Færslur: Ríkisstjórn

Segja fjárlagafrumvarpið ekki taka á vanda almennings
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og segja stjórnvöld skila auðu þegar kemur að vanda almennings sem glímir við verðbólgu og vaxtahækkanir. Viðvarandi hallarekstur sé ekki vænleg stefna til framtíðar.
Gögn um vopnabúr erlends ríkis fundust við húsleitina
Nokkur þeirra skjala sem fundust við leit bandarísku alríkislögreglunnar á heimili Donalds Trump fyrrverandi forseta í ágúst eru svo háleynileg að þau eru eingöngu ætluð forseta, ríkisstjórn og handfylli embættismanna henni tengdum. Enginn annar má líta þau augum nema með sérstakri heimild.
Stjórnvöld rannsaka umfang ólaunaðra starfa
Tillaga Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að stjórnvöld undirbúi og standi að rannsókn á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum, sem gjarnan eru nefnd önnur og þriðja vaktin, var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar á föstudag. Rannsóknin verður unnin í samstarfi við Hagstofu Íslands.
Sjónvarpsfrétt
Annað hvort öflugan Landspítala eða þrot
Stjórnvöld þurfa að ákveða hvort byggja á upp öflugan Landspítala eða að spítalinn stefni í þrot. Þetta segir formaður fagráðs Landspítala. Ef veita á heilbrigðisþjónustu í fremstu röð þurfi að auka fjármagn til hennar. 
Skipa starfshóp um afkomu eldra fólks
Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp vegna kerfisbreytinga sem miða að því að bæta afkomu eldra fólks, skapa aukinn sveigjanleika í starfslokum og gera úrbætur í húsnæðismálum. Hópurinn verður skipaður fulltrúum þriggja ráðuneyta, fjármála- og efnahagsráðuneytis, innviðaráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis sem verður í forsvari fyrir vinnuna.
Steingrímur J. leiðir endurskoðun örorkulífeyriskerfis
Ríkisstjórnin hefur skipað stýrihóp vegna vinnu við heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu. Hópurinn fær það hlutverk að hafa yfirsýn yfir starf félags- og vinnumarkaðsráðuneytis á þessu sviði, í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmálanum.
Frumvarp um sorgarleyfi orðið að lögum
Frumvarp um sorgarleyfi var samþykkt einróma við þinglok í gær og er orðið að lögum. Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt leyfi frá störfum auk þess sem þeir fá greiðslur til að koma til móts við tekjutap. 
16.06.2022 - 14:12
Hækka áfengis- og tóbaksgjöld og minnka ferðakostnað
Ríkisstjórnin hyggst beita ýmsum aðgerðum til að draga úr þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Aðgerðunum er jafnframt ætlað að draga úr halla ríkissjóðs. Ríkisstjórnin samþykkti að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggi tillögur þess efnis fram fyrir fjárlaganefnd Alþingis.
09.06.2022 - 22:52
Sjónvarpsfrétt
Lilja gagnrýnir fjármálaráðuneytið harðlega
Menningarmálaráðherra gagnrýnir harðlega athugasemdir fjármálaráðuneytisins við frumvarp um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Ráðherra segir skeytasendingar í fjölmiðlum ekki boðlegar.
Hatursorðræða meinsemd í samfélaginu
Hatursorðræða á ekki að líðast í íslensku samfélagi, segir forsætisráðherra. Hún vill samhæfa aðgerðir stjórnvalda og vinna markvisst gegn þessari meinsemd í samfélaginu.
Þekkingarleysi á stöðlum gæti skýrt vanfjármögnun
Framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands telur að áhugaleysi kunni að skýra hvers vegna fjárframlög frá ríkinu til ráðsins hafi ekki aukist í samræmi við annað. Staðalráð skorar á stjórnvöld að auka fjárveitingar til þess svo það geti haldið úti lögbundinni starfsemi. Ríkið hafi síðustu 10 ár ekki greitt nema hluta þess kostnaðar sem hlýst af lögbundnum verkefnum og ekki tryggt stofnunum ríkisins fjármuni til að kaupa þá staðla sem starf þeirra byggist á.
23.05.2022 - 11:38
Sjónvarpsfrétt
Titringur innan stjórnarflokkanna
Titringur er innan stjórnarflokkanna vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan segir tortryggni allsráðandi, traustið farið og Framsókn og Vinstri græn hafi afsalað sér völdum til Sjálfstæðisflokks.
