Færslur: Samfylkingin

Þau sem koma helst til greina í formannsbaráttuna
Nokkur nöfn virðast helst koma til álita sem næsti formaður Samfylkingarinnar. Logi Már Einarsson tilkynnti í dag að hann láti af störfum í haust en ætli að sitja áfram á þingi. Fátt er þó um bein svör hjá Samfylkingarfólki, enda tilkynningin bara nýkomin.
„Kominn tími á annars konar formann en mig“
Logi Már Einarsson ætlar að hætta sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í haust. Hann segir flokkurinn þurfa öðruvísi formann til að rífa upp fylgið í það sem metnaðarfyllstu flokksmenn vilji sjá. Logi tók við formannsembætti í Samfylkingunni af Oddnýju G. Harðardóttur árið 2016, eftir að flokkurinn beið afhroð í þingkosningunum það ár, missti rúm sjö prósentustig frá árinu 2013, sem þá var versta útkoma flokks­ins í kosn­ingum frá­ ­stofn­un hans.
18.06.2022 - 12:24
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í flokknum í haust. Frá þessu greinir Logi í viðtali við Fréttablaðið.
18.06.2022 - 00:15
Tveir oddvitar ganga í Samfylkinguna í Hafnarfirði
Oddvitar tveggja flokka sem ekki hlutu kjör í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði hafa gengið til liðs við Samfylkinguna í sveitarfélaginu.
Þingmönnum stjórnarflokka velkomið að styðja frumvarpið
Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram sameiginlegt frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra einstaklinga sem til stendur að senda úr landi með fjöldabrottvísun.
27.05.2022 - 13:12
Leggja fram sameiginlegt frumvarp vegna brottvísana
Þingflokkar Samfylkingar, Flokk fólksins, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram sameiginlegt frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra einstaklinga sem stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokkunum.
27.05.2022 - 11:13
Meirihlutasamstarf D og S á Akranesi í höfn
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meiri­hluta í bæjar­stjórn Akraneskaupstaðar kjörtímabilið 2022 – 2026.
Formlegar meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ
Formlegar viðræður eru hafnar milli Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar leiðar um meirihlutasamstarf í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur oddvita Framsóknarflokksins í kvöld.
Hefja formlegar meirihlutaviðræður á Akranesi
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf í Bæjarstjórn Akraness. Í gær slitnaði upp úr viðræðum á milli núverandi meirihluta, Framsóknar og Samfylkingar.
Stærsti sigur Framsóknar - versta tap Sjálfstæðismanna
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn biðu sinn versta ósigur í Reykjavík í sögunni á sama tíma og Framsóknarflokkurinn og Píratar vinna sinn stærsta sigur.
Framsókn bætir mestu við sig á landsvísu
Enginn flokkur vann jafn mikið á í sveitarstjórnarkosningunum í gær og Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og fékk 22 fleiri fulltrúa kjörna nú en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn töpuðu öll sveitarstjórnarsætum milli ára. Sjálfstæðisflokkurinn á sem fyrr langflesta kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.
Myndband
Margar dyr opnar í meirihlutaviðræðum
Oddvitar flokkanna sem náðu inn í borgarstjórn lýstu allir vilja á að komast í meirihlutasamstarf í umræðum í sjónvarpssal en voru misjafnlega opinskáir um hvert væri óskasamstarfið. Oddviti Framsóknarflokksins sagðist engan hafa rætt við um hugsanlegt samstarf. Forystumenn núverandi meirihluta lýstu áhuga á að halda því samstarfi áfram í einhverri mynd og oddviti Sósíalista kallaði eftir félagshyggjustjórn vinstrimanna.
Vopnafjarðarhreppur
Fimm atkvæði skildu að í Vopnafjarðarhreppi
Framsóknarflokkurinn vann meirihluta í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps í dag. Mjótt var á munum og skildu aðeins fimm atkvæði á milli Framsóknar og Vopnafjarðarlistans þegar upp var staðið. Framsókn fékk 50,7 prósent atkvæða en Vopnafjarðarlistinn 49,3 prósent.
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Sjónvarpsfrétt
Píratar kynna stefnumál í borginni
Píratar kynntu í dag stefnumál sín fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Oddviti þeirra, Dóra Björt Guðjónsdóttir, segir hafa sýnt sig að rödd Pírata skipti miklu máli í borgarstjórn. Píratar komu saman á Kjarvalsstöðum til að hleypa af stað kosningabaráttunni.
Sjónvarpsfrétt
Samfylkingin kynnir stefnumál í borginni
Frambjóðendur Samfylkingarinnar kynntu í dag stefnumál sín fyrir borgarstjórnarkosningarnar undir heitinu Reykjavík á réttri leið. Húsnæðis-, samgöngu- og velferðarmál vega þar þungt.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Viðtöl
Gagnrýna fjármálaáætlun harðlega
Stjórnarandstaðan fer hörðum orðum um fjármálaáætlun og finnst hún óraunhæf og ekki styðja nærilega við heimilin og velferð.
Tímabært að setja aðild að ESB aftur á dagskrá
Tímabært er að setja aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Þetta sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í ræðu á flokkstjórnarfundi flokksins sem hófst í morgun. Til að ná fram umbótum og jöfnuði fyrir almenning þurfi félagshyggjufólk að sameinast og hætta að stofna nýja og nýja flokka.
12.03.2022 - 12:14
Friðjón leiðir Samfylkinguna í Reykjanesbæ
Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi er í efsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Samfylkingin hefur verið í meirihluta á kjörtímabilinu en meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ er skipaður fulltrúum Samfylkingar, Beinnar leiðar og Framsóknarflokksins.
Anna Sigríður leiðir Samfylkinguna í Mosfellsbæ
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista var samþykkt einróma á félagsfundi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í dag.
Bergljót leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi
Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningum í vor. Bergljót hlaut flest atkvæði í flokksvali sem lauk í dag.
Dagur leiðir Samfylkinguna áfram í borginni
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verður oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningunum í vor. Prófkjör flokksins fór fram um helgina og var kjörsókn 50,2 prósent.
Guðmundur Árni efstur hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði
Guðmundur Árni Stefánsson varð efstur í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði fyrir hönd Alþýðuflokksins 1986 til 1993, verður þar með oddvitaefni flokksins í bæjarstjórnarkosningum í maí.
Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík hefst í dag
Rafrænt flokksval Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík hefst í dag og stendur yfir til klukkan þrjú síðdegis á morgun sunnudaginn 13. febrúar. Valið verður í sex efstu sætin á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor.