Færslur: Suður-Ameríka

Chile-menn hafna nýrri stjórnarskrá
Íbúar Chile hafa kosið að taka ekki upp nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Chile í gær, sunnudag, um hvort ætti að skipta út stjórnarskránni sem er frá 1980, eða síðan Augusto Pinochet var einræðisherra í landinu.
Elsta steingerða risaeðla Afríku fundin í Zimbabwe
Vísindamenn grófu nýverið upp steingerðar líkamsleifar elstu risaeðlu sem fundist hefur í Afríku. Eðlan var þó ekki mjög risavaxin eða um metri á hæð og er talin hafa verið á dögum fyrir 230 milljónum ára.
04.09.2022 - 16:11
Farið fram á tólf ára dóm yfir varaforseta
Saksóknarar í Argentínu fara fram á að Christina Fernández de Kirchner, varaforseti landsins, verði dæmd í tólf ára fangelsi og meinað að gegna opinberu embætti fyrir meinta spillingu.
22.08.2022 - 21:47
Senda dróna til móts við innlyksa námuverkamenn
Björgunarfólk í Norður-Mexíkó hefur unnið sleitulaust í fimm daga við að reyna að bjarga tíu verkamönnum sem urðu innlyksa í kolanámu. Mennirnir festust inni í námunni á miðvikudag þegar vatn flæddi inn djúp námugöngin. Reynt hefur verið að dæla vatni upp úr námunni, svo hægt sé að senda af stað kafarahóp til móts við mennina, en göngin eru enn metin of hættuleg til þess.
09.08.2022 - 00:57
Fyrsti vinstrisinnaði forseti Kólumbíu tekinn við
Gustavo Petro hefur formlega tekið við embætti forseta Kólumbíu en hann var svarinn í embætti við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Bógóta í gær. Í innsetningarræðu sinni fjallaði Petro um „tapaða stríðið gegn fíkniefnum“ og þörfina fyrir aukna vernd Amazon-regnskógarins.
08.08.2022 - 05:52
Tíu verkamenn lokaðir inni í námu í Mexíkó í fjóra daga
Ekkert hefur spurst til tíu verkamanna sem urðu innlyksa í kolanámu í Agujita-héraði í Mexíkó fyrir fjórum dögum. Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, fór á vettvang í gærkvöld til að fylgjast með björgunaraðgerðunum, sem lítinn árangur hafa borið.
08.08.2022 - 00:57
Fyrstu dauðsföll tengd apabólunni utan Afríku
Fyrstu dauðsföll tengd apabólunni utan Afríku hafa verið staðfest. Brasilísk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í morgun dauðsfall tengt apabólunni sem er það fyrsta utan Afríku. Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um dauðsfall í dag.
29.07.2022 - 20:43
Þrettán fangar létust í blóðugum slagsmálum í Ekvador
Þrettán létust og tveir slösuðust þegar óeirðir brutust út milli glæpagengja í fangelsi í Suður-Ameríkuríkinu Ekvador í gær. Þetta hefur AFP eftir fangelsismálayfirvöldum í landinu.
19.07.2022 - 03:44
Gróðureldar í Perú ógna heimsminjum í Machu Picchu
Slökkviliðsmenn í Suður-Ameríkuríkinu Perú hafa staðið í ströngu undanfarna daga vegna mikilla gróðurelda sem geisa í landinu. Samkvæmt yfirvöldum þar í landi höfðu yfir 20 hektarar brunnið á miðvikudag. Óttast er að eldurinn breiðist út til nærliggjandi borgar Inkaveldisins, Machu Picchu.
01.07.2022 - 03:36
Tólfti blaðamaðurinn á árinu myrtur í Mexíkó
Blaðamaður var skotinn til bana í Mexíkó í gær. Tólf blaðamenn hafa verið myrtir í landinu það sem af er þessu ári.
Gustavo Petro næsti forseti Kólumbíu
Þingmaðurinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn, Gustavo Petro var í dag kosinn forseti Kólumbíu. Sigurinn markar tímamót í stjórnmálum landsins því að aldrei áður hefur verið vinstrisinnaður forseti við völd í Kólumbíu.
Áætlun um þjóðnýtingu liþín-náma samþykkt í Mexíkó
Öldungadeildarþingmenn á mexíkóska þinginu samþykktu í gær frumvarp Andres Manuel Lopez Obrador forseta um þjóðnýtingu liþín námurannsókna- og vinnslu í landinu. Efnið er ómissandi við framleiðslu rafhlaða rafmagnsbíla, farsíma og margvíslegs annars tæknibúnaðar.