Samstaða í ríkisstjórn, segir Katrín, styðjum Bjarna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að samstaða sé innan ríkisstjórnarflokkanna um fullan stuðning við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu. Ekki var rætti um bankasöluna á ríkisstjórnarfundi. Hún segir að skoða þurfi tiltekna hluti eins og aðkomu söluaðila sjálfra að útboðinu, meðferð innherjaupplýsinga, skilgreiningar á hæfum fjárfestum og svo gagnsæi en um það síðarnefnda hafi hún gert athugasemdir við.
Ríkisstjórnin stödd í miðjum hvirfilbyl
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir að sú gagnrýni sem komið hefur fram vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka muni reyna enn frekar á stjórnarsamstarfið. Ríkisstjórnin sé nú stödd í miðjum hvirfilbyl og að lítið þurfi til að slitni upp úr. 
24.04.2022 - 13:32
Sjónvarpsfrétt
Bankasölu harðlega mótmælt á Austurvelli
Sölu á hlutum í Íslandsbanka var mótmælt á útifundi á Austurvelli í dag. Salan er saga íslenskra stjórnmála, sagði einn ræðumanna, saga af fúski, frændhygli, meðvirkni og algeru ábyrgðarleysi.
Foreldrar fá sorgarorlof
Foreldrum sem missa barn sitt verður tryggt leyfi frá störfum auk þess sem þeir fá greiðslur til að koma til móts við tekjutap. 
30.03.2022 - 16:35
Viðtöl
Gagnrýna fjármálaáætlun harðlega
Stjórnarandstaðan fer hörðum orðum um fjármálaáætlun og finnst hún óraunhæf og ekki styðja nærilega við heimilin og velferð.
Flóttafólki leyft að hafa gæludýr með sér til landsins
Flóttafólk frá Úkraínu má hafa með sér gæludýr inn í landið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
18.03.2022 - 17:02
Sjónvarpsfrétt
Mjög krítískir dagar framundan segir heilbrigisráðherra
Ríkisstjórnin framlengdi í morgun samkomutakmarkanir í þrjár vikur. Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja að stjórnvöld íhugi alvarlega að herða aðgerðir.
Kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðir með nýju stjórnina
Um það bil 16% landsmanna líst vel á nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Um tuttugu og þrjú prósent segja að sér lítist frekar vel á hana. Ánægjan er mest meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Tillaga á þingi um breytingu ráðuneyta
Tillaga forsætisráðherra til þingsályktunartillögu um breytta skipan ráðuneyta var birt á vef Alþingis undir kvöld. Þar er gerð grein fyrir þeim breytingum sem verða á uppbyggingu ráðuneyta og verkefnaskiptingu þeirra með nýrri ríkisstjórn. Samkvæmt tillögunni er stefnt að því að breytingarnar taki gildi 1. febrúar. Ráðuneytum fjölgar um tvö. Kostnaður við nýtt ráðuneyti er 190 millónir á ársgrundvelli. Heildarkostnaður verður þó minni en 380 milljónir því ráðherraum fækkar minna en ráðuneytum.
10.12.2021 - 18:58
Vita varla í hvaða ráðuneyti þau eiga að mæta
Vænta má þess að breytingar verði á starfsumhverfi allflestra starfsmanna stjórnarráðsins í kjölfar breytinga á skipulagi ráðuneyta. Þetta segir formaður BHM og kallar eftir samráði við stjórnvöld. Hann segir að margir viti varla í hvaða ráðuneyti þeir eigi að mæta til vinnu á morgun.
01.12.2021 - 18:40
Stjórnarandstaðan heldur aðeins einu formannssæti
Formenn þingflokka á Alþingi ræða í dag og á morgun hvernig skipta skuli formennsku og sætum í fastanefndum Alþingis milli flokka. Stjórnarandstaðan fær aðeins formannssæti í einni nefnd en fór með formennsku í þremur nefndum áður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að mismikil ánægja hafi verið með hvernig tekist hefði til á síðasta kjörtímabili.
29.11.2021 - 15:38
Aldrei fleiri ráðherrar
Ríkisstjórnin sem tók við völdum í gær er sú fjölmennasta sem verið hefur við völd í meira en áratug. Ráðherrarnir eru nú orðnir jafn margir og þeir urðu flestir í ríkisstjórnum í Íslandssögunni en það var á árunum 1999 til 2010. Ráðherrarnir eru tólf talsins en þeim var fækkað í átta árið 2012 með sameiningu ráðuneyta
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi vonsviknir
Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi hafa lýst yfir furðu og gríðarlegum vonbrigðum með skipan ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Þá segja þau Guðrúnu Hafsteinsdóttur, forystumann flokksins í Suðurkjördæmi, hafa verið hundsaða.

Mest lesið