Færslur: New York

Hæstiréttur Bandaríkjanna
Bannað að banna fólki að bera byssur á almannafæri
Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að rúmlega aldargömul löggjöf í New York-ríki, sem takmarkar heimildir fólks til að bera skotvopn á almannafæri, stangist á við annan viðauka stjórnarskrárinnar. Úrskurðurinn setur svipaða löggjöf í öðrum ríkjum Bandaríkjanna í uppnám og er mikið högg fyrir þau öfl sem vinna að því að draga úr byssuofbeldi þar í landi.
Alvotech á markað í New York
Hlutabréf í líftæknifyrirtækinu Alveotech voru tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni í New York í dag. Fyrirtækið er eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum.
16.06.2022 - 16:10
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Myrti tíu manns í Buffalo í New York-ríki
Kornungur, hvítur byssumaður myrti tíu manns í matvöruverslun í borginni Buffalo í New York ríki í Bandaríkjunum síðdegis í dag og særði þrjú, þar af tvö lífshættulega. Alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hatursglæp og glæp sem sprottinn er af kynþáttahyggju.
Málverk Warhols af Marilyn Monroe selt fyrir metfé
Heimsfrægt málverk af leikkonunni Marilyn Monroe eftir popplistamanninn Andy Warhol seldist fyrir metfé á uppboði í dag. Aldrei hefur verið greitt hærra verð fyrir tuttugustu aldar listaverk á uppboði.
10.05.2022 - 03:40
Hyggjast mótmæla þungunarrofsdómi í allt sumar
Nokkur bandarísk félagasamtök sem styðja rétt til þungunarrofs hvetja til mótmæla um allt land í næstu viku. Ástæðan er uggur um að meirihluti hæstaréttar hyggist fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Hyggjast hefja beint flug frá Sydney til London 2025
Ástralska flugfélagið Qantas gerir ráð fyrir að unnt verði að fljúga beint frá Sydney til London og New York eigi síðar en undir árslok 2025. Það yrði í fyrsta sinn í sögunni að félagið flygi slíkar vegalengdir án millilendingar.
Krefur Kanadastjórn um 28 milljón dala bætur
Maður ættaður frá Norður-Afríkuríkinu Máritaníu hyggst höfða mál gegn ríkisstjórn Kanada. Ástæða málssóknarinnar er meintur þáttur Kanada í því að manninum var haldið föngnum í Guantanamo-fangelsinu í fjórtán ár án dóms og laga.
Örsmá handskrifuð ljóðabók föl fyrir rúma milljón dala
Örsmá handskrifuð bók, sem geymir ljóð eftir enska nítjándu aldar rithöfundinn Charlotte Brontë, er til sýnis í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem bókin kemur fyrir sjónir almennings í meira en öld.
22.04.2022 - 04:00
Vararíkisstjóri New York ákærður vegna spillingar
Brian Benjamin, vararíkisstjóri New York-ríkis, sagði af sér embætti á þriðjudag eftir að honum var birt ákæra vegna mútuþægni. Benjamin er gefið að sök að leggja á ráðin um að afla sér ólögmætra framlaga í kosningasjóð sinn á síðasta ári frá ónefndum fjárfesti í Harlem í New York borg, gegn fyrirheiti um framlög New York-ríkis til frjálsra félagasamtaka sem fjárfestirinn ræður fyrir.
13.04.2022 - 04:22
Víðtæk leit að árásarmanninum í New York
Fjölmenn og umfangsmikil leit stendur yfir í New York-borg að karlmanni á sjötugsaldri, sem talinn er tengjast skotárás sem gerð var í neðanjarðarlest þar í borg á þriðjudag. 10 manns hlutu skotsár í árásinni og 19 til viðbótar leituðu aðhlynningar á sjúkrahúsum vegna annarra meiðsla. Enginn mun þó vera í lífshættu, að sögn heilbrigðisyfirvalda.