Illræmdur FARC liði sagður fallinn í valinn
Fyrrverandi leiðtogi Byltingarhers Kólumbíu, FARC er sagður hafa verið skotinn bana í nágrannaríkinu Venesúela. Tilræðismennirnir eru sagðir vera aðrir uppreisnarmenn.
Verður ekki lögsóttur vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða
Dómari í Suður-Ameríkuríkinu Perú úrskurðaði á föstudag að ekki mætti lögsækja Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða sem talið er að gerðar hafi verið í stjórnartíð hans.
Diego litli bróðir Mara og Dona er í heiminn fæddur
Argentísku hjónin Walter og Victoria Rotundo eignuðust dreng í gær sem hlotið hefur nafnið Diego til heiðurs knattspyrnukappanum Diego Armando Maradona sem lést fyrir réttu ári.
26.11.2021 - 01:36
Bandaríkin efast um lögmæti kosninga í Venesúela
Bandarísk stjórnvöld segja að svæðiskosningar í Venesúela á sunnudag hafi hvorki verið frjálsar né réttlátar. Þau heita að halda áfram þrýstingi á stjórn Nicolas Maduro sem ekki hefur hlotið viðurkenningu nema hluta alþjóðasamfélagsins.
Vinstri og hægri glíma í forsetakosningum í Síle
Tveir frambjóðendur hvor á sínum enda pólítíska litrófsins í Síle hafa afgerandi forystu eftir að 65% atkvæða hafa verið talin í forsetakosningum sem fram fóru í dag.
Kosningaeftirlit á vegum ESB leyft í Venesúela
Erlent kosningaeftirlit var leyft í sveitarstjórnarkosningum í Venesúela í fyrsta sinn í langan tíma í dag. Stjórnarandstöðuflokkar settu það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í kosningunum.
21.11.2021 - 19:16
Myndskeið
Tólf þúsund spiluðu saman og inn í heimsmetabókina
Um það bil tólf þúsund hljóðfæraleikarar í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela, börn og fullorðnir komust á spjöld sögunnar og í Heimsmetabók Guinness með því að spila saman Slavneskan Mars eftir rússneska tónskáldið Piotr Tchaikovsky.
Sjö sækjast eftir forsetaembætti í Síle
Sjö sækjast eftir forsetaembættinu í Suður-Ameríkuríkinu Síle en forsetakosningar verða haldnar í landinu næstkomandi sunnudag. Sömuleiðis verður kosið til neðri deildar þingsins og helmings öldungadeildarinnar.
Ekkert verður af málshöfðun gegn forseta Síle
Öldungadeild síleanska þingsins fellst ekki á að hefja mál gegn Sebastian Pinera forseta landsins vegna upplýsinga úr Pandóru skjalalekanum. Því verður ekkert af málhöfðun gegn honum þrátt fyrir samþykki neðri deildar þingsins.
Argentína
Fagna framförum en hvetja stjórnvöld til frekari dáða
Þúsundir Argentínumanna fögnuðu í gær þeim árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinseginfólks og kvenna í landinu. Hátíðahöldin stóðu klukkustundum saman í miðborg Buenos Aires og höfðu á sér glaðlegan blæ enda 30. gleðigangan í borginni.
Fundu tvöþúsund ára gamla gröf í höfuðborg Perú
Starfsmenn við lagningu gasleiðslu í Líma höfuðborg Suður-Ameríkuríkisins Perú fundu óvænt fornan grafreit neðanjarðar. Slíkar uppgötvanir eru ekki óvenjulegar í landinu og mörg stórfyrirtæki hafa því fornleifafræðinga í starfsliði sínu.
05.11.2021 - 00:34
Stöðvuðu flutningabíl fullan af flóttamönnum frá Haítí
Yfir fimmtíu flóttamenn frá Haítí fundust í flutningabíl í Gvatemala, þar af fjórtán börn. Talið er að ætlun fólksins hafi verið að komast til Bandaríkjanna gegnum Mexíkó. Tveir eru í haldi vegna málsins.
Vöruverð fryst til að spyrna við verðbólgu
Argentísk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi við fjölda einkafyrirtækja um að frysta vöruverð í nokkra mánuði til að draga úr verðbólgu í landinu. Fátækt er mikil og verðbólga hefur geisað í tvo áratugi.