Færslur: Úkraína

Lögregludeild leyst upp vegna nauðgunar á lögreglustöð
Heil deild innan úkraínsku lögreglunnar var leyst upp eftir að einn lögreglumanna hennar var handtekinn fyrir að nauðga vitni. Rannsóknarlögregla ríkisins greindi frá því í dag að lögreglumaður í bænum Kagarlyk hafi pyntað 26 ára gamla konu inni á lögreglustöðinni, þangað sem hún var kölluð til sem vitni.
26.05.2020 - 01:08
Úkraínskur þingmaður fannst látinn á skrifstofu sinni
Úkraínski þingmaðurinn Valeri Davydenko fannst látinn á skrifstofu sinni í gær. Anton Gerasjenko, aðstoðar-innanríkisráðherra, greindi frá þessu á Facebook. Hann segir lögreglu og saksóknara rannsaka allar mögulegar ástæður andlátsins. Davydenko fannst látinn á salerni skrifstofu sinnar, með skotsár á höfði. 
24.05.2020 - 00:54
Myndskeið
Tugir hvítvoðunga bíða foreldra sinna á hóteli
Tugir hvítvoðunga dvelja á hóteli í Úkraínu í umsjá hjúkrunarfræðinga. Staðgöngumæður gengu með börnin og fæddu þau fyrir foreldra sem geta ekki sótt þau, þar sem landamærin eru lokuð.
15.05.2020 - 20:30
Kvikmyndagerðarmenn vændir um pyntingar á börnum
Rannsókn er hafin í Úkraínu vegna gruns um pyntingar á börnum við tökur á kvikmynd. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín í febrúar. Áhorfendur hafa deilt skjáskotum af henni á samfélagsmiðlum sem virðast sýna læknisfræðilegar tilraunir gerðar á grátandi börnum.
23.04.2020 - 02:25
Nýir eldar við Tsjernobyl
Nýir skógareldar hafa kviknað í nágrenni Tsjernobyl-kjarnorkuversins í Úkraínu, þar sem miklir eldar hafa logað undanfarnar vikur. Reykjarmökkur frá eldunum var yfir höfuðborginni KIev í morgun.
17.04.2020 - 09:30
Enn loga eldar nærri Tsjernobyl
Skógareldar loga enn á bannsvæðinu í kringum Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu, en yfirvöld segja rústir versins og geymslu fyrir kjarnorkuúrgang ekki í hættu. Lögð sé áhersla á að hefta útbreiðslu eldanna. 
14.04.2020 - 12:34
Myndskeið
Geislavirkir skógareldar í Úkraínu
Geislavirkni í skóginum nærri kjarnorkuverinu í Tsjernóbyl hefur aukist undanfarið vegna skógarelda sem þar geisa. Eldar eru ekki óvanalegir þar, en sá sem nú blossar er talsvert meiri en undanfarin ár. Geislavirkni á svæðinu er talsvert minni en hún var skömmu eftir slysið árið 1986, en hún er enn í hættulegu magni.
12.04.2020 - 07:40
Réttarhöld hafin vegna MH17
Í morgun hófust í Hollandi réttarhöld yfir fjórum mönnum sem sakaðir eru um morð á 298 manns sem fórust þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður yfir Úkraínu 17. júlí 2014.
09.03.2020 - 10:29
Erlent · Asía · Evrópa · Holland · Rússland · Úkraína · Malasía
Nýr forsætisráðherra í Úkraínu
Þing Úkraínu samþykkti í gærkvöld að Oleksy Honcharuk, forsætisráðherra landsins, og ríkisstjórn hans skyldu víkja og hefur Denys Shymgal varaforsætisráðherra verið skipaður í hans stað. 
05.03.2020 - 08:16
Forsætisráðherra Úkraínu biðst lausnar
Oleksiy Honcharuk, forsætisráðherra Úkraínu, hefur óskað eftir lausn frá embætti. Hann greindi frá því á Facebook í morgun að hann hefði sent Volodymyr Zelensky, forseta landsins, formlega ósk um að að fá að hætta.
17.01.2020 - 09:13
Úkraína rannsakar meintar njósnir á sendiherra
Lögreglan í Úkraínu hóf í dag rannsókn á því hvort njósnað hafi verið um fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í landinu. Rannsóknin hófst eftir að leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birti skilaboð þar sem Bandaríkjamaður segist fylgjast með ferðum Marie Yovanovitsj í Kænugarði.
17.01.2020 - 01:26
Trudeau og Zelensky krefjast réttlætis
Úkraínuforseti og forsætisráðherra Kanada krefjast þess að atburðarásin sem leiddi til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Íran í vikunni verði rannsökuð til hlítar og að sá eða þeir sem ábyrgðina bera verði látnir axla hana. 176 manns fórust með vélinni, þar af 63 kanadískir ríkisborgarar og ellefu úkraínskir.
