Færslur: Nígería

„Líkt og að loka dyrunum eftir að hrossið er strokið“
Breytingar breskra stjórnvalda á ferðatakmörkunum koma of seint til að gagnast raunverulega gegn útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta er mat Mark Woolhouse prófessors í faraldsfræði sem er einn þeirra sem ráðlagt hefur ríkisstjórninni varðandi sóttvarnir.
Hertar reglur fyrir ferðalanga sem ætla til Bretlands
Fólki sem hyggur á ferðalög til Bretlands verður skylt að taka kórónuveirupróf áður en lagt er í hann. Þetta segir ríkisstjórnin vera gert til að draga úr hættu á útbreiðslu faraldursins.
Einn látinn og tuga saknað eftir að nýbygging hrundi
Minnst einn maður lést þegar 22 hæða, hálfklárað fjölbýlishús hrundi í Lagos, stærstu borg Nígeríu í gær. Þremur var bjargað úr rústunum og tuga er saknað. Vitni bera að allt að 100 iðnaðar- og verkamenn hafi verið við vinnu á byggingarstað þegar háhýsið hrundi.
02.11.2021 - 04:17
Mannskæð sprenging í Nígeríu
Minnst 25 eru látnir eftir að sprenging olli miklum eldsvoða í ólöglegri olíuhreinsunarstöð í Nígeríu á föstudag. Slíkar stöðvar er víða að finna í Delta-héraði í sunnanverðri Nígeríu, þar sem fólk tappar sjálft af olíuleiðslum og selur. Það leiðir oft til alvarlegra slysa.
25.10.2021 - 02:17
Hundruð fanga á flótta í Nígeríu
Um sex hundruð fangar eru enn á flótta eftir að hópur vopnaðra manna hjálpaði yfir 800 föngum að sleppa úr fangelsi í Oyo héraði í suðvestanverðri Nígeríu á föstudag. Deutsche Welle hefur eftir lögreglu í Nígeríu að um tvö hundruð flóttafangar hafi verið handsamaðir. 
24.10.2021 - 01:57
Tíu nemum sleppt úr haldi vígamanna í Nígeríu
Vígamenn í Nígeríu slepptu í gær tíu nemendum sem þeir rændu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Nemendurnir voru meðal rúmlega hundrað nemenda sem rænt var úr heimavistarskóla í norðvestanverðri Nígeríu snemma í júlí.
27.09.2021 - 01:52
Tuga flóttafanga leitað í Nígeríu
240 fangar sluppu úr fangelsi í Nígeríu á sunnudag eftir að þungvopnaðir menn sprengdu upp fangelsismúrana. Að sögn Al Jazeera hófu árásarmennirnir skotárás á fangelsisverði síðla sunnudags í fangelsi við bæinn Kabba í Kogi-héraði.
14.09.2021 - 04:30
Shell greiðir skaðabætur fyrir leka í Nígeríu
Olíurisinn Shell greiðir Ejama-Ebubu þjóðflokknum í Nígeríu 111 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 14 milljarða króna, í skaðabætur vegna ríflega hálfrar aldar olíumengunarslyss. Mikil olía lak úr leiðslum fyrirtækisins á tíma Bíafra-stríðsins á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. 
12.08.2021 - 05:15
Yfir 1.000 skólabörnum rænt í „faraldri“ mannrána
Yfir 200 skólabarna sem vopnaðir hópar glæpamanna rændu úr nígerískum skólum er enn saknað. Þungvopnuð glæpagengi hafa rænt yfir 1.000 nígerískum skólabörnum það sem af er ári og krafist lausnargjalds fyrir þau .
10.08.2021 - 06:29
140 nemendum rænt í Nígeríu
Vopnaðir menn rændu í gær 140 menntaskólanemendum úr heimavistarskóla í Kaduna héraði í norðvestanverðri Nígeríu. Að sögn AFP fréttastofunnar réðust mennirnir á öryggisverði við skólann og yfirbuguðu þá áður en þeir ruddust inn og rændu nemendunum. 165 nemar eru við skólann og tókst 25 þeirra að flýja, hefur AFP eftir kennaranum Emmanuel Paul.
06.07.2021 - 03:42
Leiðtogi Boko Haram sagður allur
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, Abubakar Shekau, fyrirfór sér eftir bardaga við vígasveit íslamska ríkisins í Vestur-Afríku, ISWAP. Frá þessu er greint á hljóðupptöku sem barst fréttastofu AFP frá ISWAP. Orðrómur um andlát Shekau barst fyrst fyrir um hálfum mánuði.
06.06.2021 - 22:48
Tugir drepnir í nígerískum þorpum
66 voru drepnir af hópi vopnaðra manna sem réðust í sjö þorp í norðvestanverðri Nígeríu í gær. AFP fréttastofa hefur eftir lögreglu að árásarmennirnir hafi ekið á mótorhjólum í gegnum þorpin í Kebbi-héraði. Leit er hafin af fleiri fórnarlömbum, ef einhver eru, hefur AFP eftir Nafiu Abubakar, talsmanni lögreglunnar í Kebbi. 
06.06.2021 - 03:50
Nígería lokar á Twitter eftir að færslu Buhari var eytt
Nígerísk stjórnvöld tilkynntu í gær ótímabundna lokun á samfélagsmiðlinum Twitter þar í landi. Tilkynningin var birt á Twitter. Tveir dagar eru síðan færslu forsetans Muhammadu Buhari var eytt af miðlinum. Færslan var sögð stríða gegn reglum Twitter. 
