Færslur: Utanríkisráðherra
Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
17.01.2021 - 19:47
Bandaríkjamenn skilgreina Húta nú sem hryðjuverkasamtök
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir síðdegis í gær að Hútar, samtök síja-múslíma, sem löngum hafa herjað á Jemen verði skilgreind sem hryðjuverkasamtök.
11.01.2021 - 05:42
Næsti utanríkisráðherra gagnrýnir handtökur í Hong Kong
Antony Blinken verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að handtökur andófsfólks í Hong Kong séu árás á það hugrakka fólk sem berjist fyrir almennum mannréttindum.
06.01.2021 - 04:42
Kynjajafnrétti og alþjóðasamskipti rædd á NB8 fundi
Kynjajafnrétti var í brennidepli á fjarfundi utanríkisráðherra NB8 ríkjanna á föstudaginn. NB8 er samstarf Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þriggja sem efnt var til árið 1992.
20.12.2020 - 07:12
Fundaði með Pompeo og lýsir ánægju með Íslandsfrumvarp
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag símleiðis með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um viðskipta- og efnahagsmál ríkjanna. Guðlaugur hrósar kollega sínum í Bandaríkjunum fyrir að leggja áherslu á milliliðalaus samskipti ríkjanna.
05.11.2020 - 17:22
Ráðuneytisstjóraskipti í utanríkisráðuneytinu
Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, tekur um mánaðarmótinu við af Stefáni Hauki Jóhannessyni sem sendiherra Íslands í Lundúnum. Stefán tekur svo við embætti sendiherra Íslands í Tókýó í Japan um áramótin.
25.08.2020 - 18:08
Ríkur vilji fyrir þéttara Norðurlandasamstarfi
Alls staðar á Norðurlöndunum er sterkur pólitískur vilji fyrir því að Norðurlöndin vinni þéttar saman, segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann fagnar skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um þróun norræns samstarfs á sviði utanríkis- og öryggismála.
14.07.2020 - 22:20
Gekk á bíl og hélt á Mána
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag af sér mynd vel plástruðum á nefinu á Facebook síðu sinni með orðunum: „Gekk á bíl og hélt á Mána inn í bíl“.
14.07.2020 - 15:53
Segir brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar vera aðför að ÖSE
Utanríkisráðherra segir það áhyggjuefni að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og aðrir forstjórar hjá ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, láti af störfum eftir að nokkur aðildarríki lögðust gegn því að þau fengju að starfa áfram.
13.07.2020 - 18:37
Áform Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum óviðunandi
Fjórir þingmenn hvetja utanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands til að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna. Þeir krefjast þess að íslensk stjórnvöld komi því á framfæri við ísraelsk stjórnvöld að „áform þeirra gagnvart Palestínu séu óviðunandi“.
25.06.2020 - 18:43
Illa rökstutt og ruglingslegt
Þó að markmið frumvarps um skipan sendiherra sé að fækka þeim, gæti þeim fjölgað samkvæmt ákvæðum í frumvarpinu. Sendiherra segir það illa rökstutt og ruglingslegt. Hann vill að frumvarpið verði dregið til baka. Gagnsæi, samtök gegn spillingu, vara við því að frumvarpið verði afgreitt með hraði.
28.05.2020 - 17:00
Samstarf við HA um eflingu norðurslóðlastarfs
Háskólanum á Akureyri verður falið að auka þekkingu háskólasamfélagsins á Íslandi í málefnum norðurslóða, samkvæmt þjónustusamningi sem undirritaður var þar í morgun. Utanríkisráðuneytið veitir 50 milljónir króna til verkefnisins næstu tvö árin.
27.05.2020 - 16:12
Guðlaugur Þór ræddi við Pompeo - samráð undirbúið
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í síma í dag um áhrif tímabundins banns Bandaríkjastjórnar við ferðum ferðamanna af Schengen-svæðinu, sem nær einnig til íslenskra ríkisborgara. Á fundinum lýsti Guðlaugur Þór yfir vonbrigðum með aðgerðir Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór og Pompeo urðu ásáttir um að undirbúa samráð á sérfræðingastigi um þessi mál, hugsanlega í tengslum við efnahagssamráð ríkjanna í stærra samhengi.
17.03.2020 - 16:26
Guðlaugur Þór ræðir við Pompeo á allra næstu dögum
Reiknað er með því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræði saman á símafundi á allra næstu dögum, jafnvel í dag eða á morgun. Þetta segir Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs. Á fundinum ætlar Guðlaugur Þór að reyna að fá undanþágu frá ferðabanni til Bandaríkjanna fyrir Íslands hönd. Borgar Þór segir að niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar geti haft áhrif í þeim viðræðum.
16.03.2020 - 12:38
Guðlaugur Þór hittir Pompeo í Washington
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hittir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Washington á fimmtudaginn í næstu viku. Guðlaugur Þór óskaði í gær eftir símafundi með Pompeo, í kjölfar ferðabanns sem Bandaríkjaforseti setti á í fyrrakvöld, en nú hefur verið ákveðið að ráðherrarnir hittist á fundi. Á fundinum ætlar Guðlaugur Þór að reyna að fá undanþágu frá ferðabanninu fyrir Ísland.
13.03.2020 - 12:26
Katrín ræddi netógnir og loftslagsvandann á þingi NATO
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór um víðan völl í umræðum á þingi leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Lundúnum í dag. Áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttuna gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkja NATO til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum voru meðal þess sem Katrín ræddi.
04.12.2019 - 16:49
Stöðnun, einangrun og afturför án EES
EES-samningurinn lifir góðu lífi og hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför ef horfið væri frá honum. Þetta er niðurstaða skýrslu starfshóps um EES-samstarfið sem kynnt var í dag. Utanríkisráðherra segir samninginn einstakan og útilokað að hægt væri að ná sambærilegum samningi í dag.
01.10.2019 - 19:37
Sömdu um ferða-, menningar- og sjávarútvegsmál
Ráðamenn frá Íslandi og Indlandi undirrituðu samkomulög milli ráðuneyta landanna á Bessastöðum í dag að Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands og Ram Nath Kovind, forseta Indlands viðstöddum. Tekið var á móti Indlandsforseta og Savitu Kovind forsetafrú á Bessastöðum. Forsetinn er í sinni fyrstu heimsókn til norræns ríkis. Samið var um undanþágu frá vegabréfsáritun fyrir embættismenn sem ferðast milli landanna og undirritaður menningarsamningur og samstarfsyfirlýsing um útvegs- og fiskeldismál.
10.09.2019 - 17:50
„Þetta er erfitt mál fyrir VG“
Hernaðarumsvif Bandaríkjanna á norðurslóðum verða rædd í opinberri heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna utanríkisráðherra fyrir að upplýsa ekki um þetta fyrr.
15.08.2019 - 19:46