Færslur: Utanríkisráðherra

Viðtal
Áhyggjur af hugsanlegum skemmdarverkum á sæstrengjum
Það er áhyggjuefni fyrir Íslendinga hvort skemmdir verði unnar á sæstrengjum til og frá landinu, segir utanríkisráðherra. Áhyggjurnar minnki ekki við skemmdarverkin á gasleiðslurnar í Eystrasalti. Bandaríkjamenn sinni kafbátaeftirliti við landið og fylgist einnig með sæstrengjunum. 
28.09.2022 - 19:04
Þórdís sagði Úkraínu þurfa að sigra í þágu mannkyns
Utanríkisráðherra Íslands segir að í þágu mannkyns þurfi Úkraína að hafa sigur í stríðinu. Hun segir stríðið hrollvekjandi áminningu um hvernig heimurinn liti út fengju eyðandi öfl að ráða örlögum þjóða fremur en sköpunargeta mannsins.
Um sex þúsund ferkílómetrar endurheimtir í gagnsókn
Rússneski innrásarherinn í Úkraínu hefur að mestu látið eftir Kharkivhérað og fjöldi herdeilda er kominn í var á rússnesku landsvæði. Úkraínuforseti segir um sex þúsund ferkílómetra lands endurheimta í leifturgagnsókn síðustu daga.
Málshöfðun Trumps gegn Clinton og fleiri vísað frá dómi
Bandarískur alríkisdómari hefur vísað frá málsókn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gegn Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, og nokkrum hátt settum embættismönnum alríkislögreglunnar.
Inga Hrefna verður aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ráðið Ingu Hrefnu Sveinbjarnardóttur í stöðu aðstoðarmanns ráðherra. Hún er annar aðstoðarmaður Þórdísar en fyrir er Þórlindur Kjartansson til aðstoðar ráðherranum.
12.08.2022 - 17:20
Hafnbann lagt á rússnesk skip í Færeyjum
Rússneskum skipum og fleyjum með tengsl við Rússland verður frá og með deginum í dag, 5. júlí óheimilt að leggja að bryggju í Færeyjum. Rússnesk fiskveiðiskip eru þó undanþegin banninu.
Morgunútvarpið
„Ísland á ekki breik í veröld Pútíns“
Utanríkisráðherra segir mikilvægt að Ísland sýni að það taki aðild sína að Atlantshafsbandalaginu alvarlega. Ísland eigi eitt og sér ekki möguleika í veröld Pútíns. Skoða þurfi allar leiðir til að veita Úkraínu aðstoð gegn Rússum.
Ræddu staðhæfingar Lavrovs um nasisma í Úkraínu
Úkraínuforseti hefur rætt við forsætisráðherra Ísraels vegna staðhæfinga utanríkisráðherra Rússlands þess efnis að nasistar réðu ríkjum í Úkraínu og að iðulega væru gyðingar verstu gyðingahatararnir.
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær
Rússnesk herþyrla rauf lofthelgi Finnlands í gær. Finnska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu en þarlend stjórnvöld velta nú fyrir sér umsókn að Atlantshafsbandalaginu. Það gera Svíar sömuleiðis en skammt er síðan rússnesk herflugvél fór í óleyfi inn í lofthelgi þeirra.
Segir viðbúið að Íslendingar færu á svartan lista
Rússneska sendiráðið á Íslandi segist ekki hafa vitneskju um hvaða níu Íslendingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda. Talsmaður sendiráðsins segir að það hafi verið viðbúið að íslenskir ríkisborgarar yrðu beittir refsiaðgerðum. Utanríkisráðherra segir að þetta hafi engin áhrif á stefnu íslenskra stjórnvalda.
Bandaríkjamenn heita enn auknum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin heita Úkraínu og fleiri ríkjum enn aukinni aðstoð. Ætlunin er að sendiherra snúi aftur til starfa í Úkraínu. Ítrasta öryggis og leyndar var gætt við heimsókn ráðherranna.
