Færslur: Moderaterna

Löfven fær umboð til stjórnarmyndunar í Svíþjóð
Stefan Löfvén sitjandi forsætisráðherra Svíþjóðar fær umboð til stjórnarmyndunar eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu í morgun.
Atkvæðagreiðsla um vantraust á Löfven
Atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Stefans Löfvens, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefst í sænska þinginu klukkan tíu að staðartíma. Það er er klukkan átta að íslenskum tíma.
Fréttaskýring
Hugsanlega þurfa Svíar að kjósa að nýju
Forseti sænska þingsins segir að ógerlegt verði að mynda stjórn nema flokksleiðtogar breyti afstöðu sinni til samvinnu. Hugsanlegt er að kjósa verði að nýju, en tveir mánuðir eru frá síðustu þingkosningum. Hvorki gengur né rekur í tilraunum til að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Meira en tveir mánuðir eru frá þingkosningum en pattstaða er á þingi, hvorki fylkingar hægri- né vinstrimanna hafa nægan þingstyrk til að mynda meirihlutastjórn.
17.11.2018 - 11:43
Fréttaskýring
Erfið stjórnarmyndun í Svíþjóð
Staðan í stjórnarmyndunarviðræðum í Svíþjóð er erfið og fréttaskýrendur segja vandséð hvernig hægt verði að mynda ríkisstjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. Margir telja að einungis tvennt komi til greina; að Stefan Löfven sitji áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar eða kosið verði að nýju. Andreas Norlén, forseti þingsins, lét í morgun greiða atkvæði um hvort Ulf Kristersson, leiðtogi hægri flokksins Moderaterna, nyti stuðnings til að mynda stjórn.
14.11.2018 - 18:26
Formaður sænskra Íhaldsmanna segir af sér
Anna Kinberg Batra tilkynnti í morgun að hún ætlaði að segja af sér formennsku í sænska Íhaldsflokknum, Moderaterna. Mikil óánægja hefur verið meðal sænskra Íhaldsmanna vegna slæms gengis í skoðanakönnunum og áhrifafólk í flokknum krafðist þess hún viki fyrir nýjum leiðtoga. Í morgun var orðið ljóst að meirihluti flokksdeilda Íhaldsflokksins vildi að hún hætti sem formaður.
25.08.2017 - 10:42
Fréttaskýring
Ólga meðal sænskra Íhaldsmanna
Mikil óánægja er meðal sænskra Íhaldsmanna vegna slæms gengis í skoðanakönnunum og áhrifafólk í flokknum krefst þess að formaðurinn Anna Kinberg Batra víki. Hart er sótt að henni, mörg flokksfélög og ungliðahreyfingin vilja nýjan leiðtoga. Fréttaskýrendur telja margir líklegt að skipt verði um formann áður en gengið verður til kosninga eftir rúmt ár.
24.08.2017 - 13:10