Færslur: Suður-Ameríka

Mike Pompeo segir Maduro að hypja sig
Nicolas Maduro forseti Venesúela segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa mistekist það ætlunarverk sitt að æsa nágrannaríkin upp í stríð gegn Venesúela.
Sitjandi forseti Bólivíu hættir við framboð
Jeanine Anez, sitjandi forseti Bólivíu, tilkynnti í dag að hún drægi framboð sitt til baka. Nú er aðeins mánuður til kosninga.
18.09.2020 - 02:11
Hershöfðingi heilbrigðisráðherra Brasilíu
Hershöfðingi sem hefur enga reynslu af heilbrigðismálum var skipaður heilbrigðisráðherra Brasilíu í gær. Hann er þriðji ráðherra heilbrigðismála í landinu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á.
Fangelsisdómur fyrrverandi forseta Ekvador staðfestur
Átta ára fangelsisdómur yfir Rafael Correa fyrrverandi forseta Ekvador var staðfestur í dag.
08.09.2020 - 01:43
Spegillinn
Mannrán, pyntingar, nauðganir og morð
Kondórinn er allra ránfugla stærstur og jafnframt heitið á sameiginlegri leyniþjónustu átta einræðisríkja í Suður-Ameríku. Þau sameinuðust um mannrán, pyntingar, nauðganir og morð á mörg hundruð pólitískum andsæðingum þeirra á áttunda og níunda áratugnum.
05.09.2020 - 08:31
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Brasilía opnuð fyrir fljúgandi ferðalanga
Erlendir ferðamenn mega nú heimsækja Brasilíu á ný en eingöngu komi þeir fljúgandi. Áfram verður óheimilt að koma þangað sjó- eða landleiðis næstu þrjátíu daga.
30.07.2020 - 03:49
Kórónuveiran heldur áfram að taka sinn toll
Nú hafa yfir 600 þúsund látist af völdum kórónuveirufaraldursins í heiminum öllum. Yfir fjórtán milljónir hafa smitast.
Myndskeið
„Það versta er enn ókomið“
Kórónuveirusmitum fjölgar á ógnarhraða í Brasilíu og farsóttin er í hröðum vexti þar og víðar. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segir fjarri að heimsfaraldurinn sé í rénun.
29.06.2020 - 19:39
Enn fjölgar smituðum vestra
Á hverjum degi greinast nú fimm þúsund ný kórónuveirusmit í Texas. Þar til nýlega var meðaltalið um tvö þúsund á dag.
29.06.2020 - 03:13
Óttast aðra bylgju COVID-19
Kínverjar tilkynntu mikla fjölgun kórónuveirusmita fyrr í dag. Jafnvel er óttast að hér marki fyrir upphafi annarrar bylgju faraldursins sem hefur gengið yfir heimsbyggðina undanfarna mánuði.
14.06.2020 - 07:17
Yfir 400 þúsund látnir úr COVID-19
Dauðsföll af völdum kórónaveirunnar eru orðin fleiri en 400.000 og  tilfellum fer enn fjölgandi í Brasilíu og á Indlandi samkvæmt Reuters fréttaveitunni.
07.06.2020 - 19:05
Mikil fjölgun smitaðra í Perú
Í dag greindust 5800 einstaklingar með kórónuveiruna í Perú. Að sögn þarlendra heilbrigðisyfirvalda er um að ræða metfjölgun milli sólarhringa en nú hafa um 130 þúsund smitast. Undanfarið hafa um 4000 greinst með veiruna hvern dag.
27.05.2020 - 02:05
Viðtal
Valdaskeiði Netanyahu líklega lokið
Það verður líklega tilkynnt í dag að tveimur af þremur gerðum veiru sem veldur lömunarveiki eða mænusótt hafi verið útrýmt. Þriðja gerð veirunnar finnst aðeins í Afganistan og Pakistan þar sem bólusetningar ganga illa vegna stríðsátaka. Þetta kom fram í Heimsglugga Boga Ágústssonar á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
24.10.2019 - 10:09
Neymar ekki með á Suður-Ameríkumótinu
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar tekur ekki þátt í Suður-Ameríkumótinu í knattspyrnu í sumar vegna meiðsla sem hann hlaut í vináttuleik gegn Katar í nótt.
06.06.2019 - 06:21
Spænskur togari sökk undan ströndum Argentínu
Einn er látinn og annars er saknað eftir að spænskur togari sökk undan ströndum Argentínu í dag. Argentínska flotanum tókst að bjarga 25 skipverjum sem voru í áhöfn togarans.
11.07.2018 - 23:56
Hæstiréttur Venesúela lætur undan þrýstingi
Gríðarleg spenna hefur verið í Venesúela eftir að hæstaréttur landsins úrskurðaði að rétturinn megi taka að sér löggjafarhlutverk þingsins. Nicolas Maduro forseti hefur reynt að bera klæði á vopnin en fjölmenni hefur mótmælt ákvörðun hæstaréttar. Stjórnarandstæðingar líkja ákvörðun hæstaréttar við valdarán. Síðdegis var tilkynnt að hæstiréttur hefði látið undan þrýstingi og breytt ákvörðun sinni.