Færslur: Stjórnmál

Ingibjörg Sólrún varar við eftirgjöf réttinda
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem nú gegnir embætti forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE varar almenning við því að gefa of mikið eftir af réttindum sínum á tímum kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Fréttablaðinu í dag.
30.05.2020 - 07:28
Á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðir til Noregs
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á von á jákvæðum fréttum varðandi ferðalög milli Íslands og Noregs á næstunni. Tilkynnt hefur verið að Íslendingar, Norðmenn og Þjóðverjar megi ferðast til Danmerkur frá 15. júní.
29.05.2020 - 12:48
Segir ríkið hvetja til uppsagna fremur en hlutabóta
Verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um laun á uppsagnarfresti samþykkt í óbreyttri mynd gæti það leitt til mestu kjaraskerðingar síðari tíma, að mati Drífu Snædal, forseta ASÍ. Hún sendi þingmönnum bréf í morgun og greindi frá áhyggjum sínum og hvatti þá til að koma í veg fyrir „stórslys“. ASÍ gerir athugasemdir við að skilyrði fyrir hlutabótum og launum á uppsagnarfresti séu mismunandi og að ríkið beinlínis hvetji til að þess að það síðarnefnda sé nýtt, sem komi sér verr fyrir launafólk.
Áætla að hlutastarfaleið kosti rúma 30 milljarða
Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að Vinnumálstofnun hafi ekki eftirlit með þeim fyrirtækjum sem settu starfsfólk á hlutabætur og segir að skýra þurfi í lögum, um framlengingu hlutabótaleiðarinnar, hvaða fyrirtæki hafi heimild til að óska eftir þessu úrræði. Ríkisendurskoðandi hóf athugun á málinu að eigin frumkvæði og gaf út skýrslu um málið í dag.
Spegillinn
„Ákveðin hætta á því að það dragi úr gegnsæi“
Það hvernig stjórnvöld hafa tekist á við COVID-faraldurinn hefur verið eins og kennslustund í stefnumótun. Þetta segir Kristján Vigfússon, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, sem hefur sérhæft sig í stefnumótun. Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að hafa sérfræðingana í forgrunni en að nú þegar úrlausnarefnin eru orðin pólitískari og álitamálin fleiri reyni á að viðhalda gagnsæi.
Myndskeið
„Snýst ekki um að ég vilji ekki beita synjunarvaldi“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist ekki telja að sá sem gegni embættinu eigi að gefa út skýrt hámark eða lágmark á fjölda undirskrifta sem þurfi til að forsetinn beiti málskotsréttinum. Það fari eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. „Þetta snýst ekki um að ég vilji ekki beita synjunarvaldi.“ Hann segist ekki hafa viljað fela sig á bakvið að forsetinn væri ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum í uppreist æru - málinu. „Ég fann það í sál og sinni að það vildi ég ekki gera.“
24.05.2020 - 12:31
Myndskeið
„Hægt að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt“
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, segist ekki vera umdeildur en hann hafi sterkar skoðanir. Hann segir að forseti Íslands verði að koma hreint fram og standa með þjóðinni.„Að sjálfsögðu er forsetinn pólitískur og hann verður bara að segja sína skoðun.“ Guðmundur segir að oft myndist gjá milli þings og þjóðar „og forsetinn verður að brúa það bil.“ Hann segir að orkupakkinn hafi ýtt honum út í framboð og að hægt sé að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt.
24.05.2020 - 12:06
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins vilja Cummings burt
Sjö þingmenn Íhaldsflokksins breska, flokks forsætisráðherrans, hafa kallað eftir afsögn Dominic Cummings, aðalráðgjafa Borisar Johnson vegna þess að hann hélt sig ekki heima eftir að hafa fengið einkenni COVID-19.
24.05.2020 - 10:31
Segir Kína og Bandaríkin á barmi kalds stríðs
Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði í morgun að Kína og Bandaríkin væru á barmi kalds stríðs. Samskipti ríkjanna hafa versnað mjög að undanförnu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað gagnrýnt viðbrögð Kínverja við kórónuveirunni sem veldur COVID-19, þegar hún kom fyrst upp í landinu í desember. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gagnrýnt ný lög sem kínverska þingið samþykkti nýlega og er ætlað að hindra mótmæli í Hong Kong.
24.05.2020 - 08:29
Hlutabótaleið: Laun stjórnenda ekki hærri en 3.000.000
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvörp um hertar reglur um stuðning ríkisins við greiðslu launa á fólks uppsagnarfresti og þeirra sem nýta hlutabótaleiðina. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda fyrirtækja sem nýta úrræðið mega ekki vera hærri en 3 milljónir og gildir sú regla til ársins 2023.
Lög um vernd uppljóstrara samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti í dag lög um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
12.05.2020 - 21:59
Verja einum og hálfum milljarði í markaðsátak
Ríkið ætlar að verja 1.500 milljónum króna í markaðsátakið „Ísland - saman í sókn.“ Verkefnið er hluti af mótvægisaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19. Ísland verður kynnt sem áfangastaður á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd landsins, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi.  Stærsti hluti upphæðarinnar fer í birtingar á erlendum mörkuðum.
Viðtal
Bjóða ferðamenn velkomna með vissum takmörkunum
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að aflétting ferðatakmarkana, sé mikilvægt skref, sérstaklega þar sem íslenska ríkið geri þetta á eigin forsendum.
