Færslur: Stjórnmál

Mælaborð vegna stöðu aðgerða gegn kynferðislegu ofbeldi
Kynnt var í dag í forsætisráðuneytinu nýtt mælaborð þar sem sjá má stöðu aðgerða í forvarnaráætlun stjórnvalda gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi frá 2021 til 2025. Settar voru fram 26 aðgerðir í þingsályktun um forvarnir og á að fylgja þeim eftir með mælaborðinu.
20.10.2021 - 13:31
Skrefi nær myndun ríkisstjórnar í Þýskalandi
Flokksþing Græningja í Þýskalandi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Jafnaðarmenn og Frjálslynda demókrata.
17.10.2021 - 15:20
Silfrið
Vantar samstarfsflokk og Framsókn kæmi vel til greina
Sjálfstæðisflokkinn í borginni vantar flokk til að vinna með í meirihluta, að sögn oddvitans Eyþórs Arnalds. Hann segir að gangi Framsóknarflokknum vel í borgarstjórnarkosningum næsta vor komi hann til greina sem slíkur. Sjálfur ætlar Eyþór að óbreyttu að bjóða fram krafta sína til að leiða lista Sjálfsstæðismanna. 
Myndskeið
Sturgeon færði Katrínu glæpasögu
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra eiga ýmislegt sameiginlegt. Þar á meðal er ástríða fyrir lestri glæpasagna. Þær hittust hér á landi í gær og þá afhenti Sturgeon Katrínu eina slíka að gjöf frá skoskum höfundi.
16.10.2021 - 14:26
Telur frestinn stuttan í ljósi pólitískrar óvissu
Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst starf forstjóra Landspítala laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. nóvember. Tveir þingmenn hafa gagnrýnt að fresturinn sé ekki lengri. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að tvær vikur séu lögbundinn lágmarksfrestur, sami frestur hafi verið veittur þegar ráðið var í embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri í sumar.
Minnihlutastjórn sem getur ekki valið leikfélaga
Jonas Gahr Støre, leiðtogi norska Verkamannaflokksins og nýr forsætisráðherra Noregs kynnti ríkisstjórn sína í dag, í skugga voðaverkanna í Kongsberg í gærkvöld. Stjórnin verður minnihlutastjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins, vinstristjórn eftir átta ára valdatíð hægrimanna. Herdís Sigurgrímsdóttir, stjórnmálafræðingur sem býr í Stafangri í Noregi, segir að stjórnin eigi eftir að eiga erfitt með að koma málum gegnum þingið.
14.10.2021 - 10:37
Allir frambjóðendurnir sem misstu sæti kæra talninguna
Allir frambjóðendurnir fimm sem endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi hafði áhrif á hafa nú kært kosningarnar. Alls hafa sex kærur borist undirbúningskjörbréfanefnd og sú sjöunda er á leiðinni. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, segir óljóst hvenær vinnu nefndarinnar lýkur og ógjörningur að segja til um hvort kjósa þurfi aftur í Norðvesturkjördæmi. 
08.10.2021 - 11:57
„Ekkert óeðlilegt við að hagnast á áhættufjárfestingu“
Kristrún Frostadóttir nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um fjárhag sinn hafi komið sér í opna skjöldu og það sé ekkert óeðlilegt við áhættufjárfestingu sem skili hagnaði. Mikil umræða skapaðist um fjárhag Kristrúnar í aðdraganda Alþingiskosninga. Hún var um tíma aðalhagfræðingur Kviku banka en fjölmiðlar greindu frá að hún hefði hagnast um hundruð milljóna á fjárfestingum í bankanum.
Silfrið
Píratar styðja minnihlutastjórn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir talskona Pírata, sagði í Silfrinu í morgun að flokkurinn myndi styðja minnihluta stjórn VG, Framsóknar og Samfylkingar. Hún segir ef málefnin eigi að ráða för gætu önnur stjórnarmynstur verið æskilegri en ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þetta geri þau án þess að gera kröfu um að vera sjálf í ríkisstjórn, en þó komi vitanlega líka til greina fyrir flokkinn að fara í stjórnarmyndunarviðræður.
Morgunvaktin
Lögmaður telur líklegt að kjósa þurfi aftur
Líklegt er að kosningar í Norðvesturkjördæmi verði ógiltar og að kjósa þurfi aftur, að mati Gísla Tryggvasonar, lögmanns. Hugsanlega er nóg að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð, til að gera kosninguna ólögmæta. 
Myndskeið
Grundvallaratriði að unnt sé að treysta kosningum
Formaður Flokks fólksins vonar að leiðrétting vegna talningar í Norðvesturkjördæmi verði farsæl og fagnar því að endurtalning sé trúverðug í Suðurkjördæmi. Formaður Samfylkingarinnar segir atvik sem þessi vond á marga vegu og setji fjölda fólks í óþægilega stöðu. 
28.09.2021 - 19:10
Hnífjafnt samkvæmt útgönguspám í Þýskalandi
Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn fá hvor um sig 25 prósent atkvæða í kosningum í Þýskalandi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar nú klukkan 16:00 þegar kjörstöðum var lokað. Samkvæmt útgönguspánum eru Græningjar orðnir þriðji stærsti flokkurinn með 15 prósent atkvæða. Þjóðernisflokkurinn Alternative für Deutschland fær 11 prósent, líkt og Frjálslyndir. Vinstriflokkurinn fær 5 prósent, samkvæmt útgönguspám.
