Færslur: rafmagnsleysi

Möguleiki á 883 smávirkjunum á Austurlandi
883 kostir eru fyrir smávirkjanir á Austurlandi. Heildarafl þeirra er 1.603 MWe og verði fleiri slíkar reistar myndi raforkuöryggi aukast og minna álag yrði á flutningskerfið. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir Orkustofnun.
09.07.2020 - 17:42
Rafmagnslaust í borginni vegna bilunar
Rafmagnslaust er í Kópavogi og í Reykjavík vegna bilunar. Hverfi sem detta út eru Hlíðahverfin, Lundur, og svæði í kringum Háskóla Íslands. Unnið er því að rekja bilunina og gera viðeigandi viðgerðir.
19.06.2020 - 15:56
Röskun hjá Skattinum vegna rafmagnsleysis
Vegna rafmagnsleysis er lokað hjá Skattinum í dag, símkerfið liggur niðri, tölvukerfin og þjónusta á vefsíðum embættisins er skert. Að sögn Snorra Olsen, ríkisskattstjóra, er bilun í heimtaug sem liggur í hús embættisins, að Laugavegi 166. Unnið er að viðgerð og segir Snorri að það verði opnað á ný um leið og lagfæringum verður lokið.
27.05.2020 - 10:58
Rafmagnslaust í hluta Bergja og Hóla til morguns
Rafmagnslaust er í hluta Bergja og Hóla í Breiðholti í Reykjavík til klukkan sjö í fyrramálið. Veitur vinna þar að viðgerðum.
09.05.2020 - 00:24
Jarðstrengur gaf sig - rafmagn komið aftur á í Fossvogi
Rafmagn er komið á aftur í Fossvogi, þar sem rafmagn fór af skömmu fyrir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur var það gamall háspennustrengur í jörðu sem gaf sig, með þeim afleiðingum að straumur fór af sex dreifistöðvum í Fossvogi, neðan Bústaðavegar og austan Borgarspítala.
20.04.2020 - 04:48
Enn rafmagnslaust á Skarðsströnd og í Framsveit
Rafmagn er komið á þar sem það datt út í Jökuldal og Landeyjum í gærkvöld, en það er enn úti á Saurbæ í Dölum og á Skarðsströndinni, þar sem það fór af um tíuleytið í gærkvöld, og í Framsveit á Snæfellsnesi, þar sem það datt út í nótt.
06.04.2020 - 05:45
Rafmagnslaust á Siglufirði og Ólafsfirði vegna bilunar
Rafmagnslaust er nú á Siglufirði og Ólafsfirði eftir að bilun kom upp í línu á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Vegna þess datt út tenging við Skeiðsárvirkjun í Fljótum sem olli rafmagnsleysinu.
21.02.2020 - 15:16
Myndskeið
Fyrirtækjum sagt að útvega sitt eigið varaafl
Atvinnulífið í Vestmannaeyjum er án varaafls. HS veitur hafa ráðlagt fyrirtækjum í bænum að tryggja það sjálf. Framkvæmdastjóri Löngu ehf. segir það óviðunandi. 
16.02.2020 - 19:16
Áfram búist við rafmagnstruflunum næstu daga og vikur
Viðgerðir vegna skemmda sem urðu á dreifikerfi rafmagns í óveðrinu síðustu daga munu standa yfir næstu daga og vikur. Á meðan má búst við rafmagnstruflunum, bæði vegna þess að kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma vegna viðgerða.
16.02.2020 - 10:06
Rafmagn fór af vegna eldingar
Ekki er lengur þörf á að skammta rafmagn á Suðurlandi, en nokkuð víðtækar rafmagnstruflanir hafa verið eftir óveðrið í gær. Eldingu laust niður í leiðara í línu Landsnets.
15.02.2020 - 17:53
Enn skerðing á rafmagni til Vestmannaeyja
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hefur ekki tekist að koma Hellulínu 1 í gagnið og frekari bilanaleit stendur yfir. Það gerir það að verkum að áfram verða takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.
15.02.2020 - 09:37
Neyðast til að taka rafmagn af að hluta í Eyjum
Búið er að taka rafmagnið af að hluta í Vestmannaeyjum vegna álags, en varaaflstöðvar ná ekki að sinna bænum í heild sinni.
14.02.2020 - 13:56
Rafmagnið í Eyjum hangir á bláþræði
Mjög lítið þarf til svo að rafmagnið detti út í Vestmannaeyjum, þar sem nú er stjörnuvitlaust veður að sögn Ívars Atlasonar hjá HS Veitum. Búið er að ræsa varaafl til öryggis til þess að tryggja stöðugan rekstur. Það dugir þó ekki til þess að keyra allt rafmagn í kaupstaðnum.
14.02.2020 - 07:42
Víðtækt rafmagnsleysi og varaafl ræst í Vestmannaeyjum
Landsnet vinnur nú að því að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum til öryggis og til að tryggja stöðugri rekstur. Víða eru rafmagnstruflanir á Suðurlandi.
