Færslur: Stjórnmál

Lilja sagðist aldrei harma ráðninguna
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, viðurkennir að hafa vanmetið þörfina á því að auglýsa stöðu þjóðminjavarðar. Þetta sagði hún í ræðu á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku. Lilja segir fullyrðingar um að hún hafi sagst harma ráðninguna rangar.
Mótmæla kostnaði við jarðarför Abe
Þúsundir Japana og hundruð þjóðarleiðtoga mættu til opinberrar jarðarfarar Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra, í Tókýó í morgun. Þangað mættu einnig mótmælendur sem telja óráðlegt að spandera milljörðum úr ríkissjóði landsins í jarðarför. 
27.09.2022 - 10:28
Erlent · Japan · Asía · Shinzo Abe · Efnahagur · Stjórnmál
„Það er stór hluti Ítala sem kaus hana sannarlega ekki“
Stjórnmálafræðingur segir það ólíklegt að Giorgia Meloni, líklegur næsti forsætisráðherra Ítalíu, nái að sætta ólíkar fylkingar og sameina Ítali.
26.09.2022 - 19:47
Þetta helst
Allt í fokki hjá Flokki fólksins
Það hefur ekki blásið byrlega fyrir Flokki fólksins undanfarið. Eftir stórsigur í Alþingiskosningum og gott gengi í sveitarstjórnarkosningunum, hefðu sumir sagt að nú væri tækifæri fyrir flokkinn að láta til sín taka. En hneykslismálin hafa gert honum erfitt um vik. Karlarnir virðast sumir hafa átt í vandræðum með sig, þá sérstaklega hvað varðar samskipti við konur. Það andar nú köldu á milli forystu flokksins og karlanna á efstu sætum listans á Akureyri. Þetta helst skoðaði Flokk fólksins.
22.09.2022 - 13:15
Tala látinna hækkar í mótmælum í Íran
Sjö hafa látist og tugir eru sagðir hafa særst í fjölmennum mótmælum í Íran síðustu daga. Mótmælin brutust út eftir að ung kona lést í haldi svokallaðrar siðferðislögreglu. Fjölskylda hennar telur að hún hafi verið barin til bana. 
Skemmdarverk og alvarlegar hótanir í garð Sósíalista
Skemmdarverk voru unnin á skrifstofuhúsnæði Sósíalistaflokksins í Reykjavík í gær. Formanni framkvæmdastjórnar flokksins var sagt að hugsa um fjölskyldu sína áður en hann héldi áfram starfi sínu í stjórnmálum. Hann hefur tilkynnt hótanirnar til lögreglu.
Heiða Björg vill halda varaformannsembættinu
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, ætlar að gefa kost á sér í áframhaldandi setu í varaformannsembættinu á næsta landsfundi Samfylkingarinnar. Heiða Björg er sú eina sem hefur formlega gefið það út að hún vilji embættið.
04.09.2022 - 13:14
Möguleiki á spennandi varaformannsslagi hjá Samfylkingu
Nokkur nöfn hafa verið nefnd sem möguleg varaformannsefni í Samfylkingunni. Núverandi varaformaður er sú eina sem hefur formlega lýst yfir framboði til endurkjörs, en það var áður en hún landaði öðru starfi. Kristrún Frostadóttir hefur ein gefið kost á sér í formannsembættið, en það eru enn sjö vikur til stefnu.
03.09.2022 - 19:00
Funda með rússneskum stjórnarandstæðingum á Íslandi
Stjórnarandstæðingar frá Rússlandi og Belarús auk þingmanns og blaðamanns frá Úkraínu eru meðal þeirra sem sitja alþjóðlegan leiðtogafund Norðurlandaráðs og Eystrasaltsþingsins í Reykjavík í næstu viku.
02.09.2022 - 15:00
Sjónvarpsfrétt
Forsetinn sendir frá sér bók á afmælisdegi 50 mílnanna
Hálf öld er liðin síðan fiskveiðilögsaga Íslands var færð í fimmtíu mílur. Og í tilefni af því gaf Sögufélagið út bók eftir forseta Íslands um sögu landhelgismálsins. Hana skrifaði hann til að létta af sér áhyggjum í amstri dagsins.
„Einstakur stjórnmálamaður sem breytti gangi sögunnar“
Þjóðarleiðtogar og almenningur víða um heim minnist Mikhail Gorbachevs, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna sem lést í kvöld.
Flokksráð VG styður hækkun veiðigjalda
Í ályktun sem flokksráð Vinstri grænna samþykkti í dag er stuðningur við hækkun veiðigjalda og að spornað verði gegn samþjöppun í sjávarútvegi. Þá verði lög um stjórn fiskveiða endurskoðuð með það að markmiði að gagnsæi ríki um raunverulega eigendur sjávarútvegsfyrirtækja.
