Færslur: mótmæli

Leikarar eiga að tala fyrir persónur af sama uppruna
Hvítir leikarar verða ekki lengur skipaðir í hlutverk persóna sem eru af öðrum uppruna í sjónvarpsþáttunum The Simpsons. Framleiðendur þáttanna gamalkunnu tilkynntu um ákvörðunina fyrr í mánuðinum eftir háværa gagnrýni.
Mótmælendur krefjast afsagnar forseta Serbíu
Mörg þúsund mótmælendur flykktust út á götur Belgrad-borgar í Serbíu í kvöld eftir að stjórnvöld boðuðu útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins næstu helgi. Lögreglan beitti táragasi á hóp mótmælenda sem ruddist inn í þinghúsið.
07.07.2020 - 23:22
Falsanir geta haft afdrifaríkar afleiðingar
„Fölsun er í eðli sínu eitthvað sem ógnar einhverjum mörkum,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, prófessor í almennri bókmenntafræði. „Fölsunin spyr alltaf hvað er ekta. Það er oft mjög erfitt að ákveða hvar mörkin liggja.“
06.07.2020 - 12:05
Kona lést eftir að bíl var ekið inn í hóp mótmælenda
24 ára gömul kona lést í Seattle í gær eftir að bifreið var ekið inn í hóp mótmælenda. Samkvæmt umferðarlögreglu Washington-ríkis höfðu mótmælendur safnast saman á lokaðri hraðbraut. Ökumaður bifreiðarinnar virti ekki vegartálma og ók inn í þvöguna. Konan var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum.
05.07.2020 - 13:44
Kólumbusi steypt af stalli og hent í höfnina
Mótmælendur í borginni Baltimore í Bandaríkjunum steyptu í nótt styttu af landkönnuðinum Kristófer Kólumbus af stalli. Fólkið batt reipi um styttuna, dró hana niður og fór með hana að höfninni þar sem henni var varpað í sjóinn.
05.07.2020 - 08:45
Öryggislög í Hong Kong taka gildi 1. júlí
Kínverska þingið samþykkti endanlega í dag umdeild öryggislög um Hong Kong. Með þeim verða allar tilraunir til að segja sig úr lögum við Kína refsiverðar. Hörð viðurlög verða við hvers kyns niðurrifsstarfsemi og leynilegum samskiptum við erlend öfl.
30.06.2020 - 04:48
Sniglar boða til mótmæla
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til þögulla mótmæla við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni á morgun, þriðjudaginn 30. júní. Í yfirlýsingu samtakanna segir að bifhjólafólk sé nú búið að fá nóg.
29.06.2020 - 01:39
Facebook bregst harðar við hatursorðræðu
Stjórnendur Facebook hafa tilkynnt innleiðingu víðtækara eftirlits og banns á hatursfullu innihaldi auglýsinga á samfélagsmiðlinum. Brugðist verði hart við ógnunum og illmælgi í garð fjölmarga hópa sem átt hafi undir högg að sækja.
27.06.2020 - 03:50
Hótar skemmdarvörgum langri fangelsisvist
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað forsetatilskipun sem fyrirskipar harðar refsingar yfir þeim mótmælendum sem skemma eða eyðileggja minnismerki í landinu.
27.06.2020 - 03:26
Ætla að fjarlægja styttuna af Roosevelt
Bandaríska náttúruminjasafnið ætlar að láta fjarlægja styttu af Theodore Rossevelt, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem stendur við inngang safnsins.
22.06.2020 - 07:44
Á Sviss sinn eigin George Floyd?
Nöturlegur dauðdagi Georges Floyd hefur haft óhemjumikil áhrif á fólk út um allan heim. Alda mótmæla og meðfylgjandi hugarfarsbreytinga hefur skekið veröldina. Sviss, landið sem er frægast fyrir bankamenn og gauksklukkur, hefur ekki farið varhluta af því.
16.06.2020 - 07:07
Bandaríkin: Enn kallað eftir umbótum í löggæslu
Borgarstjórinn í Atlanta, Keisha Lance Bottoms, kallaði í dag eftir umbótum í lögregluliði borgarinnar. Það gerist í kjölfar þess að mótmæli gegn kynþáttahyggju blossuðu að nýju upp í borginni eftir að lögreglumaður skaut þeldökkan mann til bana á föstudag.
16.06.2020 - 02:41
Boris: „Látið Churchill í friði"
Ákvörðun Borisar Johnson forsætisráðherra Bretlands um að koma á sérstakri nefnd sem ætlað er að taka á öllum hliðum ranglætis kemur í kjölfar útbreiddra mótmæla gegn kynþáttamisrétti þar í landi.