Viðtal
Fræðsla um plast skilaði ekki nægum árangri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við sölu á ýmis konar einnota plastvörum. Frumvarpið er hugsað sem næsta skref í framhaldi af hertum reglum um burðarpoka úr plasti sem tóku gildi í fyrra. Við ákvörðun á því hvaða vörur ætti að banna var horft til þess hvers konar rusl finnst helst við strendur ríkja í Evrópu.
05.05.2020 - 10:01
Fréttaskýring
Gegn WHO í miðjum heimsfaraldri
Viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við COVID-19 farsóttinni, hafa vakið athygli um allan heim. Hann gerði lítið úr alvarleika faraldursins í byrjun hans en hóf í byrjun apríl að gagnrýna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina harðlega fyrir viðbrögð hennar í byrjun faraldursins. Sjálfur hefur hann verið gagnrýndur fyrir það sama.
Frumvarp árás á réttindi trans fólks í Ungverjalandi
Frumvarp ríkisstjórnar Ungverjalands, sem þykir skerða mjög réttindi trans fólks, var fyrst sent til þingsins á alþjóðlegum degi sýnileika transfólks, 31. mars. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, segir frumvarpið vera árás á réttindi trans fólks þar í landi.
29.04.2020 - 16:24
Nærmynd
Kona og kannski næsti leiðtogi Norður-Kóreu
Tæpar þrjár vikur eru síðan síðast spurðist til Kim Jongs un, æðsta leiðtoga Norður-Kóreu. Hann lét ekki einu sinni sjá sig í grafhýsi ættarinnar á sólarhátíðinni sem haldin er þann fimmtánda apríl ár hvert til að heiðra minningu Kim Il Sung, afa hans og forvera í embætti. Að núverandi leiðtogi hunsi þennan merkisdag er talið jafnast á við guðlast. Augu heimsins beinast nú að yngri systur hans Kim Yo Jong. Sumir telja víst að hún verði arftaki Jong un, sé hann látinn, aðrir telja það ómögulegt.
29.04.2020 - 15:01
Myndskeið
„Þetta hjálpar okkur gríðarlega“
Ferðaþjónustan segir að aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti í morgun hafi farið fram úr væntingum. Þær hjálpi meira en fólk hafi þorað að vona og muni gera það að verkum að fyrirtæki geti haldið áfram rekstri.
Viðtal
Ætlar ekki að segja bönkunum fyrir verkum
„Ríkið getur að sjálfsögðu ekki gert þá kröfu á banka að fara í meiriháttar lánveitingar til fyrirtækja sem eru tæknilega gjaldþrota,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, um brúarlánin sem til stendur að veita fyrirtækjum sem eiga í rekstrarvanda vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir hún að á meðan Icelandair er að vinna í sínum málum, geti hún ekki svarað því hvort íslensk stjórnvöld ætli að koma fyrirtækinu til hjálpar með beinum hætti.
Viðtal
„Meiri stuðningur en ég átti von á“
Hlutabótaleiðin hefur komið rútufyrirtækinu Teiti hópferðum vel. Framkvæmdastjórinn, Haraldur Teitsson, segir viðbótaraðgerðirnar sem stjórnvöld kynntu í dag hafa farið fram úr væntingum. Hann vonast til þess að hægt verði að semja við ákveðin ríki um komur ferðamanna hingað til lands. Fyrirtækið sé tilbúið að grípa til sérstakra sóttvarnaráðstafana til að minnka snertiflöt ferðamannanna við samfélagið.
Guðmundur Franklín gefur kost á sér í embætti forseta
Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur gefið kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðmundur Franklín tilkynnti þetta í beinni útsendingu á Facebook-síðu sinni í dag. Hann segir að verði hann forseti muni orkupakki fjögur og fimm fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem og innganga Íslands í ESB.
23.04.2020 - 11:29
Fréttaskýring
Ár frá bruna Notre dame: „Veiran einokar huga fólks“
Það er enn ekki komið rafmagn á Notre Dame dómkirkjuna, því þarf krafta til að hringja kirkjuklukkunni , sem er sú næst stærsta í Frakklandi. Á miðvikudag þegar ár var liðið frá því dómkirkjan fræga stórskemmdist í eldsvoða, gekk hringjari, klæddur heilgalla og grímu upp í turninn. Hann togaði af afli í reipið sem bundið er við þungann kólfinn og fljótlega ómaði klukknahljómurinn um Parísarborg.
18.04.2020 - 09:00
Myndskeið
Hrósaði og þakkaði þríeykinu
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hrósaði og þakkaði þríeykinu svokallaða á blaðamannafundi í hádeginu þegar tilslakanir á samkomubanni voru kynntar. Þríeykið eru þau Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, sem hafa haldið daglega upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn í nokkrar vikur.
Viðtal
Hefur áhyggjur af stöðu fjölmiðla
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, kveðst hafa áhyggjur af stöðu fjölmiðla, hjá þeim, líkt og víðar, sé tekjufall og að stjórnvöld verði að taka tillit til þess. Ekki hafa verið kynntar neinar sértækar aðgerðir sem beinast að stöðu fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins.
Þorsteinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Þorsteinn hefur verið þingmaður Viðreisnar síðustu fjögur ár en tilkynnti í morgun að hann hafi sagt af sér þingmennskunni frá og með 14. apríl.
08.04.2020 - 10:22