Færslur: Vladímír Pútín

Tugir þúsunda mótmæltu Pútín og handtöku héraðsstjóra
Tugir þúsunda fylktu liði á götum rússnesku borgarinnar Khabarovsk í gær til að mótmæla handtöku héraðsstjóra samnefnds héraðs syðst í Austur-Rússlandi. Héraðsstjórinn, Sergei Furgal, var handtekinn á fimmtudag, sakaður um að hafa fyrirskipað morð á minnst þremur kaupsýslumönnum fyrir fimmtán árum. Mótmælendur gengu að höfuðstöðvum héraðsstjórnarinnar í Khabarovsk-borg og hrópuðu meðal annars slagorð gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
12.07.2020 - 03:46
Myndband
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns
Yfirgnæfandi meirihluti Rússa samþykkti stjórnarskrárbreytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir að með breytingunum færist stjórnskipun landsins í íhaldssama og þjóðernissinnaða átt. 
01.07.2020 - 22:51
Myndband
Leikföng, ávextir og grænmeti í stað mótmælenda
Rússar greiða þessa dagana atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. Andstæðingar stjórnvalda hafa ekki boðað til mótmæla á götum úti vegna kórónuveirufaraldursins en nýta leikföng og grænmeti sem staðgengla sína.
30.06.2020 - 13:50
Stríðsloka minnst í Moskvu í dag
Búist er við að mikið verði um dýrðir á Rauða torginu í Moskvu í dag. Þá hefst mikil minningarhátíð um að 75 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldar sem Vladimir Pútín forseti Rússlands á veg og vanda að.
24.06.2020 - 04:10
Rússar að kjörborðinu 1. júlí
Rússar ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar 1. júlí. Verði þær samþykktar gæti Vladimír Pútín, forseti landsins, setið í embætti eftir árið 2024. Yfirstandandi kjörtímabili lýkur þá. Samkvæmt nýgildandi stjórnarskrá mætti hann ekki bjóða sig fram á ný. Pútín hefur verið ýmist forseti eða forsætisráðherra síðan árið 1999. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti að fara fram 22. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
01.06.2020 - 15:29
Pútín kveðst ekki ætla að lengja valdatíð sína
Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Rússlands, sem Vladímír Pútín forseti hefur lagt fram, eru ekki til þess gerðar að lengja valdatíð hans. Þetta sagði forsetinn í ávarpi í framhaldsskóla í rússnesku borginni Cherepovets í dag.
04.02.2020 - 16:39
Heimskviður
Hvað vakir fyrir Vladimir Pútín?
Ríkisstjórn Rússlands fór frá völdum í síðustu viku og nýr forsætisráðherra tók við. Það er þó engin stjórnarkreppa í landinu, og en þessi óvæntu tíðindi tengjast fyrirhuguðum, og viðamiklum breytingum á stjórnarskrá landsins. Fjögur ár eru þangað til Vladimír Pútín forseti þarf að láta að völdum, og talið er að nú ætli hann tryggja áframhaldandi völd sín. Þrátt fyrir þetta þykja fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar einnig benda til þess að Rússland sé að styrkjast sem lýðræðisríki.
26.01.2020 - 07:00
Þakkaði Trump fyrir hjálp við að stöðva hryðjuverk
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hringdi í gær í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, til að þakka fyrir aðstoð bandarískra leyniþjónustustofnana við að koma í veg fyrir hryðjuverk í Rússlandi.
Rússar hætta líka í kjarnorkusamkomulagi
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar einnig að hætta í tímamótasamkomulagi Bandaríkjanna og Rússlands um meðaldræg kjarnorkuvopn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það í gær að Bandaríkin styddu ekki lengur samkomulagið enda hefðu Rússar þverbrotið það.
02.02.2019 - 09:51
Gagnrýnir Trump fyrir linkind í garð Rússa
Hillary Clinton gagnrýndi í gær framgöngu Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, á blaðamannafundi eftir viðræður hans við Vladimir Pútín í síðustu viku. Hún segist hafa heimildir fyrir því að Rússar ætli að hafa afskipti af þingkosningum í Bandaríkjunum í nóvember.
22.07.2018 - 13:11
Boð Trumps kom embættismönnum á óvart
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segist hlakka til að hitta Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Hvíta húsinu í haust. Boð Trumps til Pútíns kom bandarískum embættismönnum á óvart. Yfirmaður öryggisstofnanna vestanhafs frétti af því í beinni útsendingu.
20.07.2018 - 14:15
Segir Pútín hafa hreðjatak á Trump
Leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings segir að forseti Rússlands hljóti að hafa tangarhald á Trump Bandaríkjaforseta og búa yfir viðkvæmum upplýsingum um forsetann sem geti skaðað hann. Það sé eina skýringin á hegðun Trumps á blaðamannafundinum í Helsinki í gær.
17.07.2018 - 12:28
Myndskeið
Finnar mótmæla leiðtogafundi í Helsinki
Á þriðja þúsund manns söfnuðust saman í dag í Helsinki í Finnlandi og mótmæltu fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Vladimirs Putins, forseta Rússlands. Leiðtogafundur þeirra verður í borginni á morgun.
15.07.2018 - 12:59
Útilokar ekki að viðurkenna innlimun Krím
Donald Trump Bandaríkjaforseti útilokar ekki að viðurkenna innlumun Krímskaga í Rússland. Fréttastofa AFP greinir frá því að blaðamenn spurðu hvort forsetinn íhugaði að breyta opinberri afstöðu Bandaríkjanna gagnvart því að Rússland innlimaði Krímsskaga árið 2014 og viðurkenna þar með innlimun skagans. Trump útilokaði það ekki en sagðist einfaldlega ætla að sjá til.
