Færslur: Mannréttindi

Neyðarástandi aflétt í Taílandi
Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra Taílands afturkallaði í nótt vikugamla tilskipun um neyðarástand í landinu.
22.10.2020 - 06:38
Krefjast sniðgöngu G20 fundar í Sádi-Arabíu
Fjörutíu og fimm bandarískir þingmenn leggja fast að Bandaríkjastjórn að sniðganga fund G20 ríkjanna í Sádi-Arabíu í næsta mánuði nema þarlend yfirvöld geri gangskör að því að auka og bæta mannréttindi.
22.10.2020 - 06:27
Frans páfi kveðst hliðhollur samböndum samkynhneigðra
Frans páfi segist styðja sambönd fólks af sama kyni og að þau séu börn guðs. Hann kveðst hlynntur því að samkynhneigðir fái að skrá sig í staðfesta samvist, sem er alger viðsnúningur frá viðhorfi fyrri páfa.
22.10.2020 - 02:25
Ekki boðlegt að réttindi hinsegin fólk séu ekki tryggð
„Lagaleg réttindi hinsegin fólks eru ekki nægilega trygg á Íslandi og standast ekki samanburð við fjölda ríkja í Evrópu. Mér finnst það ekki boðlegt fyrir land sem telur sig í fremstu röð í málaflokknum á heimsvísu,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna ‘78.
Börn með fötlun fá sanngirnisbætur
Fatlað fólk sem var á vistheimilum ríkisins sem börn og varð þar fyrir misrétti á að fá bætur. Ríkisstjórnin ætlar að leggja fram frumvarp um það á Alþingi. Með misrétti er átt við óréttlæti og illa meðferð eða aðbúnað.
13.10.2020 - 16:16
Fjöldi rithöfunda lýsir yfir stuðningi við transfólk
Stephen King, Margaret Atwood og Roxane Gay eru á meðal þeirra 1.200 rithöfunda sem hafa skrifað undir sérstaka stuðningsyfirlýsingu við transfólk og kynsegin fólk í Bandaríkjunum og Kanada. Guardian greinir frá.
10.10.2020 - 12:18
Myndskeið
Ísland sækist eftir setu í mannréttindaráði SÞ á ný
Ísland ætlar að sækjast eftir setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir kjörtímabilið 2025-2027. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti þetta þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gegnum fjarfundarbúnað í dag.
Frumvörp sem tryggja réttindi trans og intersex fólks
Heimilt verður að breyta opinberri skráningu kyns og samhliða nafni við fimmtán ára aldur í stað átján ára nú. Þetta kemur fram í einu þriggja frumvarpa sem Katrín Jakobsdóttir lagði fram í ríkisstjórn í morgun sem tryggja eiga rétt fólks með kynhlutlausa skráningu og trans fólks auk barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.
Mörg þúsund moskur eyðilagðar í Kína
Mörg þúsund moskur hafa verið jafnaðar við jörðu eða skemmdar í Xinjiang héraði í Kína síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í rannsókn ASPI, sem hefur safnað gögnum um ástand minnihlutahópa í héraðinu í norðvestanverðu Kína. Nokkur hundruð fanga- og innrætingabúðir hafa jafnframt verið reistar í héraðinu, þar sem fólki er gert að læra og temja sér kínverska siði og venjur.
26.09.2020 - 07:43
Erlent · Asía · Kína · Xinjiang · Mannréttindi
Heimskviður
Er íbúum Egyptalands óhætt að gagnrýna forsetann?
Hvernig taka stjórnvöld í Egyptalandi á andstæðingum sínum? Getur verið að fólk sé raunverulega í hættu þar í landi eingöngu vegna stjórnmálaskoðana sinna? Rannsakandi hjá Mannréttindavaktinni segir fráleitt að halda öðru fram.
26.09.2020 - 07:00
Maduro og stjórn hans borin þungum sökum
Öryggissveitir stjórnvalda í Venesúela hafa orðið á þriðja þúsund stjórnarandstæðingum að bana það sem af er þessu ári, að sögn Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Þá er fólk beitt harðræði fyrir það eitt að koma saman og mótmæla ástandinu í landinu með friðsömum hætti.
Khedr-fjölskyldan fær að vera á Íslandi
Kehdr-fjölskyldan frá Egyptalandi fær að vera á Íslandi. Það var ákveðið í gær.
25.09.2020 - 11:15
Viðtal
Hagsmunamat barnanna hafi verið í mýflugumynd
Magnús D.Norðdal lögmaður Egypsku fjölskyldunnar sem fékk dvalarleyfi hér á landi í gær segir að í máli Egypsku Kehdr-fjölskyldunnar og fleiri málum sé mat á hagsmunum barnanna af hálfu stjórnvalda í mýflugumynd. Hagsmunamat ætti að endurtaka á síðari stigum í meðferð mála.
