Færslur: Suður-Ameríka
Áætlun um þjóðnýtingu liþín-náma samþykkt í Mexíkó
Öldungadeildarþingmenn á mexíkóska þinginu samþykktu í gær frumvarp Andres Manuel Lopez Obrador forseta um þjóðnýtingu liþín námurannsókna- og vinnslu í landinu. Efnið er ómissandi við framleiðslu rafhlaða rafmagnsbíla, farsíma og margvíslegs annars tæknibúnaðar.
20.04.2022 - 02:40
Illræmdur FARC liði sagður fallinn í valinn
Fyrrverandi leiðtogi Byltingarhers Kólumbíu, FARC er sagður hafa verið skotinn bana í nágrannaríkinu Venesúela. Tilræðismennirnir eru sagðir vera aðrir uppreisnarmenn.
06.12.2021 - 03:45
Verður ekki lögsóttur vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða
Dómari í Suður-Ameríkuríkinu Perú úrskurðaði á föstudag að ekki mætti lögsækja Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins vegna þvingaðra ófrjósemisaðgerða sem talið er að gerðar hafi verið í stjórnartíð hans.
04.12.2021 - 07:44
Diego litli bróðir Mara og Dona er í heiminn fæddur
Argentísku hjónin Walter og Victoria Rotundo eignuðust dreng í gær sem hlotið hefur nafnið Diego til heiðurs knattspyrnukappanum Diego Armando Maradona sem lést fyrir réttu ári.
26.11.2021 - 01:36
Bandaríkin efast um lögmæti kosninga í Venesúela
Bandarísk stjórnvöld segja að svæðiskosningar í Venesúela á sunnudag hafi hvorki verið frjálsar né réttlátar. Þau heita að halda áfram þrýstingi á stjórn Nicolas Maduro sem ekki hefur hlotið viðurkenningu nema hluta alþjóðasamfélagsins.
23.11.2021 - 01:40
Vinstri og hægri glíma í forsetakosningum í Síle
Tveir frambjóðendur hvor á sínum enda pólítíska litrófsins í Síle hafa afgerandi forystu eftir að 65% atkvæða hafa verið talin í forsetakosningum sem fram fóru í dag.
22.11.2021 - 00:39
Kosningaeftirlit á vegum ESB leyft í Venesúela
Erlent kosningaeftirlit var leyft í sveitarstjórnarkosningum í Venesúela í fyrsta sinn í langan tíma í dag. Stjórnarandstöðuflokkar settu það sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í kosningunum.
21.11.2021 - 19:16
Tólf þúsund spiluðu saman og inn í heimsmetabókina
Um það bil tólf þúsund hljóðfæraleikarar í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela, börn og fullorðnir komust á spjöld sögunnar og í Heimsmetabók Guinness með því að spila saman Slavneskan Mars eftir rússneska tónskáldið Piotr Tchaikovsky.
21.11.2021 - 05:19
Sjö sækjast eftir forsetaembætti í Síle
Sjö sækjast eftir forsetaembættinu í Suður-Ameríkuríkinu Síle en forsetakosningar verða haldnar í landinu næstkomandi sunnudag. Sömuleiðis verður kosið til neðri deildar þingsins og helmings öldungadeildarinnar.
19.11.2021 - 02:54
Ekkert verður af málshöfðun gegn forseta Síle
Öldungadeild síleanska þingsins fellst ekki á að hefja mál gegn Sebastian Pinera forseta landsins vegna upplýsinga úr Pandóru skjalalekanum. Því verður ekkert af málhöfðun gegn honum þrátt fyrir samþykki neðri deildar þingsins.
17.11.2021 - 03:47
Fagna framförum en hvetja stjórnvöld til frekari dáða
Þúsundir Argentínumanna fögnuðu í gær þeim árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinseginfólks og kvenna í landinu. Hátíðahöldin stóðu klukkustundum saman í miðborg Buenos Aires og höfðu á sér glaðlegan blæ enda 30. gleðigangan í borginni.
07.11.2021 - 05:37
Fundu tvöþúsund ára gamla gröf í höfuðborg Perú
Starfsmenn við lagningu gasleiðslu í Líma höfuðborg Suður-Ameríkuríkisins Perú fundu óvænt fornan grafreit neðanjarðar. Slíkar uppgötvanir eru ekki óvenjulegar í landinu og mörg stórfyrirtæki hafa því fornleifafræðinga í starfsliði sínu.
