Færslur: mótmæli

Heimsókn Pelosi bæði fagnað og andmælt
Fjöldi fólks flykktust út á götur í eyríkinu Taívan í gær, hvorutveggja til að fagna og mótmæla heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Herforingjastjórnin framlengir neyðarástand í Mjanmar
Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákveðið að framlengja neyðarástand í landinu um sex mánuði til viðbótar. Min Aung Hlaing, sem fór fyrir valdaráni hersins í febrúar 2021, greindi frá þessu í morgun.
Sri Lanka-her réðst gegn mótmælendum af mikilli hörku
Hersveitir réðust til atlögu gegn mótmælendum í Colombo, höfuðborg Sri Lanka aðfaranótt föstudags, handtóku marga úr þeirra röðum og leystu mótmælin upp. Mótmælendur segja hermenn hafa gengið fram af miklum hrottaskap og grimmd. Hörð og fjölmenn mótmæli hafa geisað í Colombo og annars staðar á Sri Lanka um margra vikna skeið vegna óstjórnar og spillingar á æðstu stöðum.
22.07.2022 - 04:20
Fréttakona sem mótmælti innrás Rússa handtekin
Rússneska lögreglan hefur handtekið fréttakonuna Marinu Ovsyannikova, sem truflaði beina sjónvarpsútsendingu í mars og gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu.
17.07.2022 - 21:33
Reiði vegna skipunar nýs forseta á Sri Lanka
Ekki sér fyrir endann á pólitískri upplausn í asíuríkinu Sri Lanka, eftir að Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra var settur tímabundið í embætti forseta. Hann sækist nú eftir því að verða forsetaefni meirihluta þingsins í komandi kosningum, en stjórnarandstæðingar segja hann ekki vera arftakann sem þurfi til þess að kollvarpa spilltu stjórnkerfi landsins.
17.07.2022 - 03:46
Myndband
Krefjast þess að hvalveiðum verði hætt
Íslensk og erlend dýraverndunarsamtök, þar á meðal Sea Shepherd, boðuðu til mótmælafundar á Austurvelli í dag þar sem þess var krafist að hvalveiðum verði hætt. Hvalveiðar hófust hér við land í síðasta mánuði eftir fjögurra ára hlé. Fundargestir gagnrýndu stefnu stjórnvalda í málaflokknum.
15.07.2022 - 20:37
Afsögn forseta Sri Lanka með tölvupósti metin lögmæt
Þingið á Sri Lanka hefur samþykkt afsögn Gotabaya Rajapaksa, forseta landsins. Hann sagði af sér í gær með tölvupósti til forseta þingsins, sem hefur yfirfarið lagalegar forsendur bréfsins og metið það lögmæta afsögn úr embætti. Hundruð mótmælenda fögnuðu afsögn forsetans á götum Colombo, stærstu borgar Sri Lanka, í gær.
15.07.2022 - 05:36
Reyna að semja við stjórnarandstæðinga á Srí Lanka
Ríkisstjórn Srí Lanka stendur nú í viðræðum við leiðtoga andófsmanna á Srí Lanka. Þetta hefur AFP eftir talsmönnum stjórnarandstæðinga.
14.07.2022 - 06:24
Sjónvarpsfrétt
Ekkert breytt til hins betra ári eftir söguleg mótmæli
Ár er í dag liðið frá mestu mótmælum á Kúbu í áratugi. 11. og 12. júlí í fyrra kom fólk saman og mótmælti slæmu efnahagsástandi, matarskorti og ólýðræðislegum stjórnarháttum Kommúnistastjórnarinnar. Alberto Borges Moreno, sem er frá Kúbu og hefur búið hér á landi um árabil, segir hlutina ekki hafa þróast til betri vegar síðan þá.
11.07.2022 - 21:17
Forseti Sri Lanka flýr undan mótmælendum
Gotabaya Rajapaksa, forseti Sri Lanka, er flúinn bústað forseta í höfuðborginni Colombo eftir að mótmælendur réðust þar inn. AFP greindi frá.
09.07.2022 - 11:18
Bændamótmæli í Hollandi
19 bændur og bændasynir handteknir
Lögregla í Hollandi handtók í gærkvöld 19 mótmælendur úr bændastétt, sem neituðu að fara að fyrirmælum um að fjarlægja dráttarvélar sínar og önnur farartæki sem þeir hafa notað til að loka allri umferð til og frá stórri dreifingarmiðstöð stórmarkaða í smábænum Bleiswijk skammt frá Rotterdam síðustu þrjá sólarhringa. Þeim var öllum sleppt þegar líða tók á nóttina.
08.07.2022 - 05:43
Þúsundir kröfðust afsagnar Albaníustjórnar
Þúsundir Albana söfnuðust saman í höfuðborginni Tirana á fimmtudag til að mótmæla forsætisráðherra landsins og ríkisstjórninni allri. Einn af umdeildari leiðtogum stjórnarandstöðunnar, hægrimaðurinn Sali Berisha, ávarpaði mannfjöldann og krafðist afsagnar forsætisráðherrans Edi Rama og ríkisstjórnar sósíalista.