14.02.2020 - 06:57
Rafmagnslaust í Vík
Rafmagnslaust varð í Vík og nærsveitum rétt fyrir klukkan fimm. Unnið er að því að reisa varaafl, en óvíst er hversu langan tíma það tekur að sögn Margrétar Evu Þórðardóttur, sérfræðings í stjórnstöð hjá Landsneti. Hún segir að einnig hafi fjarskiptasendir orðið sambandslaus, Tetrasambandið er á varaafli að sögn Margrétar Evu en ekki sjónvarpssendir.
14.02.2020 - 05:22
Rafmagnslaust á og við Melrakkasléttu
Rafmagnstruflanir eru nú á landskerfinu í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Sléttu, Raufarhöfn og Þórshöfn vegna bilunar í Kópaskerslínu, milli Þeistareykja og Laxárvirkjunar.
10.02.2020 - 08:32
Rafmagn komið á í Önundarfirði og á Flateyri
Rafmagn er komið á í Önundarfirði og á Flateyri, en þar hefur ýmist verið rafmagnslaust eða keyrt á takmörkuðu varaafli síðan laust fyrir klukkan sautján í dag. Rafmagnslaust var í sveitinni í Önundarfirði og hluta Flateyrar, og þeir Flateyringar sem enn höfðu rafmagn voru beðnir að fara sparlega með það. Bilanaleit leiddi í ljós bilun í tengimúffu í aðveitustöð í Breiðdal, auk þess sem hreinsa þurfti seltu og ís af spenni.
25.01.2020 - 22:53
Biðja Flateyringa að fara sparlega með rafmagn
Rafmagnstruflanir hafa verið á Vestfjörðum í dag og firðirnir keyrðir á varaafli. Tengivirki Landsnets í Breiðadal varð spennulaust rétt fyrir klukkan fimm og því fór rafmagn af í Önundarfirði. 
25.01.2020 - 20:32
Á annað hundrað bændur skoða kaup á varaaflstöðvum
Á annað hundrað bændur hafa sýnt því áhuga að kaupa varaaflstöðvar til að lenda ekki í margra sólarhringa rafmagnsleysi eins og gerðist á dögunum. Búnaðarsamband Eyjafjarðar leitar nú tilboða í rafstöðvar fyrir bændur víða um land.
24.01.2020 - 13:54
Viðtal
Hluti Flateyrar enn án rafmagns
Rafmagnslaust var víða á Vestfjörðum í dag vegna seltu á línum og tengivirkjum. Rafmagn er nú komið á víðast hvar en keyrt er á varaafli á Flateyri.
23.01.2020 - 18:21
Rafmagn fór af nær öllum Vestfjörðum
Nær allir Vestfirðir urðu rafmagnslausir þegar Mjólkárlína, Breiðadalslína og Ísafjarðarlína slógu út rétt fyrir hádegi. Í fyrstu var aðeins rafmagn á Patreksfirði og hluta Bíldudals en rafmagnslaust annars staðar. Undanfarið hefur tekist að koma á rafmagni á fleiri stöðum á Vestfjörðum.
23.01.2020 - 12:19
Rafmagnslaust á norðanverðu Snæfellsnesi
Bilun á Vogaskeiðslínu varð til þess að rafmagnslaust varð á norðanverðu Snæfellsnesi upp úr klukkan þrjú í dag. Rafmagnið fór af Stykkishólmi, Grundarfirði og nærsveitum. Bilunin er í flutningslínu Landsnets. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er unnið að því að koma á varaafli. Komið er rafmagn á hluta Stykkishólms og Grundarfjarðar en rafmagn er skammtað.
20.01.2020 - 16:59
Víðtækt rafmagnsleysi í Árneshreppi
Rafmagn fór af í Árneshreppi eftir hádegi í dag og óvíst hvenær hægt verður að ráðast í bilanaleit. Það verður gert við fyrsta tækifæri samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða.
15.01.2020 - 21:36
Rafmagn komið á flesta bæi
Rafmagn er komið á að nýju í Miðdölum og á Skógarströnd en þar fór rafmagn af á ellefta tímanum í gær. Einn er enn án rafmagns á Svalbarðsströnd í Eyjafirði en þar fór rafmagn af á tólfta tímanum.
14.01.2020 - 09:25
Straumlaust í Ketildölum, Miðdölum, og Svalbarðsströnd
Rafmagnslaust er á Svalbarðsströnd í Eyjafirði og í Miðdölum og á Skógarströnd. Rafmagn fór af í Miðdölum og á Skógarströnd á ellefta tímanum en á tólfta tímanum á Svalbarðsströndinni. Á báðum stöðum er verið að leita að bilun. Einnig er rafmagnslaust í Ketildölum í Arnarfirði.
14.01.2020 - 00:31