Færslur: Samfylkingin

Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Guðmundur Ingi stefnir á efsta sæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
Myndskeið
Skilur vel að fólk hætti ef það fær ekki framgang
Nær algjör endurnýjun er í efstu sætum á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Formaður uppstillinganefndar hefur skilning á brotthvarfi flokksmanna sem fengu ekki þann framgang sem þau töldu sig eiga skilið, en segir efstu sæti listanna takmörkuð gæði. Fyrrverandi ráðherra flokksins er líkleg í eitt af efstu sætunum í Kraganum.
13.02.2021 - 19:30
Mikil nýliðun í efstu sætum Reykjavíkurkjördæmanna
Samfylkingarfélögin í Reykjavík greiða atkvæði eftir hádegi í dag, laugardag, um tillögur uppstillinganefndar að listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Töluverð endurnýjun verður á listunum miðað við síðustu kosningar. Líklegt er að oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Suður, Norðaustur og Norðvestur haldi sætum sínum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra flokksins, er talin líkleg í eitt af efstu sætunum í Kraganum.
13.02.2021 - 12:44
„Auðvitað eru svona umræður aldrei góðar“
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir vonbrigði að Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hafi sagt sig úr flokknum. Jóhanna var í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu alþingiskosningar. Hún sóttist eftir að leiða lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu í komandi kosningum.
Varaþingmaður Samfylkingarinnar segir sig úr flokknum
Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dóttir, vara­þing­maður Sam­fylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í bréfi til stjórnar flokksins segir hún uppstillinganefnd flokksins í Reykjavík senda sér og öðru rótgrónu Samfylkingarfólki harkaleg skilaboð með því að skipa nýliða í þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, en hún gaf kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust. Framboðslistar flokksins verða kynntir um helgina og þá verður kosið um þá.
11.02.2021 - 22:04
Viðtal
Krefur forsætisráðherra upplýsinga um Pfizer-viðræður
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnarandstaðan á Alþingi verði upplýst um viðræður við Pfizer. Málið hljóti að þurfa umræðu Alþingis. Logi segist engar upplýsingar aðrar hafa um Pfizer-viðræðurnar en það sem hafi komið fram í fjölmiðlum og sóttvarnalæknir hafi greint frá. Margar siðferðisspurningar vakni.
Lögregla verst allra fregna af skotárásarmálinu
Gæsluvarðhaldskrafa yfir manni sem er grunaður um að hafa skotið úr 22. kalibera riffli á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, og inn um glugga á skrifstofuhúsnæði Samfylkingarinnar, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri verjast allra fregna af málinu.
Viðtal
Ríkislögreglustjóri fundar um skotárásir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í næstu viku um öryggismál í kjölfar skotárása á húsnæði flokkanna.Hún segir alla verða að sameinast um að vinna gegn hatursorðræðu. 
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fordæma skotárásir
Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, og stjórn Samfylkingarinnar sendu frá sér sitthvora yfirlýsinguna í kvöld vegna skotárásanna undanfarna daga sem hafa beinst gegn stjórnmálaflokkum og kjörnum fulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn fordæmir athæfin og Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum. Báðir flokkar segja þetta aðför að lýðræðinu.
Albertína hættir á þingi eftir kosningar
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingkona Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, ætlar ekki að gefa kost á sér ofarlega á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Albertína greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Stærsta ástæðan er stórar breytingar í lífi hennar, en hún er að verða mamma.
28.01.2021 - 20:56
Lögregla skoðar upptökur vegna skota á Samfylkingarhús
Lögregla skoðar nú hvort upptökur hafi náðst úr eftirlitsmyndavélum í grennd við skrifstofu Samfylkingarinnar í Sóltúni sem gætu varpað ljósi á skotgöt á rúðum skrifstofunnar. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn stjórnmálaflokkanna ræða hvernig hægt sé að bregðast við þessu.
Jóna sækist eftir forystusæti Samfylkingar í Kraganunum
Jóna Þórey Pétursdóttir hefur gefið kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum. Hún var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir það vera mikla áskorun og ábyrgð að stíga fram en hún telji mikilvægt að ungt fólk hafi málsvara í forystusætum framboðslista.
24.01.2021 - 15:29
„Verulega óskemmtileg aðkoma“
„Vitanlega er þetta verulega óskemmtileg aðkoma,“ segir Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, um göt sem virðast vera eftir byssukúlur í rúðum á skrifstofuhúsi flokksins. „Lögreglan var fljót á vettvang og mér sýnist þau vera að vinna vel í þessu máli. Ég treysti þeim í framhaldinu,“ segir hún.
22.01.2021 - 11:36
Myndskeið
Skotgöt í rúðum í skrifstofuhúsi Samfylkingarinnar
Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú göt, sem virðast vera eftir byssukúlur, í gluggarúðum í Sóltúni 26 í Reykjavík. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en gefur ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Á jarðhæð hússins, þar sem talið er að skotið hafi verið á glugga, eru skrifstofur Samfylkingarinnar.
22.01.2021 - 10:47
Fulltrúar minnihluta gegn byggingu húss við Furugerði
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn byggingu þrjátíu íbúa húss við Furugerði 23 á fundi borgarráðs í gær. Rökin byggðu á andstöðu íbúa sem meðan annars telja umferð og hraðakstur í hverfinu aukast vegna þessa nýja húss.
Ágúst Ólafur tekur ekki sæti á lista Samfylkingar
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Ágúst tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag.
Vilja banna afneitun helfararinnar
Þingflokkur Samfylkingarinnar, Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, hafa lagt fram frumvarp um refsinæmi þess að afneita þjóðarmorði þýskra nasista. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
19.01.2021 - 14:41
Segir enga elda loga í uppstillingarnefnd
„Mér þykir einstaklega leitt að hann hafi kosið að vinna ekki með okkur en það loga engir eldar í uppstillinganefndinni og gerðu ekki,“ sagði Hörður Oddfríðarson, formaður uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar, um ákvörðun Birgis Dýrfjörð um að segja sig úr nefndinni. „Þetta er hans ákvörðun og ég átta mig ekki á því af hverju hann tók hana.“
18.01.2021 - 22:09
Hættur í Samfylkingarnefnd vegna ósættis um alkahólisma
Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig úr uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í tilkynningu segir hann ástæðuna vera „ódæðisverk gegn óvirkum alkahólistum” og vísar þar til ósættis sem hefur blossað upp vegna umræðna um Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins. Uppstillingarnefndin setur saman framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Birgir er sömuleiðis í flokksstjórn Samfylkingarinnar.
Vilja kalla saman þing á morgun og fjalla um sóttvarnir
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því við forseta Alþingis að þing verði kallað saman á morgun til þess að leggja fram frumvarp um tvöfalda skimun á landamærum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þurfa að afgreiða nauðsynlegar lagabreytingar sem tryggja tvöfalda skimun á landamærum án réttar til valkvæðrar sóttkvíar.
14.01.2021 - 21:12
Ótækt að Alþingi sé ekki opið þegar mikið liggur við
Það er ótækt að Alþingi, umræðuvettvangur þingmanna, standi þeim ekki opið þegar mikið liggur við. Þetta segir Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar sem hyggst ítreka beiðni sína um að þing komi saman vegna máls Bjarna Benediktssonar.
28.12.2020 - 14:12
Oddný vill að þingið fjalli um skeytingarleysi ráðherra
Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar telur að skeytingarleysi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um sóttvarnareglur verði til þess að aðrir virði þær að vettugi.
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.