Færslur: mótmæli

Myndskeið
Heilsupössum mótmælt á Ítalíu
Lögregla í Trieste á Ítalíu beitti táragasi og háþrýstidælum í dag til að sundra hópi hafnarverkamanna, sem mótmæla reglum um svonefnda heilsupassa. Þá þurfa allir að hafa til að mega mæta til vinnu.
18.10.2021 - 14:12
Þúsundir mótmæltu fasisma í Róm í dag
Fjölmenni kom saman í miðborg Rómar á Ítalíu í dag og mótmælti fasisma. Fyrir viku síðan kom saman hópur frá öfgasamtökum þjóðernissinna og mótmælti heilsupassa og brutust út átök milli mótmælenda og lögreglu. Hópurinn braust inn í höfuðstöðvar elsta verkalýðssambands landsins, CGIL.
16.10.2021 - 21:06
Vöruverð fryst til að spyrna við verðbólgu
Argentísk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi við fjölda einkafyrirtækja um að frysta vöruverð í nokkra mánuði til að draga úr verðbólgu í landinu. Fátækt er mikil og verðbólga hefur geisað í tvo áratugi.
Minningarskjöldur um Kamban fjarlægður
Minningarskjöldur um Guðmund Kamban rithöfund og leikstjóra hefur verið fjarlægður af vegg hússins við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn, þar sem hann forðum bjó. Kamban féll fyrir byssukúlu andspyrnumanns á friðardaginn 5. maí 1945 en hann var sagður aðhyllast hugmyndafræði Nasista.
10.10.2021 - 20:54
Landamærareglur hertar á Nýja Sjálandi
Hertar landamærareglur voru tilkynntar á Nýja Sjálandi í morgun. Allir ferðalangar, 17 ára og eldri, búsettir utan Nýja Sjálands skulu vera fullbólusettir ætli þeir sér að heimsækja landið.
Mikil mótmæli gegn Bolsonaro víða um Brasilíu
Tugþúsundir Brasilíumanna mótmæltu víðsvegar um land í dag og kröfðust afsagnar Jairs Bolsonaros forseta landsins.
Myndskeið
Þúsundir mótmæla lögum gegn þungunarrofi
Þúsundir bandarískra kvenna komu saman á hátt í sjö hundruð stöðum í Bandaríkjunum í dag til að mótmæla lögum gegn þungunarrofi. Stærsta mótmælagangan fór fram í höfuðborginni Washington þar sem mótmælendur marseruðu að húsnæði hæstaréttar Bandaríkjanna.
02.10.2021 - 18:52
Þingkonur segja frá reynslu sinni af þungunarrofi
Árleg mótmæli bandarískra kvenna undir merkjum Women's March í dag beina kastljósinu að umdeildum lögum um þungunarrof sem bundin voru í lög í Texas á dögunum. Þrjár bandarískar þingkonur á fimmtudag reynslu sinni af þungunarrofi.
02.10.2021 - 12:21
Niðurstöðum þingkosninga mótmælt í Moskvu í dag
Þúsundir fylgismanna rússneska kommúnistaflokksins og fleiri stjórnarandstöðuflokka söfnuðust saman í miðborg Moskvu í dag. Tilgangurinn var að andmæla því sem Kommúnistar kalla grafalvarlegt svindl í þingkosningum.
Útgöngubanni aflétt í Melbourne í lok október
Íbúar Melbourne, næststærstu borgar Ástralíu, mega búast við að útgöngubann verði ekki lengur í gildi seinni hluta október-mánaðar gangi bólusetningaráætlanir stjórnvalda eftir. Um fimm milljónir íbúa borgarinnar hafa þurft að halda sig heimavið frá því 5. ágúst síðastliðinn.
Örfáir kjósa volduga kjörnefnd í Hong Kong
Pólítíska yfirstéttin í Hong Kong kýs í dag fjölmenna nefnd sem ákveður hver verður næsti leiðtogi borgarinnar og kýs næstum helming löggjafarþingsins. Kosningarnar byggja á nýju kerfi úr ranni Kínastjórnar.
19.09.2021 - 03:43
Lögreglumenn fleiri en mótmælendur
Mótmælendurnir sem söfnuðust við þinghúsið í Washington borg í Bandaríkjunum síðdegis voru ekki nema nokkrir tugir, mun færri en lögreglumennirnir sem stóðu vaktina við háar girðingar sem settar höfðu verið upp í kringum þinghúsið í töluverðri fjarlægð.
