Færslur: Nígería

Vígamenn Boko Haram urðu tíu að bana
Vígamenn íslömsku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram myrtu í dag tíu almenna borgara og rændu sjö í árás á þorpið Tenana við Tsjad-vatn.
01.08.2020 - 00:13
Vígamenn íslamista felldu 23 nígeríska hermenn
23 nígerískir hermenn féllu þegar vígasveitir öfgaíslamista gerðu sveit þeirra fyrirsát í Borno-héraði í Norðuausturhluta Nígeríu í dag. Þetta er haft eftir heimildarmönnum innan Nígeríuhers. Auk þeirra sem féllu er nokkurra hermanna saknað eftir árás vígamannanna, en ekki hefur verið upplýst hversu margir eru horfnir.
09.07.2020 - 03:44
Norsku skipi rænt undan Nígeríuströnd
Sjóræningjar réðust í nótt um borð í norska skipið Sendje Berge undan Nígeríuströnd og rændu níu Nígeríumönnum í áhöfninni. Þetta kemur fram í tilkynningu útgerðar skipsins til kauphallarinnar í Ósló. Ekkert er vitað um afdrif níumenninganna. Enginn er þó talinn hafa slasast í árásinni.
02.07.2020 - 14:25
Krefst þess að listmunum á uppboði verði skilað
Nígeríski listamaðurinn Chika Okeke-Agulu kallar eftir því að helgum munum sem auglýstir eru á uppboði í París verði skilað til réttra eigenda í Nígeríu. Tvær helgar styttur Igbo-þjóðarinnar í Nígeríu eru falar á uppboðinu, en þær voru fluttar frá landinu í borgarastríðinu síðla á sjöunda áratug síðustu aldar.
22.06.2020 - 06:34
Stórt glæpagengi myrti 47 í nígerískum sveitaþorpum
Stór hópur vopnaðra glæpamanna á yfir 100 mótorhjólum myrti 47 manns í skipulögðum og samræmdum árásum á nokkur sveitaþorp í Katsinahéraði í norðaverðri Nígeríu aðfaranótt sunnudags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Katsinahéraði. Talsmaður Muhammadus Buharis, Nígeríuforseta, staðfesti þetta í yfirlýsingu frá forsetaembættinu, og kallaði byssumennina „bófa“.
20.04.2020 - 00:52
Fyrsta COVID-19 tilfellið sunnan Sahara
Ítalskur ríkisborgari sem ferðaðist frá Mílanó til Lagos í Nígeríu er fyrsti maðurinn til að greinast með veiruna í Afríkuríki sunnan Sahara. Tvö önnur tilfelli hafa greinst í Afríku, annað í Egyptalandi og hitt í Alsír.
28.02.2020 - 04:46
Tugir látnir úr Lassa-hitasótt
Að minnsta kosti 41 hefur dáið úr Lassa-hitasótt í Nígeríu frá áramótum. Hundruð hafa veikst. Heilbrigðisyfirvöld í landinu greindu frá þessu í morgun. Um helgina hefðu staðfest tilfelli verið 258 í nítján af 36 fylkjum Nígeríu.
29.01.2020 - 09:23
Á þriðja hundrað leyst úr ánauð í Nígeríu
Vel á þriðja hundrað manns var bjargað úr ánauð í mosku í bænum Ibadan í Nígeríu á mánudag. Lögreglan gerði áhlaup á moskuna eftir að hafa fengið ábendingu frá 17 ára dreng sem slapp úr haldi. Eigandi hússins og átta aðrir voru handteknir, samkvæmt heimildum BBC.
06.11.2019 - 06:52
Ungum mönnum bjargað úr prísund í Nígeríu
Yfir 300 ungir karlmenn voru leystir úr prísund í skóla í Nígeríu í gær. Þeir voru hafðir í hlekkjum í skólanum og brotið var kynferðislega á þeim. Lögregla fór inn í skólahúsnæði í Daura í Katsina héraði eftir að nokkrir nemendur sluppu úr vistinni. Skólinn var heimavistarskóli, undir þeim formerkjum að þar væru kenndar kenningar íslamstrúar. 