05.06.2021 - 03:50
136 börnum rænt úr nígerískum skóla
Vopnaðir menn réðust inn í íslamskan barnaskóla í Nígeríu um helgina og höfðu á brott 136 börn.
03.06.2021 - 09:25
Glæpagengi rændi tugum barna í Nígeríu
Vopnaður flokkur glæpamanna réðist inn í kóranskóla í blnum Tegina í Níger-héraði í norðanverðri Nígeríu í gær og rændi tugum barna sem þar voru við nám. Samkvæmt yfirvöldum í héraðinu voru um 200 börn í skólanum þegar glæpamennirnir réðust þar inn. Ekki er ljóst hversu mörg börn þeir námu á brott, en á Twittersíðu héraðsstjórnarinnar segir að þau skipti tugum.
31.05.2021 - 06:14
Æðsti herforingi Nígeríu ferst í flugslysi
Æðsti foringi nígeríska hersins, Ibrahim Attahiru, lést í flugslysi í norðanverðri Nígeríu í gær ásamt fleiri forystumönnum í hernum. AFP fréttastofan greinir frá. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, skipaði Attahiru í stöðu herforingja í janúar, að sögn til þess að styrkja baráttuna gegn vígasveitum sem hafa herjað á landið í rúman áratug.
22.05.2021 - 02:31
Nígería: Rændu þrjátíu nemendum
Þrjátíu nemendur framhaldsskóla í Kaduna héraði í Nígeríu eru í haldi mannræningja. Þeir réðust inn í skólann í gærkvöld, létu skothríðina dynja úr byssum sínum og höfðu fjölda nemenda á brott með sér.
12.03.2021 - 15:15
279 nígerískar stúlkur lausar úr klóm mannræningja
279 skólastúlkur sem rænt var úr heimavistarskóla í Zamfara-ríki í norðanverðri Nígeríu á föstudag eru lausar úr klóm ræningja sinna og komnar öruggt skjól, heilu og höldnu. Dr. Bello Matawalle greindi fréttamanni AFP-fréttastofunnar frá þessu í morgunsárið. „Það gleður mig að geta greint frá því að stúlkurnar eru frjálsar," sagði Matawalle. „Þær voru bara að koma inn í byggingu hins opinbera og eru við góða heilsu."
02.03.2021 - 06:41
Forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, fyrst kvenna
Bandaríkjastjórn lýsti í kvöld „eindregnum stuðningi“ við skipun hinnar nígerísku Ngozi Okonjo-Iweala í forstjórastól Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Stuðningsyfirlýsingin markar enn eina kúvendinguna í stefnu Bandaríkjastjórnar á sviði alþjóðamála, eftir að Joe Biden tók við forsetaembættinu af Donald Trump.
Átta börnum rænt af munaðarleysingjaheimili
Vopnaðir menn rændu um helgina átta börnum og tveimur fullorðnum af munaðarleysingjaheimili í borginni Abuja í Nígeríu. CNN hefur eftir talsmanni heimilisins að ræningjarnir hóti að drepa börnin ef stjórn heimilisins greiðir ekki lausnargjald að jafnvirði rúmlega þriggja milljóna króna. 
27.01.2021 - 04:32
Nígerískir skóladrengir lausir úr haldi
Vel á fjórða hundrað nemenda við heimavistarskóla í Nígeríu eru sloppnir úr prísund vígamanna. Nemendurnir, allt drengir, voru numdir á brott í síðustu viku úr Vísinda- og tækniskólanum í Kankara í Katsina-ríki.
18.12.2020 - 01:37
Yfir 330 drengja enn saknað eftir árás á skóla
Á fjórða hundrað unglingspilta er enn saknað eftir að vopnaðir menn réðust á heimavistarskóla í Nígeríu að kvöldi föstudags og höfðu hundruð nemenda á brott með sér. Árásarmennirnir, sem voru vopnaðir hríðskotarifflum, réðust inn í Vísinda- og tækniskóla ríkisins í bænum Kankara í Katsina-ríki, þar sem á níunda hundrað piltar eru við nám.
14.12.2020 - 02:10
Óttast um afdrif allt að 400 skóladrengja í Nígeríu
Óttast er um afdrif allt að 400 nemenda í heimavistarskóla í norðvesturhluta Nígeríu, eftir að hópur þungvopnaðra manna réðst þar til atlögu seint á föstudagskvöld og nam fjölda nemenda á brott með sér. Árásarmennirnir komu að skólanum akandi mótorhjólum og skjótandi af hríðskotarifflum sínum.
12.12.2020 - 23:43
Nígerískir vígamenn skáru yfir 40 verkamenn á háls
Óþekktir vígamenn myrtu í dag yfir fjörutíu landbúnaðarverkamenn, sem voru að störfum á hrísgrjónaökrum í Borno-héraði norðaustanverðri Nígeríu, samkvæmt yfirvöldum og fjölmiðlum í héraðinu. Morðin voru með hrottalegasta móti. Haft er eftir sjónarvottum að árásarmennirnir hafi bundið mennina og skorið þá á háls í þorpinu Koshobe, nærri héraðshöfuðborginni Maiduguri.
29.11.2020 - 02:54
Breskir hermenn handtóku sjö laumufarþega
Breskir hermenn fóru í dag um borð í olíuflutningaskip á Ermarsundi undan suðurströnd Englands og handtóku sjö laumufarþega sem höfðu haft í hótunum við áhöfnina.
25.10.2020 - 23:00