Færslur: Vladímír Pútín

Óvæginn Wagnerher Pútíns eirir engu
Stríð eiga sér margskonar birtingarmyndir. Hryllingurinn sem íbúar heimsþorpsins hafa orðið vitni að nýliðna mánuði í fjölmiðlum, opinberar hinn hrollkalda veruleika og miskunnarleysi landhernaðar. Grímulaust andlit stríðsátaka birtist þannig með innrás Rússlands í Úkraínu.
Innrás í Úkraínu
„Frelsun“ Donbas óumsemjanlegt forgangsmál Rússa
Utanríkisráðherra Rússlands segir að það sé óumsemjanlegt forgangsmál að „frelsa“ héruðin Luhansk og Donetsk undan yfirráðum Úkraínu. Þjóðverjar hafa ákveðið að hækka framlög sín til varnarmála vegna stríðsins og ríki heims halda uppteknum hætti við afhendingu vopna til Úkraínumanna.
Lavrov segir af og frá að Pútín sé veikur
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að allar vangaveltur um veikindi forsetans, Vladímírs Pútíns, séu úr lausu lofti gripnar. Orðrómur hefur verið á kreiki um nokkra hríð um að Pútín sé heilsuveill.
Úkraínska rétttrúnaðarkirkjan slítur tengsl við Moskvu
Æðsta ráð úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu hefur ákveðið að slíta öll tengsl við kirkjuna í Rússlandi. Leiðtogar kirkjunnar lýstu í gær í sögulegri yfirlýsingu algeru sjálfstæði. Ástæðan er innrás Rússa í Úkraínu.
Býður lausn á fæðuskorti gegn afléttingu þvingana
Stjórnvöld í Kreml segjast reiðubúin til að leggja verulega af mörkum til að koma í veg fyrir yfirvofandi fæðuskort í heiminum gegn því að Vesturlönd láti af viðskiptaþvingunum sínum.
Innrás í Úkraínu
Pútín eini Rússinn sem Zelensky vill ræða við
Í dag eru þrír mánuðir frá því að Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir Pútín vera eina Rússann sem hann hafi nokkurn áhuga á að hitta og þá eingöngu til viðræðna um frið. Fyrrverandi Úkraínuforseti er eftirlýstur fyrir landráð.
Telja mannfall Rússa svipað og var í Afganistan
Leyniþjónusta Bretlands telur að mannfall meðal Rússa í Úkraínu jafnist á við það sem var meðan á níu ára styrjöld stóð í Afganistan. Meirihluti þingmanna á þingi Úkraínu hefur ákveðið að banna notkun bókstafanna V og Z á opinberum vettvangi.
Utanríkisráðherra Bretlands vill tryggja Moldóvu vopn
Utanríkisráðherra Bretlands segir afar brýnt að tryggja Moldóvu, einum næsta nágranna Úkraínu nútímavopn. Hún óttast yfirgang Rússa á svæðinu. Leiðtogi Bosníu-Serba vill ekki taka þátt í þvingunaraðgerðum vesturlanda.
Rússar hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki
Fjöldi alþjóðlegra bílaframleiðslufyrirtækja hefur yfirgefið Rússland eftir að Vladimír Pútín forseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu 24. febrúar. Rússar hafa fundið leið til að bregðast við því og hyggjast endurlífga fornfrægt bílamerki.
Biden telur Pútín kominn í sjálfheldu varðandi stríðið
Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst uggandi yfir því að Vladimír Pútín forseti Rússlands sé kominn í sjálfheldu með stríðið í Úkraínu. Biden telur hann í basli með að átta sig hvað hann skuli gera næst.
Komið að ögurstundu hermanna í Mariupol
Úkraínumenn óttast að aukinn þungi færist í aðgerðir rússneska innrásarliðsins og að allt kapp verði lagt á að ná yfirráðum yfir Azov-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Loftvarnaflautur hljómuðu um nær alla Úkraínu seint í nótt og í morgun.
Rússar æfðu notkun eldflauga sem borið geta kjarnavopn
Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa gert rafrænar æfingar með eldflaugar sem borið geta kjarnavopn í Kalíníngrad, rússnesku landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands.
Pútín fagnar „frelsun“ Mariupol
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fagnaði í morgun „frelsun“ hafnarborgarinnar Mariupol úr höndum Úkraínumanna. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands tjáði forsetanum að borgin væri öll undir rússneskum ráðum utan Azovstal málmverksmiðjunnar.
