Færslur: Sameinuðu þjóðirnar

Guterres „sleginn“ og „verulega brugðið“
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er „sleginn" vegna hins mikla mannfalls meðal almennra borgara á Gasaströnd og „verulega brugðið" vegna árásar Ísraels á bækistöðvar nokkurra alþjóðlegra fjölmiðla í Gasaborg. Talsmaður aðalframkvæmdastjórans greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær.
Guterres kallar eftir tafarlausu vopnahléi
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur Ísraela og Palestínumenn til að láta af öllu vopnaskaki og semja um vopnahlé án tafar. „Af virðingu við inntak Eid-hátíðarinnar, þá bið ég um að dregið verði úr spennu og öllum átökum hætt í Gasa og Ísrael tafarlaust," skrifar Guterres. „Of margir saklausir borgarar hafa dáið nú þegar. Þessi átök geta aðeins leitt til aukinna öfga og ofstækis í þessum heimshluta öllum."
Vill tvöfalt meira bóluefni og réttlátari dreifingu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir því að lyfjaframleiðendur tvöfaldi framleiðslu sína á bóluefnum gegn COVID-19 og hvetur til réttlátari dreifingar á þvi bóluefni sem til er. Yfirgnæfandi meirihluti þess fer til ríkustu landa heims, en þróunarríki og önnur lönd sem ekki standa jafnfætis þeim allra ríkustu sitja eftir með sárt enni. Þetta segir Guterres bæði óréttlátt gagnvart fátækari ríkjunum og skaðlegt fyrir heimsbyggðina alla.
Hvetja ríki til að sniðganga fund Sameinuðu þjóðanna
Kínverjar hvetja aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að sniðganga fund sem ríki á borð við Þýskaland, Bandaríkin og Bretland hafa boðað til í næstu viku. Á fundinum verður fjallað um kúgun Kínverja á Úígúrum og öðrum minnihlutahópum í Xinjiang héraði.
08.05.2021 - 02:13
Þingmenn hvetja stjórnvöld til að viðurkenna þjóðarmorð
Hópur þingmanna úr nokkrum stjórnmálaflokkum hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að íslensk stjórnvöld viðurkenni að framið hafi verið þjóðarmorð á Armenum á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Mótmæla kjöri Írans í nefnd um réttindi kvenna
Mannréttindasamtök mótmæla því að Íran hafi í vikunni verið kosið til setu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi kvenna. Samtök kvenna af írönskum uppruna segja niðurstöðuna vera vanvirðingu við konur sem daglega verði fyrir mismunun í Íran.
24.04.2021 - 12:11
Greinargerð um ytri mörk landgrunnsins skilað
Endurskoðuð greinargerð sem íslensk stjórnvöld hafa skilað til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna felur í sér endurskoðaða kröfugerð Íslands um afmörkun ytri marka landgrunnsins á Reykjaneshrygg utan 200 sjómílna.
„Tækifæri til að knýja fram aðgerðir í jafnréttismálum“
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segir mikilvægt að efla forvarnaraðgerðir til þess að útrýma kynbundnu ofbeldi og standa vörð um framfarir á sviði jafnréttismála. Þetta var meðal þess sem hann sagði á alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu í tengslum við átaksverkefnið „Kynslóð jafnréttis“, í gær.
Ísland leggur fram 700 milljónir til aðstoðar Sýrlandi
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tilkynnti á áheitaráðstefnu um Sýrland í dag að Ísland legði alls fram tæplega 700 milljónir króna til aðstoðar við stríðshrjáða íbúa landsins.
Myndskeið
Tugþúsundir enn týndar í Sýrlandi
Ekki er vitað um örlög tugþúsunda Sýrlendinga sem stríðandi fylkingar hafa handtekið án dóms og laga. Ástvinir þeirra vita ekki hvort þau eru lífs eða liðin.
17.03.2021 - 20:27
Gervigreind verði beitt við lækningu á mænuskaða
Auður Guðjónsdóttir stjórnarformaður Mænuskaðastofnunar Íslands leggur til að taugakerfinu verði gert hátt undir höfði í gervigreindarstefnu Íslands. Fjórar umsagnir hafa borist inn á samráðsgátt stjórnvalda vegna spurninga nefndar um stefnuna. Umsagnarfrestur rennur út á morgun 15. mars.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samþykkir Janssen bóluefnið
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin fór í dag að dæmi Lyfjastofnunar Evrópu og gaf út markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn COVID-19 frá Johnson & Johnson og belgíska dótturfyrirtækinu Janssen. Hún hefur áður gefið grænt ljós á bóluefni frá Pfizer-BioNTech og AstraZeneca.
