Færslur: Nígería

140 nemendum rænt í Nígeríu
Vopnaðir menn rændu í gær 140 menntaskólanemendum úr heimavistarskóla í Kaduna héraði í norðvestanverðri Nígeríu. Að sögn AFP fréttastofunnar réðust mennirnir á öryggisverði við skólann og yfirbuguðu þá áður en þeir ruddust inn og rændu nemendunum. 165 nemar eru við skólann og tókst 25 þeirra að flýja, hefur AFP eftir kennaranum Emmanuel Paul.
06.07.2021 - 03:42
Leiðtogi Boko Haram sagður allur
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram, Abubakar Shekau, fyrirfór sér eftir bardaga við vígasveit íslamska ríkisins í Vestur-Afríku, ISWAP. Frá þessu er greint á hljóðupptöku sem barst fréttastofu AFP frá ISWAP. Orðrómur um andlát Shekau barst fyrst fyrir um hálfum mánuði.
06.06.2021 - 22:48
Tugir drepnir í nígerískum þorpum
66 voru drepnir af hópi vopnaðra manna sem réðust í sjö þorp í norðvestanverðri Nígeríu í gær. AFP fréttastofa hefur eftir lögreglu að árásarmennirnir hafi ekið á mótorhjólum í gegnum þorpin í Kebbi-héraði. Leit er hafin af fleiri fórnarlömbum, ef einhver eru, hefur AFP eftir Nafiu Abubakar, talsmanni lögreglunnar í Kebbi. 
06.06.2021 - 03:50
Nígería lokar á Twitter eftir að færslu Buhari var eytt
Nígerísk stjórnvöld tilkynntu í gær ótímabundna lokun á samfélagsmiðlinum Twitter þar í landi. Tilkynningin var birt á Twitter. Tveir dagar eru síðan færslu forsetans Muhammadu Buhari var eytt af miðlinum. Færslan var sögð stríða gegn reglum Twitter. 
05.06.2021 - 03:50
136 börnum rænt úr nígerískum skóla
Vopnaðir menn réðust inn í íslamskan barnaskóla í Nígeríu um helgina og höfðu á brott 136 börn.
03.06.2021 - 09:25
Glæpagengi rændi tugum barna í Nígeríu
Vopnaður flokkur glæpamanna réðist inn í kóranskóla í blnum Tegina í Níger-héraði í norðanverðri Nígeríu í gær og rændi tugum barna sem þar voru við nám. Samkvæmt yfirvöldum í héraðinu voru um 200 börn í skólanum þegar glæpamennirnir réðust þar inn. Ekki er ljóst hversu mörg börn þeir námu á brott, en á Twittersíðu héraðsstjórnarinnar segir að þau skipti tugum.
31.05.2021 - 06:14
Æðsti herforingi Nígeríu ferst í flugslysi
Æðsti foringi nígeríska hersins, Ibrahim Attahiru, lést í flugslysi í norðanverðri Nígeríu í gær ásamt fleiri forystumönnum í hernum. AFP fréttastofan greinir frá. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, skipaði Attahiru í stöðu herforingja í janúar, að sögn til þess að styrkja baráttuna gegn vígasveitum sem hafa herjað á landið í rúman áratug.
22.05.2021 - 02:31
Nígería: Rændu þrjátíu nemendum
Þrjátíu nemendur framhaldsskóla í Kaduna héraði í Nígeríu eru í haldi mannræningja. Þeir réðust inn í skólann í gærkvöld, létu skothríðina dynja úr byssum sínum og höfðu fjölda nemenda á brott með sér.
12.03.2021 - 15:15
279 nígerískar stúlkur lausar úr klóm mannræningja
279 skólastúlkur sem rænt var úr heimavistarskóla í Zamfara-ríki í norðanverðri Nígeríu á föstudag eru lausar úr klóm ræningja sinna og komnar öruggt skjól, heilu og höldnu. Dr. Bello Matawalle greindi fréttamanni AFP-fréttastofunnar frá þessu í morgunsárið. „Það gleður mig að geta greint frá því að stúlkurnar eru frjálsar," sagði Matawalle. „Þær voru bara að koma inn í byggingu hins opinbera og eru við góða heilsu."
02.03.2021 - 06:41
Forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, fyrst kvenna
Bandaríkjastjórn lýsti í kvöld „eindregnum stuðningi“ við skipun hinnar nígerísku Ngozi Okonjo-Iweala í forstjórastól Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Stuðningsyfirlýsingin markar enn eina kúvendinguna í stefnu Bandaríkjastjórnar á sviði alþjóðamála, eftir að Joe Biden tók við forsetaembættinu af Donald Trump.
Átta börnum rænt af munaðarleysingjaheimili
Vopnaðir menn rændu um helgina átta börnum og tveimur fullorðnum af munaðarleysingjaheimili í borginni Abuja í Nígeríu. CNN hefur eftir talsmanni heimilisins að ræningjarnir hóti að drepa börnin ef stjórn heimilisins greiðir ekki lausnargjald að jafnvirði rúmlega þriggja milljóna króna. 
27.01.2021 - 04:32
Nígerískir skóladrengir lausir úr haldi
Vel á fjórða hundrað nemenda við heimavistarskóla í Nígeríu eru sloppnir úr prísund vígamanna. Nemendurnir, allt drengir, voru numdir á brott í síðustu viku úr Vísinda- og tækniskólanum í Kankara í Katsina-ríki.
18.12.2020 - 01:37
Yfir 330 drengja enn saknað eftir árás á skóla
Á fjórða hundrað unglingspilta er enn saknað eftir að vopnaðir menn réðust á heimavistarskóla í Nígeríu að kvöldi föstudags og höfðu hundruð nemenda á brott með sér. Árásarmennirnir, sem voru vopnaðir hríðskotarifflum, réðust inn í Vísinda- og tækniskóla ríkisins í bænum Kankara í Katsina-ríki, þar sem á níunda hundrað piltar eru við nám.