18.09.2021 - 17:55
Hörð mótmæli vegna útgöngubanns í Ástralíu
Átök brutust út í gær milli mótmælenda og lögreglu í Melbourne næststærstu borg Ástralíu þegar hundruð mótmæltu sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda.
Upptöku Bitcoin og lagabreytingum mótmælt í El Salvador
Þúsundir íbúa Mið-Ameríkuríkisins El Salvador mótmæltu í gær ákvörðun stjórnvalda að taka rafmyntina Bitcoin upp sem lögeyri í landinu í síðustu viku. Eins er hörð andstaða við lagabreytingar sem óttast er að ógni lýðræði í landinu.
Aðgerðasinnar í Hong Kong dæmdir til fangavistar
Níu gamalreyndir aðgerðarsinnar í Hong Kong voru í morgun dæmdir sex til tíu mánaða fangavistar í morgun fyrir andóf gegn kínverskum stjórnvöldum. Þrír aðrir fengu skilorðsbundna dóma.
15.09.2021 - 06:39
Einn af hverjum fimm kýs utan kjörfundar í Kanada
Næstum einn af hverjum fimm Kanadamönnum greiddu atkvæði utan kjörstaðar um liðna helgi. Einnig er talið að óvenjumargir nýti sér að greiða póstatkvæði sökum kórónuveirufaraldursins.
Þúsundir heilbrigðisstarfsfólks mótmæla í Varsjá
Mörg þúsund heilbrigðisstarfsmenn flykktust út á götur Varsjár í Póllandi í dag og mótmæltu lágum launum og slæmum starfskjörum.
11.09.2021 - 15:40
Innfæddri konu reist stytta í stað Kólumbusar
Fyrirhugað er að í stað höggmyndar af Krístófer Kólumbusi verði reist stytta innfæddrar konu af Olmec-ættbálkinum í hjarta Mexíkó-borgar. Mótmælendur hótuðu að fella Kólumbus af stalli sínum á síðasta ári.
Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæla á þjóðhátíðardaginn
Boðað hefur verið til mótmæla í dag í brasilísku borgunum Sao Paulo og Brasilíu til stuðnings forseta landsins. Í dag er þjóðhátíðardagur landsins.
Táragasi beitt á mótmælendur í Svartfjallalandi
Lögregla í Svartfjallalandi beitti táragasi á mótmælendur sem mótmæltu innsetningu nýs erkibiskups serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í borginni Cetinje í dag. Mótmælin eru til marks um þann ágreining sem ríkir um tengslin við Serbíu og núning kirkjunnar við forseta landsins.
06.09.2021 - 00:35
Hörð mótmæli í Svartfjallalandi vegna vígslu biskups
Vígsla nýs erkibiskups serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Svartfjallalandi hefur vakið hörð mótmæli í landinu. Mótmælin endurspegla núning milli kirkjunnar og forseta landsins.
05.09.2021 - 06:47
Stjörnur mótmæla þungunarrofslögunum í Texas
Leikarar, tónlistarmenn og annað frægðarfólk mótmælir harðlega nýjum lögum í Texas sem banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Það er gert á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu BansOffOurBodies.
Þrjú ár frá því að Greta Thunberg hóf baráttu sína
Í dag eru þrjú ár liðin frá því að fimmtán ára sænsk stúlka skrópaði í skólanum og mótmælti aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Skilaboð hennar hafa borist út um allan heim á þessum þremur árum.
Samtök kennara í Hong Kong lögð niður
Fagkennarasambandið, fjölmennasta verkalýðsfélag Hong Kong tilkynnti í dag að það yrði leyst upp. Kínversk stjórnvöld segja kennara hafa verið í fararbroddi mótmæla í landinu fyrir tveimur árum.
10.08.2021 - 12:35
Sakar vesturlönd um að vilja hefja þriðju heimsstyrjöld
Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta Rússlands, fordæmir frekari refsiaðgerðir sem bandarísk og bresk stjórnvöld boðuðu gegn ríkinu í dag. Hann sakar vestræn ríki um að vilja kveikja ófriðarbál sem leitt geti til heimsstyrjaldar.