Færslur: Rammaáætlun

Regluverk um vindmyllur sanngjarnt og skilvirkt
Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að nýtt regluverk um nýtingu vindorku sé bæði skilvirkt og sanngjarnt. Það þjóni bæði hagsmunum verndar og nýtingar. Samkvæmt drögum að frumvarpi og þingsályktunartillögu sem kynnt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að landinu verði skipt í þrjá hluta.
Spegillinn
Enn ríkir óvissa um afgreiðslu vindorkuvera
Þó að lagðar hafi verið fram á fjórða tug umsókna um vindorkuver víðs vegar um landið ríkir enn óvissa um hvernig eigi að afgreiða þær. Orkustofnun leggst gegn því að vindorkuver heyri lög um rammaáætlun.
09.11.2020 - 17:00
Myndskeið
Ramminn í þingið í mars
Orkustofnun hefur kynnt tólf nýjar virkjanahugmyndir fyrir fjórða áfanga rammaáætlunar. Umhverfisráðherra ætlar að mæla fyrir þingsályktunartillögu um þriðja áfanga áætlunarinnar á Alþingi á næstu vikum.
04.03.2020 - 19:30
Á von á átökum um rammann og hálendisþjóðgarðinn
Bergþór Ólason formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á von að hart verði tekist á um þingsályktunartillögu um rammáætlun og frumvarp um hálendisþjóðgarð sem leggja á fram í febrúar. Hann segir að umræðan um loftslagsmál ýti undir að fjölga þurfi virkjunarkostum um umhverfisvæna græna orku.
12.01.2020 - 12:48
Úr legi móður í leg landslags
„Á sama hátt og við sættum okkur ekki við að aðrir taki ákvarðanir um líkama okkar eða heimili, þá sættum við okkur heldur ekki við að aðrir taki ákvarðanir um landslagið sem umvefur okkur.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur og pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um gildi landslagsfegurðar, heimili, móðurlíf, landsleg eins og það kemur fyrir í Íslendingasögunum og margt fleira í nýjum pistli.
09.11.2018 - 10:39
Segir ótímabært að tjá sig um rammaáætlun
Umhverfisráðherra telur ekki tímabært að tjá sig um hvenær hann leggur fram tillögur sínar um virkjanakosti samkvæmt rammaáætlun. Nærri tvö ár eru síðan verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar skilaði af sér. Tveir umhverfisráðherrar hafa lagt tillögur sínar fyrir Alþingi en þær voru ekki afgreiddar. 
16.04.2018 - 12:21
Ríkisstjórnin afgreiðir rammaáætlun
Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu Bjartar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um áætlun um vernd og nýtingu orkusvæða, eða rammaáætlun.
10.02.2017 - 14:03
Jákvæðir í garð tillagna verkefnisstjórnar
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, fagnar því að virkjanakostir sem meirihluti nefndarinnar vildi setja í nýtingarflokk fyrr á kjörtímabilinu séu komnir þangað í rammaáætlun. Snorri Baldursson, formaður Landverndar, telur tillögur verkefnisstjórnar góða málamiðlun. Hann getur þó séð fyrir sér að Skrokkölduvirkjun verði færð úr nýtingarflokki vegna hugmynda um hálendisþjóðgarð.
27.08.2016 - 18:57
Lokaskýrsla olli orkumálastjóra vonbrigðum
Tillögur verkefnisstjórar um rammaáætlun eru mjög afgerandi og takmarkandi fyrir framtíðar landnytjar á Íslandi segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar, telur að náðst geti tiltölulega góð sátt um tillögurnar þó aldrei verði fullkomin sátt um slík mál.
27.08.2016 - 12:45
Rammaáætlun: Nýtingarflokkur upp á 1400 MW
Verkefnisstjórn þriðja áfanga rammaáætlunar hefur lagt til að sömu kostir verði settir í verndarflokk og nýtingarflokk og tilgreindir voru í endurskoðaðri skýrslu í sumar. Ekkert tillit var því tekið til gagnrýni Orkustofnunar og Landsvirkjunar á mat verkefnisstjórnar. Stjórnin hefur nú lokið störfum.
26.08.2016 - 19:50
Fagaðilar tæta í sig skýrslu um rammaáætlun
Yfirlýst markmið með rammaáætlun er að skapa sátt um virkjanamál á Íslandi. Þegar maður les umsagnir fagaðila um skýrslu verkefnastjórnar um þriðja áfanga Rammaáætlunar eru orðin sátt eða samlyndi síst þau sem koma upp í hugann. Umsagnafrestur um skýrsludrög verkefnastjórnarinnar rann út í gær. Landsvirkjun, Orkustofnun, Samorka, Orkusalan, Verndarsjóður villtra laxa, Landsvernd og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands eru meðal þeirra aðila sem gera alvarlegar athugasemdir við hana.
