Færslur: Sameinuðu þjóðirnar

Tékkar taka sæti Rússa í Mannréttindaráði SÞ
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kaus í gær Tékkland til að taka sæti Rússlands í Mannréttindaráði samtakanna, en Rússar voru reknir úr ráðinu í apríl vegna innrásar þeirra í Úkraínu og grimmdarverka sem sannað þykir að rússneski herinn hafi gert sig sekan um þar í landi.
Öryggisráðið hyggst funda um mannúðarmál í Úkraínu
Til stendur að efna til opins fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Tilgangur fundarins er að ræða hnignandi stöðu mannúðarmála í tengslum við stríðsátökin í Úkraínu.
Mannréttindaráðið ræðir ástandið í Úkraínu
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til aukafundar á fimmtudag til að ræða versnandi stöðu mannréttindamála í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Sendiherra landsins vonast til að Rússlandsforseta verði send skýr skilaboð á fundinum. Evrópusambandið hét Úkraínumönnum í dag stuðningi eins lengi og þeir þurfa á að halda.
Leggja kapp á að koma hermönnum brott úr verksmiðjunni
Enn hefst nokkur fjöldi hermanna við í Azov-stálverksmiðjunni og verst tilraunum Rússa við að ná svæðinu á sitt vald. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir hermennina einnig hafa lagt sitt af mörkum við að koma almennum borgurum á brott. Kapp verði lagt á að koma hermönnunum burt.
Árásarmanna leitað logandi ljósi í Ísrael
Mikil leit stendur nú yfir í Ísrael að mönnum sem réðust að og myrtu þrjá. Bylgja ofbeldis hefur riðið yfir landið en árásin var gerð meðan Ísraelar fögnuðu stofndægri ríkisins. Þrír fórust og nokkrir særðust alvarlega í árás sem gerð var í ísraelska bænum Elad nærri Tel Aviv í gær.
Hvetur til hraðra valdaskipta í þremur Afríkuríkjum
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur herforingjastjórnirnar í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Malí og Búrkína Fasó til að afhenda borgaralegri stjórn öll völd svo fljótt sem verða má.
Björgun úr Azov-stálverksmiðjunni fram haldið á morgun
Um það bil eitt hundrað almennir borgarar hafa verið fluttir á brott úr Azov-stálverksmiðjunni í úkraínsku hafnarborginni Mariupol. Rússneskt herlið hefur setið um borgina vikum saman.
Skutu á Kænugarð þegar Guterres var þar í heimsókn
Rússneski herinn skaut tveimur flugskeytum á skotmörk í miðborg Kænugarðs á meðan Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var þar í heimsókn. Úkraínuforseti segir árásinni ætlað að „niðurlægja Sameinuðu þjóðirnar.“
Myndskeið
Guterres kannaði aðstæður í grennd við Kænugarð
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skorar á rússnesk stjórnvöld að vinna með Alþjóða sakamáladómstólnum við rannsókn á meintum stríðsglæpum í Úkraínu. Hann skoðaði í dag aðstæður í nokkrum bæjum í grennd við Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, þar sem rússneskir hermenn eru sakaðir um að hafa tekið almenna borgara af lífi.
Átta milljónir Úkraínumanna á flótta fyrir árslok
Allt útlit er fyrir að yfir átta milljónir Úkraínumanna flýi land á þessu ári vegna stríðsins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að þörf sé á hátt í tveimur milljörðum dollara til að styrkja fólk sem heldur til í nágrannaríkjunum.
Branson biður Singapore að þyrma lífi dauðadæmds manns
Breski auðkýfingurinn Richard Branson biður stjórnvöld í Singapore um að þyrma lífi þroskaskerts malasísks manns sem bíður aftöku. Branson segir það verða svartan blett á orðstír borgarinnar láti stjórnvöld verða af aftökunni.
Allsherjarþingið ræðir breytingu á neitunarvaldi
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman í dag, þriðjudag, til að ræða og greiða atkvæði um breytingartillögu á neitunarvaldi fastaríkja öryggisráðsins.
