Færslur: Salan á Íslandsbanka

Skýrslu Ríkisendurskoðanda um bankasölu seinkar
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður ekki tilbúin fyrir lok þessa mánaðar, eins og upphaflega var áætlað.
Vinna enn að athugunum á Íslandsbankasölu
Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands kanna enn hvernig staðið var að sölu á hlutabréfum ríkisins í útboði Íslandsbanka í vor. Guðmundur Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðandi, segir að góður gangur sé í vinnu embættsins og enn stefnt að því að ljúka úttekt Ríkisendurskoðunar á hlutabréfaútboðinu í þessum mánuði.
03.06.2022 - 16:41
Hættir vegna ábendingar Bankasýslunnar um „like“
Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjármálafræði við Háskóla Íslands, hefur lokið aðkomu sinni að úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka vegna ósættis um starfshætti Bankasýslunnar í tengslum við úttektina.
„Munum ekki fyrirgefa og gleyma að þessu sinni“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, var meðal þeirra sem tóku til máls á mótmælafundi á Austurvelli í dag undir slagorðinu „Bjarna burt“ þar sem nýlegri sölu á hlutabréfum í Íslandsbanka var mótmælt. Drífa sagði að stundum hefðu Íslendingar sýnt það í verki að þeim fyndist ekki í lagi að gengið væri á sameiginlegri eign þjóðarinnar á skítugum skónum. „Og slík stund er núna.“
07.05.2022 - 15:32
Kannast ekki við efasemdir um söluaðferðina
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kannast ekki við að hafa haft efasemdir í ráðherranefnd um efnahagsmál þegar salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka var rædd. Ráðherra sagði að umræða um kosti og galla þeirrar leiðar sem valin var teljist ekki efasemdir.
29.04.2022 - 10:56
Bjarni Benediktsson á fundi fjárlaganefndar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætir á fund fjárlaganefndar Alþingis ásamt fjórum starfsmönnum ráðuneytisins til að ræða sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan hálf níu. Hér er hægt að fylgjast með í beinni.
29.04.2022 - 08:15
68% telja lög hafa verið brotin í Íslandsbankamálinu
68 prósent þeirra sem tóku þátt í nýrri könnun Gallup um Íslandsbankamálið telja að lög hafi verið brotin þegar hlutabréf í bankanum voru seld í lokuðu útboði. Nærri níu af hverjum tíu finnst að illa hafi verið staðið að útboðinu og sjö af hverjum tíu þykir ekki nóg að Ríkisendurskoðun rannsaki málið heldur verði að skipa sérstaka rannsóknarnefnd Alþingis. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins skera sig úr í könnuninni.
28.04.2022 - 21:07
Segir að allir í ráðherranefndinni hafi haft efasemdir
Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningaráðherra, segir að allir ráðherrar sem sátu í ráðherranefnd um sölu Íslandsbanka hafi haft efasemdir um úrfærslu sölunnar. Þetta kom fram í svari Viðskiptaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.
28.04.2022 - 11:55
Ósammála um fundarhöld, fundinn í morgun og rannsókn
Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar voru eiginlega ósammála um allt þegar þingfundur hófst síðdegis. Engu máli skipti hvort það væri lengd þingfundar, fundurinn með Bankasýslunni í morgun eða hvort stjórnarandstaðan treysti Ríkisendurskoðun eða ekki til að rannsaka söluna í Íslandsbanka. Ernu Bjarnadóttur, þingmanni Miðflokksins, tókst samt að slá á létta strengi þegar hún minnti forseta þingsins á að í kvöld væri meistaradeildarleikur hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool.
27.04.2022 - 17:55
Viðtöl
Vissu að starfsmenn bankans hefðu keypt í bankanum
Erlendis hefði aldrei tíðkast að starfsfólk hefði tekið þátt í útboði líkt og gerðist við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir forstjóri Bankasýslu ríkisins. Standa hefði mátt betur að kynningu á útboðinu gagnvart almenningi segir forysta Bankasýslunnar sem hafði ekki vitneskju um varnaðarorð viðskiptaráðherra fyrir útboðið. 
27.04.2022 - 14:06
Bjarni mætir á fund fjárlaganefndar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætir á fund fjárlaganefndar Alþingis á föstudag. Þangað kemur hann ásamt fjórum starfsmönnum ráðuneytisins til að ræða sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka.
Hefði þurft að miðla upplýsingum betur til almennings
Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bankasýslu ríksins voru til svara á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem lauk rétt eftir klukkan ellefu. Fulltrúum Bankasýslunnar sem og nefndarmönnum var tíðrætt um að það hefði þurft að miðla upplýsingum betur til almennings um útboðið.
