Færslur: Vladímír Pútín

Niðurstöðum þingkosninga mótmælt í Moskvu í dag
Þúsundir fylgismanna rússneska kommúnistaflokksins og fleiri stjórnarandstöðuflokka söfnuðust saman í miðborg Moskvu í dag. Tilgangurinn var að andmæla því sem Kommúnistar kalla grafalvarlegt svindl í þingkosningum.
Ásakanir um eitt mesta kosningasvindl síðari tíma
Stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja kosningar um síðustu helgi þær óheiðarlegustu þar í landi í síðari tíð. Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútíns forseta, hlaut um helming atkvæða, samkvæmt talningu yfirvalda, og 324 af 450 sætum í Dúmunni, neðri deild þingsins. Stjórnarandstæðingar voru með kosningaeftirlit og tilkynntu fjölda brota til yfirvalda.
21.09.2021 - 15:24
Pútín gefur hermönnum og lögreglu peningagjöf
Forseti Rússlands, Vladímír Pútín, hefur ákveðið að gefa öllum lögreglu-, og hermönnum landsins 15.000 rúblna eingreiðslu, tæplega 26 þúsund krónur.
31.08.2021 - 10:49
Pútín varar við algeru hruni í Afganistan
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hvetur alþjóðasamfélagið til að koma í veg fyrir að algert hrun í Afganistan eftir valdatöku Talibana. Þetta kom fram á fundi hans með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í dag þar sem þau ræddu málefni Afganistan í þaula. 
Merkel: Samtal milli Rússlands og Þýskalands mikilvægt
Þrátt fyrir andstæð viðhorf þurfa Þjóðverjar og Rússar halda áfram að ræða saman. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í heimsókn sinni til Rússlands, þeirrar síðustu á valdatíð hennar.
Sakar Rússa um vélabrögð fyrir þingkosningarnar 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti sakar Vladimir Pútín forseta Rússland um að hyggjast dreifa röngum eða villandi upplýsingum til að hafa áhrif á þingkosningarnar vestra á næsta ári.
Undirbúa frekari refsiaðgerðir vegna Navalny
Bandaríkjastjórn undirbýr nú frekari refsiaðgerðir gegn Rússum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Þjóðaröryggisráðgjafi Biden-stjórnarinnar, Jake Sullivan, greindi frá áformum stjórnarinnar í þætti Dana Bash á sjónvarpsstöðinni CNN í dag.
20.06.2021 - 15:52
Sjónvarpsfrétt
Fjölmiðlafár og „góður tónn“ í Genf í dag
Þriggja klukkustunda leiðtogafundi forseta Bandaríkjanna og Rússlands lauk á fjórða tímanum í dag. Pútín taldi fundinn hafa verið uppbyggilegan og Biden sagði gagnlegt að hittast augliti til auglitis.
16.06.2021 - 19:54
Myndskeið
„Alltaf betra að hittast augliti til auglitis“
Leiðtogafundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands er hafin í Genf í Sviss. Joe Biden og Vladimír Pútin hafa báðir sagt að samskipti ríkjanna séu verri nú en síðustu áratugi. Þeir ræddust stuttlega við fyrir framan fjölmiðla í byrjun fundar.
16.06.2021 - 12:58
Samband Rússlands og Bandaríkjanna með versta móti
Rússlandsforseti segir samband Rússlands og Bandaríkjanna ekki hafa verið verra en nú um árabil. Hann fer á fund Bandaríkjaforseta í Genf í Sviss í næstu viku.
12.06.2021 - 06:34
Rússland
Skilgreina Bandaríkin og Tékkland sem fjandsamleg ríki
Rússnesk stjórnvöld skilgreina Bandaríkin og Tékkland sem „fjandsamleg ríki,“ samkvæmt stjórnartilskipun, undirritaðri af forsætisráðherranum Mikhail Misjustin. Löndin tvö hafa verið færð á lista yfir ríki sem hafa orðið uppvís að „fjandsamlegum aðgerðum“ gegn Rússlandi, rússneskum ríkisborgurum, fyrirtækjum eða félagasamtökum. Dimitri Peskov, upplýsingafulltrúi rússnesku ríkisstjórnarinnar, leggur áherslu á að Bandaríkin og Tékkland séu einu ríkin á listanum um þessar mundir.
15.05.2021 - 04:08
Myndskeið
Pútín varar við sterkum viðbrögðum
Vladimír Pútín forseti Rússlands varaði við sterkum viðbrögðum ef farið yrði yfir ákveðin mörk í samskiptum við þjóð sína. Fangelsun stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hefur verið mótmælt víða um Rússland í dag.
22.04.2021 - 00:53
Alexei Navalny fluttur á sjúkradeild
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið fluttur úr fangelsi á sjúkradeild. Hann hefur verið í mótmælasvelti í tuttugu daga og læknar segja hættu á að hann fái hjartaáfall eða nýrnabilun.
19.04.2021 - 12:37
Boða nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í dag um nýjar refsiaðgerðir á hendur Rússum. Þetta eru þær fyrstu síðan Joe Biden tók við forsetaembætti í janúar. Í tilkynningu bandarískra yfirvalda segir að verið sé að refsa fyrir netárásir, afskipti af kosningum, innlimun Krímskaga og fyrir versnandi heilsufarsástand stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. 
