Færslur: Úkraína

Bandaríkjastjórn hætti við að senda herskip á Svartahaf
Stjórnvöld í Washington hafa hætt við að senda tvö bandarísk herskip inn á Svartahaf. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa þetta eftir starfsmönnum tyrkneska utanríkisráðuneytisins. Annað herskipanna, sem koma átti í gær, miðvikudag, lét ekki sjá sig.
15.04.2021 - 01:23
Biden vill fund með Pútín
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hvatti Rússa í dag til að minnka spennu við landamæri Rússlands að Úkraínu. Biden ræddi við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og lagði til að þeir myndu hittast á fundi á næstunni. 
13.04.2021 - 17:08
G7 ríkin biðja Rússa um að hætta að ögra Úkraínu
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna kalla eftir því að Rússar hætti að ögra Úkraínu og dragi úr spennu á milli ríkjanna. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Rússneski herinn hefur fjölgað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu undanfarið. 
13.04.2021 - 02:58
Bandaríkin íhuga að senda herskip á Svartahaf
Bandaríkjastjórn íhugar að senda herskip á Svartahaf á næstu vikum. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir hátt settum starfsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Skipin yrðu send til að sýna Úkraínu stuðning vegna aukinna hernaðarumsvifa Rússa nærri landamærum Úkraínu.
09.04.2021 - 04:33
Merkel hvetur Pútín til að minnka umsvif við Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til þess í dag að minnka hernaðarumsvif við landamæri Rússlands að austurhluta Úkraínu. Spennan hefur aukist á svæðinu að undanförnu og aukin harka hefur færst í bardaga úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna.
08.04.2021 - 15:27
Úkraína þrýstir á inngöngu í Atlantshafsbandalagið
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, þrýsti í gær á að Atlantshafsbandalagið leggi línurnar fyrir aðild Úkraínu að bandalaginu sem fyrst. Hann sagði mikilvægan þátt í því að draga úr átökum í Donbas í austanverðri Úkraínu.
07.04.2021 - 06:06
Aukin spenna á landamærum Rússlands og Úkraínu
Aukin spenna hefur færst í samskipti Rússlands og Úkraínu eftir að Volodmymir Zelensky, forseti Úkraínu, hélt því fram í gær að rússneski herinn yki nú viðbúnað sinn við landamæri ríkjanna. 
02.04.2021 - 17:14
G7-ríki hafna innlimun Krímskaga í Rússland
G7-ríkin viðurkenna ekki innlimun Krímskaga í Rússland. Þetta sagði yfirlýsingu sem ríkin sendu frá sér í morgun í tilefni þess að sjö ár eru síðan Rússar lögðu undir Krímskaga sem tilheyrt hafði Úkraínu.
18.03.2021 - 10:35
Erlent · Evrópa · Rússland · Úkraína · G7 · Krímskagi
Forseti Úkraínu bólusettur - vill sýna gott fordæmi
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, var bólusettur í dag gegn COVID-19. Hann fékk skammtinn í Severodonetsk í austurhluta landsins, um það bil 120 kílómetra norðan við Donetsk-hérað sem aðskilnaðarsinnar ráða. Skiptar skoðanir eru um gagnsemi bóluefnisins sem heilbrigðisyfirvöld nota.
02.03.2021 - 15:58
Tilkynnti morð til að fá götuna rudda
Einhverjir gætu sagt að Úkraínumaður nokkur hafi gengið of langt til þess að fá götuna að heimili sínu í bænum Grybova Rudnya rudda. Maðurinn hafði samband við lögreglu á laugardagskvöld og tjáði þeim að hann hafi stungið kærasta móður sinnar til bana.
16.02.2021 - 06:56
Aðgengi almennings að opinberum skjölum staðfest
Ísland hefur nú staðfest samning Evrópuráðsins um aðgang að opinberum skjölum, kenndan við Tromsö í Noregi. Þeim ríkjum sem staðfesta hann ber að virða samræmdar lágmarksreglur um upplýsingarétt almennings.
Fimmtán létust í eldsvoða á elliheimili
Að minnsta kosti fimmtán létust þegar eldur kom upp í dag á elliheimili í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu. Þrjátíu og þrír voru á heimilinu þegar eldurinn kviknaði. Níu var bjargað út og farið með á sjúkrahús. Volodymyr Zelensky forseti tilkynnti að rannsóknarnefnd yrði skipuð til að kanna í þaula hvað olli eldvoðanum. Hann er sá mannskæðasti í Úkraínu frá því að eldsvoði varð 42 að bana í Ódessa árið 2014.
21.01.2021 - 16:28
Skipskaði í óveðri á Svartahafi
Að minnsta kosti þrír skipverjar eru látnir eftir að flutningaskip sökk á Svartahafi undan Tyrklandsströnd í gær. Skipið var á leið frá Georgíu til Búlgaríu, og hugðist leita skjóls undan óveðri við bryggjuna í Bartin í Tyrklandi. Al Jazeera hefur eftir tyrknesku strandgæslunni að flutningaskipið hafi sokkið vegna þess að það tók á sig mikið vatn. 
