Færslur: Vladímír Pútín

Myndskeið
Gagnrýnir Pútín harðlega fyrir fundinn með Lukasjenko
Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands átti fjögurra tíma langan fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í borginni Sochi í Rússlandi í dag. Svetlana Tikanovskya, fyrrum forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Rússlandsforseta harðlega fyrir að funda með Lukasjenko, sem ekki sé álitinn réttkjörinn forseti.
14.09.2020 - 19:43
Rússar sakaðir um undirróðursstarfsemi vestra
Rússar gera hvað þeir geta til að grafa undan trausti á kosningakerfi Bandaríkjanna, einkum sem lýtur að póstkosningu. Þetta er niðurstaða greiningar heimavarna Bandaríkjanna, Homeland Security.
Morðtilraun við Alexei Navalny og stjórnmál í Bretlandi
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny, sem liggur fársjúkur á Charité-spítalanum í Berlín. Þýsk stjórnvöld segja hafið yfir allan vafa að veikindi hans séu afleiðingar eitrunar, honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
03.09.2020 - 10:14
Merkel fordæmir tilræðið við Navalny
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, krefur rússnesk stjórnvöld skýringa á banatilræði við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny. Hún segir engan vafa leika á að honum hafi verið byrlað taugaeitrið nocvichok. Navalny er á Charité spítalanum í Berlín þar sem honum er haldið sofandi.
02.09.2020 - 17:06
Navalny var byrlað novichok
Þýsk yfirvöld segja engan vafa leika á að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hafi verið byrlað eitrið novichok. Navalny liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín og er haldið sofandi. Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði síðdegis að niðurstöður rannsókna staðfestu með óyggjandi hætti að Navalny hefði verið byrlað novichok.
02.09.2020 - 14:04
Halda ótrauð áfram þrátt fyrir veikindi Navalnys
Samstarfsfólk rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnys ætlar ekki að leggja árar í bát þó að leiðtogi þeirra liggi þungt haldinn á spítala. Héraðskosningar verða í Rússlandi 13. september og þar ætla þau að hvetja fólk til að kjósa eftir ákveðnu kerfi líkt og fyrir kosningar til borgarþings Moskvu í fyrra.
31.08.2020 - 16:31
Segir notkun eiturs hafa aukist í stjórnartíð Pútíns
Rússneskur stjórnarandstæðingur segir eitranir vera á góðri leið með að verða ein helsta aðferð þeirra sem fara gegn andstæðingum Vladimír Pútíns Rússlandsforseta.
20.08.2020 - 23:13
Glæparannsókn í Hvíta-Rússlandi vegna andófshóps
Glæparannsókn er hafin í Hvíta-Rússlandi vegna þess sem stjórnvöld kalla tilraunir stjórnarandstöðunnar til að hrifsa völdin. Alexander Lukasjenkó gerir enn allt hvað hann getur til að treysta völd sín eftir umdeildar forsetakosningar fyrr í mánuðinum.
Pútín og Lúkasjenkó ætla að leysa vandann innan skamms
Vladimir Pútín forseti Rússlands og Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands sammæltust um það í símtali sín á milli í morgun að „vandinn“ í Hvíta-Rússlandi yrði leystur innan skamms. Mikil mótmæli hafa verið í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenkó var kjörinn forseti landsins með um 80% atkvæða. Fregnir hafa borist af miklu ofbeldi lögreglu gagnvart mótmælendum og þúsundir manna hafa safnast saman á götum Minsk, höfuðborgar landsins, í dag.
15.08.2020 - 13:55
Róstur í rússneskri borg
Mótmælendur hafa haft sig verulega frammi um þriggja vikna skeið í borginni Khabarovsk í austurhluta Rússlands, skammt frá landamærum Kína.
01.08.2020 - 02:49
Pútín boðar öflugri og fullkomnari kjarnavopn flotans
Rússneski flotinn verður brátt vopnaður fullkomnari og hraðfleygari kjarnorkuflaugum en hingað til og kafbátar flotans verða búnir kjarnorkudrónum. Vladimír Pútín greindi frá þessu þegar hann ávarpaði árlega hersýningu flotans í Sankti Pétursborg, þar sem öflugustu herskip, kjarnorkukafbátar og herþotur flotans eru í öndvegi. Þá sagði forsetinn að flotinn fengi 40 ný skip til umráða á þessu ári.
27.07.2020 - 05:32
Tugir þúsunda mótmæltu Pútín og handtöku héraðsstjóra
Tugir þúsunda fylktu liði á götum rússnesku borgarinnar Khabarovsk í gær til að mótmæla handtöku héraðsstjóra samnefnds héraðs syðst í Austur-Rússlandi. Héraðsstjórinn, Sergei Furgal, var handtekinn á fimmtudag, sakaður um að hafa fyrirskipað morð á minnst þremur kaupsýslumönnum fyrir fimmtán árum. Mótmælendur gengu að höfuðstöðvum héraðsstjórnarinnar í Khabarovsk-borg og hrópuðu meðal annars slagorð gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
12.07.2020 - 03:46
Myndband
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns
Yfirgnæfandi meirihluti Rússa samþykkti stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir að með breytingunum færist stjórnskipun landsins í íhaldssama og þjóðernissinnaða átt. 
01.07.2020 - 22:51
Myndband
Leikföng, ávextir og grænmeti í stað mótmælenda
Rússar greiða þessa dagana atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. Andstæðingar stjórnvalda hafa ekki boðað til mótmæla á götum úti vegna kórónuveirufaraldursins en nýta leikföng og grænmeti sem staðgengla sína.
30.06.2020 - 13:50
Stríðsloka minnst í Moskvu í dag
Búist er við að mikið verði um dýrðir á Rauða torginu í Moskvu í dag. Þá hefst mikil minningarhátíð um að 75 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar sem Vladimir Pútín forseti Rússlands á veg og vanda að.
24.06.2020 - 04:10
Rússar að kjörborðinu 1. júlí
Rússar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar 1. júlí. Verði þær samþykktar gæti Vladimír Pútín, forseti landsins, setið í embætti eftir árið 2024. Yfirstandandi kjörtímabili lýkur þá. Samkvæmt nýgildandi stjórnarskrá mætti hann ekki bjóða sig fram á ný. Pútín hefur verið ýmist forseti eða forsætisráðherra síðan árið 1999. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
01.06.2020 - 15:29
Pútín kveðst ekki ætla að lengja valdatíð sína
Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Rússlands, sem Vladímír Pútín forseti hefur lagt fram, eru ekki til þess gerðar að lengja valdatíð hans. Þetta sagði forsetinn í ávarpi í framhaldsskóla í rússnesku borginni Cherepovets í dag.
04.02.2020 - 16:39
Heimskviður
Hvað vakir fyrir Vladimir Pútín?
Ríkisstjórn Rússlands fór frá völdum í síðustu viku og nýr forsætisráðherra tók við. Það er þó engin stjórnarkreppa í landinu, og en þessi óvæntu tíðindi tengjast fyrirhuguðum, og viðamiklum breytingum á stjórnarskrá landsins. Fjögur ár eru þangað til Vladimír Pútín forseti þarf að láta að völdum, og talið er að nú ætli hann tryggja áframhaldandi völd sín. Þrátt fyrir þetta þykja fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar einnig benda til þess að Rússland sé að styrkjast sem lýðræðisríki.
26.01.2020 - 07:00
Þakkaði Trump fyrir hjálp við að stöðva hryðjuverk
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hringdi í gær í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, til að þakka fyrir aðstoð bandarískra leyniþjónustustofnana við að koma í veg fyrir hryðjuverk í Rússlandi.
Rússar hætta líka í kjarnorkusamkomulagi
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar einnig að hætta í tímamótasamkomulagi Bandaríkjanna og Rússlands um meðaldræg kjarnorkuvopn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það í gær að Bandaríkin styddu ekki lengur samkomulagið enda hefðu Rússar þverbrotið það.
02.02.2019 - 09:51
Gagnrýnir Trump fyrir linkind í garð Rússa
Hillary Clinton gagnrýndi í gær framgöngu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi eftir viðræður hans við Vladimir Pútín í síðustu viku. Hún segist hafa heimildir fyrir því að Rússar ætli að hafa afskipti af þingkosningum í Bandaríkjunum í nóvember.
22.07.2018 - 13:11
Boð Trumps kom embættismönnum á óvart
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist hlakka til að hitta Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Hvíta húsinu í haust. Boð Trumps til Pútíns kom bandarískum embættismönnum á óvart. Yfirmaður öryggisstofnanna vestanhafs frétti af því í beinni útsendingu.
20.07.2018 - 14:15
Segir Pútín hafa hreðjatak á Trump
Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings segir að forseti Rússlands hljóti að hafa tangarhald á Trump Bandaríkjaforseta og búa yfir viðkvæmum upplýsingum um forsetann sem geti skaðað hann. Það sé eina skýringin á hegðun Trumps á blaðamannafundinum í Helsinki í gær.
17.07.2018 - 12:28
Myndskeið
Finnar mótmæla leiðtogafundi í Helsinki
Á þriðja þúsund manns söfnuðust saman í dag í Helsinki í Finnlandi og mótmæltu fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Vladimirs Putins, forseta Rússlands. Leiðtogafundur þeirra verður í borginni á morgun.
15.07.2018 - 12:59
Útilokar ekki að viðurkenna innlimun Krím
Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar ekki að viðurkenna innlumun Krímskaga í Rússland. Fréttastofa AFP greinir frá því að blaðamenn spurðu hvort forsetinn íhugaði að breyta opinberri afstöðu Bandaríkjanna gagnvart því að Rússland innlimaði Krímsskaga árið 2014 og viðurkenna þar með innlimun skagans. Trump útilokaði það ekki en sagðist einfaldlega ætla að sjá til.
30.06.2018 - 01:24