Færslur: Samfylkingin

Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Myndskeið
Logi: Verðlauna ber ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks
Fjármagna ber heilbrigðiskerfið með fullnægjandi hætti og verðlauna þannig ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks og samstöðu almennings, var meðal þess sem Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann kvaðst þó horfa björtum augum til framtíðar.
Sjónvarpsfrétt
Þingmenn úr flestum flokkum ætla að kveðja þingið
Að minnsta kosti þrettán Alþingismenn, tvær konur og ellefu karlar, ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingstarfa í komandi kosningum. Hlutfallið er hæst hjá Pírötum þar sem nær helmingur sitjandi þingmanna flokksins ætlar að hætta eftir kjörtímabilið.
Kynna tillögur um aðgerðir á vinnumarkaði
Formaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa sem fyrst til aðgerða á vinnumarkaði til að fjölga störfum og hjálpa þeim sem glíma við atvinnuleysi. Flokkurinn ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um 18 milljarða króna aðgerðarpakka.
12.05.2021 - 12:34
Ákvörðun Kolbeins kom Bjarkeyju á óvart
Ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna um að draga framboð sitt til baka, var hans ákvörðun og fer í ferli innan þingflokks Vinstri grænna, segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.
12.05.2021 - 08:33
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Samfylkingin leggur fram frumvarp um hertar sóttvarnir
Frumvarpi þingflokks Samfylkingarinnar um hertar sóttvarnir á landamærunum hefur verið dreift á Alþingi. Frumvarpinu er ætlað að styrkja heimildir ráðherra til að skylda fólk til að dvelja í sóttvarnahúsi við komuna til landsins.
20.04.2021 - 15:22
Myndskeið
Telur að þingmeirihluti sé fyrir sóttkvíarhótelskyldu
Samfylkingin leggur fram frumvarp sem felur í sér að unnt sé að skylda alla á sóttkvíarhótel sem koma til landsins. Flestir stjórnarandstöðuflokkar eru hlynntir málinu. Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að breyta lögum en núna sé verið að leggja mat á stöðuna. Formaður Samfylkingarinnar er bjartsýnn á að meirihluti þingmanna samþykki frumvarpið.
Oddný Harðardóttir leiðir Samfylkingu í Suðurkjördæmi
Oddný Harðardóttir þingmaður, þingflokksformaður og fyrrverandi fjármálaráðherra fer fyrir lista Samfylkingar í Suðurkjördæmi. Framboðslistinn fyrir alþingiskosningarnar 25. september var samþykktur með miklum meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í gærkvöld.
Karen hættir sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar
Karen Kjartansdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Hún birti yfirlýsingu þess efnis á síðu Samfylkingarfólks á Facebook í morgun en hún hefur verið framkvæmdastjóri flokksins um tveggja ára skeið.
Logi og Hilda Jana í efstu sætum
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skipar efsta sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi við þingkosningar í haust. Hildur Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, skipar annað sæti. Þetta var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í kvöld.
Valgarður efstur í forvali Samfylkingarinnar
Valgarður Lyngdal Jónsson, kennari og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Hann varð efstur í kjöri í flokksvali á auknu kjördæmisþingi sem fór fram rafrænt í dag.
Valgarður vill fara fyrir Samfylkingu í Norðvestur
Valgarður Lyngdal Jónsson kennari og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness sækist eftir fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Valgarður er umsjónarkennari á unglingastigi við Grundaskóla en hann hefur starfað við kennslu frá árinu 2003. 
Gunnar vill leiða lista Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi
Gunnar Tryggvason verkfræðingur sækist eftir oddvitasæti framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust.
Gylfi Þór vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi
Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum, gefur kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar í haust. Hann segist vilja bæta kjör íbúa á landsbyggðinni, efla löggæslu og taka á fíkniefnaneyslu í landinu en ekki með afglæpavæðingu.
19.03.2021 - 11:05
Hornsteinn Húss íslenskunnar lagður síðasta vetrardag
Uppsteypu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík lauk fyrir skömmu og nú er lokun hússins á lokametrunum. Framkvæmdir við húsið sjálft hófust 30. ágúst 2019 þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði verksaming við ÍSTAK um byggingu þess.
Vill Samfylkinguna í forystu í næstu ríkisstjórn
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir efnahagsleg viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Á flokksráðsfundi fyrir hádegi sagðist hann vilja Samfylkinginu í forystu í næstu ríkisstjórn með flokkum sem hafa metnað til að berjast gegn loftslagsvánni. 
Vilja að Þórunn leiði lista Samfylkingar í Kraganum
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust, ef tillaga uppstillingarnefndar nær fram að ganga. Þetta staðfestir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og efsti maður á lista í kjördæminu í síðustu þingkosningum.
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Guðmundur Ingi stefnir á efsta sæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
Myndskeið
Skilur vel að fólk hætti ef það fær ekki framgang
Nær algjör endurnýjun er í efstu sætum á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Formaður uppstillinganefndar hefur skilning á brotthvarfi flokksmanna sem fengu ekki þann framgang sem þau töldu sig eiga skilið, en segir efstu sæti listanna takmörkuð gæði. Fyrrverandi ráðherra flokksins er líkleg í eitt af efstu sætunum í Kraganum.
13.02.2021 - 19:30
Mikil nýliðun í efstu sætum Reykjavíkurkjördæmanna
Samfylkingarfélögin í Reykjavík greiða atkvæði eftir hádegi í dag, laugardag, um tillögur uppstillinganefndar að listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Töluverð endurnýjun verður á listunum miðað við síðustu kosningar. Líklegt er að oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, Suður, Norðaustur og Norðvestur haldi sætum sínum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra flokksins, er talin líkleg í eitt af efstu sætunum í Kraganum.
13.02.2021 - 12:44
„Auðvitað eru svona umræður aldrei góðar“
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir vonbrigði að Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hafi sagt sig úr flokknum. Jóhanna var í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu alþingiskosningar. Hún sóttist eftir að leiða lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu í komandi kosningum.
Varaþingmaður Samfylkingarinnar segir sig úr flokknum
Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dóttir, vara­þing­maður Sam­fylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í bréfi til stjórnar flokksins segir hún uppstillinganefnd flokksins í Reykjavík senda sér og öðru rótgrónu Samfylkingarfólki harkaleg skilaboð með því að skipa nýliða í þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, en hún gaf kost á sér í forvali flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust. Framboðslistar flokksins verða kynntir um helgina og þá verður kosið um þá.
11.02.2021 - 22:04