Færslur: Reykjavík

Myndir
„Þetta kom bara eins og virkilegur rassskellur“
Í eitt og hálft ár hafa PEPP, grasrótarsamtök fólks í fátækt, rekið vinsælt kaffihús í Breiðholti þar sem allt er ókeypis. Nú eru samtökin búin að missa húsnæðið og framtíðin óráðin. Rútína fjölda fastagesta er í uppnámi.
08.10.2021 - 21:01
Telja upptök brunans vera ofhitnun rafhlöðu í rafskútu
Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir líklegt að upptök brunans í Bríetartúni fyrr í kvöld, megi rekja til rafskútu. Þá bendi aðstæður í húsinu til þess að sprenging hafi orðið, sem gæti hafa verið rafhlaða sem ofhitnaði.
Bruni í Bríetartúni
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um að eldur hefði kviknað í Bríetartúni 9-11 í Reykjavík um klukkan hálf átta í kvöld.
17.09.2021 - 19:55
Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hélt erindi á Málþingi Landverndar í dag, þar sem hann fór ófögrum orðum um skemmtiferðaskipin sem ferðast hingað til lands. „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ segir Árni, en þar vísar hann til mælinga á sóti í andrúmslofti sem samtökin gerðu í Reykjavík, í samstarfi við Clean Arctic Alliance.
Dyravörður og kona vopnuð hælaskó handtekin
Dyravörður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur var handtekinn um klukkan tíu í gærkvöld. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að dyravörðurinn hafi hrint konu í veg fyrir bíl sem ók framhjá skemmtistaðnum. Konan meiddist á hendi og var flutt á slysadeild.
Þurfa ekki að endurgreiða miða í Reykjavíkurmaraþonið
Samkæmt skilmálum við kaup á miða í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fást miðar ekki endurgreiddir, en greint var frá í dag að hlaupinu yrði aflýst. Nokkuð hefur borið á óánægju með að ekki verði endurgreitt í ljósi óvenjulegra aðstæðna. Töluvert af gagnrýninni kemur frá erlendum þátttakendum sem eru ósáttir við að þurfa að breyta ferðaáætlunum sínum.
Sjónvarpsfrétt
Tugir geðfatlaðra bíða eftir húsnæði í Reykjavík
Þrettán geðfatlaðir einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið úrræði á vegum borgarinnar síðustu þrjú ár. 29 eru nú á biðlista eftir búsetu, þar af eru tíu með lögheimili annars staðar. Reykjavíkurborg gerir ekki kröfu um lögheimilisskráningu í Reykjavík þegar sótt er um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk.
„Sérstaklega slæm helgi” á bráðamóttöku Landspítala
Það var mjög mikið að gera á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi um helgina. Um hádegi í dag, sunnudag, höfðu 117 komur verið skráðar á móttökuna á einum sólarhring. Deildarstjórinn segir síðustu tvær nætur hafa verið óvenju erilsamar, sérstaklega vegna mikillar ölvunar. 
„Maður er bara á bláum ljósum út um allan bæ”
Aðstoðarvarðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins man ekki eftir jafn annasamri nótt í Reykjavík og þeirri síðustu. Mikil ölvun, líkamsárásir, slys og óhöpp voru helstu verkefnin, þessa aðra helgi eftir afléttingu samkomutakmarkana. Þetta er önnur helgin þar sem engar samkomutakmarkanir eru í gildi, en sú fyrsta eftir mánaðarmót og útborgun.
Nóttin eins og stórviðburður hjá löggu og slökkviliði
Næturvaktin var eins og stórviðburður væri í bænum, segir í færslu varðstjóra slökkviliðsins um verkefni síðasta sólarhringinn. Farið var í 122 sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og þar af voru 67 á næturvaktinni, flest vegna atvika í miðbænum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði sömuleiðis í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Myndskeið
Stafsetningarvilla kallar á nýtt skilti
Stafsetningarvilla er á nýju götuskilti við Grensásveg í Reykjavík. Á skiltinu stendur „Grensársvegur“ og er þar einu r-i ofaukið.
29.06.2021 - 17:50
Sjónvarpsfrétt
Landsmenn fagna afléttingu takmarkana
Margmenni var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld, nótt og í dag þar sem landsmenn voru samtaka í að fagna afléttingu takmarka innanlands.
26.06.2021 - 18:44
Enn óvíst hvað verður um Sunnutorg
Íbúar í Langholtshverfinu sem og áhugafólk hvarvetna um arkitektúr og íslenska menningarsögu bíða með kvíðablandinni eftirvæntingu eftir því að sjá hver örlög Sunnutorgs verða. Þessi sögulega bygging sem Sigvaldi Thordarson teiknaði fyrir rúmum 60 árum liggur undir skemmdum og þarfnast sárlega löngu tímabærra viðgerða. Hver er staðan á þessu sérstæða húsi núna?
