Færslur: Orkumál

Segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg með þvingunum sem beint er að rússneska orkugeiranum. Norska ríkisútvarpið greinir frá þessum orðum forsetans á vef sínum.
ESB-ríkin ekki samstíga eftir fundarhöld dagsins
Evrópusambandsríkin eru ekki samstíga í viðbrögðum við ákvörðun Rússa frá því í síðustu viku þegar Rússar skrúfaðu fyrir allt gasflæði til Póllands og Búlgaríu. Orkumálastjóri Evrópusambandsins segir að hvaða ríki sem er gæti verið næst á lista hjá rússneskum stjórnvöldum.
02.05.2022 - 21:10
Rússar skrúfa fyrir gasið til Póllands og Búlgaríu
Rússneski orkurisinn Gazprom tilkynnti í kvöld að það muni hætta útflutningi á gasi til Póllands og Búlgaríu frá og með morgundeginum. Stjórnendur fyrirtækisins tilkynntu stjórnendum pólska ríkisorkufyrirtækisins PGNiG að skrúfað yrði fyrir Yamal-gasleiðsluna frá Rússlandi til Póllands. Búlgarska ríkisorkufyrirtækinu Bulgargaz barst sambærileg tilkynning í kvöld.
Leggja til virkjanir í Steingrímsfirði og Vatnsfirði
Starfshópur um orkumál á Vestfjörðum leggur til að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir í Steingrímsfirði og Vatnsfirði. Fjölþættar lausnir þarf til að bæta úr orkuvanda Vestfjarða sem geta ekki tekið þátt í orkuskiptum við óbreytt ástand.
06.04.2022 - 17:01
Ætla að draga úr verslun með rússneska orku
Evrópusambandið og Bandaríkin hafa náð samkomulagi sem miðar að því að draga verulega úr kaupum Evrópuríkja á rússnesku jarðgasi. Bandaríkjaforseti segir forseta Rússlands nýta rússnesku orkuauðlindina til að kúga nágrannaríkin.
Flýta lokun stærsta kolaorkuvers Ástralíu
Stjórnendur ástralska orkurisans Origin Energy tilkynntu í dag að stærsta kolaorkuveri Ástralíu verði lokað síðsumars árið 2025, sjö árum fyrr en áætlað hafði verið. Ástæðan er fyrst og fremst stóraukið framboð á ódýrri, endurnýjanlegri orku frá sólar- og vindorkuverum.
17.02.2022 - 03:40
Sjónvarpsfrétt
Orkuskerðing kostar Orkubúið mörg hundruð milljónir
Orkuskerðing til fjarvarmaveitna mun kosta Orkubú Vestfjarða fjögur til fimm hundruð milljónir. Orkubússtjóri segir þetta muni hafa áhrif á verðlagningu og framtíðargetu fyrirtækisins til framkvæmda.
01.02.2022 - 11:00
Spegillinn
Raforkuskortur næstu ár með skerðingum og olíubruna
Það stefnir í raforkuskort hér á landi. Landsnet kynnti í dag nýja skýrslu um afl og orkujöfnuð á árunum 2022-2026. Þar er metið hvort uppsett afl og orka virkjana geti annað eftirspurn. Fyrirséð er að brenna þurfi olíu til að framleiða rafmagn á næstunni að mati yfirmanns greiningar og áætlana hjá Landsneti. Aflskorturinn ætti að sveiflast undir og yfir viðmiðunarmörk Landsnets á næstu árum, en 2025 og 2026 verður skorturinn orðinn þónokkur.
27.01.2022 - 20:28
Vill billjónir til uppbyggingar kjarnorkuvera í Evrópu
Ríki Evrópusambandsins þurfa að leggja 500 milljarða evra, 74.000 milljarða króna - eða 74 billjónir - í uppbyggingu kjarnorkuvera fram til ársins 2050. Þetta kemur fram í viðtali við Thierry Breton, framkvæmdastjóra innri markaðar Evrópusambandsins, sem birtist í franska blaðinu Journal du Dimanche um helgina.
09.01.2022 - 06:34
Forstjóri Norðurorku biður fólk að sóa ekki orku
Norðurorka hefur kynnt hækkanir á allri verðskrá sinni og tóku þær gildi nú um áramótin. Sífellt er kallað eftir aukinni orku og forstjóri fyrirtækisins segir mikilvægt að almenningur líti ekki á vatn og rafmagn sem óþrjótandi auðlind.
05.01.2022 - 15:59
Sjónvarpsfrétt
Rafmagn fyrir 100.000 heimili í súginn árlega
Árlega fellur til ónýtt raforka sem samsvarar afkastagetu Kröfluvirkjunar vegna annmarka flutningskerfisins og það var fyrirsjáanlegt að Landsvirkjun þurfi nú að skerða afhendingu raforku til stórnotenda. Framkvæmdastjóri hjá Landsneti áætlar að á hverju ári tapist tíu milljarðar vegna ónægrar flutningsgetu raforku.
07.12.2021 - 19:38
Raforkuskortur leiðir til aukinnar olíunotkunar
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að ákvörðun Landsvirkjunar um að flýta fyrirhugaðri skerðingu á raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja komi fyrirtækinu í opna skjöldu. Þetta eigi þó ekki að hafa áhrif á framleiðslugetu en auki hins vegar kostnað.