08.07.2022 - 01:53
Hörð átök hollenskra bænda og lögreglu
Hollenskir bændur hafa staðið fyrir hörðum mótmælaaðgerðum víðs vegar í Hollandi síðustu daga vegna hertrar löggjafar um köfnunarefnisnotkun í landbúnaði. Í gærkvöld sló í brýnu milli þeirra og lögreglu, sem greip til skotvopna til að skakka leikinn. Samkvæmt boðaðri löggjöf þurfa bændur að minnka notkun köfnunarefnisáburðar um allt að 70 prósent á næstu misserum, mest í nágrenni við náttúruverndarsvæði.
Burhan segir herstjórnina ætla að stíga til hliðar
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Súdan segist ætla að koma því til leiðar að borgaraleg stjórn setjist að völdum í landinu. Mótmælendur í landinu og alþjóðasamfélagið hafa lengi krafist þess.
Skotárás í Kaupmannahöfn
Lögreglan upplýsti um þau særðu og látnu í morgun
Verslanamiðstöðin Field's verður lokuð að minnsta kosti í viku fram á mánudag 11. júlí vegna skotárásarinnar í gær. Kaupmannahafnarlögreglan upplýsti um stöðu mála á blaðamannafundi klukkan sex í morgun.
Líbíumenn mótmæla orkuskorti og upplausn
Þúsundir Líbíumanna flykktust út götur helstu borga landsins um helgina til að mótmæla síversnandi lífskjörum, orkuskorti og upplausn í stjórnmálum.Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að miðla málum meðal deilandi pólítískra fylkinga án teljandi árangurs.
03.07.2022 - 07:49
Xi fer til Hong Kong að fagna 25 ára valdatíð Kínverja
Xi Jinping, forseti Kína, fer í opinbera heimsókn til Hong Kong í dag, föstudag. Hann verður viðstaddur hátíðahöld í tilefni þess að 25 ár er liðin frá því að Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir borginni.
01.07.2022 - 01:45
Reyndu að víkja forseta Ekvadors úr embætti
Þingmönnum stjórnarandstöðunnar í Ekvador mistókst að bola forsetanum, Guillermo Lasso, úr embætti í dag.
Mótmælendur í Ekvador loka vegum inn í höfuðborgina
Hörð mótmæli standa enn í Ekvador þrátt fyrir tilraun Guillermos Lasso, forseta landsins, til að kveða andófsfólk niður í gær. Þá lýsti hann yfir neyðarástandi í landinu og setti neyðarlög sem meðal annars gefa forseta heimild til að beita her landsins gegn mótmælendum.
Forseti Ekvador lýsir yfir neyðarástandi vegna mótmæla
Guillermo Lasso, forseti Ekvador, hefur lýst yfir neyðarástandi í þremur héruðum landsins vegna harðra mótmæla gegn ríkisstjórninni.
18.06.2022 - 04:25
Enginn fékk meirihluta í forsetakosningum í Kólumbíu
Bráðbirgðaniðurstöður sýna að vinstrimaðurinn Gustavo Petro og milljarðamæringurinn Rodolfo Hernandez mætast í síðari umferð forsetakosninga í Kólumbíu.
Sjónvarpsfrétt
„Manni blöskrar, þetta er svo ómanneskjulegt“
Nokkrir klökknuðu á mótmælum á Austurvelli í dag þegar flóttafólk sem á að vísa úr landi á næstunni sagði sögu sína. Ein þeirra, sem vísa á til Grikklands, sagði að hún yrði ekki örugg þar og líklega á götunni. Á annað hundrað manns söfnuðust saman á Austurvelli í dag til stuðnings flóttafólkinu sem á að senda úr landi á næstunni. Ómanneskjulegt, sögðu mótmælendur.
28.05.2022 - 19:38
Nýr leiðtogi Hong Kong hittir ráðamenn í Kína
John Lee, sem tekur við stjórnartaumum í Hong Kong 1. júlí, hélt til Beijing höfuðborgar Kína í morgun. Þar verður hann opinberlega settur inn í embættið og þiggur blessun helstu leiðtoga alþýðulýðveldisins.
28.05.2022 - 05:40
Krefjast rannsóknar á ofbeldi gegn andófskonum
Mannréttindasamtökin Amnesty International krefja stjórnvöld í Marokkó um að rannsaka umsvifalaust ásakanir fimm andófskvenna um ofbeldi öryggissveita ríkisins gegn þeim. Tvær þeirra segja að brotið hafi verið á þeim kynferðislega.
Skólanemendur krefjast hertrar skotvopnalöggjafar
Þúsundir bandarískra barna og unglinga yfirgáfu skólastofur sínar í gær og flykktust út á götur til þess að krefjast hertrar skotvopnalöggjafar. Kveikjan að aðgerðunum var mannskæð skotárás á grunnskóla í Texas á þriðjudag.