Færslur: Reykjavík

Brunaútkall vegna elds sem enginn var
Allt tiltækt slökkvilið var sent að blokk í vesturborg Reykjavíkur um eittleytið í nótt, þegar tilkynning barst frá áhyggjufullum nágranna sem sá eldglæringar í gegnum glugga íbúðar á áttundu hæð. Þegar að var komið reyndist þó enginn eldur loga í íbúðinni heldur á stórum flatskjá í stofunni.
Um 50 manns í sóttkví vegna smits í Sæmundarskóla
Um 50 manns, nemendur og starfsfólk, eru komin í sóttkví vegna kórónaveirusmits sem greindist í nemanda í 2. bekk Sæmundarskóla í Grafarholti í Reykjavík.
Gosbrunnur vegna bilaðrar lagnar myndaðist í Lækjargötu
Myndarlegur gosbrunnur varð til á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis í Reykjavík í morgun. Vegfarendum varð nokkuð um þegar þeir urðu varir við að ríflega mannhæðarhár vatnstrókur stóð upp í loftið rétt við gangbrautina yfir Lækjargötu.
29.03.2021 - 11:27
Kemur brátt í ljós hvort kosið verður um Kanye West
Reykvíkingar fá á næstu dögum og vikum að velja milli þeirra hugmynda sem fengust í hugmyndasöfnun meðal borgarbúa og metnar hafa verið framkvæmanlegar innan þess ramma sem verkefninu Hverfið mitt hefur verið skapaður. Í lok vikunnar kemur í ljós hvaða hugmyndir sérfræðingar Reykjavíkurborgar telja tækar fyrir hverfin Grafarvog og Kjalarnes. Á fimmtudag verður síðan líklega ljóst hvort tillaga um að reist verði stytta af Kanye West fái að fara í kosningu.
17.03.2021 - 15:24
Myndskeið
Hundrað rampar í miðborgina fyrir árslok
Styrkja á verslunar- og veitingahúsaeigendur í miðborg Reykjavíkur til þess að auðvelda þeim að koma upp rampi og þannig gera fólki í hjólastólum kleift að komast inn. „Þegar fólk reynir að komast inn en kemst ekki inn þá er það ótrúlega sárt. Sérstaklega ef þú ert kannski búinn að ákveða að hitti vini eða fjölskyldu og ert kannski búinn að vera spenntur allan daginn,“ segir forsprakki verkefnisins Römpum upp Reykjavík.
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Framkvæmdir við Sunnutorg settar á ís vegna COVID-19
Áætlanir Reykjavíkurborgar um að gæða Sunnutorg lífi voru settar á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Í apríl í fyrra var auglýst eftir leigutökum með hugmyndir að starfsemi, útliti og umhverfi gömlu sjoppunnar við Langholtsveg og níu sóttu um. Enn hefur ekki verið gerður samningur við leigutaka og engin hreyfing orðið við Sunnutorg, og þær skýringar sem fást frá borginni er að töfin sé vegna COVID-19. Þá er enn óvíst hver næstu skref verða.
25.02.2021 - 16:12
„Lögregla á ekki að þurfa að slá á putta veitingamanna“
Yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki eiga að þurfa að segja veitingamönnum til, þeir þekki reglurnar. Eigendur tveggja veitingastaða brutu sóttvarnalög í miðborginni í nótt og lögreglan leysti upp ólöglega útitónleika.
Auka áherslu á íslenskukennslu barna með annað móðurmál
Skóla- og frístundaráð samþykkti í dag aðgerðaáætlun til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku. Stefnt er að því að setja á fót íslenskuver þar sem börn sem eru nýflutt til Íslands fá íslenskukennslu í nokkra mánuði. Skúli Þór Helgason, formaður ráðsins, segir að á síðustu sex árum hafi um það bil þúsund börn með annað móðurmál en íslensku komið inn í grunnskólana.
09.02.2021 - 17:02
Myndskeið
Sinueldur við Reynisvatn
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna sinubruna við Reynisvatn í Grafarholti í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Nokkur reykur barst frá brunanum yfir nálæg hverfi en vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.
Hætta með útsendingar- lögbundið, segja sjálfstæðismenn
Samþykkt var á fundi forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í gær að hætta útvarpsútsendingum af borgarstjórnarfundum, en kostnaður af því að senda út hvern fund er um 180.000 krónur og með þessu sparast um tvær milljonir á ári. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu halda útsendingunum áfram og bentu á að það væri lögbundið. Fulltrúar meirihlutans sögðu að fylgjast mætti með fundunum á netinu.
30.01.2021 - 18:10
Sameiginleg ákvörðun að Ólafur víki úr þremur ráðum
Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, víkur úr þeim ráðum Reykjavíkurborgar sem hann hefur átt varamannasæti í vegna færslu sem hann birti um Dag B. Eggertsson borgarstjóra á Facebook í gærkvöldi. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að með því vilji flokkurinn sýna að hann taki mál sem þetta alvarlega og Ólafur segir að ákvörðunin sé sameiginleg.
