Færslur: Reykjavík

Bruninn á Bræðraborgarstíg talinn manndráp af ásetningi
Mannskæður eldsvoðinn sem varð á Bræðraborgarstíg 1 hinn 25. júní síðastliðinn er rannsakaður sem manndráp af ásetningi. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem talinn er hafa kveikt í húsinu.
Reyndi innbrot í tvígang áður en hann stal bifreið
Lögregla elti í nótt uppi mann sem gerði ítrekaðar tilraunir til innbrots og flýði svo á stolnum bíl. Tilkynning barst um tilraun til innbrots í hús í Árbæ laust fyrir miðnætti. Um klukkustundu síðar barst tilkynning um tilraun til innbrots í annað hús í Árbænum. Af lýsingum tilkynnenda mátti ráða að sami maður hafi verið á ferð í báðum tilfellum.
Síðasti fjárbóndinn í borginni
Ólafur Dýrmundsson heldur kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti.
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar kölluð saman
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, kallaði saman neyðarstjórn Reykjavíkurborgar í morgun, eftir nokkurra vikna hlé. Tilefni fundarins var grunur sem kom upp fyrir helgi um hópsýkingu á höfuðborgarsvæðinu.
29.06.2020 - 11:44
Myndskeið
Umferðin streymir um göngugötur
Töluverður misbrestur er á því að ökumenn virði skilti um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og hefur lítið dregið úr umferð. Borgarfulltrúi segist hafa trú á að þetta séu byrjunarörðugleikar og að fólk þurfi tíma til að venjast þessum breytingum.
01.06.2020 - 19:22
Samþykkja smáhýsi í Hlíðunum fyrir heimilislausa
Borgarráð samþykkti í gær að tveimur smáhýsum fyrir heimilislausa verði komið fyrir á lóð á mörkum Skógarhlíðar og Hringbrautar. Í tilkynningu frá borginni segir að reiturinn sem húsin verði á sé við jaðar íbúabyggðar, þau verði skermuð af til að tryggja hljóðvist og að settur verði gróður í kring til að skapa skjól og betri ásýnd.
Samfélagið
Barist fyrir tilverurétti villtra borgarblóma
Nöfn villtra borgarblóma eru nú merkt með nafni sínu á stéttir evrópskra borga. Markmið þeirra sem kríta nöfnin er að fagna fjölbreytileika náttúrunnar. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, vill minni slátt og meiri náttúru í borginni en segir arfa vera ranga plöntu á röngum stað.
15.05.2020 - 14:32
Eldur í bíl á Miklubraut - enginn slasaðist
Eldur kviknaði í bíl á Miklubraut á tíunda tímanum í kvöld. Hann hefur nú verið slökktur, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikill eldur og reykur var í bílnum. Ekki fengust upplýsingar um það hve margir voru í bílnum þegar eldurinn kom upp en það er ljóst að engin slys urðu á fólki.
Spegillinn
Miðborgin að rumska af sex vikna blundi
Miðborg Reykjavíkur er að rumska. Veðrið var ekki jafn gott og það hefur verið síðustu daga, en um hádegisbil var samt slæðingur af fólki á Laugaveginum. Vindurinn sópaði rykugar gangstéttirnar og á stöku stað mátti sjá bláan hanska, samankuðlaðan, eitt af merkjum tíðarandans. Vegfarendur drukku kaffi eða snæddu á veitingahúsum. Tónlist barst frá opnum verslunum. Starfsmenn borgarinnar hirtu sorp. Hárskerar tóku á móti kúnnum eftir langt hlé og söfn borgarinnar opnuðu dyr sínar á ný.
04.05.2020 - 18:30
25 stoppistöðvar í fyrsta áfanga Borgarlínu
25 stoppistöðvar verða í fyrsta áfanga Borgarlínu, samkvæmt fyrstu tillögum. Fyrsti áfangi línunnar verður 13 kílómetra langur og er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.
Eldur í íbúð við Klapparstíg
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna elds og mikils reyks í íbúð á fimmtu hæð í húsi við Klapparstíg í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru slökkviliðsbílar frá fjórum stöðvum sendir á staðinn.
Laugarnar ekki tæmdar í samkomubanni
Vatn er í öllum sundlaugum í Reykjavík þrátt fyrir að nú sé samkomubann og laugarnar lokaðar. Búið er að lækka hitann á vatninu og sömuleiðis að minnka klórinn á meðan engir eru sundgestirnir.