15.10.2019 - 04:32
Þunguðum stúlkum bjargað frá mansalshring
Nítján þunguðum táningsstúlkum og konum var bjargað úr prísund mansalshrings í Nígeríu. Lögreglan segir að staðið hafi til að selja börnin þegar þau fæddust. Fórnarlömb mansalshringsins voru á aldrinum 15 til 28 ára.
01.10.2019 - 02:14
Hundruð leystir úr hlekkjum í skólahúsi
Nærri fimm hundruð drengjum og körlum var bjargað úr þrælakistu í borginni Kaduna í norðurhluta Nígeríu í vikunni. Lögregla hefur eftir nokkrum sem var haldið þar föngnum að þeir hafi verið misnotaðir kynferðislega og pyntaðir.  Drengir allt niður í fimm ára aldur voru hlekkjaðir í húsinu.
28.09.2019 - 06:16
Nærri 300 handteknir vegna svikapósta
Nærri 300 voru handteknir í sameiginlegri aðgerð nígerískra og bandarískra yfirvalda gegn netsvindlurum. Handtökurnar voru uppskera margra mánaða rannsóknarvinnu.
11.09.2019 - 01:16
S-Afríka lokar ræðisskrifstofum í Nígeríu
Utanríkisráðuneyti Suður-Afríku lokaði í gær öllum ræðisskrifstofum og sendiráðum í nígerísku borgunum Abuja og Lagos. Ráðist var á fyrirtæki í eigu Suður-Afríkubúa í borgunum, í hefndarskyni fyrir árásir á fyrirtæki í erlendri eigu í Jóhannesarborg. 
05.09.2019 - 12:13
Boko Haram myrti átta og rændi tveimur
Vígamenn úr röðum Boko Haram myrtu átta og höfðu tvo á brott með sér í árásum á bændur og þorp í norðausturhluta Nígeríu í gær. AFP fréttastofan hefur þetta eftir íbúum og vopnuðum sveitum í nágrenninu. Vígamennirnir réðust inn í þorpið Balumri á föstudagskvöld. Það er um 15 kílómetrum frá borginni Maiduguri. Þar drápu þeir fjóra karla og rændu tveimur. Í gær réðust þeir svo á bændur við vinnu á akri í útjaðri Maiduguri.
01.09.2019 - 06:13
Myrtu 23 syrgjendur eftir jarðarför
Vígamenn úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram myrtu í morgun 23 syrgjendur við jarðarför í Norðaustur-Nígeríu. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir sjónarvottum á staðnum. Illvirkjarnir komu akandi á mótorhjólum og hófu skothríð á hóp karlmanna á heimleið frá jarðarför nærri Maiduguri, höfuðborg Borno-ríkis, segir Bunu Bukar Mustapha, sem fer fyrir vopnaðri varnarsveit heimamanna.
27.07.2019 - 23:02
Rændu tíu tyrkneskum sjómönnum
Vopnaðir nígerískir mannræningjar réðust í gærkvöld um borð í tyrkneska flutningaskipið Paksoy 1 og höfðu tíu skipverja af átján á brott með sér. Tyrkneska fréttastofan Anadolu greindi frá ráninu í dag.
16.07.2019 - 14:12
Alsír og Senegal keppa um Afríkubikarinn
Það verða lið Alsírs og Senegals sem mætast í úrslitum Afríkubikarsins í knattspyrnu. Senegalar báru sigurorð af Túnisum síðdegis, með naumindum þó, einu marki gegn engu, og þetta eina mark var sjálfsmark Túnisans Dylan Bronn í uppbótartíma. Í kvöld mörðu Alsírmenn svo sigur á Nígeríumönnum, 2-1, og sigurmarkið í þeim kom líka á síðustu sekúndum þessa leiks, beint úr aukaspyrnu Riyads Mahrez, sem reyndist bókstaflega síðasta spyrna leiksins.