29.01.2021 - 14:07
Eldur í togara við Slippinn í Reykjavík
Eldur kviknaði í togara við Slippinn í Reykjavík nú síðdegis. Fjölmennt útkall slökkviliðs, sjúkrabíla og lögreglu var sent á staðinn. Samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er búið að slökkva eldinn nú klukkan rúmlega 15 og allir komnir úr skipinu.
28.01.2021 - 15:09
Ballþyrstir kærðir fyrir brot á sóttvarnarlögum
Á þriðja tug manns voru kærðir fyrir brot á sóttvarnarlögum í húsnæði í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Lögreglunni barst tilkynning um dansleik í húsnæði við hlið veitingastaðar rétt fyrir klukkan níu í gærkvöld. Gestir dansleiksins eru svo sagðir hafa farið inn á veitingastaðinn og tekið áfengi þaðan með sér yfir í húsnæðið þar sem dansleikurinn var.
Myndskeið
Vilja Kanye West við Westurbæjarlaug
Hátt í sjö hundruð manns vilja að stytta verði reist við Sundlaug Vesturbæjar og er þetta langvinælasta hugmyndin sem sett hefur verið inn á vef Reykjavíkurborgar í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Verkefnastjóri hjá borginni segir ekki útilokað að hugmyndin geti orðið að veruleika.
21.01.2021 - 19:27
Þúsundir fermetra á floti í byggingum HÍ
Stór kaldavatnslögn í Vesturbæ Reykjavíkur gaf sig í nótt með þeim afleiðingum að feikimikið vatn fossaði inn í kjallara nokkurra bygginga Háskóla Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru þúsundir fermetra í Aðalbyggingu háskólans, Lögbergi, Gimli, Árnagarði, Háskólatorgi og Stúdentakjallaranum og fleiri byggingum austan Suðurgötu undir vatn áður en menn náðu að loka fyrir rennsli um lögnina. Einnig mun eitthvað af vatni hafa streymt inn í Nýja Garð.
Hefur áhyggjur af tillögum frá almenningi um kjötbann
Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum sínum af því á borgarstjórnarfundi í dag að of róttækar hugmyndir um takmörkun á bílaumferð og kjötneyslu væru að ryðja sér til rúms innan meirihlutaflokkanna í borgarstjórn.
19.01.2021 - 17:09
Eldur í þvottavél í einbýlishúsi í Reykjavík
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um reyk frá einbýlishúsi í Vogahverfi Reykjavíkur nú á tólfta tímanum. Allar stöðvar voru sendar að húsinu, þar sem kom í ljós að kviknað hafði í þvottavél. Tvær stöðvar voru fljótlega sendar til baka.
Mótmæla atvinnusvæði í suðurhlíðum Úlfarsfells
Um þúsund manns hafa skrifað undir mótmæli við breytingu á skipulagi á svokölluðum reit M22 undir Úlfarsfelli. Breyta á notkun reitsins úr blandaðri byggð íbúða og verslana í atvinnusvæði.
12.01.2021 - 09:26
Eldur í íbúðarhúsi við Mánatún
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tólfta tímanum þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Mánatúni. Lið var sent á vettvang frá tveimur stöðvum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu virðist eldurinn hafa kviknað út frá kertaskreytingu.
Lögregla: Á annað hundrað manns í kirkju í miðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í kirkju í miðborg Reykjavíkur á ellefta tímanum á aðfangadagskvöld. Þegar lögreglumenn komu á vettvang töldu þeir um það bil 50 manns á leið út úr kirkjunni og á milli 70 og 80 manns inni í henni, bæði fullorðna og börn.
Rúta gjöreyðilagðist í eldi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fimmta tímanum vegna elds í gamalli númerslausri rútu sem stóð við Köllunarklettsveg í Reykjavík. Rútan var alelda þegar að var komið en slökkvistörf gengu greiðlega og lauk þeim seint á sjötta tímanum. Engin hætta var á að eldurinn teygði sig í önnur farartæki eða mannvirki, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu, þar sem rútan stóð nokkuð frá öllu slíku.
Brot á sóttvarnareglum, eignaspjöll og líkamsárás
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg, vegna brota á sóttvarnareglum. Einnig var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í Austurborginni og húsbrot og eignarspjöll í Reykjavík og Kópavogi..
Kynna í dag nýtt hverfi með íbúðafjölda á við Garðabæ
Reykjavíkurborg kynnir í dag fyrirhugaða íbúðauppbyggingu í borginni og „Græna planið“. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að meðal þess sem verði kynnt sé nýtt deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða og Elliðaárvog þar sem borgin stefni að því að byggja 7.500 íbúðir og leggja grunn að einu grænasta hverfi landsins.  Dagur var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
30.10.2020 - 08:52
17 ára stúlka staðin að ofsaakstri á Miklubraut
Sautján ára stúlka var stöðvuð þegar hún var staðin að því að aka á 148 kílómetra hraða eftir Miklubraut, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki voru liðnir nema tólf dagar frá því að stúlkan fékk ökuréttindi þar til hún var gripin við glæfraaksturinn og svipt þeim aftur, auk þess sem hún á von á ríflega 200.000 króna sekt.