11.01.2020 - 08:15
Íransher viðurkennir að hafa grandað farþegaþotunni
Íransher viðurkenndi í morgun að hafa skotið niður úkraínsku farþegaþotuna sem hrapaði í útjaðri Teheran í vikunni með 176 manns innanborðs. Það hafi verið óviljaverk sem rekja megi til mannlegra mistaka, segir í tilkynningu frá hernum. Þeir sem ábyrgðina beri hafi talið farþegaþotuna „óvinavél" og því skotið hana niður til að hindra það sem þeir töldu yfirvofandi árás. Forseti og utanríkisráðherra Írans biðjast fyrirgefningar og boða ítarlega rannsókn á þessum „ófyrirgefanlegu mistökum.“
11.01.2020 - 04:56
Úkraínumenn fá flugritana afhenta
Úkraínskir sérfræðingar fengu í dag afhenta flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði í Íran fyrr í vikunni. Þeir fá einnig aðgang að braki úr vélinni. Vadym Prystaiko, utanríkisráðherra Úkraínu, greindi fréttamönnum frá þessu í Kænugarði síðdegis.
10.01.2020 - 17:48
Erlent · Evrópa · Úkraína · Íran · flugslys
Fulltrúar margra ríkja taka þátt í rannsókn slyssins
Bandarísk flugmálayfirvöld hafa þegið boð stjórnvalda í Íran um að taka þátt í rannsókninni á afdrifum úkraínsku farþegaþotunnar sem hrapaði nærri Teheran í fyrrinótt með 176 manns innanborðs. Háværar raddir eru uppi um að vélin hafi verið skotin niður með írönsku flugskeyti, að líkindum fyrir mistök. Þessu vísa Íranar alfarið á bug og hafa boðið stjórnvöldum allra hlutaðeigandi ríkja, auk Bandaríkjanna, að senda fulltrúa sína til að taka þátt í og fylgjast með framvindu rannsóknarinnar.
10.01.2020 - 03:03
Kanna hvort flugskeyti hafi grandað þotunni
Tugir úkraínskra sérfræðinga og embættismanna eru komnir til Írans til að taka þátt í rannsókn á ástæðum þess að úkraínsk farþegaþota fórst í landinu í fyrrinótt. Þeir vilja að meðal annars verði kannað hvort flugskeyti eða hryðjuverkaárás hafi grandað þotunni.
09.01.2020 - 12:16
Erlent · Asía · Íran · Úkraína · flugslys
Flugritar vélarinnar fundnir
Báðir flugritar úkraínsku farþegaflugvélinnar sem fórst í Íran í nótt eru fundnir. Írönsk flugmálayfirvöld greindu frá þessu í morgun.
08.01.2020 - 10:48
Erlent · Asía · Evrópa · Íran · Úkraína
Enginn komst lífs af þegar farþegaþotan fórst
Enginn komst lífs af þegar úkraínsk farþegaflugvél hrapaði stuttu eftir flugtak frá Teheran, höfuðborg Írans, í nótt. 176 voru í vélinni, 167 farþegar og 9 manna áhöfn. 
08.01.2020 - 08:22
Erlent · Asía · Evrópa · Íran · Úkraína
Úkraínsk þota með 176 innanborðs hrapaði við Teheran
Úkraínsk farþegaþota með 167 farþega og 9 manna áhöfn innanborðs hrapaði stuttu eftir flugtak í Teheran, höfuðborg Írans, skömmu fyrir fjögur í nótt að íslenskum tíma. Íranski Rauði hálfmáninn segir engar líkur á að nokkur hafi komist lífs af.
08.01.2020 - 04:34
Erlent · Asía · Íran · Úkraína
Rússar og Úkraínumenn semja um gas
Fulltrúar stjórnvalda í Moskvu og Kænugarði undirrituðu í morgun samning til fimm ára um flutning á gasi frá Rússlandi í gegnum Úkraínu til annarra ríkja Evrópu.
31.12.2019 - 08:19
Stríðandi fylkingar í Úkraínu skiptast á föngum
Búist er við því að úkraínsk stjórnvöld og aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi skiptist á tugum fanga á morgun. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar beggja um fangaskipti fyrir lok árs eftir samningaviðræður í París, þar sem reynt var að binda enda á eina stríðið sem geysar í Evrópu.
28.12.2019 - 14:24
Aðstoðin fryst skömmu eftir símtal Trumps og Zelenskys
Beiðni um að frysta varnaraðstoð til Úkraínu var send til bandaríska varnarmálaráðuneytisins um einni og hálfri klukkustund eftir símtal forseta ríkjanna. Tölvupóstur sem staðfestir þetta var birtur í fjölmiðlum vestanhafs í gær.
23.12.2019 - 04:55
Pútín sáttur - Zelensky vildi meira
Engin meiriháttar niðurstaða náðist á fyrsta leiðtogafundi þeirra Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í París í dag. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, bauð til fundarins og hafði Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sér til halds og trausts. 
10.12.2019 - 00:46
Sendiráð Úkraínu spurði út í aðstoðina í sumar
Starfsmenn úkraínska sendiráðsins í Bandaríkjunum lýstu furðu sinni á því að ráðgerð fjárhagsaðstoð til varnarmála hafi ekki borist þegar í júlí. Laura Cooper, starfsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sem hefur umsjón með Úkraínu, greindi frá þessu fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í kvöld.
21.11.2019 - 00:24
Sendiherra fannst sér ógnað af forsetanum
Framburður fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu fyrir rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um embættisfærslu Donalds Trumps var birtur í gær. Þar kemur fram aðsendiherranum fannst sér ógnað af forsetanum, í símtali hans við Úkraínuforseta.
05.11.2019 - 06:27