Færslur: Sameinuðu þjóðirnar

Langt þar til lífið færist í eðlilegt horf
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir að ástandið vegna COVID-19 farsóttarinnar eigi eftir að versna enn frekar grípi ríkisstjórnir vissra landa ekki til afgerandi ráðstafana til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.
Hungur vex í heiminum
Hungur hrjáir nánast einn af hverjum níu jarðarbúum. Ástandið versnar á þessu ári, ekki síst vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Rússar höfðu sitt fram: Aðeins ein leið til Sýrlands
Öryggsiráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að heimila flutninga hjálpargagna til Sýrlands í gegnum eina landamærastöð á landamærum þess að Tyrklandi í eitt ár.
Lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að ná sátt um tilhögun utanaðkomandi mannúðaraðstoðar til milljóna stríðshrjáðra Sýrlendinga í gærkvöld og því eru alþjóðlegum hjálparsamtökum nú allar leiðir lokaðar inn í Sýrland, þar sem milljónir almennra borgara líða alvarlegan skort á öllum helstu nauðsynjum.
Sýrland
Tillaga Rússa um að takmarka neyðaraðstoð felld
Tillaga Rússa um að draga úr utanaðkomandi mannúðaraðstoð við stríðshrjáða Sýrlendinga var felld í Öryggisráðinu í gærkvöld með atkvæðum sjö ríkja gegn fjórum. Fulltrúar fjögurra ríkja sátu hjá. Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir framlengingu samkomulags um mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna við nauðstadda Sýrlendinga, í gegnum tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og Sýrlands.
Rannsaka ólöglega vopnasölu til Kongó
Sameinuðu þjóðirnar saka nokkur ríki um að vígbúa og þjálfa herinn í Kongó án þess að láta Sameinuðu þjóðirnar vita eins og lög frá árinu 2004 gera ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fyrir Öryggisráðið og AFP hefur fengið afrit af. Sum vopnanna hafa komist í hendurnar á vopnuðum hópum í austurhluta landsins, þar sem vígahreyfingar hafa orðið hundruðum að bana síðustu mánuði.
Noregur og Írland í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
Fjögur ríki hlutu í dag aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2021 og 2022. Fimmta sætinu var ekki úthlutað í dag þar sem Afríkuríkjunum Djibútí og Kenía tókst hvorugu að afla sér stuðnings tveggja þriðju aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Aftur verður kosið um hvort ríkið hlýtur aðild á morgun. 
17.06.2020 - 23:55
Frumkvæði Íslands varpar ljósi á mikil mannréttindabrot
Meiri áhersla er lögð á að heyja stríð gegn fíkniefnum í nafni þjóðaröryggis á Filippseyjum, en að virða mannréttindi, og erfitt getur reynst að vinda ofan af þeirri þróun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var að frumkvæði Íslands.
04.06.2020 - 12:05
SÞ vara við áhrifum faraldursins á geðheilbrigði
Sameinuðu þjóðirnar vara við skaða á geðheilsu fólks af völdum kórónuveirufaraldursins og segja að lönd þurfi að auka við fjárútlát til geðheilbrigðismála. SÞ segja þá að síðustu mánuði hafi áhersla verið lögð á að vernda líkamlegt heilbrigði, en ekki megi gleyma andlegu hliðinni.
Myndskeið
Varar við hatursorðræðu á tímum kórónuveirunnar
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur áhyggjur af þeirri flóðbylgju hatursorðræðu og útlendingaandúðar, sem COVID-19 farsóttin hefur leyst úr læðingi. Dæmi eru um að fólk í leit að sökudólgi hafi áreitt og beitt Kínverja ofbeldi.
08.05.2020 - 19:23
Alþjóðlegi handþvottadagurinn er í dag
Alþjóðlegi handþvottadagurinn er í dag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur staðið fyrir deginum árlega síðan 2009 undir yfirskriftinni „Björgum mannslífum: Þvoum okkur um hendur.“ Á alþjóðlega handþvottadeginum í ár er sjónum beint að heilbrigðisstarfsfólki og þeirra þætti í að tryggja öryggi sjúklinga og fyrirbyggja smit með reglubundnum og góðum handþvotti.
Fréttaskýring
Gegn WHO í miðjum heimsfaraldri
Viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við COVID-19 farsóttinni, hafa vakið athygli um allan heim. Hann gerði lítið úr alvarleika faraldursins í byrjun hans en hóf í byrjun apríl að gagnrýna Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina harðlega fyrir viðbrögð hennar í byrjun faraldursins. Sjálfur hefur hann verið gagnrýndur fyrir það sama.