15.07.2019 - 02:40
Þorpsbúar féllu í loftárás í Nígeríu
Þrettán almennir borgarar létu lífið í loftárás nígeríska hersins í norðausturhluta landsins á þriðjudag. Árásinni var beint að herskáum íslamistum í Borno fylki eftir að þeir höfðu ráðist á herstöð í nágrenni þorpsins Gajiganna, um 50 kílómetrum frá Maiduguri, höfuðstað fylkisins. 
08.07.2019 - 04:34
Fjölmiðlum stjórnarandstæðinga lokað
Tveimur fjölmiðlum í eigu stjórnarandstæðings var lokað í Nígeríu í dag. Eiganda fjölmiðlanna, Raymond Dokpesi, hefur lengi grunað að yfirvöld væru með fjölmiðla hans í sigtinu.
07.06.2019 - 01:10
Herbörnum sleppt í Nígeríu
Nígerísk hersveit, sem styður stjórnarherinn í baráttunni við hryðjuverkasamtökin Boko Haram, sleppti nærri 900 börnum úr þjónustu sinni. Nú hefur alls 1.700 börnum verið sleppt úr herþjónustu sveitarinnar eftir að hún undirritaði samkomulag við Sameinuðu þjóðirnar árið 2017 um að hætta að taka börn inn í herinn og láta þau taka þátt í átökum.
11.05.2019 - 07:45
Erlendum mönnum rænt af olíuborsvæði í Nígeríu
Vopnaðir menn rændu breskum, kanadískum og nígerískum starfsmönnum eftir að hafa ráðist á olíuborsvæði í suðurhluta Nígeríu í dag. Abdullahi Ibrahim, talsmaður öryggissveita stjórnvalda, segir sex vopnaða menn hafa ráðist inn á borsvæðið, skotið úr vopnum sínum þegar þeir réðust inn og haft þrjá menn með sér inn í þéttan skóginn í nágrenninu.
29.04.2019 - 01:24
Keyrði niður tugi barna - átta létust
Tíu létu lífið, flest þeirra börn, þegar lögreglumaður á frívakt ók inn í hóp barna sem fagnaði páskum með skrúðgöngu í borginni Gombe í Norðaustur-Nígeríu að kvöldi páskadags. Um þrjátíu börn slösuðust. Lögreglumaðurinn og félagi hans, sem var með honum í bílnum þegar hann ók inn í barnahópinn, eru á meðal hinna látnu og er haft eftir lögreglu og sjónarvottum að æfareiður mannfjöldinn, sem varð vitni að óhæfuverkinu, hafi ráðist á þá og drepið á staðnum.
23.04.2019 - 06:29
Tuga saknað eftir olíuslys í Nígeríu
Yfir fimmtíu er saknað eftir að leki í olíuleiðslu leiddi til sprengingar í suðurhluta Nígeríu á föstudag. Guardian greinir frá þessu. Mikil þvaga myndaðist eftir sprenginguna þegar fólk reyndi að flýja svæðið. 
03.03.2019 - 04:33
Buhari nær endurkjöri í Nígeríu
Mikill fjöldi kom saman fyrir utan kosningaskrifstofu Muhammadu Buhari í Abuja, höfuðborg Nígeríu, þegar kjörstjórn greindi frá því í gærkvöld að hann hafi náð endurkjöri sem forseti landsins. Hann hlaut alls um 56 prósent atkvæða í kosningunum á laugardag. Helsti andstæðingur hans, Atiku Abubakar, hlaut um 41 prósent.
27.02.2019 - 04:28
Blóðugur kjördagur að baki í Nígeríu
Minnst sextán týndu lífi í átökum í tengslum við forseta- og þingkosningarnar í Nígeríu á laugardag og mörgum sögum fer af meintu kosningasvindli og tilraunum til slíks. Kjörstaðir voru ríflega 120.000 og biðraðir voru enn við marga þeirra, þegar kosningum átti formlega að ljúka.
24.02.2019 - 03:33