Færslur: Reykjavík

Þakplötur fuku og bátur losnaði í bálhvössu veðri
Bálhvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í nótt og lögreglu hafa borist tilkynningar um að fellihýsi, trampólín, auglýsingaskilti, girðingar, þakplötur og fleira hefðu fokið af stað.
200 milljónir í aukið umferðaröryggi á 18 stöðum
Borgarráð Reykjavíkur hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar að bjóða út framkvæmdir vegna átján verkefna sem ætlað er að auka umferðaröryggi. Í tilkynningu á vef borgarinnar kemur fram að áætlaður kostnaður nemi 200 milljónum króna.
20.09.2022 - 11:06
Eldsvoði á Fiskislóð
Eldur kom upp í fyrirtækinu Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn seint á fjórða tímanum og var lið sent á vettvang frá öllum stöðvum, 18 manns á fjórum bílum. Uppfært: Búið er að slökkva eldinn og unnið að því að rífa þak til að tryggja að hvorki eldur né glóð leynist í klæðningu.
Sjónvarpsfrétt
Sjálfstæðismenn vilja koma böndum á máva í borginni
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um að gripið verði til aðgerða gegn vargfugli í Reykjavík. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, segir að aðgerðirnar myndu vernda bæði mann- og dýralíf borgarinnar.
29.08.2022 - 22:38
Hnífaárás, innbrot og mikil ölvun í borginni
Mjög mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Allar fangageymslur í Reykjavík fylltust og þurfti því að grípa til þess að vista fólk í fangaklefum lögreglunnar í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í fréttaskeyti lögreglu.
Nokkur unglingadrykkja eftir vel heppnaða Menningarnótt
Menningarnótt í Reykjavík fór mjög vel fram að langmestu leyti, segir í Facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að flestir hafi farið til síns heima eftir flugeldasýninguna og að vel hafi gengið að stýra umferðinni úr miðborginni. Töluverð unglinga- og ungmennadrykkja einkennir þó eftirleik Menningarnætur, að sögn heimildarmanns fréttastofu á vettvangi.
Eldur kom upp í Selvogsgrunni
Slökkvilið frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að þriggja hæða fjölbýlishúsi í Selvogsgrunni í Reykjavík um klukkan níu í kvöld þar sem eldur kom upp í þaki.
Barnið sem féll út um glugga er á öðru aldursári
Barn var flutt á bráðamóttöku síðdegis í gær eftir að það datt út um glugga á fjölbýlishúsi í Reykjavík og féll um fimmtán metra til jarðar.
24.07.2022 - 11:17
Krotað yfir regnboga við Grafarvogskirkju
Guðrúnu Karls Helgudóttur sóknarpresti Grafarvogskirkju brá í brún þegar búið var að krota orðið „andkristur“ á regnbogafána sem málaður var fyrir framan kirkjuna fyrir rúmri viku. Hún segir atvikið sýna hversu mikilvægur regnboginn er.
Nýr æfingaflugvöllur á að losa borgarbúa við hávaða
Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, horfir til þess að umferð einkaflugvéla á Reykjavíkurflugvelli færist á nýjan flugvöll sem ætlaður verður æfinga- og einkaflugi. Ríkið hefur haft slíkan flugvöll á teikniborðinu í að verða áratug.
20.07.2022 - 13:53
Stoppuðu hundrað bíla við Heiðmörk
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stoppaði ríflega hundrað bíla á Vesturlandsvegi við Heiðmörk í nótt til þess að athuga með réttindi og ástand ökumanna.
Hæst laun í Garðabæ og Kópavogi en lægst í Hafnarfirði
Bæjarstjóri Garðabæjar er launahæstur bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, bæjarstjóri Kópavogs fylgir þar á eftir, samkvæmt samantekt fréttastofu á mánaðarlaunum borgar- og bæjarstjóra. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er launalægstur.
Segir húsaleigu hafa hækkað um rúm 100 prósent á áratug
Formaður samtaka leigjenda segir leigjendur í Reykjavík búa við verri kjör en þekkjast víðast annars staðar í Evrópu. Hann segir leiguverð í höfuðborginni hafa hækkað um 104 prósent á tíu árum, frá 2011 til 2021, en meðal hækkun á meginlandi Evrópu hafi verið um 15 prósent. Fréttablaðið greinir frá.
09.06.2022 - 06:27
Endurtekið efni og ný orð um gamla stefnu
Endurtekið efni og ný orð um áframhaldandi stefnu eru meðal orða sem oddvitar minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur nota til að lýsa samstarfssáttmála meirihlutans sem kynntur var  í gær. Þeir hefðu viljað sjá aðrar áherslur, en segjast bjartsýnir á næstu fjögur ár. 
