Færslur: rafmagnsleysi

Tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns
Úkraínuforseti segir að tíu milljónir séu án rafmagns eftir umfangsmiklar eldflaugaárásir Rússa á innviði landsins. Vitað er að sjö fórust í árásum í gær og er óttast fleiri hafi látið lífið.
Rafmagnslaust á Bakkafirði, Þórshöfn og í Þistilfirði
Rafmagnslaust er á hluta Þórshafnar á Langanesi, á Bakkafirði og í Þistilfirði. Unnið er að viðgerð en óljóst hvenær rafmagn verður komið á að nýju.
10.11.2022 - 11:28
Hluti Vesturbæjar og Seltjarnarness án götulýsingar
Hluti vesturbæjar Reykjavíkur og Seltjarnarness er án götulýsingar, vegna bilunar í sendi. Rún Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir í samtali við fréttastofu að starfsmenn séu á staðnum að vinna í því að koma götuljósunum í gang aftur.
07.11.2022 - 20:54
Zelensky segir Írani draga styrjöldina á langinn
Úkraínuforseti segir Írani ábyrga fyrir að draga stríðsátökin í landinu á langinn með því að útvega Rússum árásardróna. Íbúar herteknu borgarinnar Kherson urðu rafmagns- og vatnslausir í gær í fyrsta sinn frá upphafi innrásar.
07.11.2022 - 06:30
Fjórar milljónir Úkraínumanna búa við rafmagnsskömmtun
Um fjórar milljónir Úkraínubúa búa við rafmagnsskömmtun vegna eyðileggingar Rússa á orkuverum og dreifikerfi rafmagns í landinu. Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, greindi frá þessu í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í kvöld.
Biðja flóttafólk að bíða með að snúa aftur heim
Stjórnvöld í Úkraínu biðja landsmenn sem flúið hafa land vegna stríðsins að bíða með að snúa aftur. Orkuframleiðsla og -dreifing eru meira og minna í lamasessi í Úkraínu eftir fjölmargar og þungar árásir Rússa á orkuver og aðra orkuinnviði í landinu undanfarnar vikur og vatn er líka af skornum skammti víða um land.
Tilkynning Veitna olli veitingamönnum óhagræði
Tilkynning um að rafmagnsleysi á Granda og í miðbæ Reykjavíkur í gær myndi standa fram að miðnætti olli veitingamönnum miklu óhagræði. Forstöðumaður rafveitu hjá Veitum segir ástæðu rafmagnsleysisins líklega framkvæmdir í kringum raflagnir.
08.10.2022 - 16:45
Búa sig undir mögulegt óveður og rafmagnsleysi
Á Akureyri og í Norðurþingi hafa ýmsar ráðstafanir þegar verið gerðar til að fyrirbyggja mögulegt tjón. Óveðrið sem skall á fyrir hálfum mánuði síðan gaf góða mynd á hvaða þáttum þarf að huga að í þeim málum.
08.10.2022 - 14:50
Gæðunum misskipt fyrir norðan
Snjó hefur kyngt niður á Siglufirði síðasta sólahringinn. Um 30-40 cm djúpur snjór er nú í skíðasvæðinu en raunar hefur snjóað „alla leið niður í fjöru“ eins og Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Skarðsdal, kemst að orði. Ekki er þó útlit fyrir að skíðasvæðið verði opnað á næstunni. Stefnt er að opnun 1. desember. „En það er aldrei að vita hvað gerist ef það snjóar svona,“ segir Egill.
07.10.2022 - 16:41
Rafmagn að komast á Kúbu á nýjaleik
Rafmagnsnotendur í Havana, höfuðborg Kúbu, eru nánast allir komnir með rafmagn að nýju, umfjórum sólarhringum eftir að fellibylurinn Ian sló því út á eyjunni allri með þeim afleiðingum að hvergi var straum að fá í 18 klukkstundir.
02.10.2022 - 05:31
Rafmagnslaust á Kúbu og 2,5 milljónir Flórídabúa flýja
Rafmagnslaust er á gjörvallri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian fór þar hamförum í gær. Fárviðrið hamaðist á vesturhluta eyríkisins af ógnarkrafti í fimm tíma áður en það mjakaðist aftur á haf út. Rafmagn fór fljótlega af heimilum um einnar milljónar Kúbverja. Nokkru síðar sló öllu út í einu helsta orkuveri landsins og þegar ekki tókst að koma því aftur í gagnið leiddi það til þess að rafmagn fór af allri eyjunni og um 10 milljónir eyjarskeggja bættust í hóp hinna rafmagnslausu.
28.09.2022 - 06:46
Viðtal
Ekki vitað hvað olli rafmagnsleysi á nær hálfu landinu
Næstum helmingur landsins var án rafmagns í um tvær klukkustundir. Sums staðar varði rafmagnsleysið í þrjá tíma. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir sjaldgæft að straumur fari af svo stóru svæði. Tjón varð bæði hjá Alcoa og PCC. Ekki er vitað hvað varð til þess að rafmagnið fór af.
