Færslur: Sameinuðu þjóðirnar

Sjónvarpsfrétt
Liverpool ekki lengur á heimsminjaskrá UNESCO
Íbúar bresku borgarinnar Liverpool eru margir ósáttir við að borgin teljist ekki lengur til heimsminja. Þrjátíu og fjórir aðrir staðir bættust á heimsminjaskrá UNESCO í vikunni.
01.08.2021 - 07:30
Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Óttast að Mjanmar verði næsti ofurdreifari veirunnar
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar varar við að landið geti orðið næsti ofurdreifari kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið er í molum, dauðsföllum af völdum covid hefur fjölgað mjög og óttast er að ástandið muni versna enn á komandi mánuðum.
Múmíur, strandbær og dómkirkja bætast á heimsminjaskrá
Fjölgað hefur nokkuð á heimsminjaskrá UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem heimsminjanefndin ákvað að skyldi bætast á skrána eru dómkirkja í Mexíkó, forn stjörnuathugunarstöð í Perú og múmíur í Síle.
Fordæma áætlanir um að blása lífi í kýpverskan draugabæ
Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópsambandsins gagnrýna Tyrklandsforseta og leiðtoga Kýpurtyrkja harðlega fyrir yfirlýsingar þeirra og áform um að flytja Kýpurtyrkja til draugabæjarins Varosha. Tyrkir blása á gagnrýni Vesturveldanna og segja hana markleysu.
Sameinuðu þjóðirnar rannsaka rasisma í Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn bauð í gær nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að rannsaka rasismsa í Bandaríkjunum. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýverið tilskipun um að rannsaka óhóflega valdbeitingu og önnur brot á réttindum fólks af afrískum uppruna á heimsvísu.
15.07.2021 - 03:20
Milljónir barna missa af mislingasprautu vegna COVID-19
Sameinuðu þjóðirnar greina frá áhyggjum sínum yfir því að heimsfaraldurinn hafi hægt á almennum bólusetningum barna á heimsvísu. Óttast samtökin að milljónir barna séu þar með berskjaldaðar gegn mislingum og öðrum hættulegum sjúkdómum.
Hungur og næringarskortur vex í heiminum
Fólki sem á ekki til hnífs og skeiðar eða hefur ekki aðgang að næringarríkum mat hefur fjölgað til muna frá því að heimsfaraldurinn brast á í fyrra, samkvæmt rannsókn Sameinuðu þjóðanna á ástandinu. Um það bil einn jarðarbúi af hverjum tíu var vannærður í fyrra. 
12.07.2021 - 17:13
Lýsti yfir áhyggum af stöðunni í austur-Úkraínu
Utanríkisráðherra lýsti yfir áhyggjum af stöðu mannréttinda á átakasvæðum í austanverðri Úkraínu í yfirlýsingu NB8-ríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna í dag.
Vopnahlé nauðsynlegt til að hjálpa hungruðum í Tigray
Yfir 400 þúsund eru sögð glíma við hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu. Þar á meðal þjást yfir 30 þúsund börn af alvarlegum næringarskorti að sögn Sameinuðu þjóðanna. 1,8 milljón íbúa til viðbótar eru á barmi hungursneyðar, hefur fréttastofa BBC eftir úttekt Sameinuðu þjóðanna.
Fjármögnun friðargæslu í uppnámi
Ekkert samkomulag hefur náðst milli ríkja heims um fjármögnun friðargæslustarfs Sameinuðu þjóðanna fyrir næsta fjárhagsár, en gildandi fjármögnun rennur út um mánaðamótin.
28.06.2021 - 18:27
UNESCO hyggst breyta minjaskráningu kóralrifsins mikla
Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hyggst breyta heimsminjaskráningu Kóralrifsins mikla undan austurströnd Ástralíu. Umhverfisráðherra Ástralíu segist ætla að berjast af krafti gegn ákvörðuninni.
Sameinuðu þjóðirnar vilja banna vopnasölu til Mjanmar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því í gær að sala vopna til Mjanmar verði stöðvuð. Jafnframt brýnir það fyrir herstjórninni sem ríkir í landinu að virða niðurstöður kosninga í nóvember síðastliðnum.