Íslensk stjórnvöld veita 130 milljónum í neyðaraðstoð
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita 130 milljónum króna í efnhagslega neyðaraðstoð við Úkraínu gegnum sérstakan sjóð Alþjóðabankans. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti um viðbótarframlag Íslands í vikunni.
Segir brýnt að bregðast við hörmungunum í Mariupol
Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakklands segir að þegar þurfi að bregðast við þeim gríðarlegu hörmungum sem blasa við íbúum hafnarborgarinnar Mariupol, sunnanvert í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld saka Rússa um að flytja íbúa nauðungarflutningum.
Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu 10. mars
Utanríkisráðherrar Úkraínu og Rússlands þeir Sergei Lavrov og Dmytro Kuleba ætla að hittast til viðræðna í Tyrklandi að undirlagi þarlendra stjórnvalda. Þetta verður fyrsti fundur utanríkisráðherranna frá því Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar.
Viðtal
Rætt um Úkraínu á neyðarfundi NATO
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að rætt verði um stöðuna í Úkraínu en efast um að á neyðarfundinum verði ákveðnar aðgerðir gegn Rússlandi. Einstök ríki hafi gripið til aðgerða. Staðan í Úkraínu verði sífellt alvarlegri.
Frekari aðgerðir ekki útilokaðar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ekki útilokað að gripið verði til fleiri aðgerða gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu, en lokað hefur verið fyrir tilteknar vegabréfsáritanir rússneskra ríkisborgara til landsins og loftförum, sem eru skráð í Rússlandi, er nú meinuð umferð um íslenska lofthelgi.
Rússneska sendiráðið gagnrýnir tíst Guðna og Þórdísar
Rússneska sendiráðið í Reykjavík lýsir þungum vonbrigðum með yfirlýsingar forseta og utanríkisráðherra Íslands á Twitter til stuðnings Úkraínu. Sendiráðið hvetur íslensk stjórnvöld til hófsemi og uppbyggilegrar umræðu.
Brýnt að ræða alvarlega um fríverslun með sjávarfang
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra vill alvarlegar samræður við Evrópusamabandið um tollfrelsi í viðskiptum með sjávarfang og landbúnaðarvörur. Hún segir ótvíræðan ávinning hafa fylgt aðild Íslands að EES-samningnum. 
Viðtal
Vonast til að hægt verði að aflétta fyrr
„Ef maður horfir bara til þess hver staðan er, hvað gögnin segja okkur, hvað ábyrgir aðilar eru að segja bæði hérlendis og erlendis, þá er ég nú bara bjartsýn á að við getum tekið þau skref enn stærri og vonandi hraðar en lagt var upp með,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um afléttingaáætlun stjórnvalda. Hún segist fagna því sem þó er gert, en sé á þeirri skoðun að tilefni sé til þess að taka stór skref.
Loftferðasamningur við Úkraínu undirritaður
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu undirrituðu loftferðasamning milli ríkjanna í dag.
Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.
Sendiherra Frakka snýr aftur til Canberra
Frönsk yfirvöld tilkynntu í dag að sendiherra þeirra sneri aftur til Ástralíu. Þar með lýkur diplómatískum mótmælum Frakklandsstjórnar vegna riftunar Ástrala á milljónasamningi um kafbátakaup.
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins styðja Frakka
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna lýstu yfir fullum stuðning við málstað Frakka í deilunni við Ástrali og Bandaríkjamenn vegna uppsagnar kaupa á tólf kafbátum.
Segir Ástrala hafa verið alveg heiðarlega í garð Frakka
Peter Dutton, varnarmálaráðherra segir Ástrali hafa verið fullkomlega heiðarlega í samskiptum við Frakka í aðdraganda uppsagnar samnings um kaup á tólf kafbátum.
Sakar Ástrali og Bandaríkjamenn um lygar og undirferli
Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands sakar áströlsk og bandarísk stjórnvöld um lygar í tengslum við Aukus varnarsamkomulagið. Stjórnvöld beggja ríkja lýsa yfir áhuga á að jafna ágreininginn við Frakka.