Færslur: Úkraína

Vitaly Shishov fannst látinn í almenningsgarði
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitaly Shishov sem saknað hefur verið frá því í gærmorgun fannst hengdur í almenningsgarði í Kiev í morgun, skammt frá heimili hans. Lögregla í Kiev, tilkynnti um líkfundinn og að morðrannsókn væri hafin.
03.08.2021 - 06:41
Aðgerðasinni horfinn sporlaust í Kiev
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitali Shishov er horfinn í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Hann er sagður hafa farið út að skokka í gærmorgun en ekki skilað sér til baka. Hans er nú leitað dyrum og dyngjum.
03.08.2021 - 03:16
Lýsti yfir áhyggum af stöðunni í austur-Úkraínu
Utanríkisráðherra lýsti yfir áhyggjum af stöðu mannréttinda á átakasvæðum í austanverðri Úkraínu í yfirlýsingu NB8-ríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna í dag.
Hermenn féllu í átökum í austanverðri Úkraínu
Tveir úkraínskir hermenn voru drepnir og fjórir særðir í átökum við aðskilnaðarsinna í austanverðri Úkraínu. Í yfirlýsingu úkraínska hersins á Facebook segir að vopnaðar sveitir aðskilnaðarsinna hafi gert sex árásir á hermenn í gær. 
06.07.2021 - 04:11
Háir hælar herkvenna hneyksla
Myndir frá æfingum kvenna í úkraínska hernum fyrir hersýningu þar í landi hefur vakið mikla furðu og hneykslan. Þar sjást konurnar marsera í fremur óhefðbundnum skóbúnaði fyrir hermenn. Í stað herklossa eða -stigvéla eru þær klæddar skóm með háum hælum.
04.07.2021 - 07:44
Bresk leyniskjöl fundust í strætóskýli
Bresk yfirvöld rannsaka hvernig á því standi að skjöl um varnarmál, sem algjör leynd á að ríkja um, hafi fundist í strætóskýli á Suður-Englandi. Í skjölunum er fjallað um skipulag siglingar tundurspillis við Krímskaga í síðustu viku en málið olli deilum milli Rússa og Breta. 
27.06.2021 - 11:56
Bandaríkin auka hernaðaraðstoð við Úkraínu
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að Bandaríkjastjórn ætli að veita Úkraínu frekari hernaðaraðstoð, sem metin er á um 150 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 18 milljarða króna. Þetta bætist ofan á 15 milljarða hernaðaraðstoð, sem Bandaríkjastjórn ákvað að veita Úkraínu í mars. Í pakkanum sem kynntur var í gær eru meðal annars radarkerfi, drónar og fullkominn fjarskiptabúnaður.
12.06.2021 - 03:23
Danir senda 500 þúsund bóluefnaskammta til Úkraínu
Danir ætla að senda 500 þúsund skammta af bóluefni Astra Zeneca við kórónuveirunni til Úkraínu. Danska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta við fréttamiðilinn DR í kvöld.
11.06.2021 - 21:21
Evróputúr Bidens er hafinn - fyrsta stopp Bretland
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill eiginkona hans eru komin til Bretlands í sinni fyrstu opinberu utanlandsferð frá því hann var kjörinn forseti Biden tekur þátt í ráðstefnu G7 ríkjanna sem haldin verður dagana 11. til 13. júní í Cornwall.
Rússar æfir yfir EM-treyju Úkraínu
Rússneskir stjórnmálamenn eru sagðir bálreiðir vegna landsliðstreyjunnar sem Úkraínumenn hyggjast klæðast á Evrópumótinu í fótbolta í sumar. Framan á treyjunni miðri eru útlínur Úkraínu, þar sem Krímskagi sem Rússar innlimuðu árið 2014 er á meðal.
07.06.2021 - 06:23
Rússar hefja brottflutning hersins frá landamærunum
Rússar byrjuðu í morgun að draga herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu, en herbrölt síðustu vikna hefur valdið aukinni spennu á milli Rússa og Vesturlanda, sem mörg hver lýstu yfir stuðningi sínum við Úkraínumenn í deilunum.
23.04.2021 - 07:46
Rússar draga herlið sitt frá landamærum Úkraínu
Rússar ætla að draga herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu, í kjölfar umfangsmikilla æfinga nærri Krímskaga. Spenna hefur aukist á svæðinu síðustu vikur og Rússar og vestræn ríki skipst á yfirlýsingum um stöðuna. Rússar voru varaðir við að fara yfir strikið á meðan þeir svöruðu því til að þeir mættu gera hvað þeir vildu innan sinna landamæra.