30.06.2018 - 01:24
Leiðtogafundur Trump og Pútín á næstunni
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín, forseti Rússland hittast á leiðtogafundi á næstunni. Talsmaður Rússlandsforseta tilkynnti þetta síðdegis.
27.06.2018 - 15:01
Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd
Xi Jinping forseti Kína hefur óskað Vladimír Putin til hamingju með yfirburða sigur í forsetakosningunum í Rússlandi í gær. Enginn leiðtogi á Vesturlöndum hafði í morgun óskað sigurvegaranum til hamingju. Þegar nærri öll atkvæði höfðu verið talin hafði Pútín hlotið yfir 76 prósent þeirra. Sigurinn framlengir valdatíð Pútíns um sex ár í nær 25 ár. Einungis Jósep Stalín hefur verið lengur við völd í Rússlandi á síðari tímum.  
19.03.2018 - 13:28
Pútín áfram forseti Rússlands
Vladimir Pútín verður forseti Rússland í sex ár til viðbótar að minnsta kosti eftir að hann vann yfirburðasigur í forsetakosningunum í Rússlandi í gær. Þegar nærri öll atkvæði höfðu verið talin hafði hann hlotið nærri 77 prósent þeirra. Það er besta kosning sem hann hefur hlotið í forsetakosningum hingað til.
19.03.2018 - 08:58
Rússar ganga til kosninga: Pútín sigurviss
Rússar ganga til kosninga í dag. Vladímír Pútín, sitjandi forseti, býður sig fram gegn sjö mótframbjóðendum og lítur á það sem sigur ef niðurstöður kosningana gefa honum „réttinn til að sinna skyldum forseta,“ eins og hann komst að orði eftir að hann lét atkvæði sitt falla í Moskvu í dag. Pútín hefur gengið sigurviss frá kjörstað en sigur hans er talinn öruggur. Stjórnmálaskýrendur í Rússlandi segja að þetta verði hans síðasta tímabil við stjórnvölinn, því hann sé ekki lengur heill heilsu. 
18.03.2018 - 10:21
Segir Pútín tákn stöðugleika í hugum Rússa
Rússar ganga til forsetakosninga á sunnudag. Vladimír Pútín hefur verið við völd síðan árið 2000 og engar líkur eru taldar á að breyting verði á. Mannréttindasérfræðingurinn Dmitry Dubrovsky segir að fylgi við Pútín stafi ekki endilega af vinsældum hans, heldur sé forsetinn tákn um stöðugleika. Á valdatíma Pútíns hefur verið þrengt að starfsemi frjálsra félagasamtaka, til dæmis mannréttindasamtaka, og hafa mörg þeirra lagt upp laupana.
16.03.2018 - 06:08
Pútín eys Kim lofi og Trump jákvæður
Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hrósar Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu, fyrir pólitísk klókindi og stjórnvisku og segir hann standa uppi sem sigurvegara í Kóreudeilunni. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðist líka hafa skipt um skoðun og segist „líklega“ vera í ágætu sambandi við Kim.
Pútín þakkar Trump fyrir aðstoð CIA
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, þakkar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir hjálparhönd sem bandaríska leyniþjónustan CIA rétti Rússum í gær. Leyniþjónustan CIA aðstoðaði við að koma í veg fyrir mannskæð ódæðisverk í Pétursborg í gær. Þetta hefur fréttastofa AFP eftir yfirvöldum í Rússlandi.
17.12.2017 - 17:01
Loka fyrir vef með gagnrýni á Pútín
Rússnesk stjórnvöld lokuðu í dag fyrir aðgang að vefsíðum samtaka sem eru andsnúin Pútín og fjármögnuð af Mikhail Khodorkovsky, fyrrum ríkasta manni Rússlands, sem nú er í útlegð í Bretlandi.
12.12.2017 - 20:56
Sobchak herðir sóknina gegn Pútín
Ksenia Sobchak, forsetaframbjóðandi í Rússlandi, opnaði fyrstu kosningaskrifstofu sína utan Moskvu í vikunni, í borginni Rostov, stærstu borginni í suðurhluta landsins. Sobchak er 36 ára gömul og þekkt í Rússlandi fyrir störf sín í fjölmiðlum.
02.12.2017 - 21:01
May sakar Pútín um slettirekuskap
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að skipta sér af málefnum annarra þjóða í ræðu sem hún flutti í London í gær. Hún sagði að stjórn Pútíns reyndi með óheiðarlegum hætti að „grafa undan frjálsum samfélögum“ og ala á sundurlyndi í Vesturlöndum. Þetta er harðasta gagnrýni May á Rússlandsforseta til þessa, samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.
14.11.2017 - 02:56
Segja að Trump sé landi sínu hættulegur
Tveir fyrrverandi embættismenn í bandarísku leyniþjónustunni sögðu í dag að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri landi sínu hættulegur enda væri hætta á að Vladímír Pútín Rússlandsforseti „leiki á hann“.  Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi skipt sér af bandarísku forestakosningunum í fyrra og Trump sagðist trúa honum þegar hann neitaði sök. Hann sagði að Pútín væri móðgaður vegna ásakana um slíkt og hefur ekki sparað fúkyrðin um bandarísku leyniþjónustuna, sem rannsakar meint afskipti Rússa. 
13.11.2017 - 02:08