25.09.2022 - 18:52
Úkraínumenn hafa náð að landamærum Rússlands
Hersveitir Úkraínumanna ráða nú öllum landamærum Kharkiv-héraðs að Rússlandi. Þeim hefur tekist að stökkva rússneskum hersveitum á brott úr héraðinu. Rússa reyna að reisa nýjar varnarlínur til að stöðva framrás Úkraínumanna.
Rafmagnsleysi í austanverðri Úkraínu kennt árásum Rússa
Slökkvilið hefur í dag barist við elda víðsvegar um Úkraínu austanverða. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, kenndi rússneskum hryðjuverkamönnum um þegar rafmagnið fór af stórum hluta svæðisins.
Líbíumenn mótmæla orkuskorti og upplausn
Þúsundir Líbíumanna flykktust út götur helstu borga landsins um helgina til að mótmæla síversnandi lífskjörum, orkuskorti og upplausn í stjórnmálum.Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að miðla málum meðal deilandi pólítískra fylkinga án teljandi árangurs.
03.07.2022 - 07:49
Hitabylgja og rafmagnsleysi hrella Indverja
Ekki sér fyrir endann á skæðri hitabylgju sem geisað hefur á nánast öllu Indlandi síðustu daga. Hiti hefur farið yfir 45 gráður víða í landinu dag eftir dag að undanförnu og fór mest í 47,4 gráður í borginni Banda í Uttar Pradesh-ríki á föstudag. Nýliðinn marsmánuður var sá heitasti í 122 ára sögu veðurmælinga á Indlandi og nú hefur verið staðfest að nýlliðinn aprílmánuður er líka sá heitasti sem mælst hefur í veðurmælingasögunni.
01.05.2022 - 08:21
Rafmagn komið á í Kópavogi
Rafmagn er komið á í Kórahverfi og Hvörfum í Kópavogi en bilun í háspennukerfi olli því að rafmagn fór þar af á öðrum tímanum í nótt.
Rafmagnslaust í Kórahverfi og hvörfum
Rafmagnslaust er í Kórahverfi og hvörfum í Kópavogi og unnið að staðsetningu bilunar að því er fram kemur á vef Veitna.
15.03.2022 - 01:55
Lokað í Bláfjöllum og Skálafelli vegna rafmagnsleysis
Í óveðrinu sem gekk yfir landið í fyrrinótt slitnaði rafmagnslína á Sandskeiði, sem leiðir rafmagn að aðstöðu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Viðgerðir munu taka nokkra daga og á meðan verður lokað á skíðasvæðunum.
23.02.2022 - 09:11
Rafmagn komið á í Dýrafirði
Rafmagn er komið á í Dýrafirði eftir bilun í aðveitustöð á Skeiði laust eftir miðnættið. Flest hús í Dýrafirði eru kynt með rafmagni og því hefði getað orðið nokkuð kalt hefði rafmagnsleysið varað lengi.
Rafmagnslaust í Landeyjum og Flóa
Nokkrir tugir notenda eru rafmagnslausir í Landeyjum og Flóa, þar sem nokkuð hefur verið um útleysingar í nótt vegna veðurs. Svæðið er nokkuð stórt, en dreifbýlt. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik er unnið að greiningu en þótt mannskapur sé í viðbragðsstöðu verða viðgerðir að bíða þar til veðrið gengur niður.
07.02.2022 - 04:27
Rafmagn fór af á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins
Rafmagnslaust er á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu. Rafmagnið fór af rétt um klukkan tvö og eins og er liggur ekki fyrir hvað veldur. Rafmagn er sumstaðar komið aftur á en annars staðar er enn rafmagnslaust.
07.02.2022 - 03:16
Rafmagnslaust varð í hluta miðborgarinnar
Rafmagnslaust varð vegna háspennubilunar við hluta miðbæjar Reykjavíkur klukkan 18.25 í kvöld.
12.01.2022 - 19:02
Rafmagnslaust á Fellsströnd, Skarðsströnd og Saurbæ
Rafmagnslaust er í Saurbæ og Dölum, Fellsströnd og Skarðsströnd. Þetta kemur fram á vefsíðu Rarik. Þar segir að rafmagnsbilun hafi orðið um þrjúleytið í nótt og að leit standi yfir að biluninni sem veldur. Karl Matthías Helgason er á bilanavaktinni hjá Rarik og segir flokk manna farinn af stað til að kanna málið, þrátt fyrir leiðindaveður, enda láti mannskapurinn slíkt ekki stoppa sig.
06.01.2022 - 03:49
Truflanir á útvarpsútsendingum í Breiðdalsvík
Rafmagnsbilun veldur því að ekki heyrist í útvarpsútsendingum í Breiðdalsvík þessa stundina. Í tilkynningu frá stjórnborði Vodafone kemur fram að unnið sé að viðgerð. Rafmagn er komið á að einhverjum hluta en gæti verið slitrótt á meðan viðgerð stendur yfir.
03.01.2022 - 13:01

Mest lesið