Færslur: Mannréttindi

Ingibjörg Sólrún varar við eftirgjöf réttinda
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem nú gegnir embætti forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE varar almenning við því að gefa of mikið eftir af réttindum sínum á tímum kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Fréttablaðinu í dag.
30.05.2020 - 07:28
Ungverjar banna breytingar á kynskráningu
Lög sem banna breytingu á skráningu kyns voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á ungverska þinginu í gær. Samkvæmt lögunum verður ekki hægt að breyta skráðu kyni til samræmis við kynvitund heldur á það kyn sem skráð er á fæðingarvottorð alltaf að vera í gildi. Réttindahópar óttast að fordómar gagnvart hinsegin fólki eigi eftir að aukast eftir samþykkt laganna. Stjórnarandstöðuþingmenn sögðu lögin einfaldlega ill.
20.05.2020 - 04:53
Ólöglegt að afhomma ungmenni í Þýskalandi
Þýska þingið samþykkti í gær lög sem banna svokallaðar afhommunarmeðferðir á yngri en 18 ára. Svoleiðis meðferðir eru sagðar geta breytt kynhneigð einstaklinga. Þeir sem komast í kast við nýju lögin geta átt von á allt að eins árs fangelsi eða 30 þúsund evra sekt, jafnvirði um fimm milljóna króna. 
08.05.2020 - 06:35
Frumvarp árás á réttindi trans fólks í Ungverjalandi
Frumvarp ríkisstjórnar Ungverjalands, sem þykir skerða mjög réttindi trans fólks, var fyrst sent til þingsins á alþjóðlegum degi sýnileika transfólks, 31. mars. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, segir frumvarpið vera árás á réttindi trans fólks þar í landi.
29.04.2020 - 16:24
Frumvarp gegn transfólki lagt fyrir ungverska þingið
Ungverska stjórnin virðist ætla að þrýsta lögum gegn réttindum transfólks í gegnum þingið á næstunni. Samkvæmt lögunum er kyn einstaklinga ákvarðað út frá líffræðilegum kynfærum og litningum við fæðingu. Þannig yrði ómögulegt fyrir transfólk að fá leiðréttingu á kyni sínu staðfesta. Þingmenn hafa þegar fengið frumvarpið í hendurnar. 
27.04.2020 - 06:14
Sádar afnema dauðarefsingu ungmenna
Mannréttindanefnd Sádi Arabíu greindi frá því í gær að ungmenni verði ekki lengur dæmd til dauða, samkvæmt tilskipun frá Salman konungi. Tilskipunin segir að dauðarefsingu þeirra sem voru dæmdir fyrir glæpi sem þeir frömdu áður en þeir urðu lögráða verði ekki framfylgt.
27.04.2020 - 04:12
Aftökum í heiminum fækkar á milli ára
Aftökum fækkaði um fimm prósent milli ára samkvæmt opinberum tölum og hafa ekki verið færri í tíu ár. Þeim fjölgaði hins vegar verulega í Sádi Arabíu og Írak. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International um dauðarefsingar á síðasta ári.
Fréttaskýring
Lögregluofbeldi og einræðistilburðir á óvissutímum
Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi. 
170.000 fangar í einangrun vegna COVID-19
Bandarísk fangelsismálayfirvöld þrengdu i gær enn að frelsi þeirra um það bil 170.000 fanga sem gista alríkisfangelsi landsins. Allir fangar skulu halda sig í klefum sínum öllum stundum og fangaverðir mega ekki fara á milli deilda. Tilskipunin gildir í minnst 14 daga og markmiðið er að hefta útbreiðslu COVID-19 innan fangelsanna. Fyrir meirihluta fanga jafngildir þetta fjórtán einangrunarvist, á meðan aðrir þurfa að sitja í sameiginlegri sóttkví með klefanaut sínum.
Tíu konur myrtar á degi hverjum í Mexíkó
Fjöldi kvenna tekur þátt í kröfugöngum um heim allan í dag í tilefni að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Í Mexíkó beina mótmælendur sjónum að þeirri staðreynd að þar í landi eru að meðaltaki tíu konur myrtar á degi hverjum.
Nauðsynlegt að breyta framkomu gagnvart stúlkum
Þrátt fyrir að fleiri stúlkur stundi nám en nokkru sinni fyrr hefur það skilað litlu í að skapa jafnara og ofbeldisminna umhverfi fyrir konur. Tæplega níutíu prósent ala með sér einhverja kynbundna fordóma í garð kvenna.
06.03.2020 - 11:37
Úígúrar þvingaðir í verksmiðjustörf
Tugþúsundir Úígúra hafa verið fluttir úr fangabúðum kínverskra stjórnvalda í verksmiðjur sem framleiða varning fyrir nokkur stærstu fyrirtæki heims. Ástralskur sérfræðingahópur kveðst hafa heimildir fyrir þessu. Meðal fyrirtækja sem fá varning úr verksmiðjunum eru Apple, BMW og Sony.
02.03.2020 - 06:42
Börn tína baunir fyrir Starbucks og Nespresso
Börn eru notuð sem vinnuafl á kaffibaunaökrum í Gvatemala. Kaffihúsakeðjan Starbucks er meðal kaupenda bauna frá ökrunum, sem og Nestle sem notar baunirnar í Nespresso kaffi sitt.
