Færslur: Sameinuðu þjóðirnar

Myndskeið
Guðlaugur Þór fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að gerast aftur virkur þátttakandi í starfi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hann telur að lýðræðisríki þurfi að vinna að umbótum á mannréttindaráðinu og halda á lofti frelsi og mannréttindum. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á fundi ráðsins í dag. 46. fundalota ráðsins stendur nú yfir.
Sendiherra Ítalíu, lífvörður hans og bílstjóri myrtir
Sendiherra Ítalíu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó var myrtur í gær, ásamt lífverði sínum og bílstjóra. Lögregluyfirvöld telja morðin vera afleiðingu misheppnaðrar mannránstilraunar.
Bandaríkin boða milljarðagreiðslur í sjóði WHO
Bandaríkjastjórn hyggst leggja um 200 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 26 milljarða króna, til reksturs Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, innan skamms. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta á fjarfundi með Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í nótt.
Samræmt átak þarf til að bólusetja þjóðir heims
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þörf sé á samstilltu átaki til að bólusetja allar þjóðir heims gegn COVID-19. Hann leggur til að tuttugu auðugustu ríkin komi á fót vinnuhópi sem skipuleggi verkið.
Höfðu frumkvæði að þrýstingi á Sádi-Arabíu
Sádiarabískri baráttukonu var sleppt út haldi í gær en íslensk stjórnvöld beittu sér markvisst fyrir lausn baráttufólks í Sádi-Arabíu á meðan Ísland átti sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Það hafði ekki verið gert áður innan ráðsins. 
Engin sameiginleg yfirlýsing um Sýrland
Aðildarríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna komu sér ekki saman um yfirlýsingu varðandi Sýrland í kvöld. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi hefur ítrekað kallað eftir yfirlýsingunni svo hægt sé að koma friðarviðræðum aftur af stað.
10.02.2021 - 01:46
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.
Hvetur þjóðir heims til að knésetja valdaræningjana
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur þjóðir heims til að sjá til þess að valdarán hersins í Mjanmar fari út um þúfur. Kollvörpun kosningaúrslita er „óásættanleg" sagði Guterres, og brýnt að koma valdaræningjunum í skilning um að svona eigi og megi ekki stjórna landinu.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir ástandið í Mjanmar
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í dag til þess að ræða þróun mála og viðbrögð við valdaráni hersins í Mjanmar. Herinn hrifsaði til sín völd í gærmorgun og tók stjórnarliða til fanga, þeirra á meðal leiðtogann Aung San Suu Kyi.
02.02.2021 - 02:57
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.
Færeysk fyrirtæki stefna að sjálfbærni til framtíðar
Ellefu færeysk fyrirtæki hafa undirritað samkomulag þar sem þau hyggjast hafa frumkvæði um sjálfbærni til þriggja ára. Verkefnið gengur undir heitinu Burðardygt Vinnulív eða Sjálfbær fyrirtæki og verður stjórnað frá Vinnuhúsinu, skrifstofu færeyskra atvinnurekenda og fyrirtækjarekenda.
Guterres segir ástandið í heiminum viðkvæmt
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli í gær og sagði ástandið í heiminum afar viðkvæmt. Það stafaði ekki síst af áhrifum kórónuveirufaraldursins og miklum ójöfnuði milli fólks og ríkja í heiminum.
Minni fólksflutningar í faraldrinum
Fólksflutningar hafa minnkað um 30 prósent á heimsvísu vegna kórónuveirufaraldursins. Um tveimur milljónum færri fluttu á milli landa í fyrra en spár höfðu gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem var birt í gær. Þar er fjallað um skráða fólksflutninga milli landa.
16.01.2021 - 09:13
Ingibjörg Sólrún til Írak á vegum Sameinuðu þjóðanna
Ingibjörg Sólrún Gísladótttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, hefur verið skipuð sérstakur varafulltrúi António Guterres í Aðstoðarsendisveit Sameinuðu þjóðanna í Írak.