22.04.2021 - 14:16
Myndskeið
Rússar að ítreka að Úkraína sé á þeirra áhrifasvæði
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja lýsa þungum áhyggjum af deilu Rússa og Úkraínumanna. 150.000 rússneskir hermenn séu nú við landamæri ríkjanna. Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum og fyrrverandi sendiherra, segir að Rússar vilji með herflutningunum minna á að Úkraína sé á þeirra áhrifasvæði. Ólíklegt sé að átök brjótist út. 
19.04.2021 - 19:50
Viðskiptaþvinganir og handtaka vegna Úkraínu
Bandaríkjamenn og Rússar hafa beitt þvingunum og brottvísunum utanríkisþjónustustarfsmanna hvor á annan undanfarna daga vegna deilna um hernað Rússa við Úkraínu. Spennan fer vaxandi, en þó er áfram stefnt að leiðtogafundi milli forseta landanna um samskipti þeirra á milli.
17.04.2021 - 12:37
Bandaríkjastjórn hætti við að senda herskip á Svartahaf
Stjórnvöld í Washington hafa hætt við að senda tvö bandarísk herskip inn á Svartahaf. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa þetta eftir starfsmönnum tyrkneska utanríkisráðuneytisins. Annað herskipanna, sem koma átti í gær, miðvikudag, lét ekki sjá sig.
15.04.2021 - 01:23
Biden vill fund með Pútín
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hvatti Rússa í dag til að minnka spennu við landamæri Rússlands að Úkraínu. Biden ræddi við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og lagði til að þeir myndu hittast á fundi á næstunni. 
13.04.2021 - 17:08
G7 ríkin biðja Rússa um að hætta að ögra Úkraínu
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna kalla eftir því að Rússar hætti að ögra Úkraínu og dragi úr spennu á milli ríkjanna. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Rússneski herinn hefur fjölgað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu undanfarið. 
13.04.2021 - 02:58
Bandaríkin íhuga að senda herskip á Svartahaf
Bandaríkjastjórn íhugar að senda herskip á Svartahaf á næstu vikum. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir hátt settum starfsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Skipin yrðu send til að sýna Úkraínu stuðning vegna aukinna hernaðarumsvifa Rússa nærri landamærum Úkraínu.
09.04.2021 - 04:33
Merkel hvetur Pútín til að minnka umsvif við Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til þess í dag að minnka hernaðarumsvif við landamæri Rússlands að austurhluta Úkraínu. Spennan hefur aukist á svæðinu að undanförnu og aukin harka hefur færst í bardaga úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna.
08.04.2021 - 15:27
Úkraína þrýstir á inngöngu í Atlantshafsbandalagið
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, þrýsti í gær á að Atlantshafsbandalagið leggi línurnar fyrir aðild Úkraínu að bandalaginu sem fyrst. Hann sagði mikilvægan þátt í því að draga úr átökum í Donbas í austanverðri Úkraínu.
07.04.2021 - 06:06
Aukin spenna á landamærum Rússlands og Úkraínu
Aukin spenna hefur færst í samskipti Rússlands og Úkraínu eftir að Volodmymir Zelensky, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að rússneski herinn yki nú viðbúnað sinn við landamæri ríkjanna. 
02.04.2021 - 17:14
G7-ríki hafna innlimun Krímskaga í Rússland
G7-ríkin viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði yfirlýsingu sem ríkin sendu frá sér í morgun í tilefni þess að sjö ár eru síðan Rússar lögðu undir Krímskaga sem tilheyrt hafði Úkraínu.
18.03.2021 - 10:35
Erlent · Evrópa · Rússland · Úkraína · G7 · Krímskagi
Forseti Úkraínu bólusettur - vill sýna gott fordæmi
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, var bólusettur í dag gegn COVID-19. Hann fékk skammtinn í Severodonetsk í austurhluta landsins, um það bil 120 kílómetra norðan við Donetsk-hérað sem aðskilnaðarsinnar ráða. Skiptar skoðanir eru um gagnsemi bóluefnisins sem heilbrigðisyfirvöld nota.
02.03.2021 - 15:58
Tilkynnti morð til að fá götuna rudda
Einhverjir gætu sagt að Úkraínumaður nokkur hafi gengið of langt til þess að fá götuna að heimili sínu í bænum Grybova Rudnya rudda. Maðurinn hafði samband við lögreglu á laugardagskvöld og tjáði þeim að hann hafi stungið kærasta móður sinnar til bana.
16.02.2021 - 06:56
Aðgengi almennings að opinberum skjölum staðfest
Ísland hefur nú staðfest samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum, kenndan við Tromsö í Noregi. Þeim ríkjum sem staðfesta hann ber að virða samræmdar lágmarksreglur um upplýsingarétt almennings.