Færslur: Orkumál

Silfrið
Segir að ekki megi fara of geyst í að reisa vindmyllur
Nokkuð ljóst er að beisla þarf vindorku til þess að hægt sé að framleiða þá orku sem nauðsynlegt er fyrir árið 2060. Þetta segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir um það bil farið að sjást til botns í vatnsafli og jarðvarma.
27.11.2022 - 16:29
Scholz og Xi ræða saman um efnahagsmál
Þýskalandskanslari er kominn til Kína í stutta heimsókn, þar sem hann fundar með forseta og forsætisráðherra landsins, einkum og sér í lagi um efnahagsmál.
04.11.2022 - 06:26
Íslendingar gætu létt undir orkuskiptum í Evrópu
Íslendingar gætu framleitt raforku sem yrði vel umfram það sem þarf til orkuskipta og jafnvel létt undir orkuskiptum í Evrópu, ef reistar yrðu fleiri vindorkuvirkjanir hér á landi. Lektor við Háskólann á Akureyri segir vindorku vera augljósan fyrsta kost til að auka umsvif Íslendinga í raforkugeiranum.
03.11.2022 - 16:12
80 prósent íbúa Kyiv án vatns eftir árásir
Rússar gerðu stóra árás á raforkuinnviði Úkraínu í morgun. Rafmagns- og vatnslaust er í hluta höfuðborgarinnar Kyiv eftir drónaárásir í morgunsárið. 
31.10.2022 - 13:30
Raforkuverð í Evrópu farið að lækka
Áhyggjur af svimandi háu raforkuverði í Evrópu í vetur hafa dvínað hratt síðustu vikur. Í Svíþjóð hefur verð á kílóvattstund hefur lækkað um nokkra tugi íslenskra króna og raforkuverð er nú um helmingi lægra en spáð hafði verið fyrir tveimur mánuðum.
29.10.2022 - 14:45
Orkukreppan gæti aukið sjálfbærni og orkuöryggi
Yfirstandandi orkukreppa getur valdið afgerandi og langvarandi breytingum sem hraðað gætu umbreytingu til notkunar öruggari og sjálfbærari orkugjafa en jarðefnaeldsneytis.
Hyggjast tvöfalda vindorkuframleiðslu á sex árum
Danska orkufyrirtækið Ørsted ætlar að tvöfalda vindorkuframleiðslu sína undan ströndum Danmerkur með fjórum nýjum vindbúum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að það hafi náð samningum við fjárfestingasjóðinn CIP um fjármögnun á búinu, sem á að vera reist og komið í notkun árið 2028.
25.10.2022 - 10:51
Erlent · Evrópa · Orkumál · Vindorka · Danmörk
ESB: Verð á gasi lækkað með sameiginlegum innkaupum
Evrópusambandsríkin hafa samið um grunn að aðgerðum til að lækka raforkuverð - meðal annars með sameiginlegum innkaupum á gasi. Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins telur að þessi þróun verði til þess að stórátak verði gert í endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu.
21.10.2022 - 19:22
Verðhækkunum mótmælt - ESB fundar um orkuaðgerðir
Leiðtogar Evrópusambandsins leggja til að lönd innan þess sameinist um gasinnkaup til að lækka verðið á gasi. Viðræður um lausn standa yfir milli landanna. Verkföll og mótmæli voru í Frakklandi í dag þar sem krafist var hærri launa vegna hærra orkuverðs.
18.10.2022 - 21:59
Áhyggjur af áformum um 10.000 vindmyllur í Norðursjó
Danskir útgerðarmenn hafa áhyggjur af þeim þúsundum vindmylla sem áformað er að reisa undan ströndum Danmerkur í viðbót við þær fjölmörgu vindmyllur sem þar eru fyrir. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Þar segir að þegar vindmylluvæðingu beri á góma sé viðkvæðið oftar en ekki: Hafið þær úti á sjó, ekki uppi á landi. En hver á að passa upp á fiskimiðin, þegar menn ætla að reisa þar mörg þúsund vindmylllur, spyrja útgerðarmenn í aðdraganda kosninga.
Telja fáránlegt að ásaka Rússa og vilja svör frá Biden
Talsmaður stjórnvalda í Rússlandi, Dmitry Peskov, segir fáránlegt og heimskulegt að saka Rússa um að hafa skemmt gasleiðslurnar Nord Stream eitt og tvö. Búist er við að hægt verði að rannsaka leiðslurnar, og þau skemmdarverk sem talið er að hafi verið unnin á þeim, eftir eina til tvær vikur.
28.09.2022 - 13:44
Mohammed bin Salman orðinn forsætisráðherra Sádi Arabíu
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu og valdamesti maður landsins þrátt fyrir að faðir hans vermi enn konungsstólinn hefur verið skipaður forsætisráðherra. Það var Salman konungur sem skipaði son sinn og ríkisarfa sem arftaka sinn í forsætisráðuneytinu.