15.06.2020 - 06:29
Ný bylgja mótmæla í Atlanta
Keisha Lance Bottoms, borgarstjóri í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum, tilkynnti í gær að Erika Shields lögreglustjóri hefði ákveðið að stíga til til hliðar. Það gerist í kjölfar þess að lögreglumaður varð Rayshard Brooks, 27 ára þeldökkum manni, að bana við veitingastað í borginni.
14.06.2020 - 04:49
Átök milli mótmælenda og lögreglu í London
Átök urðu á milli mótmælenda og lögreglu í miðborg London í dag, en fólkið var þar saman komið til að verja styttur og minnismerki borgarinnar fyrir fólki sem var þar á samkomu gegn kynþáttahatri.
13.06.2020 - 17:37
Vilja endurskoða eðli löggæslu
Borgarstjórnin í Minneapolis hefur samþykkt einhljóða að leysa upp lögreglulið borgarinnar í núverandi mynd. Hennar í stað leggur hún til að svokölluð „samfélagsleg öryggisdeild” verði sett á laggirnar. Þessar fyrirhugðu breytingar eru tilkynntar núna þremur vikum eftir að George Floyd lét lífið í höndum lögreglumanna í borginni.
13.06.2020 - 01:44
Þrennt ákært fyrir að varpa bensínsprengjum
Nokkrir saksóknarar í Brooklyn lögðu í dag fram ákæru í mörgum liðum gegn þremur mótmælendum. Fólkið er sakað um að hafa kastað bensínsprengjum að lögreglubílum meðan á mótmælum gegn kynþáttahatri stóð í New York borg.
13.06.2020 - 00:56
Trump íhugar bann við hálstaki
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að lögregla ætti ekki að þurfa að beita fólk hálstaki. Afleggja ætti þá aðferð að mestu, en komið geti upp aðstæður þar sem lögregla á engra annarra kosta völ. Hann segist nú íhuga bann við því að lögregla taki fólk slíkum tökum.
12.06.2020 - 21:04
Fawlty Tower til endurskoðunar vegna kynþáttafordóma
Þáttur úr gamanþáttaseríunni Fawlty Tower hefur nú verið tekinn úr spilun hjá bresku streymissveitunni UKTV, sem er í eigu breska ríkisútvarpsins BBC vegna kynþáttafordóma.
12.06.2020 - 10:36
Borgarstjóri Seattle hafnar afskiptum Trumps
Borgarstjórinn í Seattle Jenny Durkan hefur brugðist við tísti Donalds Trumps Bandaríkjaforseta frá því fyrr í dag.
12.06.2020 - 03:40
Fjarlægja styttuna af Baden-Powell 
Yfirvöld í Dorset á Suður-Englandi tilkynntu í gær að stytta af Robert Baden-Powell stofnanda skátahreyfingarinnar verði fjarlægð. Hún bætist þar með í safn annarra stytta af sögufrægum einstaklingum sem verið gagnrýndar í tengslum við mótmæli undanfarinna vikna.
11.06.2020 - 09:23
Yfir 2 milljónir smitast af kórónaveiru í Bandaríkjunum
Fjöldi kórónaveirutilfella í Bandaríkjunum er nú komin yfir tvær milljónir samkvæmt upplýsingum frá John Hopkins háskólasjúkrahúsinu í Bandaríkjunum.  
11.06.2020 - 07:35
Kristófer Kólumbus afhöfðaður og fleygt í vatn
Þrýstingur eykst á að minnismerki um nýlenduherra og þrælahaldara í Bandaríkjunum verði fjarlægð. Kröfurnar tengjast hinum miklu mótmælum sem hafa verið í landinu undanfarnar tvær vikur.
11.06.2020 - 05:32
Fréttaskýring
Lögreglan langt frá því að endurspegla samfélagið
Mótmælendur víða um heim krefjast þess að lögreglan breytist. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á því hvort kynþáttafordómar þrífist innan lögreglunnar á Íslandi. Lögreglunemar fá fræðslu um samskipti við ólíka samfélagshópa og hluti starfandi lögreglumanna hefur sótt námskeið um fjölmenningu en innan raða lögreglunnar starfa sárafáir innflytjendur. Innfllytjendum í lögreglunámi hefur fækkað um helming á síðustu árum.
Blaðið hluti af stofnanavæddum fordómum í garð svartra
Vísindatímaritið Nature tilkynnti í dag frestað hefði verið birtingu þeirra greina sem áttu að koma út í dag. Tímaritið vildi með þessu taka þátt í mótmælum gegn stofnanavæddum fordómum fræðasamfélagsins í garð svartra.