Færslur: Svetlana Tikhanovskaya
Hvítrússneskir stjórnleysingjar í langa fangavist
Dómstóll í Hvíta Rússlandi hefur dæmt hóp stjórnleysingja í allt að tveggja áratuga fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir hryðjuverk og ólöglega vopnaeign. Þarlend mannréttindasamtök fullyrða að hátt í þúsund pólítískir fangar og stjórnarndstæðingar sitji í fangelsi.
22.12.2021 - 13:00
Sakar vesturlönd um að vilja hefja þriðju heimsstyrjöld
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta Rússlands, fordæmir frekari refsiaðgerðir sem bandarísk og bresk stjórnvöld boðuðu gegn ríkinu í dag. Hann sakar vestræn ríki um að vilja kveikja ófriðarbál sem leitt geti til heimsstyrjaldar.
09.08.2021 - 16:32
Þetta ár hefur verið hörmulegt fyrir börnin mín
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hefur ekki getað verið í neinum samskiptum við eiginmann sinn þá síðustu fjórtán mánuði sem hann hefur setið í fangelsi. Fimm ára dóttir þeirra spyr á hverju kvöldi hvenær pabbi hennar komi aftur heim.
04.07.2021 - 20:15
Segir vald Lukasjenko byggjast á ofbeldi
Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur tapað þeirri ímynd að vera sterkur leiðtogi og með hjálp alþjóðasamfélagsins er hægt að koma á lýðræði, að segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hún fundaði með ráðamönnum á Íslandi í dag.
02.07.2021 - 20:01
Leiðin til lýðræðis: Opinn fundur með Tikhanovskayu
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands býður til opins fundar með Svetlönu Tikhanovskayu, stjórnarandstöðuleiðtoga frá Belarús, föstudaginn 2. júlí frá kl. 15.00 til 16:00 í fyrirlestrasalnum í Veröld – húsi Vigdísar.
02.07.2021 - 14:20
Heitir áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir stuðning Íslands við lýðræðisþróun þar í landi dýrmætan. Hún ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í morgun. Hann er vonbetri um lýðræðisþróun í Hvíta-Rússlandi eftir fundinn en hann var fyrir hann.
02.07.2021 - 12:40