Guterres vill vera framkvæmdastjóri áfram
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill gegna embættinu áfram annað tímabil. Fréttastofan Al Jazeera hefur eftir heimildarmönnum að Guterres hafi í gær tilkynnt þetta fulltrúum þeirra fimm ríkja sem eiga fast sæti í öryggisráði samtakanna og ætli fljótlega að greina forseta allsherjarþingsins frá þessu. 
11.01.2021 - 09:35
Bandaríkjamenn skilgreina Húta nú sem hryðjuverkasamtök
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir síðdegis í gær að Hútar, samtök síja-múslíma, sem löngum hafa herjað á Jemen verði skilgreind sem hryðjuverkasamtök.
Lögmenn Assange vilja hann lausan gegn tryggingu
Lögmenn Julians Assange, stofnanda Wikileaks, krefjast þess að hann verði látinn laus úr fangelsi gegn tryggingu. Sú krafa verður borin upp við dómara síðar í dag.
Úrskurðað í framsalsmáli Assanges í dag
Dómari í Lundúnum úrskurðar í dag hvort Julian Assange, stofnandi Wikileaks, skuli framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið ákærður fyrir njósnir. Sakarefnið er birting þúsunda leynilegra skjala frá bandaríska hernum tengdum hernaði í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug.
„Aðstæður flóttafólks í Bosníu algerlega óviðunandi“
Aðstæður flóttafólks í Bosníu-Hersegóvínu eru algerlega óviðunandi að sögn Johanns Sattler sendifulltrúa Evrópusambandsins í landinu. Þann 23. desember síðastliðinn brunnu búðir flóttafólks í Lipa nærri borginni Bihac í norðvesturhluta landsins. Það varð til þess að fjöldi flóttafólks er á vergangi án húsaskjóls.
Súdanir taka formlega við friðargæslu í Darfur í dag
Í dag taka Súdanir sjálfir formlega við því hlutverki að gæta friðar í Darfur-héraði þegar friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins hefur brotthvarf sitt þaðan.
Þrír friðargæsluliðar SÞ felldir í Miðafríkulýðveldinu
Sveitir vopnaðra vígamanna drápu í gær þrjá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Miðafríkulýðveldinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. „Þrír friðargæsluliðar frá Búrúndí voru felldir og tveir til viðbótar særðir“ í árásum óþekktra vígamanna í landinu sunnanverðu og um miðbik þess, segir í tilkynningunni.
Friðargæslulið SÞ fer frá Darfur-héraði um áramótin
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að friðargæslulið samtakanna hverfi frá Darfur-héraði í Súdan í árslok og að Súdanir sjálfir fái það hlutverk að gæta friðar og öryggis í héraðinu frá og með fyrsta janúar. Bláhjálmar Sameinuðu þjóðanna hafa sinnt friðargæslu í þessu stríðshrjáða héraði allar götur síðan 2007 og voru um 16.000 talsins þegar mest var.
Ísland sat hjá við fordæmingu á nasisma
Ísland sat hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um fordæmingu nasisma, nýnasisma og annarra hátta sem ýta undir rasisma á miðvikudaginn. Aðeins Úkraína og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn ályktuninni.
myndskeið
Unicef hjálpar fátækum börnum í Bretlandi
Unicef í Bretlandi ætlar að gefa efnalitlum barnafjölskyldum í landinu mat. Leiðtogi neðri deildar breska þingsins er ekki sáttur við framtakið. Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, Birna Þórarinsdóttir, segir að efnahagsþrengingar vegna COVID-19 ýti milljónum fjölskyldna yfir lífshættulegan þröskuld sárafátæktar.
18.12.2020 - 19:30
Ísland hríðfellur á lista SÞ miðað við umhverfisþætti
Ísland fellur um 26. sæti á lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna ef tekið er tillit til umhverfisþátta. Noregur, sem hefur setið í toppsætinu í áraraðir, fer niður um 15. sæti ef sömu viðmiðum er beitt.
16.12.2020 - 14:16