Færslur: rafmagnsleysi

Rafmagn komið á í Bláskógabyggð
Rafmagn er komið á sumarbústaðabyggðina í Brekkuskógi. Rafmagnslaust varð víða um Bláskógabyggð þegar eldingum laust niður í spenna síðdegis í gær.
Enn rafmagnslaust að hluta í Bláskógabyggð
Enn er rafmagnslaust í hluta Brekkuskógar í Bláskógabyggð þar sem er sumarbústaðabyggð. Verið er að skipta um spenna sem lostnir voru eldingum í dag.
31.07.2021 - 01:28
Rafmagnslaust í Borgartúni og nærliggjandi götum
Rafmagnslaust er vegna viðgerðar í nokkrum húsum við Borgartún, Mánatún og nágrenni frá klukkan eitt í nótt og til klukkan fimm í fyrramálið.
29.07.2021 - 01:30
Rafmagn komið á alstaðar nema í Kelduhverfi
Á Norðausturlandi er rafmagn komið aftur á alstaðar nema í Kelduhverfi og hluta Öxarfjarðar. Vonast er til að það komist fljótlega á þann hluta Öxarfjarðar sem út af stendur, en lengra er í að straumur komist á Kelduhverfið. Þangað þarf að flytja ljósavél og mun það taka einhverjar klukkustundir, samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt Rarik á Norðausturlandi.
09.06.2021 - 03:40
Rafmagnslaust á stóru svæði á Norðausturlandi
Rafmagn fór af stóru svæði á Norðausturlandi um klukkan ellefu í kvöld.
08.06.2021 - 23:51
Rafmagn komið á að nýju í Hafnarfirði
Rafmagn á að vera komið á að nýju eftir að það fór af hluta Hafnarfjarðar laust fyrir klukkan átta í morgun. Að sögn HS Veitna var allt komið í samt lag rétt eftir klukkan tíu.
14.03.2021 - 08:14
Rafmagnsbilun á Norðurlandi
Rafmagn fór af á allstóru svæði á Tröllaskaga og í austanverðum Eyjafirði um hádegisbil. Ástæðan var bilun í spenni á Dalvík.
12.03.2021 - 13:52
Síðdegisútvarpið
Milljónir án rafmagns og ástandið í Texas „skelfilegt“
Milljónir eru án rafmagns í suðurríkjum Bandaríkjanna og tuttugu og einn hefur látist í miklum frosthörkum. Guðbrandur Gísli Brandsson býr í Austin í Texas þar sem fjörutíu prósent heimila voru án rafmagns þegar verst lét. Hamfaraástandi hefur verið lýst yfir.
17.02.2021 - 17:05
Komust ekki til viðgerða á Vopnafjarðarlínu
Ekki reyndist unnt að koma viðgerðarliði á Hellisheiði eystri þar sem skemmdir urðu á Vopnafjarðarlínu á sunnudag. Línumenn Landsnets sluppu naumlega undan snjóflóði á sunnudag þegar þeir voru að gera við slitna festingu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að vegna veðurs hafi ekki verið unnt að fljúga með viðgerðarmenn í þyrlu í gær.
17.02.2021 - 08:14
Rafmagnslaust á tíu sveitabæjum og ekki hægt að mjólka
Rafmagnslaust er á um sveitabæjum í Fitjárdal í Húnaþingi vestra. Bændur geta ekki mjólkað og það getur skaðað skepnurnar. Bóndinn í Ytri-Valdarási segist verða að geta mjólkað fyrir hádegi svo að kýrnar fái ekki júgurbólgu.
15.02.2021 - 09:11
Myndskeið
Rafhlöður sem „breyta heiminum til hins betra“
Íslenska fyrirtækið Alor stefnir að því að breyta heiminum til hins betra. Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, nýr framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Til stendur að framleiða umhverfisvænar rafhlöður, sem gætu til dæmis nýst til þess að bjarga heilu byggðarlögunum í rafmagnsleysi.
Pakistan rafmagnslaust
Hátt á annað hundrað milljóna manna voru án rafmagns í Pakistan í gær, þegar rafmagnslaust varð í nær öllu landinu um miðnæturbil að staðartíma, þar á meðal í öllum helstu borgum.
10.01.2021 - 03:57
Slökkvilið réð niðurlögum elds í Glerárskóla á Akureyri
Slökkviliðinu á Akureyri hefur tekist að að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Glerárskóla í kvöld. Að sögn Ólafs Stefánssonar slökkviliðsstjóra er verið að reykræsta húsið en mikinn reyk leggur enn frá byggingunni.
