Færslur: Rammaáætlun

Sjónvarpsfrétt
Þarf að virkja meira til að standa undir orkuskiptum
„Það er enginn að fara að reisa fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir á Íslandi.“ Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Þó þurfi að virkja meira til að standa undir orkuskiptum og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.
Allt að fimm nýjar Kárahnjúkavirkjanir í orkuskiptin
Virkja þarf sem nemur fimm nýjum Kárahnjúkavirkjunum á næstu 18 árum til að ná markmiðum um full orkuskipti. Þá er miðað við sviðsmynd Samorku, um að notkun stórnotenda raforku, stóriðju og annars orkusækins iðnaðar haldi áfram að aukast eins og verið hefur. Kárahnjúkavirkjanirnar yrðu aðeins þrjár, ef gert er ráð fyrir núverandi tækni og að orkuþörf almenns markaðar og stórnotenda breytist ekki. Íslendingar standa frammi fyrir erfiðum spurningum um orkuframleiðslu á næstu árum.
Myndskeið
Segir rammann grunninn að orkuskiptum
Rammaáætlun var samþykkt á Alþingi í gær, en um er að ræða eitt umdeildasta þingmál síðustu ára um vernd og orkunýtingu landssvæða. Umhverfisráðherra segir rammaáætlun grunninn að orkuskiptum.
Sjónvarpsfrétt
Rammaáætlun: Pólitísk hrossakaup eða merkisáfangi
Rammaáætlun var samþykkt með 34 atkvæðum á Alþingi í dag, en um er að ræða eitt umdeildasta þingmál síðustu ára um vernd og orkunýtingu landssvæða. Sjö þingmenn greiddu atkvæðu á móti málinu en fimmtán sátu hjá. 
15.06.2022 - 22:12
Rammaáætlun samþykkt á Alþingi
Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi í hádeginu með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæðu á móti en fimmtán sátu hjá. Þetta er í fyrsta sinn í rúm níu ár sem samkomulag næst um þennan áfanga rammáætlunar. Hún er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða til lengri tíma.
VG í Skagafirði: Faglegu mati verði fylgt
Vinstri græn í Skagafirði hafa birt yfirlýsingu vegna umræðu um rammaáætlun á Alþingi og vilja að Jökulárnar í Skagafirði verði settar í verndarflokk. Þingmaður VG styður ekki álit meirihlutans.
Afgreiða áfengisfrumvarp en ekki leigubílafumvarpið
Leigubílafrumvarpið verður ekki afgreitt á þessu þingi, en frumvarp dómsmálaráðherra um heimild til að selja áfengi á framleiðslustað verður afgreitt fyrir þinglok. Allt útlit er fyrir að þingstörf klárist í vikunni.
14.06.2022 - 12:39
Morgunútvarpið
„Náttúran á ekki að líða fyrir hrossakaup“
Kjalölduveita og Héraðsvötn voru færð úr verndarflokki í biðflokk sem hluti af samkomulagi á Alþingi til að koma rammaáætlun í gegnum þingið, segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Náttúran eigi ekki að þurfa að líða fyrir slík hrossakaup.
13.06.2022 - 09:27
Hefur áhyggjur af nýtingu og vernd náttúrusvæða
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að rammaáætlun verði ekki afgreidd úr nefnd og frá Alþingi á þessu vorþingi.
31.05.2022 - 18:01
Leggja til virkjanir í Steingrímsfirði og Vatnsfirði
Starfshópur um orkumál á Vestfjörðum leggur til að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir í Steingrímsfirði og Vatnsfirði. Fjölþættar lausnir þarf til að bæta úr orkuvanda Vestfjarða sem geta ekki tekið þátt í orkuskiptum við óbreytt ástand.
06.04.2022 - 17:01
Vindorka sjálfsögð viðbót við orkukosti landsins
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, segir vindorku sjálfsagða viðbót við orkukosti sem nýttir séu á landinu í dag. Þá hnýta samtökin í rammaáætlun og leggja til að nýju fyrirkomulagi verði komið á.
25.08.2021 - 14:20
Spegillinn
Það sjá allir að þetta er ekki að virka
Framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur segir að hver kona og maður sjá að ferlið í kringum rammaáætlun virki alls ekki. Það verði að grípa í taumana. Vegna tafa á afgreiðslu 3. áfanga áætlunarinnar er ekki hægt að rannsaka þá kosti sem eru heimilaðir í henni en hafa ekki verið samþykktir á Alþingi. Töfin sé byrjuð að standa starfseminni fyrir þrifum.
Spegillinn
Hefur kostað á annan milljarð króna
Hátt í hundrað vísindamenn hafa komið að vinnu við fyrsta til þriðja áfanga rammaáætlunar og má gera ráð fyrir að hún hafi kostað vel á annan milljarð króna. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, segir að ástæðan fyrir því að þriðji áfangi rammaáætlunar hefur ekki verið afgreiddur frá Alþingi hafi ekkert með vinnu rammaáætlunar að gera.