Ekki útilokað að gaslekinn sé vegna skemmdarverka
Leki uppgötvaðist í morgun á þremur stöðum í rússnesku gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2, á dönskum og sænskum yfirráðasvæðum. Óljóst er hvað veldur og forsætisráðherra Danmerkur telur ekki útilokað að skemmdarverk hafi verið unnin.
27.09.2022 - 12:22
Hækka viðbúnaðarstig vegna leka í Nord Stream 1 og 2
Energinet, ríkisorkufyrirtæki Danmerkur hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna leka í rússnesku gasleiðslunum Nord Stream eitt og tvö.  Danska ríkisútvarpið greinir frá því að viðbúnaður sé nú á næsthæsta stigi.
27.09.2022 - 08:42
Evrópuleiðtogar leita eftir orku við Persaflóa
Evrópuríki leita í meira mæli til Miðausturlanda til þess að vinna bug á orkukrísunni sem framundan er í vetur. Franska orkufyrirtækið TotalEnergies fjárfesti í morgun í náttúrugasframleiðslu í Katar, og Þýskalandskanslari freistar þess að ná samningum á ferðalagi sínu um ríki Persaflóa um helgina.
Sleppa því að kynda og borða minna fyrir ferðalög
Áhrifa orkukreppu og verðbólgu er ekki farið að gæta í ferðaþjónustu hér á landi. Þá taka sumir ferðamenn ferðalag fram yfir helstu nauðsynjar eins og húskyndingu og mat, samkvæmt framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
20.09.2022 - 15:15
Djúpar lindir gætu valdið gríðarlegri hlýnun
Ef mannkyn brennir öllu því eldsneyti sem til er í þeim lindum sem um er vitað myndi það valda meiri hlýnun loftslags en samanlagt hefur orðið frá iðnbyltingu hingað til. Þetta staðhæfir breska hugveitan Carbon Tracker sem birt hefur gagnagrunn um allar kola-, olíu- og gaslindir heims.
20.09.2022 - 14:43
Ráðleggingar í orkukrísu falla í grýttan jarðveg
Orkuverð hefur rokið upp úr öllu valdi á Ítalíu. Ýmsar ráðleggingar til orkusparnaðar hafa verið gefnar út, meðal annars við eldun á pasta. Kokkar eru ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra.
13.09.2022 - 22:07
Brýnt að einangra bresk hús betur
Nauðsynlegt er að einangra bresk hús betur og gera þau sparneytnari á orku til þess að koma í veg fyrir að orkukrísan í landinu versni enn frekar. Þetta eru niðurstöður athugunar breskrar hugveitu, en orkuverð hefur margfaldast í landinu frá því í vor.
11.09.2022 - 13:08
Orkuskiptin í forgangi þegar kemur að orkunýtingu
Umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin.
09.09.2022 - 19:00
Mikil eftirspurn erlendis frá eftir íslenskri raforku
Erlend fyrirtæki óska í auknum mæli eftir að koma hingað með starfsemi sína vegna hagstæðs orkuverðs. Eftirspurnin er langt umfram það sem virkjanir landsins geta framleitt. Landsvirkjun segir knýjandi þörf á að auka raforkuframleiðslu. 
09.09.2022 - 10:31
Sjónvarpsfrétt
Orkureikningurinn hækkaði um 80%
Þak verður sett á orkureikninga heimila í Bretlandi næstu tvö árin til að bregðast við orkukrísunni. Orkureikningur Íslendings sem býr þar hefur hækkað um tæp áttatíu prósent og það stefndi í mun meiri hækkun. Lækka á skatta á rafmagn í Danmörku. 
08.09.2022 - 19:59
Erlent · Evrópa · Orkumál · Danmörk · Bretland
Danir lækka hitastig í opinberum byggingum
Hitastig í opinberum byggingum í Danmörku verður lækkað úr 22 gráðum í 19 gráður til að spara orku. Sjúkrahús, hjúkrunarheimili og leikskólar verða undanþegnir. Þá verður dregið úr ónauðsynlegri útilýsingu og ráðist í fleiri aðgerðir til að spara orku. 
08.09.2022 - 14:33
Til skoðunar að setja verðþak á gas
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í dag áætlanir um að setja verðþak á gas frá Rússlandi og að leggja sérstakan skatt á þau orkufyrirtæki sem hafa margfaldað tekjur sínar síðustu mánuði.
07.09.2022 - 20:17
Gasbirgðir Þýskalands aukast hraðar en vonir stóðu til
Þjóðverjum hefur gengið betur að birgja sig upp af gasi en stjórnvöld bjuggust við. Það er talið veita þessu stærsta hagkerfi Evrópu andrými inn í komandi vetur. Kanslari Austurríkis segir að Rússlandsforseti eigi ekki að stjórna orkuverði í Evrópu.

Mest lesið