Færslur: Salan á Íslandsbanka

Eignarhlutur ríkisins 20 milljörðum verðmætari
Hlutur ríkisins í Íslandsbanka er 20 milljörðum verðmætari eftir mikla verðhækkun á markaði í gær. Hlutabréf hækkuðu lítillega í morgun en of snemmt er að segja til um hvort verðlagning í hlutafjárútboði var of lág. Íslandsbanki birti í morgun lista yfir stærstu hluthafa bankans.
Íslandsbanki birtir hluthafalistann
Erlendir sjóðir og íslenskir lífeyrissjóðir eru áberandi á lista yfir stærstu hluthafa í Íslandsbanka. Viðskipti með bréf í bankanum hófust í gær og hækkuðu bréfin um 20 prósent frá útboðsgengi.
Fjármálaráðherra ánægður með ganginn í hlutafjárútboði
Fjármálaráðherra segir að það gætu fengist vel yfir fimmtíu milljarðar fyrir hlutinn sem ríkið hyggst selja í Íslandsbanka. Honum líst vel á stóru erlendu fjárfestingasjóðina sem hafa skuldbundið sig til að gerast kjölfestufjárfestar í bankanum.
Erlendir sjóðir skuldbinda sig til kaupa í Íslandsbanka
Hlutafjárútboð Íslandsbanka hófst klukkan níu í morgun, en það nær að hámarki til 35% af hlutafé bankans. Í tilkynningu á vef bankans segir að áætlað markaðsvirði hans í kjölfar útboðsins sé 150 milljarðar króna.
Myndskeið
Ísland með stærstan eignarhlut Evrópuríkja í bankakerfi
Fjármálaráðherra segir að ríkið eigi ekki að standa í bankarekstri eða vera leiðandi í bankarekstri hér á landi. Fallið verði frá áformum um að selja eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka, eða þeim frestað, ef ekki fæst viðunandi verð fyrir hann. Stjórnarandstaðan gagnrýnir tímasetninguna og segir óvissu allt of mikla á tímum heimsfaraldurs.
19.01.2021 - 10:30
Myndskeið
Spyr hvort kosningar valdi bankasöluasa
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkið eigi ekki að standa í bankarekstri eða vera leiðandi í þeim efnum. Þetta sagði fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar hann flutti þinginu munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ef ekki fáist ásættanlegt verði áformunum frestað eða fallið frá þeim, segir Bjarni.
18.01.2021 - 18:09
Hefur ekki áhyggjur af frystingu lána í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra segir að það sé ekki áhyggjuefni hvað stór hluti lánasafns Íslandsbanka er í frystingu, bankinn standi vel. Þá segir hann regluverkið nú sé mun traustara en þegar bankanir voru einkavæddir fyrir rúmum áratug og ekki hægt að bera sölu nú saman við ástandið í hruninu..
17.01.2021 - 18:33