Logi: „Þetta verður að hafa afleiðingar“
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðist skynja samhljóm hjá þingheim til að upplýsa Íslandsbankamálið til fulls. Auðvelt væri að segja spilling en mikilvægara og gagnlegra að rannsaka það til hlítar hvort einhver kunni að hafa misnotað eða nýtt aðstöðu sína. Stjórnarandstæðingar kölluðu eftir því að einhver axlaði pólitíska ábyrgð á því hvernig fór. „Þetta verður að hafa afleiðingar,“ sagði formaður Samfylkingarinnar.
26.04.2022 - 17:46
Bjarkey vill bíða með að fella dóm um afsögn Bjarna
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður VG, segir að öll kynning Bankasýslunnar um sölu á hlutabréfum í Íslandsbanka hafi gengið út á að það verið væri að leita að fjárfestum til lengri tíma sem gætu staðið með bankanum. Stjórnarandstaðan krafði hana um skýr svör við því hver ábyrgð fjármálaráðherra væri. Hún sagðist vilja bíða með að fella dóm um afsögn þar til Bankasýslan væri búin að svara og niðurstaða væri komin frá Ríkisendurskoðun og fjármálaeftirlitinu.
26.04.2022 - 12:37
„Ég flyt ykkur fréttir - það er ríkissjóður Íslands“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir umræðu síðustu daga að mörgum leyti hafa verið á nokkrum villigötum. Talsverðu moldviðri hafi verið valdið með yfirlýsingum um aukaatriði og borið hafi á því að menn hafi tekið einstök dæmi sem væru einhvers konar flökkusögur. Í raun og veru væri ekki hægt að bregðast við slíkum sögum með neinum öðrum hætti en að fela Ríkisendurskoðun að fara ofan í þessa hluti. „Hvað á maður annað að gera?“
25.04.2022 - 18:21
Viðtal
„Mjög dapurt“ að Bankasýslan biðji um frestun fundar
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir það mjög dapurt að Bankasýsla ríkisins hafi ekki lokið við að svara tuttugu spurningum nefndarinnar um söluna á Íslandsbanka. Fresta þurfti fundi sem til stóð að halda með Bankasýslunni í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður Fjárlaganefndar, segir að fundurinn verði þess í stað á miðvikudag.
Silfrið
Pólitísk yfirhylming að leggja niður Bankasýsluna
„Ég held að ríkisstjórnin hafi algjörlega hunsað það að það er ekki meirihluti fyrir því að selja þessa banka til að byrja með,“ sagði Atli Þór Fanndal í Silfrinu í morgun, en þar var meðal annars rætt um söluna á Íslandsbanka.
24.04.2022 - 14:00
Sjónvarpsfrétt
Hiti í mótmælendum við Austurvöll
Mikill fjöldi mótmælenda komu saman á Austurvelli í dag og fólki var heitt í hamsi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mættu rúmlega þúsund manns á mótmælafundinn, og fór fundurinn friðsamlega fram.
23.04.2022 - 20:59
Krefjast afsagnar Bjarna og riftingar bankasölunnar
Talsverður fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Mótmælendurnir krefjast þess að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér, sem og að sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka verði rift. 
23.04.2022 - 14:08
Mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn
Fólk sem er ósátt við söluna á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði mótmælti við Ráðherrabústaðinn í Reykjavík í morgun meðan á ríkisstjórnarfundi stóð.
Morgunútvarpið
Í besta falli ósanngjarnt og í versta falli mjög rangt
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir óskiljanlegt að Bankasýsla ríkisins hafi ekki viljað birta lista yfir kaupendur sem tóku þátt í útboði á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra fór síðan gegn ráðleggingum Bankasýslunnar og birti listann.
Segir að salan hafi í heildina heppnast vel
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist telja að ef litið er á heildarmyndina hafi sala á eignarhlutum ríkisins heppnast vel, og að mörgum markmiðum ríkisstjórnarinnar með sölu bankans hafi verið náð.
19.04.2022 - 19:39
Engin formleg gagnrýni borist Bankasýslunni
Engin formleg gagnrýni hefur borist Bankasýslu ríkisins frá ráðherrum ríkistjórnarinnar á framkvæmd útboðsins á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í mars síðastliðinn.
Stjórnarandstaðan vill að þing komi saman
Þingflokkar allra stjórnarandstöðuflokkanna krefjast þess að Alþingi komi saman án tafar vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Alþingi á samkvæmt dagskrá að koma saman til fundar á mánudag. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja hins vegar að málið þoli enga bið.
19.04.2022 - 16:04
Segja ráðherra ekki geta skotið sér undan ábyrgð
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja að ráðamenn geti ekki skotið sér undan ábyrgð á sölu Íslandsbanka með því að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Enn sé margt óljóst í því ferli.