18.01.2021 - 03:18
Forseti Úkraínu kominn í einangrun
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, greindi frá því á samfélagsmiðlum í dag að hann hefði smitast af kórónuveirunni, þrátt fyrir varúðarráðstafanir. Hann kvaðst vera kominn í einangrun, en héldi áfram að sinna embættisskyldum sínum heima. Heilsan sagði hann að væri fín, hitamælirinn sýndi 37,5 og hann kviði engu. Flestir næðu sér af sjúkdómnum.
09.11.2020 - 16:49
Landamærum Hvíta Rússlands lokað
Stjórnvöld í Hvíta Rússlandi fyrirskipuðu í gær lokun allra landamæra landsins, nema landamærin að Rússlandi. Í tilkynningu frá landamærayfirvöldum segir að þetta sé gert vegna útbreiðslu COVID-19 í nágrannalöndunum Úkraínu, Póllandi, Lettlandi og Litháen. Ekkert þessara landa kemst þó í hálfkvisti við Rússland þegar horft er til útbreiðslu kórónaveirunnar.
30.10.2020 - 06:25
22 látnir í flugslysi í Úkraínu
Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tveir alvarlega slasaðir eftir að flugvél úkraínska flughersins brotlenti nærri Kharkiv í austurhluta landsins í kvöld. 28 voru um borð í flutningavélinni þegar hún hrapaði, þar af 21 herskólanemi og sjö í áhöfn, hefur AFP fréttastofan eftir Anton Gerashchenko, aðstoðarinnanríkisráðherra Úkraínu. Tveggja sem voru um borð er saknað að hans sögn. Hann segir enga leið að átta sig á því eins og er hvað olli slysinu.
25.09.2020 - 23:46
Tengilið Giuliani í Úkraínu refsað í Bandaríkjunum
Bandaríska fjármálaráðuneytið ákvað að beita úkraínska stjórnmálamanninum Andrii Derkach refsingum vegja tilrauna til þess að tilrauna hans til að hafa afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að hann eigi í nánu sambandi við rússnesku leyniþjónustuna og hafi verið njósnari fyrir Rússa í yfir áratug. 
Metfjöldi smita í Ástralíu og víðar
Sjö hundruð tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan farsóttin barst til landsins. Þrettán dóu úr COVID-19.
30.07.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Eyjaálfa · Ástralía · Japan · Úkraína · COVID-19 · Kórónuveiran
Nýtt vopnahlé í Úkraínu
Nýtt vopnahlé hófst í austurhluta Úkraínu í gærkvöld. Það er í samræmi við samkomulag sem náðist í viðræðum milli Úkraínumanna og Rússa í síðustu viku sem Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hafði milligöngu í.
27.07.2020 - 09:16
Afskipti forseta af gíslatöku gagnrýnd
Volodimir Zelensky, foseti Úkraínu, varði í morgun afskipti sín af gíslatökunni í borginni Lutsk í gær og þá ákvörðun að fallast á þá kröfu gíslatökumannsins að vekja athygli á Earthlings, bandarískri heimildarmynd um illa meðferð á dýrum. Forsetinn sagði þetta hafa skilað árangri.
22.07.2020 - 12:02
Gíslar í Úkraínu lausir úr haldi
Gíslunum tuttugu, sem hafa verið í haldi í Úkraínu síðan í morgun, var sleppt seint í kvöld, að staðartíma. Vopnaður maður tók fólkið í gíslingu í rútu í borginni Lutsk í vesturhluta landsins morgun.
21.07.2020 - 20:51
Tuttugu haldið í gíslingu í Úkraínu
Úkraínska lögreglan reynir nú að semja við vopnaðan mann sem heldur um tuttugu manns í gíslingu í strætisvagni í miðborg Lutsk í vesturhluta Úkraínu.
21.07.2020 - 14:29
38 dauðir hvolpar með flugi frá Úkraínu til Kanada
Yfirvöld í Kanada rannsaka nú hvers vegna um 500 hvolpar voru á meðal farangurs um borð í flugvél úkraínska flugfélagsins Ukraine International, sem lenti á alþjóðaflugvellinum í Toronto um síðustu helgi. 38 hvolpanna voru dauðir þegar vélin lenti. Hundaeigandi sem sótti annað dýr úr vélinni sagði aðkomuna hafa verið eins og úr hryllingsmynd. 
21.06.2020 - 03:52
Engar sannanir um misgjörðir Bidens
Engar sannanir fundust við endurskoðun á þúsundum gamalla skýrsla er varða störf Hunter Biden, sonar forsetaframbjóðandans Joe Biden, í Úkraínu. Ruslan Ryaboshapka, fyrrverandi ríkissaksóknari Úkraínu, sá um rannsóknina á störfum Bidens í stjórn orkufyrirtækisins Burisma á árunum 2014 til 2019.
05.06.2020 - 06:31
Lögregludeild leyst upp vegna nauðgunar á lögreglustöð
Heil deild innan úkraínsku lögreglunnar var leyst upp eftir að einn lögreglumanna hennar var handtekinn fyrir að nauðga vitni. Rannsóknarlögregla ríkisins greindi frá því í dag að lögreglumaður í bænum Kagarlyk hafi pyntað 26 ára gamla konu inni á lögreglustöðinni, þangað sem hún var kölluð til sem vitni.
26.05.2020 - 01:08