Færslur: New York

United Airlines hefur áætlunarflug til tveggja borga
Daglegt áætlunarflug bandaríska flugfélagsins United Airlines til Íslands hefst að nýju 3. júní næstkomandi. Þann dag verður flogið milli New York og Íslands líkt og félagið gerði áður. Skömmu síðar hefst áætlunarflug milli Íslands og Chicago í Illinois.
Delta byrjar að fljúga til Íslands að nýju
Bandaríska flugfélagið Delta hefur þann 1. maí daglegt flug milli Íslands og þriggja borga í Bandaríkjunum. Boston bætist nú við New York og Minneapolis en þangað hefur Delta flogið undanfarin ár að undanskildu 2020.
Borgarstjóri krefst rannsóknar á ríkisstjóra
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, bættist í hóp þeirra sem krefjast ítarlegrar rannsóknar á ásökunum í garð ríkisstjórans Andrew Cuomo um kynferðislega áreitni. Lindsey Boylan, fyrrverandi aðstoðarkona Cuomos, sakar hann um fjölda brota á meðan hún vann fyrir hann frá árinu 2015 til 2018.
26.02.2021 - 07:02
Fauci telur unnt að bólusetja 100 milljónir á 100 dögum
Anthony Fauci forstjóri ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segir það markmið Joe Bidens viðtakandi forseta Bandaríkjanna raunhæft að bólusetja 100 milljónir á fyrstu 100 dögum valdatíðar sinnar.
Ekki fleiri skotárásir í New York síðan árið 2006
Lögreglan í öllum fimm umdæmum New York-borgar skráði 1531 skotárás á árinu 2020 sem er rúmlega tvöföldun frá árinu áður þegar þær voru 754. Morðum í borginni fjölgaði mjög á árinu.
Sakar Andrew Cuomo um kynferðislega áreitni
Lindsey Boylan, fyrrverandi aðstoðarkona Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York-ríkis, sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega. Fjölmiðlafulltrúi Cuomo vísar ásökunum á bug.
14.12.2020 - 07:05
Munir tengdir Dylan seldust fyrir hálfa milljón dala
Munir tengdir tónlistarmanninum og ljóðskáldinu Bob Dylan seldust fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala á uppboði fyrir skemmstu. Hlutirnir voru úr dánarbúi tónlistarmannsins og vinar Dylans Tony Glover sem lést á síðasta ári.
23.11.2020 - 01:47
Yfir tólf milljón kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum
Kórónuveirutilfelli í Bandaríkjunum fóru yfir tólf milljónir í dag samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Alls hafa 255.414 Bandaríkjamenn endað ævina af völdum COVID-19.
Viðtal
„Það er eins og svart ský hafi farið hjá“
„Mér finnst ég öruggari hér en þar og hefur fundist það frá upphafi,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sem flúði New York til Reykjavíkur með fjölskylduna þegar heimsfaraldurinn braust út. Þó borgin sé óþekkjanleg segir hann að það hafi birt mikið yfir þegar úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum urðu ljós.
12.11.2020 - 08:54
#metoo-listaverk kveikir umræðu um klám og klassík
Sagan af Medúsu hefur verið á allra vörum í New York síðustu daga. Nýtt útilistaverk sem hugsað var sem innlegg í #metoo-umræðuna hefur skapað heitar deilur um gæði listaverka, klám, klassík og skapahár svo eitthvað sé nefnt.
25.10.2020 - 14:16
Komu í veg fyrir stórbrúðkaup í New York
Yfirvöld í New York hafa fyrirskipað að brúðkaupi sem fyrirhugað var á mánudag verði aflýst. Talið er að allt að tíu þúsund manns hafi ætlað að fagna með tilvonandi brúðhjónum í tilefni dagsins - þvert á allar sóttvarnareglur.
17.10.2020 - 21:38
Viðtal
„Auðvitað á fólk að vera með grímur“
Grímur eru einföld leið til að stöðva útbreiðslu faraldursins og óskiljanlegt að þær séu ekki skylda víðar, segir Erna Milunka Kojic íslenskur smitsjúkdómalæknir í New York. Þar er grímuskylda bundin í lög og önnur bylgja faraldursins hefur enn ekki risið.
11.10.2020 - 20:36
Skotárás í garðveislu í Rochester
Tveir létust og 14 særðust í skotárás í garðveislu í Rochester í New York-fylki í Bandaríkjunum í nótt. AFP fréttastofan hefur eftir varðstjóra lögreglunnar á svæðinu að í kringum hundrað manns hefðu verið á hlaupum um svæðið þegar lögregluna bar að garði.