Enn eru hertar þvinganir boðaðar í garð Rússa
Úkraínuforseti segir að Rússar eigi eftir að finna harkalega fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem nú eru í bígerð af hálfu Evrópusambandsins. Þar með verður til sjötti liður í aðgerðum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsætisráðherra Bretlands segir erfitt að treysta Rússlandsforseta.
Segir Rússa ná markmiðum sínum í Úkraínu
Hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu voru óumflýjanlegar að sögn Vladimírs Pútíns forseta. Kanslari Austurríkis, sem ræddi í gær við forsetann um Úkraínustríðið segist vonlítill um að hægt verði að tala um fyrir honum. Enn er barist um borgina Mariupol. Óstaðfestar fregnir herma að Rússar hafi beitt efnavopnum þar.
Zelensky segir að Mariupol sé gjörónýt
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að ekki standi steinn yfir steini í borginni Mariupol eftir árásir rússneska hersins. Hann telur að tugþúsundir borgarbúa hafi fallið í árásunum.
NATÓ-aðild Svía og Finna möguleg fyrir sumarlok
Fulltrúar ríkja Atlantshafsbandalagsins sem sækja munu ráðstefnu þess í júní líta mögulegar umsóknir Finna og Svía jákvæðum augum. Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að áhugi á aðild í löndunum tveimur hefur aukist verulega. Allt útlit þykir fyrir að bæði sæki um aðild á næstunni.
Segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki hafa verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Kreml með þeim orðum sem hann lét í gærkvöld lét falla á fundi í Varsjá. Embættismenn í Hvíta húsinu þvertóku umsvifalaust fyrir að sú hafi verið ætlun forsetans og áhrifafólk í bandarískum stjórnmálum hefur í dag reynt að lágmarka skaðann eftir fremsta megni.
Kasparov segir viðbrögð embættismanna aumkunarverð
Garry Kasparov stórmeistari í skák sem er harður andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta þykir ekki mikið til þess koma að bandarískir embættismenn drógu umsvifalaust úr orðum Joe Bidens, forseta, þegar hann virtist kalla eftir að Pútín hrökklaðist frá völdum í ræðu sem hann flutti í Varsjá.
Tilbúinn að ræða stöðu Krím og Donbas gegn vopnahléi
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti er tilbúinn að draga NATO-umsókn Úkraínu til baka og ræða framtíð Krímskaga og Donbas-héraðana við Vladimír Pútín Rússlandsforseta ef það má verða til þess að koma á friði í landinu.
Útsending rofin frá ræðu Pútíns
Vladimír Pútín forseti Rússlands hélt ræðu í dag fyrir framan tugi þúsunda manna á hátíð til að minnast innlimunar Rússa á Krímskaga. Rússneska ríkissjónvarpið rauf útsendingu frá ræðunni meðan á henni stóð.
Spegillinn
Öllu skellt í lás í Rússlandi
Rússnesk yfirvöld hafa hert mjög ritskoðun og lokað öllum óháðum útvarps- og sjónvarpsstöðvum sem og erlendum fjölmiðlum. Vladimír Pútín forseti og stjórn hans hefur tekið afar hart á öllum mótmælum gegn innrásinni. Þúsundir manna sem reynt hafa að mótmæla innrásinni hafa verið handteknar. Mótmæli hafa verið kæfð í fæðingu, ekkert andóf leyfist, lína Pútíns er hin eina og sanna. Fjölmiðlar mega ekki tala um innrás eða stríð í Úkraínu heldur heitir þetta „sérstök hernaðaraðgerð“.
Bolsonaro lýsir yfir hlutleysi Brasilíu
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu lýsti í gær yfir hlutleysi gagnvart innrás Rússa í Úkraínu. Bolsonoro heimsótti Vladimír Pútín Rússlandsforseta 16. febrúar síðastliðinn meðan mikil spenna var í Úkraínudeilunni.
Frekari aðgerðir ekki útilokaðar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ekki útilokað að gripið verði til fleiri aðgerða gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu, en lokað hefur verið fyrir tilteknar vegabréfsáritanir rússneskra ríkisborgara til landsins og loftförum, sem eru skráð í Rússlandi, er nú meinuð umferð um íslenska lofthelgi.
Segja Bandaríkin bera meginsök á Úkraínudeilunni
Stjórnvöld í Norður-Kóreu saka Bandaríkjamenn um að eiga meginsök á Úkraínudeilunni og verja Rússa hástöfum. Þetta er það fyrsta sem þarlendir ráðamenn láta frá sér fara um innrásina í Úkraínu.