Þrjú þúsund nemendur hafa skráð sig í Vinnuskólann
Vinnuskóli Reykjavíkur hefst í lok viku og fyrstu hópar taka til starfa á föstudaginn. Vinnuskólinn veitir öllum reykvískum nemendum í áttunda, níunda og tíunda bekk í grunnskóla tækifæri að starfa við fjölbreytt verkefni.
07.06.2022 - 10:30
Blaðamannafundur
Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík
Nýr meirihluti Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík verður kynntur klukkan 15. Viðræður hafa staðið undanfarnar tvær vikur. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að ofan. 
Grunur um að barsmíðar hafi valdið dauða mannsins
Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að maðurinn sem lést fyrr í kvöld, hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Andlátið er rannsakað sem morð og hefur karlmaður fæddur 2001 verið handtekinn vegna málsins.
Eldur í verslun í Skútuvogi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að ljúka störfum í Skútuvogi þar sem eldur kviknaði í verslun í kvöld. Menn og bílar frá öllum stöðvum voru sendir á vettvang, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Eldurinn kviknaði í húsnæði verslunarinnar Tunglskin og rafskútuleigunnar OSS og logaði glatt þegar að var komið, að sögn varðstjórans.
Sjónvarpsfrétt
Góður andi í meirihlutaviðræðum fyrir borgarstjórn
Meirihlutaviðræður í Reykjavík í dag snerust um að finna sameiginlega fleti milli flokkanna svo hægt verði að ná krafti í þá uppbyggingu húsnæðis sem þarf á næstu árum. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, sem vill að allt verði klárt eftir tíu daga þegar fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar er ráðgerður.
28.05.2022 - 19:09
Vilja að Þórshöfn verði menningarborg Evrópu árið 2030
Borgarráðið í Þórshöfn í Færeyjum hefur lagt fram og samþykkt áætlun þess efnis að höfuðstaðurinn verði útnefndur Menningarborg Evrópu árið 2030. Evrópusambandið útnefnir borgir sem við það fá styrk til að kynna menningarlíf sitt.
Lét höggin dynja á vagnstjóra þegar til Akureyrar kom
Lögreglan á Norðurlandi Eystra rannsakar líkamsárás strætófarþega á bílstjóra strætisvagnsins fyrr í þessum mánuði. Farþegi í strætisvagni á leið frá Reykjavík til Akureyrar gekk í skrokk á vagnstjóranum þegar til Akureyrar var komið, kýldi hann ítrekað og réðst svo á hann aftur skömmu síðar við annan mann. Fréttablaðið greinir frá.
Funda á morgun um mögulegar viðræður við S, P og C
Borgarstjórnarhópur Framsóknarflokksins hittist á fundi á morgun og ræðir hvort rétt sé að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn.
Sjónvarpsfrétt
Túlkur Gorbachevs kemur aftur í Höfða eftir 36 ár
Pavel Palazhcenko var túlkur fyrir Mikhail Gorbachev, aðalritara Sovétríkjanna sálugu, þegar Gorbachev kom til fundar við Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta í Reykjavík árið 1986. Palazhcenko var hér á landi nýlega, á ráðstefnu um afvopnunarmál, en leiðtogafundurinn snérist einmitt um slík málefni. Hann segir fund leiðtoganna hafa einkennst af góðum vilja, jafnvel þótt árangurinn af fundinum hefði ekki komið í ljós fyrr en síðar.
22.05.2022 - 19:30
Tiltölulega lítill munur á afstöðu kynja - en munur þó
Hlutfall karla og kvenna sem segjast ætla að kjósa Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningunum í dag er jafnt, og það á líka við kynjahlutfall þeirra sem ætla að kjósa Sósíalistaflokkinn og Flokk fólksins. Fleiri karlar en konur ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Miðflokkinn, en Framsóknarflokkurinn, Píratar og Vinstri græn njóta meiri hylli meðal kvenna en karla.
Meirihlutinn í borginni fallinn samkvæmt þjóðarpúlsi
Meirihlutinn sem myndar nú borgarstjórn í Reykjavík missir naumlega þá tólf borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihlutastjórn, samtals ná þau inn ellefu fulltrúum. Samfylkingin mælist með sex borgarfulltrúa, Píratar þrjá, Viðreisn hefur aðeins einn og Vinstri græn ná inn einum fulltrúa.