Vísbendingar um glæpi gegn mannkyni í Mjanmar
Sérfræðingur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar segir sannanir hlaðast upp um að herstjórnin í Mjanmar fremji glæpi gegn mannkyni með gegndarlausu ofbeldi gegn lýðræðissinnum í landinu. Hún hafi myrt að minnsta kosti sjötíu manns frá því að hún rændi völdum fyrsta febrúar.
11.03.2021 - 17:51
Vill greiða leið mannúðaraðstoðar til Sýrlands
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallaði í gær eftir greiðari aðgangi mannúðaraðstoðar til Sýrlands. Hann óskar jafnframt eftir ályktun Öryggisráðsins um málið.
Öryggisráðið fordæmir aðgerðir í Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að fordæma aðgerðir hersins í Mjanmar, allt síðan hann rændi völdum í byrjun síðasta mánaðar. Zhang Jun, fastafulltrúi Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, segir tíma til kominn að draga úr spennunni í landinu, nú sé tími samninga og samtals.
11.03.2021 - 01:48
Engin sátt í Öryggisráðinu um stöðuna í Tigray
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna féll í gær frá öllum áætlunum um ályktun, þar sem kallað yrði eftir því að deiluaðilar í Eþíópíu legðu niður vopn og létu af öllum átökum í Tigray-héraði. Ástæðan er sögð andstaða Kínverja og Rússa við slíka ályktun, eftir tveggja daga viðræður. „Það náðist ekkert samkomulag," hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni, „og það eru engin áform um að halda áfram viðræðum."
Myndskeið
„Barnæska í Jemen er sérstök gerð helvítis“
Ekki náðist að safna nema tæpum helmingi þess fjár sem þörf er á á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Jemen í gær. Fjármagnið sem þjóðir heims hétu er minna í ár enn í fyrra. „Að draga úr aðstoð er dauðadómur,“ sagði yfirmaður mannúðarmála eftir ráðstefnuna.
02.03.2021 - 19:20
Kjörin ungmennafulltrúi og situr allsherjarþing S.þj.
Jóna Þórey Pétursdóttir var í gær kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda. Kjörið fór fram á sambandsþingi Landsambands ungmennafélaga. Jóna Þórey situr allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september fyrir hönd ungs fólks á Íslandi.
28.02.2021 - 21:02
Myndskeið
Guðlaugur Þór fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að gerast aftur virkur þátttakandi í starfi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann telur að lýðræðisríki þurfi að vinna að umbótum á mannréttindaráðinu og halda á lofti frelsi og mannréttindum. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á fundi ráðsins í dag. 46. fundalota ráðsins stendur nú yfir.
Sendiherra Ítalíu, lífvörður hans og bílstjóri myrtir
Sendiherra Ítalíu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó var myrtur í gær, ásamt lífverði sínum og bílstjóra. Lögregluyfirvöld telja morðin vera afleiðingu misheppnaðrar mannránstilraunar.
Bandaríkin boða milljarðagreiðslur í sjóði WHO
Bandaríkjastjórn hyggst leggja um 200 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 26 milljarða króna, til reksturs Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, innan skamms. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta á fjarfundi með Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í nótt.
Samræmt átak þarf til að bólusetja þjóðir heims
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þörf sé á samstilltu átaki til að bólusetja allar þjóðir heims gegn COVID-19. Hann leggur til að tuttugu auðugustu ríkin komi á fót vinnuhópi sem skipuleggi verkið.
Höfðu frumkvæði að þrýstingi á Sádi-Arabíu
Sádiarabískri baráttukonu var sleppt út haldi í gær en íslensk stjórnvöld beittu sér markvisst fyrir lausn baráttufólks í Sádi-Arabíu á meðan Ísland átti sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Það hafði ekki verið gert áður innan ráðsins. 
Engin sameiginleg yfirlýsing um Sýrland
Aðildarríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna komu sér ekki saman um yfirlýsingu varðandi Sýrland í kvöld. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi hefur ítrekað kallað eftir yfirlýsingunni svo hægt sé að koma friðarviðræðum aftur af stað.
10.02.2021 - 01:46