10.04.2020 - 06:02
Slökkvistarfi nánast lokið á Pablo Discobar
Slökkvistarfi er að ljúka á skemmtistaðnum Pablo Discobar við Ingólfstorg í miðborg Reykjavíkur, og slökkviliðsmenn farnir að tínast aftur til sinna stöðva, einn af öðrum. Nokkuð lið er þó enn á staðnum og þar verður vakt til morguns. Varðstjóri hjá slökkvliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir vel hafa gengið að ráða niðurlögum eldsins. Segir hann þetta hafa verið þónokkurn eld sem mikinn reyk lagði af og því var allt tiltækt lið kallað út.
19.03.2020 - 02:24
Eldur kviknaði í Pablo Discobar
Slökkviliðsmenn berjast nú við eld í skemmtistaðnum Pablo Discobar í timburhúsi í miðbæ Reykjavíkur. Eldur kviknaði um klukkan ellefu og hefur allt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu verið sent á staðinn til að reyna að ná tökum á eldinum. Aukamannskapur hefur verið kallaður út.
18.03.2020 - 23:57
Nær 60% Reykvíkinga styðja verkfallsaðgerðir Eflingar
Fimmtíu og átta prósent Reykjavíkinga styðja verkfallsaðgerðir Eflingar í borginni að hluta eða öllu leyti, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Tuttugu og sjö prósent styðja þær ekki eða að litlu leyti. Stuðningur Reykvíkinga við verkföllin minnkar eftir því sem skólaganga fólks er lengri.
09.03.2020 - 12:51
Sólveig Anna setur Degi skilyrði fyrir viðræðum
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist tilbúin til að hitta Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, á fundi til að ræða yfirstandandi kjaradeilur. Fyrir því setur hún hins vegar tvö skilyrði, annað þeirra að þau mætist í kappræðum í sjónvarpi eða útvarpi.
04.03.2020 - 10:03
Sorphirða í borginni hefst á ný í fyrramálið
Efling hefur samþykkt beiðni Reykjavíkurborgar um undanþágu frá verkfalli vegna sorphirðu af lýðheilsuástæðum vegna COVID-19 veirunnar. Byrjað verður að hirða sorp í Breiðholti í fyrramálið. Verkfallið hefur staðið yfir síðan um miðjan febrúar.
01.03.2020 - 13:25
Þurrar götur og aukið svifryk
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í Reykjavík í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
12.02.2020 - 13:45
Bíll valt við árekstur
Tveggja bíla árekstur varð í Vatnagörðum í Reykjavík á fimmta tímanum. Annar bíllinn valt við áreksturinn. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ein manneskja flutt á slysadeild en var ekki með alvarlega áverka.
04.02.2020 - 16:56
Myndskeið
3500 börn heim í hádeginu
Um eitt þúsund og átta hundruð starfsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg leggja niður störf á morgun. Veruleg röskun verður á starfsemi leikskóla borgarinnar og verða um þrjú þúsund og fimm hundruð börn send heim í hádeginu.
03.02.2020 - 19:46
Viðtal
Alvarlegt ef verkfallið dregst á langinn
Það er grafalvarlegt mál ef verkföll Eflingar dragast á langinn, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar. 1.800 starfsmenn Eflingar hjá Reykjavíkurborg leggja niður störf á morgun og verður veruleg röskun á starfsemi leikskóla. 3.500 börn verða send heim í hádeginu, ekki verður boðið upp á mat í grunnskólum og starfsmenn sorphirðu fara einnig í verkfall.
03.02.2020 - 19:44
Hópar leikskólabarna þurfa að vera heima
Verkfall félagsmanna í Eflingu mun hafa veruleg áhrif á starfsemi leikskóla Reykjavíkurborgar. Ljóst er að hópar barna munu þurfa að verða heima þá daga sem verkfallið stendur yfir.
31.01.2020 - 15:02
Myndskeið
Nálæg hverfi narta í hæla miðborgarinnar
Miðborgin verður áfram dýrasta hverfi höfuðborgarsvæðisins þótt fasteignaverð í nálægum hverfum nálgist verðið þar. Þótt margar íbúðir í miðbænum standi auðar seljast þær á endanum, segir sérfræðingur í húsnæðismörkuðum.
Miðborgarálagið hefur lækkað verulega
Mjög hefur dregið úr verðmun á nýjum seldum íbúðum í miðborg Reykjavíkur og öðrum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Nýjar íbúðir í miðborginni eru umtalsvert minni en áður.
Myndskeið
Opnað á lagningu Sundabrautar
Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgöngumannvirkja og borgarlínu liggur fyrir og verður undirritað á fimmtudaginn í næstu viku. Þar er opnað fyrir möguleikann á að leggja Sundabraut.
20.09.2019 - 19:55