.
Vilja varanlega viðveru eftirlitsfólks í Zaporizhzhia
Eftirlitssveit Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar ætlar að sækjast eftir áframhaldandi viðveru við kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Úkraínu að loknum eftirlitsleiðangrinum sem nú stendur yfir. Fjórtán sérfræðingar stofnunarinnar eru á leið að kjarnorkuverinu, sem hefur verið á valdi rússneska hersins síðan á fyrstu vikum stríðsins.
Eftirlitsteymi á leið að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia
Eftirlitsteymi frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni hefur lagt af stað að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í suður Úkraínu. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, sagði sex mánaða undirbúning að baki og mikið væri í húfi.
Þetta helst
Risaorkuver, vestaðar kjarnorkuofurhetjur og Chernobyl
Alheimurinn óttast að meiriháttar kjarnorkuslys kunni að vera yfirvofandi í stærsta kjarnorkuveri Evrópu, kjarnorkuverinu í úkraínsku iðnaðarborginni Zaporizhzhia. Rússneskt herlið hefur haft verið á valdi sínu síðan í mars, en skæðir bardagar hafa staðið yfir allt umhverfis það vikum saman. Leiðtogar um allan heim hafa hvatt bæði Rússa og Úkraínumenn að láta af bardögunum. Þetta helst skoðaði aðeins Zaporizhzhia kjarnorkuverið og leit til Chernobyl í leiðinni.
Fulltrúar kjarnorkumálastofnunar halda til Zaporizhzhia
Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, er á leið til Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu ásamt eftirlitsteymi. Hann greindi frá þessu í morgun og sagði hópinn komast að verinu síðar í vikunni.
Rússar stöðva endurnýjun samnings um kjarnavopn
Rússar komu í gær föstudag, í veg fyrir innleiðingu sameiginlegar yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna varðandi takmörkun kjarnorkuvopna í heiminum. Eftir næstum mánaðarlanga ráðstefnu fordæma fulltrúar Rússlands það sem þeir kalla pólítískt yfirbragð yfirlýsingarinnar.
Zaporizhzhia-verið tengt að nýju - enn hætta á ferðum
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að enn sé hætta á ferðum við Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í sunnanverðu landinu. Verið var tengt orkukerfi Úkraínu að nýju í dag eftir aftengingu í gær vegna skemmda á raflínum.
Raflínur skemmdar að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia
Kjarnorkuverið i Zaporizhzhia í Úkraínu hefur verið aftengt frá úkraínska rafveitukerfinu í fyrsta sinn síðan það var tekið í notkun fyrir tæpum fjörutíu árum. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin ætlar að senda eftirlitsteymi að verinu innan fárra daga.
Kjarnorkumálastofnunin vill enn aðgang að Zaporizhzhia
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sækist enn fast eftir því rannsaka ástand mála í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem rússneskar hersveitir hafa á valdi sínu.
Pútín segir stórslys vofa yfir í Zaporizhzhia
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, varaði Emmanuel Macron, Frakkalands forseta, við því á símafundi í dag að stórslys væri yfirvofandi í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Pútín segist hlynntur því að hlutlausir rannsakendur meti öryggi kjarnorkuversins.
Minnst tíu látnir eftir árásir á íbúðahverfi í Kharkív
Minnst tíu eru taldir af eftir árásir rússneska hersins á íbúðahverfi í borginni Kharkív í Úkraínu síðasta sólarhringinn. Íbúar Kharkív segjast loftárásir hafa verið gerðar á borgina nær daglega síðan stríðið í landinu hófst.
18.08.2022 - 12:20
Ekki hætta hér á landi af kjarnorkuslysi í Zaporizhzhia
Rússar segja að engin þungavopn séu nærri kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og ástæðulaust að óttast kjarnorkuslys þar. Harðir bardagar hafa verið þar í nágrenninu síðustu daga og er varað við alvarlegum afleiðingum af þeim.
18.08.2022 - 09:51