Töluvert ódýrara að nýskrá hunda í Reykjavík
Gjald fyrir nýskráningu hunda var í gær lækkað umtalsvert í Reykjavík. Gjaldið er nú 11.900 krónur, en var áður 20.800.
03.06.2021 - 10:51
Myndskeið
„Þetta leit ekki vel út“ segir varaslökkviliðsstjóri
Slökkviliðið var kallað að Haðarstíg í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Mikill eldur logaði þegar slökkviliðið bar að. Engan sakaði. „Þetta leit ekki vel út. Greinilega búinn að krauma þarna eldur og ná upp góðum þrýstingi,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Alma bólusett ásamt um 10.000 öðrum
Stærsta bólusetningarvikan til þessa er runnin upp og stríður straumur fólks á leið í Laugardalshöll í Reykjavík. Þar er verið að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og heilbrigðisstarfsfólk með Pfizer, alls tíu þúsund manns í dag. Um helmingurinn fær fyrri sprautuna en hinn helmingurinn gengur út, því sem næst fullbólusettur. Alma Dögg Möller, landlæknir, var meðal þeirra sem voru bólusett í dag.
04.05.2021 - 13:09
Reykvíkingar kjósa um ærslabelgi og einhyrningaleikvöll
Hoppudýnur sem kallast ærslabelgir, einhyrningaleikvöllur og leikvöllur fyrir „vel fullorðið fólk“ eru á meðal þeirra hugmynda sem kosið verður um í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt í Reykjavík í haust. Íbúar í sjö hverfum borgarinnar hafa nú þegar valið þær hugmyndir sem fara á kjörseðilinn. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnisstjóri, segir val á hugmyndum hafa gengið vel og að það sé lýðræðislegra en áður.
28.04.2021 - 15:36
Brunaútkall vegna elds sem enginn var
Allt tiltækt slökkvilið var sent að blokk í vesturborg Reykjavíkur um eittleytið í nótt, þegar tilkynning barst frá áhyggjufullum nágranna sem sá eldglæringar í gegnum glugga íbúðar á áttundu hæð. Þegar að var komið reyndist þó enginn eldur loga í íbúðinni heldur á stórum flatskjá í stofunni.
Um 50 manns í sóttkví vegna smits í Sæmundarskóla
Um 50 manns, nemendur og starfsfólk, eru komin í sóttkví vegna kórónaveirusmits sem greindist í nemanda í 2. bekk Sæmundarskóla í Grafarholti í Reykjavík.
Gosbrunnur vegna bilaðrar lagnar myndaðist í Lækjargötu
Myndarlegur gosbrunnur varð til á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis í Reykjavík í morgun. Vegfarendum varð nokkuð um þegar þeir urðu varir við að ríflega mannhæðarhár vatnstrókur stóð upp í loftið rétt við gangbrautina yfir Lækjargötu.
29.03.2021 - 11:27
Kemur brátt í ljós hvort kosið verður um Kanye West
Reykvíkingar fá á næstu dögum og vikum að velja milli þeirra hugmynda sem fengust í hugmyndasöfnun meðal borgarbúa og metnar hafa verið framkvæmanlegar innan þess ramma sem verkefninu Hverfið mitt hefur verið skapaður. Í lok vikunnar kemur í ljós hvaða hugmyndir sérfræðingar Reykjavíkurborgar telja tækar fyrir hverfin Grafarvog og Kjalarnes. Á fimmtudag verður síðan líklega ljóst hvort tillaga um að reist verði stytta af Kanye West fái að fara í kosningu.
17.03.2021 - 15:24
Myndskeið
Hundrað rampar í miðborgina fyrir árslok
Styrkja á verslunar- og veitingahúsaeigendur í miðborg Reykjavíkur til þess að auðvelda þeim að koma upp rampi og þannig gera fólki í hjólastólum kleift að komast inn. „Þegar fólk reynir að komast inn en kemst ekki inn þá er það ótrúlega sárt. Sérstaklega ef þú ert kannski búinn að ákveða að hitti vini eða fjölskyldu og ert kannski búinn að vera spenntur allan daginn,“ segir forsprakki verkefnisins Römpum upp Reykjavík.
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Framkvæmdir við Sunnutorg settar á ís vegna COVID-19
Áætlanir Reykjavíkurborgar um að gæða Sunnutorg lífi voru settar á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Í apríl í fyrra var auglýst eftir leigutökum með hugmyndir að starfsemi, útliti og umhverfi gömlu sjoppunnar við Langholtsveg og níu sóttu um. Enn hefur ekki verið gerður samningur við leigutaka og engin hreyfing orðið við Sunnutorg, og þær skýringar sem fást frá borginni er að töfin sé vegna COVID-19. Þá er enn óvíst hver næstu skref verða.
25.02.2021 - 16:12
„Lögregla á ekki að þurfa að slá á putta veitingamanna“
Yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki eiga að þurfa að segja veitingamönnum til, þeir þekki reglurnar. Eigendur tveggja veitingastaða brutu sóttvarnalög í miðborginni í nótt og lögreglan leysti upp ólöglega útitónleika.