Um eitt prósent mannkyns á flótta eða í hælisleit
Fólki á flótta undan ofbeldi og ofríki fjölgaði í heiminum um þrjár milljónir á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Næstum helmingur alls flóttafólks og hælisleitenda er undir 18 ára aldri. Þetta sýnir ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Biðja um rannsókn á sprengingunni í Beirút
Tugir mannréttindasamtaka, þeirra á meðal Amnesty International og Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, fara fram á að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki ástæður mikillar sprengingar við höfnina í Beirút í Líbanon í fyrra. Heimamenn virðist ekkert ætla að gera til að varpa ljósi á málið.
UNICEF vill bóluefni fyrir alla
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir algjörleg óásættanlegt að innan við 1% af bóluefni gegn COVID-19 hafi skilað sér til efnaminni ríkja. Átakið Komum bóluefnum til skila hófst í dag. 
Matvælaverð nær nýjum hæðum
Hrávöruverð hefur hækkað um 40 prósent á síðustu tólf mánuðum og matvælaverð á heimsvísu hefur ekki verið hærra í tíu ár. Þetta kemur fram í samantekt Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Segja stjórnmálin farin að „eitra“ vísindarannsóknir
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gagnrýnir afskipti stjórnmálamanna af vísindalegum rannsóknum á uppruna kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 og segir pólitíkina vera farna að spilla rannsóknum stofnunarinnar á þessu mikilvæga máli. Mikilvægt sé að halda stjórnmálunum utan við vísindin.
Bandaríkin og Ísrael ósátt við rannsókn
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að rannsaka átökin á milli Ísraels og Hamas fyrr í mánuðinum, við litla hrifningu Bandaríkjanna og Ísraels. 24 ríki greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni að sögn fréttastofu BBC.
Guterres „sleginn“ og „verulega brugðið“
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er „sleginn" vegna hins mikla mannfalls meðal almennra borgara á Gasaströnd og „verulega brugðið" vegna árásar Ísraels á bækistöðvar nokkurra alþjóðlegra fjölmiðla í Gasaborg. Talsmaður aðalframkvæmdastjórans greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær.
Guterres kallar eftir tafarlausu vopnahléi
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur Ísraela og Palestínumenn til að láta af öllu vopnaskaki og semja um vopnahlé án tafar. „Af virðingu við inntak Eid-hátíðarinnar, þá bið ég um að dregið verði úr spennu og öllum átökum hætt í Gasa og Ísrael tafarlaust," skrifar Guterres. „Of margir saklausir borgarar hafa dáið nú þegar. Þessi átök geta aðeins leitt til aukinna öfga og ofstækis í þessum heimshluta öllum."
Vill tvöfalt meira bóluefni og réttlátari dreifingu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir því að lyfjaframleiðendur tvöfaldi framleiðslu sína á bóluefnum gegn COVID-19 og hvetur til réttlátari dreifingar á þvi bóluefni sem til er. Yfirgnæfandi meirihluti þess fer til ríkustu landa heims, en þróunarríki og önnur lönd sem ekki standa jafnfætis þeim allra ríkustu sitja eftir með sárt enni. Þetta segir Guterres bæði óréttlátt gagnvart fátækari ríkjunum og skaðlegt fyrir heimsbyggðina alla.
Hvetja ríki til að sniðganga fund Sameinuðu þjóðanna
Kínverjar hvetja aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að sniðganga fund sem ríki á borð við Þýskaland, Bandaríkin og Bretland hafa boðað til í næstu viku. Á fundinum verður fjallað um kúgun Kínverja á Úígúrum og öðrum minnihlutahópum í Xinjiang héraði.
08.05.2021 - 02:13
Þingmenn hvetja stjórnvöld til að viðurkenna þjóðarmorð
Hópur þingmanna úr nokkrum stjórnmálaflokkum hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að íslensk stjórnvöld viðurkenni að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.