Færslur: Sameinuðu þjóðirnar

Bandaríkjastjórn fordæmir valdatöku hersins í Súdan
Bandaríkjastjórn fordæmir valdarán Súdanhers harðlega og krefst þess að borgaralegri stjórn landsins verði færð völdin að nýju. Jafnframt er þess krafist að forsætisráðherra landsins verði umsvifalaust leystur úr haldi.
Hundruð uppreisnarmanna felldir í Jemen
Hátt í þrjú hundruð úr sveitum Húta hafa fallið í Jemen undanfarna þrjá daga í árásum fjölþjóðlegra hersveita leiddum af Sádum. Hörð átök hafa staðið yfir undarfarnar vikur umhverfis þetta síðasta vígi ríkisstjórnar landsins.
Áætlanir ríkja heims langt yfir loftslagsmarkmiðum
Miðað við núverandi áætlanir stefna ríki heims á að framleiða rúmlega tvöfalt magn kola, olíu og gass miðað við þau mörk sem sett hafa verið til að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar fari yfir eina og hálfa gráðu. Þetta kemur fram í skýrslu umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna í dag. 
Sjónvarpsfrétt
Enn ein skammarleg tímamót í gleymda stríðinu í Jemen
Frá því stríðið hófst í Jemen hafa fjögur börn verið drepin eða alvarlega særð á degi hverjum. Talsmaður barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem er nýkominn frá Jemen segir að þessi versta mannúðarkrísa heims sé að falla í gleymskunnar dá.
19.10.2021 - 19:25
Flóttamannastofnun SÞ vill að Norðurlöndin geri betur
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNHCR; vill að Norðurlöndin hraði og einfaldi málsmeðferð í málum afganskra flóttamanna sem þegar hafa fengið vernd og vilja fá fjölskyldumeðlimi til sín. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni. 
15.10.2021 - 20:20
Bandaríkin aftur í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna
Bandaríkin snúa aftur í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna um næstu áramót, þremur og hálfu ári eftir að þau gengu formlega úr ráðinu í forsetatíð Donalds Trumps.
14.10.2021 - 03:55
Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
Flugskeyti skotið frá Norður-Kóreu
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Herforingjaráð Suður-Kóreu staðfesti þetta í nótt, en greindi ekki frekar frá málinu. Talsmaður japanska varnarmálaráðuneytisins sagði í samtali við AFP fréttastofuna að þetta hafi litið út fyrir að vera skotflaug.
28.09.2021 - 01:26
Myndskeið
Hvatti þjóðir heims til samstöðu um áskoranir samtímans
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Í ræðu sinni talaði hann meðal annars fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og jafnari dreifingu bóluefna.
27.09.2021 - 15:17
Vilja ekki talibana á allsherjarþingið
Stjórnvöld í Þýskalandi lýsa sig andvíg því að talibanar fái að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, eins og þeir hafa farið fram á. Þó sé rétt að halda tengslum við þá - til þess meðal annars að þrýsta á að þeir virði mannréttindi.
22.09.2021 - 17:16
Talibanar vilja ávarpa Allsherjarþingið
Talibanar óskuðu eftir því að fá að ávarpa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Þetta staðfesti Stephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, við AFP fréttastofuna í gærkvöld. Talibanar sendu bréf á mánudag þar sem þess er krafist að Amir Khan Muttaqi fái að ávarpa þingið.
22.09.2021 - 05:44
Talibanar banna stúlkum að mæta í miðskóla
Talibanastjórnin í Afganistan bannaði stúlkum á miðskólastigi að mæta í skóla í gær. Samkvæmt tilskipun nýs menntamálaráðneytis skulu drengir einir og karlkynskennarar hverfa til skólastofanna að nýju.
Bolsonaro mætir óbólusettur til allsherjarþings
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, ætlar að mæta óbólusettur til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku þótt þess sé krafist að að allir sem taka þátt í því leggi fram sönnun þess að hafa verið bólusettir að fullu gegn kórónuveirunni. 
Öryggisráðið hvetur Norður-Kóreu til viðræðna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á lokuðum neyðarfundi í gær vegna eldflaugaskota Norður-Kóreumanna í fyrrinótt. Brýnt er fyrir þeim að láta af tilraunum sínum og hefja viðræður umsvifalaust
Matarskortur yfirvofandi í Afganistan
Sameinuðu þjóðirnar reyna að safna meira en sex hundruð milljónum dollara í neyðaraðstoð vegna ástandsins í Afganistan. Það fer stöðugt versnandi eftir að talibanar náðu þar völdum í síðasta mánuði. 
Stöðvuðu eldflauga- og drónaárás á Sádi Arabíu
Sádí-arabísk stjórnvöld tilkynntu í dag að tekist hefði að stöðva tvær eldflaugar sem skotið var frá nágrannaríkinu Jemen.
04.09.2021 - 22:35
Brýnt að veita Afgönum skjóta og trygga neyðaraðstoð
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun ræða neyðaraðstoð fyrir Afganistan á ráðstefnu í Genf 13. september næstkomandi. Mikil neyð vofir yfir milljónum Afgana.
Mannúðarflug til Afganistan hafið að nýju
Mannúðarflug á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til norður- og suðurhluta Afganistan er hafið að nýju.
Yfir helmingur Afgana á flótta eru börn
Tæplega 60 prósent þeirra Afgana sem hafa neyðst til að flýja heimili sín á árinu eru börn, samkvæmt samantekt Mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Átök hafa verið víða um landið og 15. ágúst náðu Talibanar völdum.
Loftslagsmál aðalmálaflokkur komandi kosninga
Umhverfisfræðingur segir fátt í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna koma á óvart. Loftslagsmálin séu á ystu nöf og verði aðalmálaflokkur í komandi kosningum.
Þrjú ár frá því að Greta Thunberg hóf baráttu sína
Í dag eru þrjú ár liðin frá því að fimmtán ára sænsk stúlka skrópaði í skólanum og mótmælti aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Skilaboð hennar hafa borist út um allan heim á þessum þremur árum.
Varað við hungursneyð vegna þurrka og stríðsátaka
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varar við að hungursneyð geti blasað við milljónum Afgana. Þurrkum og stríðsástandi sé fyrst og fremst um að kenna. Áríðandi sé að styðja við íbúa landsins.
Loftslagsbreytingar og umhverfisvá ógna milljarði barna
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, áætlar að um milljarður barna í 33 ríkjum heims séu í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga, hlýnunar Jarðar, mengunar og annarra aðsteðjandi umhverfisógna. Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF, Áhættuvísi fyrir börn heimsins, þeim fyrsta sem unninn hefur verið.
G7-ríkin hvetja Talibana til að hleypa fólki úr landi
G7 ríkin brýna fyrir Talibönum að hleypa fólki úr landi og margvíslegar alþjóðastofnanir hafa áhyggjur af stöðu mála í landinu. Fólk reynir enn í örvæntingu að komast á brott frá Afganistan. Þúsundir hafa komist á brott með vestrænum flugvélum.
Brýnt að Afganistan verði ekki skjól hryðjuverkamanna
Þjóðarleiðtogar lýsa miklum áhyggjum af því að Afganistan verði að nýju skjól fyrir hryðjuverkamenn. Beita þurfi öllum leiðum til að koma í veg fyrir að það gerist.