14.12.2020 - 02:10
Óttast um afdrif allt að 400 skóladrengja í Nígeríu
Óttast er um afdrif allt að 400 nemenda í heimavistarskóla í norðvesturhluta Nígeríu, eftir að hópur þungvopnaðra manna réðst þar til atlögu seint á föstudagskvöld og nam fjölda nemenda á brott með sér. Árásarmennirnir komu að skólanum akandi mótorhjólum og skjótandi af hríðskotarifflum sínum.
12.12.2020 - 23:43
Nígerískir vígamenn skáru yfir 40 verkamenn á háls
Óþekktir vígamenn myrtu í dag yfir fjörutíu landbúnaðarverkamenn, sem voru að störfum á hrísgrjónaökrum í Borno-héraði norðaustanverðri Nígeríu, samkvæmt yfirvöldum og fjölmiðlum í héraðinu. Morðin voru með hrottalegasta móti. Haft er eftir sjónarvottum að árásarmennirnir hafi bundið mennina og skorið þá á háls í þorpinu Koshobe, nærri héraðshöfuðborginni Maiduguri.
29.11.2020 - 02:54
Breskir hermenn handtóku sjö laumufarþega
Breskir hermenn fóru í dag um borð í olíuflutningaskip á Ermarsundi undan suðurströnd Englands og handtóku sjö laumufarþega sem höfðu haft í hótunum við áhöfnina.
25.10.2020 - 23:00
Vígamenn íslamista drápu fjórtán nígeríska hermenn
Vígasveitir íslamista, sem sagðar eru tengjast Íslamska ríkinu, drápu fjórtán nígeríska hermenn er þeir réðust á bækistöð hersins í bænum Jakana, ekki fjarri stórborginni Maiduguri í norðaustanverðri Nígeríu. Árásin var gerð á föstudagskvöld, samkvæmt heimildum AFP, og beittu árásarmennirnir vélbyssum og flugskeytum.
17.10.2020 - 22:33
Safnstjóri Auschwitz býðst til að afplána fyrir táning
Yfirmaður minjasafnsins í Auschwitz í Póllandi kallar eftir því að forseti Nígeríu náði 13 ára dreng sem hlaut tíu ára fangelsisdóm fyrir guðlast. Til vara býðst hann til þess að afplána hluta dómsins fyrir drenginn.
27.09.2020 - 08:12
Fangi leystur úr bílskúr foreldra sinna
Lögreglan í borginni Kano í norðanverðri Nígeríu leysti á dögunum þrítugan karlmann úr haldi foreldra sinna. Maðurinn hafði verið læstur inni í bílskúr á heimili föður síns og stjúpmóður í þrjú ár. Foreldrarnir voru handteknir og lögreglan er með málið til rannsóknar.
15.08.2020 - 06:58
Vígamenn Boko Haram urðu tíu að bana
Vígamenn íslömsku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram myrtu í dag tíu almenna borgara og rændu sjö í árás á þorpið Tenana við Tsjad-vatn.
01.08.2020 - 00:13
Vígamenn íslamista felldu 23 nígeríska hermenn
23 nígerískir hermenn féllu þegar vígasveitir öfgaíslamista gerðu sveit þeirra fyrirsát í Borno-héraði í Norðuausturhluta Nígeríu í dag. Þetta er haft eftir heimildarmönnum innan Nígeríuhers. Auk þeirra sem féllu er nokkurra hermanna saknað eftir árás vígamannanna, en ekki hefur verið upplýst hversu margir eru horfnir.
09.07.2020 - 03:44
Norsku skipi rænt undan Nígeríuströnd
Sjóræningjar réðust í nótt um borð í norska skipið Sendje Berge undan Nígeríuströnd og rændu níu Nígeríumönnum í áhöfninni. Þetta kemur fram í tilkynningu útgerðar skipsins til kauphallarinnar í Ósló. Ekkert er vitað um afdrif níumenninganna. Enginn er þó talinn hafa slasast í árásinni.
02.07.2020 - 14:25
Krefst þess að listmunum á uppboði verði skilað
Nígeríski listamaðurinn Chika Okeke-Agulu kallar eftir því að helgum munum sem auglýstir eru á uppboði í París verði skilað til réttra eigenda í Nígeríu. Tvær helgar styttur Igbo-þjóðarinnar í Nígeríu eru falar á uppboðinu, en þær voru fluttar frá landinu í borgarastríðinu síðla á sjöunda áratug síðustu aldar.
22.06.2020 - 06:34
Stórt glæpagengi myrti 47 í nígerískum sveitaþorpum
Stór hópur vopnaðra glæpamanna á yfir 100 mótorhjólum myrti 47 manns í skipulögðum og samræmdum árásum á nokkur sveitaþorp í Katsinahéraði í norðaverðri Nígeríu aðfaranótt sunnudags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Katsinahéraði. Talsmaður Muhammadus Buharis, Nígeríuforseta, staðfesti þetta í yfirlýsingu frá forsetaembættinu, og kallaði byssumennina „bófa“.
20.04.2020 - 00:52
Fyrsta COVID-19 tilfellið sunnan Sahara
Ítalskur ríkisborgari sem ferðaðist frá Mílanó til Lagos í Nígeríu er fyrsti maðurinn til að greinast með veiruna í Afríkuríki sunnan Sahara. Tvö önnur tilfelli hafa greinst í Afríku, annað í Egyptalandi og hitt í Alsír.
28.02.2020 - 04:46