Færslur: Úkraína

Vilja að G7 ríkin leggi Úkraínu til fleiri vopn
Stjórnvöld í Úkraínu vilja að leiðtogar G7 ríkjanna leggi Úkraínu til fleiri vopn og leggi harðari refsiaðgerðir gegn Rússlandi.
26.06.2022 - 10:16
Sprengjum varpað á Kænugarð
Fjórar miklar sprengingar urðu í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í rauðabítið. Fréttamenn AFP í borginni segja sprengju eða flugskeyti hafa hæft blokk í íbúðahverfi nærri miðborginni og reyk leggja frá eldi sem þar kviknaði. Vitali Klitsjko, borgarstjóri, segir líka frá því á samfélagsmiðlinum Telegram að sprengjum hafi verið varpað á höfuðborgina og segir fólk í rústum tveggja íbúðarblokka.
26.06.2022 - 06:26
Pútín og Lukasjenko í Moskvu
Afhenda Hvítrússum fullkomið eldflaugakerfi innan tíðar
Rússar munu innan skamms afhenda Hvítrússum eldflaugar sem borið geta kjarnaodda. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti þessu yfir á fréttafundi við upphaf fundar þeirra Alexanders Lukasjenko, forseta Hvíta Rússlands, í Moskvu í gær.
Lofar að heimta Sjevjerodonetsk úr höndum Rússa á ný
Úkraínuforseti heitir því að allar þær borgir sem rússneski innrásarherinn hefur lagt undir sig verði heimtar aftur úr klóm Rússa, þar á meðal iðnaðarborgin Sjevjerodonetsk, sem Rússar lögðu endanlega undir sig í dag. Þetta kom fram í daglegu ávarpi Volodymyrs Zelenskys í kvöld. Þar greindi hann líka frá því að Rússar hefðu skotið eldflaugum og flugskeytum á 45 skotmörk í Úkraínu síðasta sólarhringinn.
Falla frá neitunarvaldi vegna umsóknar Norður-Makedóníu
Búlgarska þingið samþykkti í morgun að hætta að beita neitunarvaldi gegn umsókn Norður-Makedóníu um aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja í gær.
24.06.2022 - 12:55
Úkraínuher skipað að hörfa frá Sjevjerodonetsk
Síðustu sveitir Úkraínuhers í borginni Sjevjerodonetsk í Luhansk-héraði verða að hörfa, segir hinn úkraínski héraðsstjóri Luhansk, Sergei Haidai, sem vill að herinn hörfi líka frá nágrannaborginni Lysjansk.
24.06.2022 - 07:20
Rússar nærri því að umkringja Lysjansk
Sprengjum hefur rignt yfir úkraínsku borgina Lysjansk, síðasta vígi Úkraínumanna í Luhanskhéraði í austanverðri Úkraínu, í nótt og morgun, auk þess sem rússneskir hermenn sóttu að borginni sunnanverðri á jörðu niðri. Í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram segir Sergei Haidai, héraðsstjóri í Luhansk, að Úkraínuher hafi tekist að verjast þeirri árás.
24.06.2022 - 06:16
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt og táknrænt skref fyrir Úkraínu og Moldóvu
Sérfræðingur í Evrópumálum segir afar mikilvægt og táknrænt skref að fá stöðu umsóknarríkis ESB, líkt og Úkraína og Moldóva fengu fyrr í kvöld. Samningaferlið eigi þó eftir að taka mörg ár.
23.06.2022 - 20:31
Úkraína og Moldóva fengu stöðu umsóknarríkja að ESB
Leiðtogar allra ESB-ríkja samþykktu á sjöunda tímanum að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkis. 
23.06.2022 - 18:58
Búist við að Úkraína fái stöðu umsóknarríkis
Úkraínustjórn bíður nú svara um hvort ríkið fái formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Leiðtogaráð ESB fundar í dag, meðal annars um umsókn Úkraínu.
23.06.2022 - 12:41
Fundað um aðildarumsóknir Úkraínu og Moldóvu í dag
Leiðtogaráð Evrópusambandsins kemur saman til fundar í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í Belgíu í dag til að ræða umsóknir Úkraínu og Moldóvu um aðild að sambandinu. Fastlega er reiknað með að ríkin tvö fái formlega stöðu umsóknarríkis á fundinum.