Öryggisráðið hyggst kalla eftir 90 daga vopnahléi
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hyggst skora á stríðandi fylkingar að leggja niður vopn og gera 90 daga hlé á hvers kyns vopnaskaki fyrir mannúðar sakir, á meðan baráttan við COVID-19 heimsfaraldurinn stendur sem hæst. Þetta kemur fram í drögum að ályktun Öryggisráðsins, sem AFP-fréttastofan hefur undir höndum.
Bandaríkin reyndu að koma í veg fyrir yfirlýsingu SÞ
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær einróma yfirlýsingu um jafnan aðgang ríkja að bóluefni við COVID-19 þegar það verður klárt. Að sögn embættismanna við þingið voru Bandaríkjamenn þó neikvæðir í garð tillögunnar, en brugðust of seint við til að koma í veg fyrir hana. 
22.04.2020 - 03:10
Gates-hjónin hækka framlög til WHO í 250 milljónir dala
Velgerðastofnun Bills og Melindu Gates ætlar að stórauka framlög sín til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, úr 100 milljónum Bandaríkjadala í 250 milljónir. Ástæðan er umdeild ákvörðun Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, um að stöðva allar greiðslur Bandaríkjanna til stofnunarinnar um óákveðinn tíma.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin mikilvægari en nokkru sinni
Nú er ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eða nokkurra annarra stofnana og samtaka sem vinna gegn útbreiðslu og áhrifum kórónuveirunnar og COVID-19, og grafa þar með undan þeirra mikilvæga starfi. Þetta sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld.
Verja þarf konur gegn heimilisofbeldi sem aldrei fyrr
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur ríkisstjórnir heims til að hafa vernd kvenna á meðal forgangsatriða í aðgerðum sínum og viðbrögðum við COVID-19 heimsfaraldrinum.
Biður stríðandi fylkingar að leggja niður vopn
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ítrekaði í dag beiðni sína til stríðandi fylkinga að leggja niður vopn vegna ástandsins í heiminum.
Fréttaskýring
Lögregluofbeldi og einræðistilburðir á óvissutímum
Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi. 
Mesta ógn mannkyns frá lokum síðari heimsstyrjaldar
Heimsfaraldurinn sem nú geisar um veröld víða er mesta ógn sem steðjað hefur að mannkyninu frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari, segir aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sem óttast að farsóttin geti orðið kveikjan að stríðsátökum.
01.04.2020 - 06:31
Hvetur til vopnahlés í heiminum vegna COVID-19
António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp í dag þar sem hann hvatti til vopnahlés um víða veröld vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins. 
23.03.2020 - 17:17
Óttast að líf milljóna jarðarbúa sé í hættu
Líf milljóna er í hættu, einkum í fátækustu ríkjum heims, ef COVID-19 sjúkdómurinn nær að breiðast þar út, segir aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Þörf sé á samstilltu átaki til að koma í veg fyrir að það gerist.
19.03.2020 - 17:51
Peking-sáttmálinn staðfestur á ný - markmið náðust ekki
Peking-sáttmálinn var ítrekaður og staðfestur á ný í dag, á upphafsdegi 64. Kvennanefndarfundar Sameinuðu þjóðanna í New York. Sáttmálinn var fyrst staðfestur árið 1995. Úttekstir sýna að markmiðum hans hafi ekki verið náð á þessum tíma, að því er segir í fréttatilkynningu frá UN Women á Íslandi. Auk þess virðist sem Heimsmarkmiðum SÞ verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna verður óbreyttur.
Spegillinn
Staða stúlkna 25 árum eftir Peking-ráðstefnuna
Fyrir tuttugu og fimm árum var kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Peking og þar gefin fyrirheit um bættan hlut kvenna. Stjórnvöld  margra landa samþykktu framkvæmdaáætlun sem átti skila árangri í jafnréttismálum. Íslensk stjórnvöld einsettu sé að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, brúa launabil og auðvelda körlum og konum að deila ábyrgð á fjölskyldu og heimilisstörfum. Þá var sjónum beint sérstaklega að réttindum telpna, þær væru enda konur framtíðarinnar.
08.03.2020 - 14:03
Níu af tíu Jarðarbúum með fordóma gagnvart konum
Hartnær 90 prósent Jarðarbúa af öllum kynjum ala með sér einhverja kynbundna fordóma í garð kvenna. Þetta er meginniðurstaða könnunar Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í gær í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna á sunnudaginn kemur.
06.03.2020 - 06:27