Spegillinn
Höggva verður á hnútinn í kringum rammaáætlun
Höggva verður á þann hnút sem er í kringum rammaáætlun svo tryggja megi áfram græna orku, hvort sem það er gert með rammaáætlun eða öðrum leiðum. Þetta segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs. Fyrsti Loftslagsvegvísir atvinnulífsins var kynntur í dag. 
Spegillinn
Stjórnsýsla raforkumála er ekki að virka
Orkumálastjóri segir það slæm tíðindi að þriðji áfangi rammaáætlunar verði ekki afgreiddur á þessu þingi. Ljóst sé að stjórnsýsla raforkumála virki ekki sem skyldi. Forstjóri Landsvirkjunar segir tímabært að Alþingi velti fyrir sér hvernig þessi aðferð virki. Að hans mati sé komið að ákveðinni endastöð.
09.06.2021 - 17:12
Spegillinn
Þriðji áfangi rammans ekki afgreiddur
Þriðji áfangi rammaáætlunar verður ekki afgreiddur fyrir þinglok. Þingsályktunartillaga um hann hefur þrisvar sinnum verði lögð fram á Alþingi frá því umhverfisráðherra fékk rammaáætlun í hendur fyrir rúmum 4 árum.
08.06.2021 - 17:16
Regluverk um vindmyllur sanngjarnt og skilvirkt
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að nýtt regluverk um nýtingu vindorku sé bæði skilvirkt og sanngjarnt. Það þjóni bæði hagsmunum verndar og nýtingar. Samkvæmt drögum að frumvarpi og þingsályktunartillögu sem kynnt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að landinu verði skipt í þrjá hluta.
Spegillinn
Enn ríkir óvissa um afgreiðslu vindorkuvera
Þó að lagðar hafi verið fram á fjórða tug umsókna um vindorkuver víðs vegar um landið ríkir enn óvissa um hvernig eigi að afgreiða þær. Orkustofnun leggst gegn því að vindorkuver heyri lög um rammaáætlun.
09.11.2020 - 17:00
Myndskeið
Ramminn í þingið í mars
Orkustofnun hefur kynnt tólf nýjar virkjanahugmyndir fyrir fjórða áfanga rammaáætlunar. Umhverfisráðherra ætlar að mæla fyrir þingsályktunartillögu um þriðja áfanga áætlunarinnar á Alþingi á næstu vikum.
04.03.2020 - 19:30
Á von á átökum um rammann og hálendisþjóðgarðinn
Bergþór Ólason formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á von að hart verði tekist á um þingsályktunartillögu um rammáætlun og frumvarp um hálendisþjóðgarð sem leggja á fram í febrúar. Hann segir að umræðan um loftslagsmál ýti undir að fjölga þurfi virkjunarkostum um umhverfisvæna græna orku.
12.01.2020 - 12:48
Úr legi móður í leg landslags
„Á sama hátt og við sættum okkur ekki við að aðrir taki ákvarðanir um líkama okkar eða heimili, þá sættum við okkur heldur ekki við að aðrir taki ákvarðanir um landslagið sem umvefur okkur.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur og pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um gildi landslagsfegurðar, heimili, móðurlíf, landsleg eins og það kemur fyrir í Íslendingasögunum og margt fleira í nýjum pistli.
09.11.2018 - 10:39
Segir ótímabært að tjá sig um rammaáætlun
Umhverfisráðherra telur ekki tímabært að tjá sig um hvenær hann leggur fram tillögur sínar um virkjanakosti samkvæmt rammaáætlun. Nærri tvö ár eru síðan verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði af sér. Tveir umhverfisráðherrar hafa lagt tillögur sínar fyrir Alþingi en þær voru ekki afgreiddar. 
16.04.2018 - 12:21
Ríkisstjórnin afgreiðir rammaáætlun
Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu Bjartar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um áætlun um vernd og nýtingu orkusvæða, eða rammaáætlun.
10.02.2017 - 14:03
Jákvæðir í garð tillagna verkefnisstjórnar
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, fagnar því að virkjanakostir sem meirihluti nefndarinnar vildi setja í nýtingarflokk fyrr á kjörtímabilinu séu komnir þangað í rammaáætlun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, telur tillögur verkefnisstjórnar góða málamiðlun. Hann getur þó séð fyrir sér að Skrokkölduvirkjun verði færð úr nýtingarflokki vegna hugmynda um hálendisþjóðgarð.
27.08.2016 - 18:57
Lokaskýrsla olli orkumálastjóra vonbrigðum
Tillögur verkefnisstjórar um rammaáætlun eru mjög afgerandi og takmarkandi fyrir framtíðar landnytjar á Íslandi segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar, telur að náðst geti tiltölulega góð sátt um tillögurnar þó aldrei verði fullkomin sátt um slík mál.
27.08.2016 - 12:45