06.12.2021 - 21:40
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Spegillinn
Afdrif gömlu loforðanna: Sum óbreytt, önnur horfin
Hluti þeirra aðgerða sem ríkisstjórninni tókst ekki að ljúka á síðasta kjörtímabili ratar óbreyttur inn í nýjan stjórnarsáttmála, sum loforðanna eru þar í breyttri mynd, sum hafa tekið þónokkrum breytingum. Önnur virðast hafa gufað upp. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sýtir gistináttagjaldið sem ekki skilaði sér og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vonar að það komi ekki að sök þó ekki sé minnst á hjúkrunarheimili í sáttmálanum.
Telur styrk í því að hafa orku- og loftslagsmálin saman
Það heyrir til tíðinda að búið sé að splæsa orku-, loftslags-, og umhverfismálum saman í eitt ráðuneyti. Því stýrir Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hafa gagnrýnt ráðahaginn en Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir í þessu felast dýrmæt tækifæri. 
Möguleg tækifæri í vindorkuframleiðslu í hafi
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar og iðnaðarráðherra, segir vindorkuframleiðslu í hafi umhverfis Ísland mögulega nýjan möguleika á nýtingu auðlinda hér við land. Miklar framfarir hafi orðið við að beisla vindorku. Ekki er þó sérstaklega litið til vindorku í hafi í nýrri orkuáætlun stjórnvalda.
Kynna ný kjarnorkuver í fyrsta sinn í áratugaraðir
Frakklandsstjórn ætlar að byggja ný kjarnorkuver til að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Emmanuel Macron forseti sagði frá þessu í sjónvarpsávarpi og sagði að þetta muni bæði þýða að Frakkar þurfi ekki að flytja inn orku frá öðrum ríkjum og að orkuverð haldi ekki áfram að hækka.
10.11.2021 - 14:23
Spegillinn
„Við verðum að vera bjartsýn og halda áfram“
Orkumálastjóri segir ekki nóg að framleiða meira af hreinni orku, það þurfi líka að hugsa framleiðsluferlið upp á nýtt og stóraauka áherslu á nýsköpun. Umbyltandi tækninýjungar hafi verið áberandi í umræðunni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, COP26. Hún segir ekki annað í boði en að fjárfesta nóg í þeim tæknilausnum sem þarf til að standa við markmið um kolefnishlutlausan heim fyrir árið 2050.
Ætla að reisa vetnis- og ammoníaksframleiðsluver
Byggðaráð Norðurþings samþykkti samhljóða viljayfirlýsingu um uppbyggingu vetnis- og ammoníaksframleiðsuvers á Bakka. Staðgengill sveitarstjóra segir að framleiðslan sé í samræmi við uppbyggingu grænna iðngarða.
02.11.2021 - 17:13
Innlent · Norðurland · Vetni · Orkumál · Bakki
Myndskeið
Allt að ár í jafnvægi á orkumarkaði
Hagfræðingur telur að orkumarkaðurinn í Evrópu komist líklega ekki í jafnvægi fyrr en í fyrsta lagi eftir hálft ár. Þýskalandskanslari segir að hækkun orkuverðs megi ekki leiða til bakslags í baráttunni fyrir grænni orku.
22.10.2021 - 20:50
Kastljós
Nýta ætti umframorku til að stuðla að orkuskiptum
Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, segir að Íslendingar ættu fyrst og fremst að horfa til þess á komandi árum að nýta alla umframorku til að stuðla að orkuskiptum innanlands. Þetta sagði hún í Kastljósi í kvöld.
19.10.2021 - 21:20
Silfrið
Skoða ætti möguleika á lagningu sæstrengs til Evrópu
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og forsvarsmaður þingsins Hringborðs Norðurslóða, segir að Íslendingar ættu að skoða þann möguleika að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn á þann hátt. Svo gæti farið að Grænlendingar yrðu fyrri til og myndu óska eftir því við íslensk stjórnvöld að fá að leiða streng til Evrópu, um Ísland.
17.10.2021 - 13:15
Hækkun á álverði skilar Landsvirkjun milljörðum króna
Forstjóri Landsvirkjunar segir að mikil hækkun á álverði skili Landsvirkjun milljörðum króna í auknar tekjur. Verðið hvetji viðskiptavini til að fullnýta raforkusamninga. Heimsmarkaðsverð á áli hefur ekki verið hærra í þrettán ár, og verðhækkunin nemur nú um það bil fjörutíu prósentum það sem af er ári.
14.09.2021 - 18:26
Vindorka sjálfsögð viðbót við orkukosti landsins
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, segir vindorku sjálfsagða viðbót við orkukosti sem nýttir séu á landinu í dag. Þá hnýta samtökin í rammaáætlun og leggja til að nýju fyrirkomulagi verði komið á.
25.08.2021 - 14:20
Stefna að þróun græns orkugarðs á Reyðarfirði
Á dögunum undirrituðu Fjarðabyggð, Landsvirkjun og Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) viljayfirlýsingu þess efnis að kanna kostina við að þróa grænan orkugarð á Reyðarfirði. Til að byrja með verður skoðað hverjir eru kostir þess að framleiða rafeldsneyti með vetni á Reyðarfirði.
12.07.2021 - 16:53