Aldrei fleira flóttafólk komið til landsins
Aldrei hafa fleiri flóttamenn komið til landsins en á þessu ári. Frá áramótum hafa alls 1887 flóttamenn komið, þar af 1215 frá Úkraínu. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri vegna komu flóttamanna frá Úkraínu, segist eiga von á að flóttamönnum taki að fjölga með haustinu.
Segja Gazprom brjóta lög með skertum gasflutningum
Úkraínumenn saka rússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom um að skera á gasflutninga til Evrópuríkja með ólöglegum hætti. Gassölu til nokkurra ríkja Evrópu hefur ýmist verið hætt eða dregið úr henni.
21.06.2022 - 16:21
Segir Vesturlönd ábyrg fyrir fæðuóöryggi, ekki Rússa
Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir yfirvofandi hungursneyð og fæðuóöryggi í heiminum ekki stafa af innrásinni í Úkraínu, heldur af viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Rússum. Hún sagði sífellt fleiri sérfræðinga vera á sama máli um að Vesturveldin ögruðu með aðgerðum sínum og bæru ábyrgð á eyðileggingu.
Rússar sagðir herða sókn sína á ögurstundu
Úkraínumenn segja að Rússar hafi hert sókn sína í Karkív og Donetsk. Rússar eru sagðir varpa sprengjum í gríð og erg á svo gott sem öllum vígstöðvum.
Enn hart barist um yfirráð í Sjevjerodonetsk
Enn er hart barist í Sjevjerodonetsk í Austur-Úkraínu. Talsmenn úkraínska hersins segja að þeir geti enn varist árásum Rússa í nokkrum hverfum borgarinnar. Rússar umkringdu borgina fyrir tæpum mánuði og hafa átök um yfirráð hennar staðið nær linnulaust síðan.
20.06.2022 - 04:26
Hert sókn Rússa þegar Úkraína færist nær ESB-aðild
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segist búa sig undir harðnandi átök í heimalandi sínu í vikunni. Hann telji það mjög líkleg viðbrögð rússneskra stjórnvalda við því að Úkraínumenn færist nær inngöngu í Evrópusambandið.
Covid-veikindi leggjast þungt á Landspítalann á ný
Búið er að loka fyrir innlagnir á meltingafæradeild Landspítalans vegna fjölda Covid-smita. Smit hafa greinst á sjö deildum spítalans til viðbótar. Smitsjúkdómalæknir segir að vaxandi stríðsátök og fólksflótti kyndi undir smitsjúkdómafaraldra í heiminum. Hann á ekki von á því að apabólan verði til mikilla vandræða á vesturlöndum.
19.06.2022 - 17:43
Stoltenberg: „Úkraínustríðið gæti varað í mörg ár“
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að stríðið í Úkraínu geti varað í mörg ár. Frá þessu greinir þýska dagblaðið Bild.
Úkraínumenn ósáttir - vilja enn halda Eurovision
Úkraínsk yfirvöld fordæma ákvörðun Sambands Evrópskra sjónvarpsstöðva að leyfa Úkraínumönnum ekki að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári.
17.06.2022 - 21:36
Sjónvarpsfrétt
Pútín segir leiðtoga Vesturlanda lifa í blekkingu
Forseti Rússlands segir engan vafa á að Rússland muni ná öllum sínum markmiðum í stríðinu í Úkraínu og leiðtogar Vesturlanda lifi í blekkingu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lýsti í dag formlegum stuðningi við aðildarumsókn Úkraínu.
Úkraína færist einu skrefi nær Evrópusambandinu
Úkraína hefur færst einu skrefi nær Evrópusambandinu. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að leggja til að Úkraína fá formlega stöðu umsóknarríkis.
17.06.2022 - 12:56
Eurovision-söngvakeppnin ekki haldin í Úkraínu
Eurovision-söngvakeppnin verður ekki haldin í Úkraínu á næsta ári þrátt fyrir sigur úkraínsku sveitarinnar Kalush Orchestra í keppninni í síðasta mánuði.
17.06.2022 - 12:47
Lýstu stuðningi við aðildarumsókn Úkraínu
Leiðtogar Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og Rúmeníu eru allir hlynntir því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu án tafar. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra fjögurra með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði.
Segir brýnt að Úkraína vinni stríðið
Leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu heimsóttu bæinn Irpin, nærri Kænugarði, í dag. Lík um 290 óbreyttra borgara fundust í bænum eftir að rússneski herinn hörfaði þaðan og hafa Rússar verið sakaðir um að fremja stríðsglæpi í bænum.
16.06.2022 - 10:23