07.01.2021 - 00:32
Myndskeið
Bilunin olli truflunum hjá meira en 15 þúsund notendum
Slitskemmdir í tengivirki ollu rafmagnstruflunum hjá meira en fimmtán þúsund manns á Vesturlandi og í Húnaþingi í gærkvöld. Um fjóra tíma tók að laga bilunina.
04.01.2021 - 23:38
Viðtal í heild
Fylgst reglulega með slitskemmdum í tengivirkjum
Rafmagnslaust varð á Vesturlandi og í Húnaþingi í gærkvöld. Straumlaust var lengst í um fjóra tíma en bilunin varð vegna slitskemmda í tengivirki. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að fylgst sé reglulega með búnaðinum og að nú verði tilvikið skoðað.
04.01.2021 - 13:01
Bilunin var á skálakeðju í tengivirki á Vatnshömrum
Bilun á skálakeðju í Hrútatungulínu 1 við tengivirkið á Vatnshömrum á Vesturlandi orsakaði rafmagnsleysi um nánast allt Vesturland og norður í Húnaþing vestra í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Viðgerð lauk á öðrum tímanum í nótt.
04.01.2021 - 07:57
Viðgerð lokið og rafmagn komið á
Viðgerð er lokið vegna bilunar sem olli rafmagnsleysi um nánast allt Vesturland og norður í Húnaþing vestra. Rafmagn er alls staðar komið á að nýju.
03.01.2021 - 23:52
Rafmagnslaust á vestanverðu landinu
Rafmagnslaust er á öllu vestanverðu landinu. Rafmagn er komið á að nýju í Húnaþingi vestra samkvæmt upplýsingum frá Rarik. Háspenna er á landskerfinu, en um leið og dregur úr álagi ætti rafmagn að komast á að nýju.
03.01.2021 - 21:58
Rafmagnslaust á Hvolsvelli og nágrenni í rúma tvo tíma
Frá klukkan 05:45 til 08:00 í morgun var rafmagnslaust á Hvolsvelli, sums staðar á Rangárvöllum, og í hluta Fljótshlíðar og Landeyjar. Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi varð rafmagnsbilun í spennustöð á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan sex í morgun sem tókst að laga um áttaleytið.
12.12.2020 - 08:38
Rafmagnslaust á Jökuldal
Rafmagnslaust er á Jökuldal vegna bilunar við Hofteig. Verið er að undirbúa viðgerð og vonast til að rafmagn komist aftur á seint í nótt. Rafmagn er úti í öllum Efri Jökuldal og í Hrafnkelsdal. Samkvæmt upplýsingurm frá Rarik má rekja rafmagnsleysið til brunninnar tengingar jarðstrengs við loftlínu við Hofteig. UPPFÆRT: Rafmagn er komið á að nýju.
14.11.2020 - 01:25
Myndskeið
RARIK uppfærir kerfið og kemur 250 km af línum í jörð
RARIK reiknar með að koma um 250 kílómetrum af raflínum í jörð áður en vetur gengur í garð. Þar af eru rúmlega hundrað kílómetrar á Norðurlandi. Stór hluti verkefna er til kominn vegna óveðursins sem reið yfir landið í desember í fyrra.
04.10.2020 - 20:25
Sýrland rafmagnslaust eftir sprengingu í gasleiðslu
Grunur leikur á að gasleiðsla í Sýrlandi hafi verið skemmd af mannavöldum seint í gærkvöldi. Rafmagnslaust varð um allt land af þeim sökum.
24.08.2020 - 07:21
Segir ljóst að fyrirtæki hafi orðið fyrir miklu tjóni
Starfsemi Mjólkursamsölunnar á Akureyri er enn skert eftir rafmagnsleysið á svæðinu í gær. Norðlendingar furða sig á að Landsnet hafi ekki flokkað atvikið sem alvarlegt.
06.08.2020 - 16:50
Óháð úttekt á rafmagnsleysi og starfsmanni heilsast vel
Óháð úttekt er hafin á því hvað olli víðtæku rafmagnsleysi í Eyjafirði og nágrenni í gær þegar skammhlaup varð í tengivirki. Tjón virðist vera óverulegt samkvæmt Landsneti og starfsmaður sem var fluttur á sjúkrahús er kominn heim.
06.08.2020 - 14:23
Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42