05.08.2016 - 20:15
Landvernd jákvæð um rammaáætlun
„Fyrstu viðbrögð eru býsna jákvæð, miðað við hvernig þetta rammaáætlunarferli er sett upp,“ segir Snorri Baldursson formaður Landverndar um lokaskýrslu verkefnisstjórnar um rammaáætlun sem var kynnt í dag. Samkvæmt henni voru sjö nýir virkjanakostir settir í nýtingarflokk.
31.03.2016 - 19:35
Vill setja múl upp í Jón Gunnarsson
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu Jón Gunnarsson formann atvinnuveganefndar harðlega fyrir framgöngu hans á fundi nefndarinnar í morgun, þar sem fjallað var um rammaáætlun.
24.09.2015 - 12:01
Leggur ekki til breytingar á rammaáætlun
Þingmönnum er frjálst að leggja til endurskoðun á virkjanakostum í Þjórsá segir umhverfisráðherra. Hún leggi hins vegar ekki til neinar breytingar á rammaáætlun á þessu þingi.
12.09.2015 - 16:33
Umræðu um rammaáætlun frestað
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis tilkynnti á þingfundi á níunda tímanum í kvöld að hann hefði ákveðið að fresta að sinni umræðu um rammaáætlun og breytingartillögur meirihlutans og taka fyrir næstu mál á dagskrá.
26.05.2015 - 20:10
Fundur hafinn um rammaáætlun
Atvinnuveganefnd Alþingis kom saman til fundar klukkan hálf níu í morgun til að ræða rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Gestir hafa verið kallaðir fyrir nefndina, þeirra á meðal formaður verkefnastjórnar um rammaáætlun og fulltrúar Landsvirkjunar.
26.05.2015 - 08:59
Alþingi logar í deilum
Miklar deilur hafa verið á Alþingi í morgun. Tillaga stjórnarandstöðunnar um að rammaáætlun verði tekin af dagskrá var feld og munu umræður því standa áfram fram eftir degi. Aðrir dagskrárliðir þingsins frestast á meðan.
21.05.2015 - 13:01
Fundur forseta og formanna skilaði engu
Þingmenn stjórnarandstöðu krefjast þess að rammaáætlun og breytingartillögur við hana verði tekin af dagskrá þingfundar sem nú stendur. Allt er stál í stál á Alþingi og fundir forseta Alþingis með þingflokksformönnum í dag hafa ekki skilað neinum árangri um framhaldið enn sem komið er.
20.05.2015 - 19:15
Hér eru virkjanakostirnir umdeildu
Hér má sjá virkjanakostina fjóra sem deilt hefur verið um á þingi að undanförnu. Ef þeir verða allir nýttir myndu virkjanirnar framleiða jafnmikið rafmagn og tæplega hálf Kárahnjúkavirkjun. Undirbúningur þessara virkjana er þó mislangt á veg kominn.
18.05.2015 - 11:45
Vill færa átta kosti í nýtingarflokk
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar telur að það standist ekki lög að setja Skrokköldu og Hagavatn í nýtinarflokk. Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku, vill færa átta virkjanakosti í nýtingarflokk.
15.05.2015 - 09:52
Samorka vill átta kosti í nýtingarflokk
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telur að rétt sé að færa átta orkukosti í nýtingarflokk rammaáætlunar, ekki eingöngu þá fimm sem nú er lagt til af hálfu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis.
13.05.2015 - 23:11
Segja málsmeðferðina ámælisverða
Samtök ferðaþjónustunnar telja málsmeðferð á þingsályktunartillögu varðandi áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða vera ámælisverða. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn samtakanna sendi frá sér í kvöld.
13.05.2015 - 21:47
400 mótmæltu breytingu á rammaáætlun
Um 400 manns mótmæltu á Austurvelli í dag breytingatillögu á rammaáætlun. Verði hún samþykkt eru lögin gagnslaus og náttúrunni sýnd vanvirðing, segir umhverfisverndarsinnar.
13.05.2015 - 19:04
Vilja að rammaáætlun fari af dagskrá
Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur krafist þess að tekin verði af dagskrá rammaáætlun og breytingartillögur meirihlutans um fjóra nýja virkjanakosti í nýtingarflokk.
13.05.2015 - 18:16
Kallaði Ásmund óvart „háttvirtan þingmund“
Hörð átök hafa verið á Alþingi í dag um rammaáætlun og breytingatillögur meirihlutans að bæta fjórum virkjanakostum í nýtingarflokk. Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu skiptast í fylkingar og spara ekki stóru orðin.
13.05.2015 - 17:33