15.04.2021 - 18:26
Pútín fékk seinni bólusetningu við COVID í dag
Þrátt fyrir að þrjár tegundir af bóluefni við COVID-19 séu framleiddar í Rússlandi, þar á meðal Sputnik, eru aðeins um sex prósent landsmanna fullbólusettir. Forseti landsins var bólusettur í dag og hvatti fólk til gera það sama.
14.04.2021 - 21:54
Merkel hvetur Pútín til að minnka umsvif við Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til þess í dag að minnka hernaðarumsvif við landamæri Rússlands að austurhluta Úkraínu. Spennan hefur aukist á svæðinu að undanförnu og aukin harka hefur færst í bardaga úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna.
08.04.2021 - 15:27
Fréttaskýring
Kuldaleg vika í samskiptum stórvelda
Samskipti Rússlands og Bandaríkjanna eru með verra móti þessa dagana og allt stefnir í að þau eigi eftir að versna enn frekar. Þetta hefur BBC, breska ríkisútvarpið, eftir talsmanni rússneskra stjórnvalda, eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, svaraði því játandi í viðtali að forseti Rússlands væri morðingi. Pútín svaraði Biden í gær og sótti í visku úr eigin æsku, að eigin sögn, og sagði: margur þekkir mann af sér.
19.03.2021 - 11:25
Heimsglugginn: Úlfúð og illindi í alþjóðasamskiptum
Úlfúð og illindi ríkja nú víða í alþjóðasamskiptum. Rússar hafa kallað sendiherra sinn heim frá Washington eftir að Bandaríkjaforseti svaraði játandi spurningu um hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri morðingi. Þá sökuðu Bandaríkjamenn Rússa um afskipti af kosningunum vestra í fyrra. Í Evrópu ganga hnútur á milli Breta og Evrópusambandsins.
Aftur réttað yfir Navalny í dag, nú vegna ærumeiðinga
Alexei Navalny, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem fyrr í þessari viku var gert að afplána nær þrjú ár sem hann átti óafplánuð af skilorðsbundnum dómi fyrir fjársvik, á að mæta aftur fyrir dómara í dag. Þar verður honum gert að svara til saka vegna ákæru um ærumeiðingar og rógburð. Þessi réttarhöld hefjast sama dag og Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fer á fund Sergeis Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands til viðræðna um framtíðarsamskipti og viðskipti.
Yfir 1.400 mótmælendur handteknir í Rússlandi í gær
Yfir 1.400 manns voru handtekin þegar fólk kom saman í Moskvu, Pétursborg og fleiri borgum Rússlands til að lýsa stuðningi sínum við stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny og mótmæla þriggja og hálfs árs fangelsisdómi sem kveðinn var upp yfir honum. Dómurinn hefur verið harðlega gagnrýndur á Vesturlöndum.
03.02.2021 - 06:33
Fréttaskýring
Fátt um góða kosti í stöðunni hjá Pútín
Mannréttindasérfræðingur í Rússlandi segir að staðan sé orðin mjög þröng hjá forseta landsins, Vladimír Pútín. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hafi sýnt mikið hugrekki með því að snúa aftur til heimalandsins, eftir að reynt hafi verið að ráða hann af dögum.
02.02.2021 - 06:01
Myndskeið
Yfir 1.000 manns handtekin í Rússlandi
Rússneska lögreglan hefur handtekið meira en þúsund manns í mótmælum víða um land. Viðbúnaður er mikill og sérstaklega í höfuðborginni Moskvu þar sem fólki er sópað upp í rútur nánast um leið og það mætir til að mótmæla. Mótmælendur krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr fangelsi.
31.01.2021 - 12:42
Meira en 500 handteknir í Navalny-mótmælum í Rússlandi
Á sjötta hundrað stuðningsmenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny voru handteknir í mótmælum í Síberíu og í austurhluta Rússlands í morgun. Fólkið hrópaði „Pútín er þjófur“ og „Látið Navalny lausan“ og krækti höndum saman þar sem það gekk um götur.
31.01.2021 - 10:27
Biden vill framlengja START-samninginn við Rússa
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði í gær til að START-samningurinn hinn nýrri milli Bandaríkjanna og Rússlands yrði framlengdur um fimm ár. Yfirlýst markmið er að koma í veg fyrir áframhaldandi  kjarnorkuvopnakapphlaup. Aðeins eru nokkrir dagar þar til þessi síðasti, gildandi samningur stórveldanna um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna rennur út.
Segja ekkert hæft í fullyrðingum um höll Pútíns
Stjórnvöld í Rússlandi segja það helberan þvætting að forseti landsins eigi glæsihöll við Svartahaf, líkt og Alexei Navalny heldur fram í nýju myndbandi. Stjórnarandstæðingurinn sendi frá sér myndband í fyrradag þar sem sagt er frá höllinni og að hún sé ein sú glæsilegasta í heimi, með ísknattleikssvelli og spilavíti, svo fátt eitt sé nefnt.
21.01.2021 - 22:14