02.03.2020 - 04:19
Guðlaugur Þór harðorður í ræðustól mannréttindaráðsins
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hélt ræðu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í Genf í dag. Þar gagnrýndi hann að Venesúela fái að sitja í ráðinu þrátt fyrir mannréttindabrot og sakaði ráðið um hlutdrægni í málefnum Ísraels.
25.02.2020 - 13:35
Sænskur bóksali af kínverskum uppruna í 10 ára fangelsi
Sænski bókaútgefandinn Gui Minhai, sem verið hefur í varðhaldi í Kína um nokkurra ára skeið, var í nótt fundinn sekur um að hafa veitt erlendu ríki upplýsingar í heimildarleysi og dæmdur í tíu ára fangelsi. Samkvæmt heimildum sænska ríkissjónvarpsins, SVT, mun Evrópusambandið mótmæla dómnum við kínversk yfirvöld.
25.02.2020 - 06:34
Fréttaskýring
Gettólisti danskra stjórnvalda: Mismunun eða nauðsyn
Stefna danskra stjórnvalda er skýr. Gettóin skulu burt fyrir árið 2030. Ellefu þúsund íbúar í svokölluðum gettóum þurfa að flytja í önnur hverfi. Það á að rífa fjölda íbúða, aðrar verða gerðar upp og seldar. Gettóstefnan tók gildi árið 2018, í kjölfarið hafa verið samþykktar ýmsar lagabreytingar sem beinast einkum að innflytjendum frá Mið-Austurlöndum. Íbúum gettóanna finnst stefnan brennimerkja þá og Sameinuðu þjóðirnar segja hana fela í sér mismunun. Stjórnvöld standa þó fast á sínu.
23.01.2020 - 15:30
Sameinuðu þjóðirnar fordæma mannréttindabrot í Mjanmar
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun þar sem brot á mannréttindum Róhingja og annarra minnihlutahópa í Mjanmar eru fordæmd. Í ályktuninni eru stjórnvöld í Mjanmar jafnframt brýnd til að stöðva þann hatursáróður sem viðgengst í landinu gegn Róhingjum og öðrum minnihlutahópum.
28.12.2019 - 07:10
Gerðu húsleit og handtóku blaðakonu
Rússnesk stjórnvöld gerðu húsleit í íbúð blaðakonunnar Júlíu Polukína í dag, að sögn dagblaðsins sem hún vinnur hjá. Polukína var handtekin og flutt á óþekktan stað. Eftir að henni var sleppt kom í ljós að hún hafði verið yfirheyrð í húsakynnum lögreglunnar við Petrovka-stræti í Moskvu.
26.12.2019 - 15:30
Myndskeið
Bjóðast til að taka á móti 85 flóttamönnum á næsta ári
Íslendingar búa sig undir að auka móttöku flóttamamanna um þriðjung á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í ræðu Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis á alþjóðaþingi um flóttamannavandann sem nú er haldið í fyrsta sinn í Genf.
Eftirlitskapítalisminn ógnar frelsi mannsins
Fáar bækur hafa vakið jafn miklar umræður og viðbrögð á árinu og bókin Öld eftirlitskapítalismans, The Age of surveillance capitalism, eftir hina bandarísku Shoshönu Zuboff. Hún lýsir því hvernig tæknirisar á borð við Google og Facebook svífast einskis í stöðugt ítarlegri söfnun upplýsinga um alla okkar reynslu, og setur svo fram þær hættur sem nýting gagna til svokallaðrar atferlismótunar getur haft í för með sér. Að hennar mati er frelsi mannsins í húfi.
BEINT
Hlutverk smáríkja á alþjóðavettvangi
Í tilefni af alþjóða mannréttindadeginum í dag er efnt til málþings um mannréttindi og hlutverk smærri ríkja á alþjóðavettvangi í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Málþingið hefst klukkan 9 og stendur í þrjá tíma. Hægt er að fylgjast með beinu streymi hér.
10.12.2019 - 09:00
Ísrael vísar mannréttindastarfsmanni á brott
Omar Shakir, umsjónarmanni Mannréttindavaktarinnar var vísað frá Ísrael um helgina. Hann flaug til Þýskalands í gær eftir brottreksturinn að sögn Deutsche Welle. Stjórnvöld í Ísrael saka hann um að styðja samtök sem hvetja til sniðgöngu á ísraelskum vörum. Sjálfur neitar Shakir sök.
26.11.2019 - 06:40
Skjöl sanna tilvist innrætingabúða í Kína
Skjöl sem lekið var til breska ríkisútvarpsins BBC sýna að kínversk stjórnvöld halda hundruð þúsunda múslima í hámarks-öryggisfangelsum þar sem þeir eru heilaþvegnir. Kínverjar hafa alltaf þvertekið fyrir að þar sé fólki haldið nauðugu.
24.11.2019 - 23:29
Myndskeið
Vesturbær Reykjavíkur gerður að réttindahverfi
Alþjóðadagur barna er haldinn hátíðlegur í dag í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna víða um land. Í Salnum í Kópavogi voru haldnir tónleikar skólahljómsveitar Kópavogs þar sem tónlistin var tengd Barnasáttmálanum.
Barist fyrir sömu hlutum 50 árum síðar
Formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra segir réttindabaráttu fatlaðra á margan hátt á sama stað og fyrir 50 árum. Hún segir hina sífelldu baráttu við kerfið draga allan mátt úr foreldrum.
20.11.2019 - 14:40