Hátt í 200 fallin í blóðugum átökum í Darfur-héraði
Hátt í tvö hundruð manns liggja í valnum eftir blóðug átök um helgina í Darfur-héraði í Súdan. Hatrömm innbyrðis átök þjóðarbrota í héraðinu hafa farið vaxandi að nýju allt frá því í október.
Þriðji mánuður innrásarinnar runninn upp
Í dag hefst þriðji mánuður innrásar Rússa í Úkraínu. Þúsundir liggja í valnum og milljónir eru á vergangi innanlands eða hafa flúið land. Fjöldi borga í Úkraínu er rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir rússneska innrásarhersins sem hefur verið sakaður um stríðsglæpi.
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
Zelensky krefst enn fundar með Pútín
Úkraínuforseti kallar enn eftir fundi með Rússlandsforseta. Hann gagnrýnir ennig þá fyrirætlan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að heimsækja Moskvu á þriðjudag áður en hann heldur til Kyiv.
Guterres leitar leiða til að koma á friði í Úkraínu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í næstu viku en áður heldur hann til fundar við Vladimír Pútín forseta Rússlands.
Framkvæmdastjóri SÞ til fundar við Pútín
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heldur til Moskvu í næstu viku til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Dmitry Peskov, blaðafulltrúi rússnesku ríkisstjórnarinnar, staðfesti við RIA Novosti fréttastofuna að hann væri væntanlegur á þriðjudaginn kemur. Hann á fund með Sergei Lavrov utanríkisráðherra. Einnig hittir hann Vladimír Pútín forseta í ferðinni. 
Rauði krossinn í Úkraínu borinn þungum sökum
Lyudmyla Denisova, umboðsmaður úkraínska þingsins, sakar Alþjóðanefnd Rauða krossins um að starfa í takt við vilja Rússa. Talsmenn samtakanna þvertaka fyrir þær ásakanir.
Verið að svelta íbúa Mariupol í hel
Yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir að verið sé að svelta íbúa úkraínsku hafnarborgarinnar Mariupol í hel og spáir því að neyð almennings í Úkraínu, sem þegar er mikil, eigi eftir að aukast enn frekar næstu vikurnar ef ekki verður lát á árásum Rússa.
Úkraínustríðið eykur á neyð fólks víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar vara við því að innrás Rússa í Úkraínu auki enn á neyð fólks sem býr við örbirgð og hungur og segja stríðið hafa neikvæð áhrif á líf allt að 1.700 milljóna manna sem þegar eru í viðkvæmri stöðu. Samtökin hafa veitt 100 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 13 milljarða króna, úr neyðarsjóði sínum til að fjármagna matvælaaðstoð til sjö landa sem eru sérlega viðkvæm fyrir matarskorti; Jemen, Sómalíu, Eþíópíu, Kenía, Súdan, Suður-Súdan og Nígeríu.
Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn konum og börnum
Háttsettir embættismenn innan Sameinuðu þjóðanna krefjast þess að ofbeldi rússneska innrásarliðsins gegn konum og börnum í Úkraínu verði rannsakað ofan í kjölinn. Eins segja þeir brýnt að tryggja öryggi barna að öllu leyti.
Japanir og Filippseyingar sammælast um varnir
Japanir og Filippseyingar hyggjast efla sameiginlegar varnir sínar. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkjanna hittust í dag til að ræða öryggis- og varnarmál í fyrsta skipti.
Biden og Ramaphosa ræddu málefni Úkraínu
Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku og Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddu saman í síma fyrr í dag, sólarhring eftir að fulltrúi Suður-Afríku sat hjá við atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um brottrekstur Rússa úr mannréttindaráðinu.
Rússland rekið úr mannréttindaráði SÞ
Rússland var í dag rekið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar 93 þjóða á allsherjarþinginu greiddu atkvæði með brottrekstrinum, 24 voru á móti og 58 sátu hjá. Þessi niðurstaða þykir til marks um að stuðningur við Rússlands fari dvínandi á alþjóðavísu.