Færslur: Þjóðaröryggi

Meiri áhersla á loftslagsmál, lýðræði og innviði
Loftslagsmál og innviðir fá aukið vægi í þjóðaröryggisstefnu, samkvæmt þingsályktunartillögu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram. Lýðræði verður fyrirferðarmeira en áður í stefnunni.
22.11.2022 - 16:29
Segir Bandaríkin styðja Úkraínu staðfastlega áfram
Bandaríkin halda staðföst áfram að styðja Úkraínumenn í baráttu þeirra gegn innrásarliði Rússa. Þannig verður málum háttað þótt svo kunni að fara að Repúblikanar hafi sigur í þingkosningum á morgun.
Noregur
Þjóðaröryggisstofnun varar við árásum á raforkukerfið
Norska þjóðaröryggisstofnunin kveðst nokkrum sinnum hafa komið upp um áform um að slökkva á hluta raforkukerfis landsins. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar greinir frá þessu og kveðst vilja kanna hve margir Rússar starfi í norska orkugeiranum.
21.10.2022 - 07:05
Uppljóstrarinn Snowden fær rússneskan ríkisborgararétt
Rússlandsforseti veitti bandaríska uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt í dag. Hann ljóstraði árið 2013 upp um viðamikið eftirlit Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna með eigin borgurum og sótti um hæli í Rússlandi að svo búnu.
Varar Rússa sterklega við að beita kjarnavopnum
Öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir þarlend stjórnvöld bregðast við af hörku detti Rússum til hugar að beita kjarnorkuvopnum til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri sér. Rússlandsforseti og fleiri ráðamenn hafa haft uppi slíkar hótanir.
Þjóðaröryggismál að framleiða tölvuíhluti heimafyrir
Bandaríkjaforseti segir að það sé þjóðaröryggismál að verksmiðjur þar í landi framleiði háþróaða hálfleiðara og tölvukubba í ljósi sjálfbirgingslegrar og ögrandi hegðunar Kínverja.
Gögn um vopnabúr erlends ríkis fundust við húsleitina
Nokkur þeirra skjala sem fundust við leit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump fyrrverandi forseta í ágúst eru svo háleynileg að þau eru eingöngu ætluð forseta, ríkisstjórn og handfylli embættismanna henni tengdum. Enginn annar má líta þau augum nema með sérstakri heimild.
Sjónvarpsfrétt
Vilja ekki kaupa Mílu á óbreyttu verði
Franski fjárfestingasjóðurinn Ardian vill ekki kaupa Mílu af Símanum samkvæmt óbreyttum kaupsamningi því breyta þarf skilyrðum fyrir kaupunum svo Samkeppniseftirlitið gefi grænt ljós. Samningurinn var meðal annars skilyrtur því að Síminn yrði í viðskiptum við Mílu í 20 ár.
Salan á Mílu í óvissu
Franska fyrirtækið, Ardian, sem ætlar að kaupa Mílu af Símanum segist ekki vilja ljúka tugmilljarða viðskiptum samkvæmt kaupsamningi við Símann. Það er vegna þess að skilyrði sem fram hafi komið í sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið séu íþyngjandi og hafi neikvæð áhrif á kaupsamninginn sem geri það að verkum að eitt skilyrði í kaupsamningnum sé ekki uppfyllt.  Orri Hauksson forstjóri Símans segir vonast til að þetta gangi fyrir 18. ágúst þegar sáttaviðræðum á að ljúka. 
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.
Vonir glæðast að nýju um kjarnorkuviðræður við Írani
Bandarísk stjórnvöld eru vonglöð um að viðræður hefjist fljótlega við Írani um kjarnorkusamning ríkjanna. Þau lýsa jafnframt yfir áhyggjum af auknum umsvifum Írana við kjarnorkuframleiðslu.
Donald Trump náðar Michael Flynn
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að náða Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn hefur viðurkennt að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, við rannsókn á samskiptum sínum við Rússa í aðdraganda forsetakosninga 2016.
Segir danskt njósnahneyksli snerta Íslendinga beint
Hneykslismál sem umlykur dönsku leyniþjónustuna snertir Íslendinga með beinum hætti sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, og vísaði til þess að leyniþjónusta danska hersins veitti bandarísku leyniþjónustunni aðgang að ljósleiðurum. Sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn fara um danskt yfirráðasvæði. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði að Íslendingar hafi verið sofandi þegar kemur að netöryggismálum.
03.09.2020 - 11:58
Þjóðaröryggisráðgjafi: Ekkert kynþáttahatur
Robert O' Brien þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hefur þvertekið fyrir að kynþáttahatur væri innbyggt í hugarfar löggæslufólks í Bandaríkjunum.
01.06.2020 - 02:12
Sæstrengur hefði mikla þýðingu í hamförum
Sæstrengur milli Íslands og meginlands Evrópu gæti haft mikla þýðingu ef til hamfara kæmi hér á landi og rafmagn yrði af skornum skammti, að mati Guðmundar Inga Ásmundssonar, forstjóra Landsnets.
25.11.2018 - 13:59
Viðtal
Margir telja að Ísland sé hlutlaust land
Íslendingar líta á sig sem hlutlausa og friðsama þjóð sem ógnar engum og stafar ekki ógn af neinum. Þá er stór hluti þjóðarinnar þeirrar skoðunar að Ísland sé hlutlaust land þrátt fyrir aðild að Atlantshafsbandalaginu. Almenningur hefur litlar áhyggjur af hryðjuverkum eða vopnuðum átökum en stjórnvöld leggja aftur á móti töluvert upp úr vörnum gegn slíku í stefnumótun sinni.
21.06.2018 - 17:01

Mest lesið