05.11.2021 - 00:34
Stöðvuðu flutningabíl fullan af flóttamönnum frá Haítí
Yfir fimmtíu flóttamenn frá Haítí fundust í flutningabíl í Gvatemala, þar af fjórtán börn. Talið er að ætlun fólksins hafi verið að komast til Bandaríkjanna gegnum Mexíkó. Tveir eru í haldi vegna málsins.
03.11.2021 - 00:18
Vöruverð fryst til að spyrna við verðbólgu
Argentísk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi við fjölda einkafyrirtækja um að frysta vöruverð í nokkra mánuði til að draga úr verðbólgu í landinu. Fátækt er mikil og verðbólga hefur geisað í tvo áratugi.
14.10.2021 - 23:15
Mikil mótmæli gegn Bolsonaro víða um Brasilíu
Tugþúsundir Brasilíumanna mótmæltu víðsvegar um land í dag og kröfðust afsagnar Jairs Bolsonaros forseta landsins.
02.10.2021 - 23:36
Blóðug og banvæn átök innan veggja fangelsis í Ekvador
Nærri þrjátíu fangar féllu í átökum innan stærsta fangelsis Suður-Ameríkuríkisins Ekvador í gær. Blóðugir og mannskæðir bardagar glæpagengja eru algengir innan fangelsisveggja í landinu.
29.09.2021 - 06:40
Pelé fluttur tímabundið aftur á gjörgæslu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé var tímabundið fluttur í dag á gjörgæsludeild Albert Einstein sjúkrahússins í Sao Paulo í Brasilíu. Hann segist sjálfur vera á góðum batavegi.
18.09.2021 - 03:31
Kennsl borin á lík sex argentínskra hermanna
Borin hafa verið kennsl á líkamsleifar sex argentínskra hermanna sem féllu í Falklandseyjastríðinu árið 1982. Fjöldi hermanna var lagður til hinstu hvílu í ómerktum gröfum að stríðinu loknu.
15.09.2021 - 00:47
Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæla á þjóðhátíðardaginn
Boðað hefur verið til mótmæla í dag í brasilísku borgunum Sao Paulo og Brasilíu til stuðnings forseta landsins. Í dag er þjóðhátíðardagur landsins.
07.09.2021 - 05:18
WHO fylgist grannt með nýlegu afbrigði kórónuveirunnar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fylgist nú grannt með stökkbreyttu afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst varð vart í Suður-Ameríkulandinu Kólumbíu í janúar síðastliðnum. Afbrigðið er skráð sem my eða emm í gríska stafrófinu og óttast er að það hafi nokkra mótstöðu gegn bóluefnum.
01.09.2021 - 02:32
Múmíur, strandbær og dómkirkja bætast á heimsminjaskrá
Fjölgað hefur nokkuð á heimsminjaskrá UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem heimsminjanefndin ákvað að skyldi bætast á skrána eru dómkirkja í Mexíkó, forn stjörnuathugunarstöð í Perú og múmíur í Síle.
28.07.2021 - 02:15
Kennir mótmælum um fjölgun dauðsfalla vegna COVID-19
Fjöldi látinna af völdum kórónuveirufaraldursins í Suður-Ameríkuríkuríkinu Kólumbíu fór yfir eitt hundrað þúsund í gær. Undanfarinn sólarhring létust 650 Kólumbíumenn úr COVID-19.
22.06.2021 - 02:21
Fujimori forsetaframbjóðandi sleppur við varðhald
Dómari í Perú hafnaði í gær kröfu saksóknara um að hneppa forsetaframbjóðandann Keiko Fujimori í varðhald. Krafan byggir á því að hún átti í samskiptum við vitni í spillingarmáli sem rekið hefur verið gegn henni. Það var henni ekki heimilt að gera samkvæmt ákvæðum reynslulausnar.
22.06.2021 - 01:18
Yfir hálf milljón látin af völdum COVID-19 í Brasilíu
Yfir hálf milljón Brasilíumanna hefur nú fallið í valinn af völdum COVID-19 en aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins. Heilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu á Twitter.
20.06.2021 - 00:39
Ólöglegar ættleiðingar í Svíþjóð
Riksdagen - sænska þingið - fól ríkisstjórninni í vikunni að rannsaka alþjóðlegar ættleiðingar til Svíþjóðar undanfarna áratugi. Ákvörðunin kemur í kjölfar á ítarlegri fjölmiðlaumfjöllun um ættleiðingar erlendis frá, þar sem sterkar vísbendingar eru um blekkingar, þvinganir, lögbrot og í sumum tilfellum hrein og klár mannrán.
19.06.2021 - 08:30