Stjórnvöld rannsaka umfang ólaunaðra starfa
Tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að stjórnvöld undirbúi og standi að rannsókn á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum, sem gjarnan eru nefnd önnur og þriðja vaktin, var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Rannsóknin verður unnin í samstarfi við Hagstofu Íslands.
Spegillinn
Pólitísk ólga í Noregi vegna orkuverðs
Það er órói í Noregi vegna hás orkuverðs. Fyrirtæki landsins þurfa oft að borga jafnvirði 70 íslenskra króna fyrir kílóvattstundina. Norsk fyrirtæki missa smátt og smátt forskotið sem þau hafa haft á evrópsk fyrirtæki vegna hagstæðs orkuverðs. Og þessu fylgir krafa meðal flokka bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, að eitthvað verði gert í málinu – en það er ekkert samkomulag um hvað beri að gera.
08.08.2022 - 20:19
Sjónvarpsfrétt
Kína slítur samstarfi við Bandaríkin
Kínversk stjórnvöld hafa slitið samstarfi við Bandaríkjamenn á mörgum sviðum, svo sem í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þetta er gert vegna heimsóknar Nancyar Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í vikunni.
05.08.2022 - 15:15
Endurvekja viðræður vegna kjarnavopnaáætlunar Írans
Samninganefndir vegna kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran, settust aftur að samningaborðinu í Vínarborg, höfuðborg Austurríkis í dag. Markmið viðræðnanna er að reyna að bjarga því sem bjargað verður, vegna áætlana stjórnvalda í Íran um að koma sér upp tækni og búnaði til að þróa og framleiða kjarnavopn.
Bjarni vill vera formaður áfram
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi í nóvember. Hann segir að nýta þurfi tímann vel þegar fólk sé í stjórnmálum og það ætli hann að gera áfram.
Seðlabanki Bretlands hækkar stýrivexti
Seðlabanki Bretlandseyja, Bank of England, hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í hádeginu í dag. Þetta er skarpasta stýrivaxtahækkun bankans í 27 ár, en sú sjötta frá því í desember.
Sjónvarpsfrétt
Hóta hernaðaríhlutun vegna heimsóknar Pelosi
Heimurinn stendur frammi fyrir vali, milli einræðis og lýðræðis, sagði Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þegar hún lenti á Songshan flugvellinum í Taipei, höfuðborg Taívan síðdegis í dag.
02.08.2022 - 17:35
Efnahagssamdráttur í Bandaríkjunum
Samdráttur í hagkerfinu vestanhafs var 0,9 prósent í apríl, maí og júní síðastliðnum. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2022 var samdrátturinn 1,6%. Mælist efnahagssamdráttur tvo ársfjórðunga í röð telst efnahagslægð vera skollin á. Formlega hefur þó enn ekki verið lýst yfir efnahagslægð, en sérfræðingar telja að hún sé yfirvofandi og fyrstu merki hennar þegar komin fram.
Samráð við leigubílstjóra í skötulíki
Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama gagnrýnir stjórnvöld fyrir sýndarsamráð vegna frumvarps um leigubifreiðaakstur. Drög að frumvarpinu hafi ekki verið unnin í samráði við bílstjóra eða hagsmunasamtök þeirra né farþega sem þekki markaðinn af eigin reynslu.
Sunak og Truss heyja einvígi um leiðtogasætið
Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands og Liz Truss utanríkisráðherra takast á um hvort þeirra verður næsti leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Þau tvö hlutu flest atkvæði í fimmtu og síðustu umferð atkvæðagreiðslu meðal þingmanna flokksins, sem lauk fyrir stundu.
Vikulokin
Tókust á um skattahækkanir og arfleið Borisar
Frambjóðendur í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Tekist var á um skattamál og arfleið Borisar Johnsons fráfarandi forsætisráðherra. Athafnir og persónuleiki Johnsons og ítrekuð hneykslismál í embættistíð hans, koma kjósendum ekki sérstaklega á óvart. Boris var ólíkindatól áður en hann tók við embættinu, segir Andrés Magnússon blaðamaður.
Skipa starfshóp um afkomu eldra fólks
Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp vegna kerfisbreytinga sem miða að því að bæta afkomu eldra fólks, skapa aukinn sveigjanleika í starfslokum og gera úrbætur í húsnæðismálum. Hópurinn verður skipaður fulltrúum þriggja ráðuneyta, fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis sem verður í forsvari fyrir vinnuna.
Segir Trump reyna að varpa ábyrgð yfir á ráðgjafa sína
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður hafa kallað eftir árás á þinghús landsins vegna meints kosningasvindls, þrátt fyrir að hans helstu ráðgjafar hafi mælt gegn því. Þetta er meðal þess sem kom fram í gær í sjöundu vitnaleiðslum þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið í Bandaríkjunum, 6. janúar í fyrra.