25.09.2020 - 09:17
Gera legnám á innflytjendum í varðhaldi
Hjúkrunarfræðingur sem vann við heilsugæslu á varðhaldsstöð fyrir ólöglega innflytjendur í Georgíuríki í Bandaríkjunum ljóstraði í gær upp um hryllilegar aðstæður og meðferð á fólkinu sem þar er í haldi.
15.09.2020 - 06:55
Telur Róbert Spanó ekki geta gert annað en sagt af sér
Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands í byrjun mánaðarins olli töluverðum deilum sem enn sér ekki fyrir endann á. Einn helsti sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Mannréttindadómstólsins krefst afsagnar Róberts, sem hafi með heimsókn sinni skaðað orðspor dómstólsins varanlega. Hann hafi engan annan kost en að segja af sér.
Brot á grundvallarmannréttindum að vísa börnum úr landi
„Það er klárt mál að verið er að brjóta grundvallarmannréttindi á börnum með því að vísa þeim úr landi,“ segir Friðþjófur Helgi Karlsson skólastjóri Háaleitisskóla.
Morgunútvarpið
Þórhildur Sunna: Tyrklandsheimsókn Róberts réttlætanleg
Það er réttlætanlegt að Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, hafi farið í opinbera heimsókn til Tyrklands. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur mannréttindalögfræðings og þingmanns Pírata sem var gestur Morgunútvarps Rásar tvö í morgun. Fulltrúar dómstólsins verða að vera óhlutdrægir gagnvart sínum aðildarríkjum, hefði Róbert ekki þegið boðið hefði það verið til marks um hið gagnstæða.
Um 300 Róhingjar á flótta náðu landi á Súmötru
Nærri þrjú hundruð Róhíngjum á flótta var bjargað að landi á indónesísku eyjunni Súmötru snemma í morgun að sögn þarlendra yfirvalda.
07.09.2020 - 05:29
Telur rétt af MDE að fara til Tyrklands
Rósa Björk Brynjólfsdóttir formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins segir það hafa verið rétta ákvörðun hjá Mannréttindadómstól Evrópu að þiggja boð um að forsetinn dómstólsins, Róbert Spanó, færi í heimsókn til Tyrklands. Tækifærið hafi verið nýtt til að ræða mannréttindi við tyrknesk stjórnvöld.
06.09.2020 - 19:00
Segir blett á trausti til Mannréttindadómstólsins
Það setur blett á traust til Mannréttindadómstóls Evrópu af hálfu þeirra Tyrkja sem reka mál fyrir dómstólnum að forseti hans þiggi heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Istanbúl, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverand forstjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. 
06.09.2020 - 12:34
Kínastjórn hvött til endurskoðunar á öryggislögum
Frelsi Hong Kong stendur mikil ógn af öryggislögunum sem Kínastjórn setti fyrr í sumar. Þau eru sömuleiðis brot á alþjóðlegum lagaskyldum Kína. Þetta kemur fram í bréfi sérstakrar mannréttindanefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Bandarískur dósent laug til um uppruna sinn árum saman
Dósent við bandarískan háskóla hefur viðurkennt að hafa um árabil þóst vera svört. Jessica Krug starfar við George Washington háskólann sem sérfræðingur í sögu Afríku og Afríkufólks um víða veröld og er í raun hvítur gyðingur.
04.09.2020 - 03:32
Ekki forgangsatriði að láta reyna á lögmæti aðgerða
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki hafa verið forgangsatriði að láta reyna á lögmæti hertra aðgerða við landamærin. Samtökin hafi þó komið sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri við yfirvöld.
Efast um að sóttvarnaraðgerðir standist stjórnarskrá
Íslenskt samfélag hefur verið rekið án tillits til stjórnarskrár og laga um margra mánaða skeið. Þetta segir Reimar Pétursson lögmaður og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands um aðgerðir stjórnvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar Hann segir að það hljóti að teljast vafasamt hvort hertar aðgerðir á landamærum og takmarkanir á atvinnufrelsi fjölmennra hópa samrýmist stjórnarskrá og lögum.
29.08.2020 - 12:27
JK Rowling skilar mannréttindaverðlaunum
Breski rithöfundurinn JK Rowling ákvað að afsala sér verðlaunum frá mannréttindasamtökum Robert Kennedy. Formaður samtakanna, dóttir Kennedy, gagnrýndi Rowling fyrir skoðanir sínar á málefnum transfólks.  Rowling hlaut hlaut verðlaunin í desember síðastliðnum fyrir góðgerðarstarfsemi sína í þágu barna.
29.08.2020 - 08:19