13.04.2022 - 01:36
Segir Trump sekan um fjölda afbrota
Mark Pomerantz fyrrverandi saksóknari í New York segir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta sekan um fjölda alvarlegra glæpa. Þetta kemur fram í opnu bréfi hans sem New York Times birti í gær.
Hundruðum skotheldra vesta á leið til Úkraínu rænt
Hundruðum skotheldra vesta sem senda átti til Úkraínu var stolið frá bandarískum félagasamtökum í vikunni. Lögreglumenn höfðu gefið notuð vestin til samtaka Úkraínumanna og fólks af úkraínskum uppruna í Bandaríkjunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Svikahrappinum Önnu Sorokin vísað frá Bandaríkjunum
Bandarisk stjórnvöld hafa vísað Önnu Sorokin sem einnig er þekkt sem Anna Delvey úr landi til síns heima í Þýskalandi.
15.03.2022 - 06:15
Mikil leit að morðingja heimilislausra
Lögregla í Bandaríkjunum leitar nú byssumanns sem grunaður er um að hafa myrt myrt og sært heimilislaust fólk á götum stórborganna Washington og New York í mars.
Hnífaárás á nýlistasafninu í New York
Ráðist var að tveimur konum og þær stungnar með hnífi innandyra í nýlistasafninu Museum of Modern Art í New York-borg í kvöld. Safnið var rýmt vegna árásarinnar. Að sögn lögreglu er líðan kvennana stöðug en þær voru fluttar á nærliggjandi sjúkrahús í flýti.
13.03.2022 - 00:13
Hríðarbylur veldur usla í Bandaríkjunum
Hríðarbylur gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna með tilheyrandi röskunum á samgöngum. Þúsundum flugferða hefur verið aflýst um helgina og veðurviðvaranir verðið gefnar út vegna mikillar snjókomu og hvassviðris.
29.01.2022 - 16:20
Erlent · Veður · Bandaríkin · veður · Hríðarbylur · Snjókoma · Kuldi · Boston · New York
Lögregla rannsakar farsíma leikarans Alecs Baldwin
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin hefur verið gert að afhenda síma sinn vegna rannsóknar á voðaskoti við gerð vestrans Rust. Mánuður er síðan dómari gaf fyrirmæli um að síminn skyldi afhentur.
Minnst 19 fórust í eldi í fjölbýlishúsi í New York
Minnst 19 létust og tugir slösuðust í miklum eldsvoða í fjölbýlishúsi í New York borg í dag. New York Times og CNN greina frá því að meðal látinna séu níu börn. Óttast er að enn fleiri hafi farist. 63 slösuðust í brunanum að sögn Erics Adams, borgarstjóra í New York, sem segir eldsvoðann einn þann versta í borginni í manna minnum.
09.01.2022 - 22:10
Kennari handtekinn vegna gruns um ólöglega bólusetningu
Líffræðikennari við skóla í New York í Bandaríkjunum var handtekin á gamlársdag grunuð um að hafa gefið 17 ára nemanda sínum sprautu með bóluefni gegn COVID-19.
Trump og tvö elstu börn hans boðuð til yfirheyrslu
Letitia James, ríkissaksóknari í New York, hefur stefnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, syni hans Don yngri og dótturinni Ivönku fyrir dóm vegna yfirstandandi rannsóknar á viðskiptaveldi fjölskyldunnar.
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Ákærur gegn fangavörðum Epsteins felldar niður
Saksóknarar hafa ákveðið að láta frekari málsókn falla niður á hendur tveimur fangavörðum sem voru á vakt þegar auðmaðurinn og barnaníðingurinn Jeffrey Epstein dó í klefa sínum í New York árið 2019.
Þokast í átt að dómi yfir Ghislaine Maxwell
Nokkuð miðar í átt að niðurstöðu í sakamáli gegn Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í þeim.
Maxwell neitaði að bera vitni fyrir dómi
Ghislaine Maxwell sem ákærð er fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við glæpi hans og jafnvel tekið þátt í brotunum neitaði að bera vitni fyrir rétti í New York í dag.