Færslur: Samfylkingin

Helga Vala hefur hug á varaformennsku í Samfylkingu
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt framboð sitt til varaformanns flokksins á næsta landsfundi sem haldinn verður í nóvember.
Myndskeið
Skammarlegar tölur fyrir okkur
Ísland ver hlutfallslega mun minna fjármagni til heilbrigðisþjónustu en önnur norræn lönd. Íslendingar borga þó minna fyrir þjónustuna úr eigin vasa en aðrir Norðurlandabúar. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir tölurnar skammarlega lágar.
Skiptast á nefndarformennsku
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er nýr formaður velferðarnefndar Alþingis. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í stað Helgu Völu.
12.09.2019 - 15:00
Myndskeið
„Þetta er erfitt mál fyrir VG“
Hernaðarumsvif Bandaríkjanna á norðurslóðum verða rædd í opinberri heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna utanríkisráðherra fyrir að upplýsa ekki um þetta fyrr.
15.08.2019 - 19:46
Ágúst Ólafur snýr aftur á þing
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar, sem verið hefur í leyfi síðan í byrjun desember, snýr aftur til þingstarfa á fimmtudaginn, 2. maí. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum eftir að trúnaðarnefnd flokksins áminnti hann. Tilefnið var samskipti við konu í miðborg Reykjavíkur vorið 2018.
30.04.2019 - 14:07
„Raunalegt að horfa á Vinstri græna“
„Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn leikur lausum hala í efnahaglífinu er svo beinlínis raunalegt að horfa á Vinstri græn kyngja hverju málinu á fætur öðru, sem þau áður töluðu gegn,“ sagði Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni á flokksráðsfundi Samfylkingarinnar sem haldinn er á Bifröst í dag.
16.03.2019 - 12:35
Myndskeið
Góðærið hefur ekki náð til allra
Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, ræddi um jöfnuð í ræðu sinni í umræðum eftir stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Hann sagði blikur á lofti og að ýmislegt bendi nú til þess að leiðin liggi aftur niður dal eftir langa dvöl á tindi hagsveiflu.
12.09.2018 - 20:09
Segir fátt koma á óvart í fjárlagafrumvarpinu
Fátt kemur á óvart í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í dag, að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. „Þetta byggir á málamiðlun tveggja ólíkra flokka sem vilja pínu vera í friði hvor fyrir öðrum þannig að hvorugur nær að koma sínum grundvallarstefnumálum í gegn,“ sagði hann í viðtali við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, í beinni útsendingu í hádegisfréttum.
11.09.2018 - 13:47
Útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, útilokar meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hann greindi frá þessu í þættinum Sprengisandi á Stöð 2, þegar hann var spurður út í möguleika á samstarfi, en saman hefðu flokkarnir 15 borgarfulltrúa.
Myndskeið
Hart sótt að borgarstjóra í oddvitaþætti
Hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í kvöld í umræðu um húsnæðismál í fyrri umræðuþætti oddvita framboðanna í borginni. 
Leiðtogar listanna á Akranesi
Akranes er 9. stærsta sveitarfélag landsins þar bjuggu um sjö þúsundþúsund og þrjúhundruð manns í byrjun árs og íbúum hefur fjölgað um átta prósent á fjórum árum. Í sveitarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum voru fimm listar í kjöri, B - listi frjálsra með Framsókn, D-listi Sjálfstæðisflokksins, S- listi Samfylkingarinnar, V-listi Vinstri-grænna og Æ-listi Bjartar framtíðar.
Framboðsfundur í Árborg
Frambjóðendur í Árborg sátu fyrir svörum á Rás 2 og ræddu helstu áherslumál fyrir kosningarnar á laugardag. Kjósendur í Árborg geta nú valið á milli sex flokka, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra, Samfylkingar, Vinstri grænna, Miðflokks og Áfram Árborgar.
Viðtal
Oddvitar tókust á í Vikulokunum
Oddvitar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í borginni, þeir Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds, tókust á í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 nú fyrir hádegi.
Framboðsfundur í Hafnarfirði
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Hafnarfirði. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2
Framboðsfundur í Kópavogi
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna níu sem bjóða fram í Kópavogi. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu á Rás 2.
Fjórir listar berjast um völdin
Málefni grunnskóla og leikskóla annars vegar og fjármál sveitarfélagsins hins vegar ber hvað hæst í málflutningi frambjóðenda til bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. Oddvitar Samfylkingarinnar og Viðreisnar/Neslista leggja áherslu á að gera verði betur í skólamálum. Bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins segir vel unnið í skólamálum og að fjárhagurinn sé í góðum málum. Oddviti nýs framboðs segir hins vegar að slaknað hafi á stjórn fjármála bæjarins.
Sveitarstjórnarkosningar
Framboðsfundur í Reykjanesbæ
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum flokkanna átta sem bjóða fram í Reykjanesbæ. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá Fjölskyldusetrinu í bænum í kvöld, 11. maí.
Framboðsfundur á Akureyri
Umræður um sveitarstjórnarmál með oddvitum þeirra sjö flokka sem bjóða fram á Akureyri. Þættinum var útvarpað í beinni útsendingu frá bæjarstjórnarsal Akureyrar.
Leiðtogarnir vilja nær allir Sundabraut
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík vilja nær allir Sundabraut og stjórnarandstaðan er hlynnt einkaframkvæmd. Samgöngu- og skipulagsmál voru áberandi í leiðtogaumræðum í Gamla bíói í morgun.
Stefnt að gerð tveggja nýrra ylstranda
Fjallað var um hugmyndir um ylstrandir við Skarfaklett í Laugarnesi og í Gufunesi á fundi borgarstjórnar í gær. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að stefnt verði að gerð ylstrandanna.
Vill svör um viðbrögð vegna samræmdra prófa
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn í sex liðum á Alþingi til Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um verktaka Menntamálastofnunar við fyrirlögn samræmdra prófa.
20.03.2018 - 07:14
Hilda Jana hættir á N4 og leiðir Samfylkinguna
Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri, leiðir lista Samfylkingarinnar til bæjarstjórnarkosninga þar í vor. Dagbjört Pálsdóttir bæjarfulltrúi er í öðru sæti og Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi er í þriðja sæti. Listinn var samþykktur einróma á aðalfundi Samfylkingarfélagsins á Akureyri í kvöld, að því er segir í tilkynningu.
Ekki nógu skýr stefna um vopnaflutninga
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýnir að ekki sé nógu skýr stefna hér á landi um vopnaflutninga þrátt fyrir að álíka mál hafi áður komið upp. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fara þurfi yfir stjórnsýsluna og ábyrgð ráðherra.
„Má vel kalla næstu ár baráttu um Ísland“
„Fátækt er þjóðarskömm og það ætti að vera forgangsmál hverrar ríkisstjórnar að ráðast gegn henni,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í stefnuræðu sinni á landsfundi flokksins síðdegis. Hann segir Samfylkinguna ætla sér að verða burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum innan skamms.
03.03.2018 - 17:02
Nýr ritari og formaður framkvæmdastjórnar
Tillaga að nýrri stefnu Samfylkingarinnar er nú rædd á fjölmennum landsfundi sem fram fer í Reykjavík. Tillagan ber yfirheitið eitt samfélag fyrir alla og ef marka má tóninn í umræðunni sem nú fer fram verður hún samþykkt síðar í dag.
03.03.2018 - 15:28