19.09.2020 - 11:43
Rannsókn að hefjast á andláti Daniels Prude
Saksóknari í New York ríki í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað rannsókn á andláti Daniels Prude sem lést eftir handtöku í mars síðastliðnum.
Gert að greiða bílstjórum atvinnuleysisbætur
New-York borg þarf að borga bílstjórum Uber og Lyft atvinnuleysisbætur frá og með deginum í dag. Alríkisdómari í New-York ríki komst að þessari niðurstöðu í dag.
28.07.2020 - 20:07
Erlent · New York · Uber
Smitum og dauðsföllum fækkar stöðugt í New York
Nýjum smitum hefur fækkað hratt í New York síðustu vikur og í gær urðu færri dauðsföll þar af völdum veirunnar en orðið hafa á einum degi síðan um miðjan mars. Íbúar í þrjátíu og einu fylki í Bandaríkjunum þurfa nú að fara í sóttkví við komuna til New York, New Jersey og Connecticut.
22.07.2020 - 16:26
Samstöðuverkföll með Black Lives Matter
Tugir þúsunda starfsfólks í margskonar fyrirtækjum og stofnunum víðsvegar um Bandaríkin tóku þátt í samstöðuverkfalli með Black Lives Matter hreyfingunni í gær.
Maxwell í fangelsi þar til dómur fellur
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, fær ekki að ganga laus gegn greiðslu tryggingargjalds þar til dómstólar taka mál hennar til meðferðar.
14.07.2020 - 20:38
Telja hættu á að Maxwell reyni að flýja
Verulegu hætta er á að Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, flýi verði hún látin laus úr gæsluvarðhaldi að mati saksóknara í New York.
13.07.2020 - 20:41
Maxwell neitar sök
Ghislaine Maxwell, fyrrum unnusta bandaríska barnaníðingsins Jeffrey Epstein, neitaði fyrir rétti í dag ásökunum um að hún hafi tekið þátt í brotum hans. Lögmenn hennar hafa lagt fram beiðni um að hún verði látin laus gegn greiðslu tryggingar. Maxwell gæti átt yfir höfði sér þrjátíu og fimm ára fangelsi, verði hún fundin sek. 
Segir mótmælin í Bandaríkjunum upphafið að byltingu
„Maður heyrir bara í sírenum og þyrlum úti á kvöldin,“ segir Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir íbúi í New York sem hefur undanfarna daga tekið þátt í mótmælum undir formerkjum Black Lives Matter. Mótmælin hafa, að hennar sögn, farið friðsamlega fram að mestu en ólíkar fylkingar mótmælenda viðhafa ólíkar aðferðir.
03.06.2020 - 11:19
Tjaldbúðasjúkrahús tekið niður á næstunni
Sjúkrahús sem reist var í tjaldbúðum í Central Park í New York fyrir sjúklinga smitaða af COVID-19 verður lokað síðar í mánuðinum. Kristileg hjálparsamtök sem reka bráðabirgðasjúkrahúsið tilkynntu um ákvörðunina í dag.
02.05.2020 - 17:50
Telja nærri 100 látin á einu hjúkrunarheimili
Talið er að nærri 100 hafi látist úr COVID-19 á einu hjúkrunarheimili í New York borg í Bandaríkjunum. Isabella-hjúkrunarheimilið á Manhattan greindi frá þessu í gær.
02.05.2020 - 09:09
Yfir 10.000 dáin úr COVID-19 í New York borg
Fjöldi dauðsfalla í New York borg, sem rakin eru til COVID-19, er mun meiri en hingað til hefur verið talið og eru þau líklega á ellefta þúsund, samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda í borginni. Í tilkynningu sem heilsugæsla New York sendi frá sér á þriðjudag segir að 3.788 manns hafi að öllum líkindum látist úr COVID-19, til viðbótar þeim 6.589 sem staðfest er að dáið hafi úr sjúkdómnum.
15.04.2020 - 01:26
Nær 1.200 dóu úr COVID-19 á einum degi í Bandaríkjunum
Nær 1.200 manns létust af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum frá miðvikudagskvöldi fram á fimmtudagskvöld, samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans, mun fleiri en nokkur staðar annars staðar á einum sólarhring. Fjöldi látinna nálgast nú 6.000 í Bandaríkjunum, þar sem 1.169 dóu á þessum 24 klukkustundum. Það eru 200 fleiri en létust á svartasta deginum á Ítalíu, hinn 27. mars, þegar 969 dóu þar í landi.
03.04.2020 - 04:17