26.09.2021 - 16:07
Ánægjulegt að vera ekki lengur yngsti þingmaðurinn
Jóhanna María Sigmundsdóttir sat á Alþingi frá 2013 til 2016 fyrir Framsóknarflokkinn og var þá yngsti Alþingmaður sögunnar. Það breyttist hins vegar í morgun, þegar hin 21 árs gamla Lenya Rún Taha Karim náði inn á þing fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Spurð hvort Jóhönnu finnist missir af titlinum „yngsti þingmaður Íslandssögunnar“ segir hún það af og frá, hún gleðjist frekar yfir áhuga ungs fólks á stjórnmálum.
Myndskeið
Jöfnunarþingsætin auki spennuna á kosninganótt
Úthlutun jöfnunarsæta í skoðanakönnunum fyrir kosningarnar, sýna annars vegar galla kosningakerfisins en auka hins vegar spennuna á kosninganótt. Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði, þegar hann ræddi fylgi stjórnmálaflokkanna við Boga Ágústson í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld.
24.09.2021 - 19:39
Reiðubúin til viðræðna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Systir leiðtoga Norður-Kóreu segir stjórnvöld í landinu reiðubúin að semja um formleg lok Kóreustríðsins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tilkynningin þykir nokkuð óvænt því að fyrr í vikunni lýstu stjórnvöld því yfir að viðræður væru ótímabærar.
24.09.2021 - 11:34
Vill lækka kostnað heimilanna og vinna gegn loftslagsvá
Viðreisn vill lækka kostnað heimilanna, vinna gegn loftslagsvánni með nýsköpun, gera gangskör að bættri heilbrigðisþjónustu með fleiri rekstrarformum og stokka upp kvótakerfið. Viðreisn telur unnt að lækka kostnað meðalheimilis um 72 þúsund krónur á mánuði með því að tengja krónuna.
22.09.2021 - 20:11
Ásakanir um eitt mesta kosningasvindl síðari tíma
Stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja kosningar um síðustu helgi þær óheiðarlegustu þar í landi í síðari tíð. Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútíns forseta, hlaut um helming atkvæða, samkvæmt talningu yfirvalda, og 324 af 450 sætum í Dúmunni, neðri deild þingsins. Stjórnarandstæðingar voru með kosningaeftirlit og tilkynntu fjölda brota til yfirvalda.
21.09.2021 - 15:24
Utanríkisráðherra Hollands segir af sér
Sigrid Haag, utanríkisráðherra Hollands, sagði af sér fyrr í dag. Embætti ráðherrans hefur verið harðlega gagnrýnt af þingmönnum fyrir að hafa staðið illa að brottflutningi fólks frá Afganistan eftir valdtöku Talíbana. Tillaga um vantraust á ráðherrann var samþykkt í þinginu með 78 atkvæðum gegn sjötíu og tveimur.
16.09.2021 - 20:10
Forystusætið
Ný stjórnarskrá enn skilyrði fyrir ríkisstjórnarmyndun
Halldóra Mogensen, formaður Pírata, segir að flokkurinn muni eingöngu mynda ríkisstjórn með flokkum sem ætli að innleiða nýja sjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Þetta er í annað skipti sem flokkurinn setur þetta stefnumál skilyrði fyrir stjórnarmyndun, en það gerðu þau einnig í stjórnarmyndunarviðræðum árin 2016 og 2017.
Herinn lýsir yfir valdaráni í Gíneu
Herinn í Gíneu tók forseta landsins höndum í dag og lýsti yfir valdaráni. Einkennisklæddur hershöfðingi lýsti því yfir í myndbandi, sem sent var fjölmiðlum, að búið væri að loka landamærum og koma ríkisstjórninni frá völdum.
05.09.2021 - 17:25
Silfrið
Hart tekist á í aðdraganda kosninga
Óðum styttist í alþingiskosningar sem verða haldnar 25. september. Fulltrúar fjögurra flokka tókust á um skattamál, kvótakerfið og fleira í Silfrinu í morgun. Gestir þáttarins voru þau Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokki, Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokki og Sigmar Guðmundsson, Viðreisn.
05.09.2021 - 14:50
Kanna stafræn skírteini með sérstöku appi
Tölvulesanlegur kóði er í stafrænum ökuskírteinum sem aðeins er gildur í 60 sekúndur í einu og hægt er að skanna kóðann til að kanna hvort upplýsingarnar á skírteininu séu réttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti í dag. Áður var kóðinn gildur í 30 sekúndur.
Fréttaskýring
LSH hefur þurft að herða sultarólina vegna launahækkana
Prófessor í hagfræði telur að bæði stjórnvöld og stjórnendur Landspítalans hafi rétt fyrir sér í deilu um fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en þar sem launahækkanir vegi þungt þurfi spítalinn að herða sultarólina. Langvarandi álag árum saman kemur fram í áfallastreituröskun segir formaður fagráðs. Heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum.
Kveðst neyddur til að horfa á ríkisáróður tímunum saman
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny kveðst vera neyddur til að horfa á rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar í allt að átta tíma á dag í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hann veitti New York Times viðtal á dögunum og er það fyrsta viðtalið við hann eftir að hann var tekinn fastur við komuna til Rússlands frá Þýskalandi 17. janúar síðastliðinn.
26.08.2021 - 16:30
Morgunútvarpið
Hluti fylgis Samfylkingarinnar mögulega til Sósíalista
Aukinn kraftur er að færast í kosningabaráttuna nú þegar innan við mánuður er til kosninga og flestir eru komnir til baka úr sumarleyfum. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að litlar breytingar hafi orðið á fylgi flokkanna síðustu misseri. Sósíalistaflokkurinn sé þó á ákveðinni siglingu og að fylgi Samfylkingarinnar haldi áfram að dala.