Færslur: Mannréttindi

HM í Katar
Áhorfendum heimilt að skrýðast regnbogalitunum
Banni gegn klæðnaði og fánum í regnbogalitunum hefur verið aflétt á áhorfendapöllum leikvanga heimsmeistaramótsins í Katar. Þetta kemur fram í tilkynningu Knattspyrnusambands Wales, sem kvartaði við alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA eftir að vallarstarfsmenn hirtu regnbogahatta, klúta og fána af stuðningsfólki liðsins á mánudag.
25.11.2022 - 04:19
Fyrirliði Írans með áhyggjur af stöðu landa sinna
Fyrirliði landsliðs Írans á HM í fótbolta í Katar sagði á blaðamannafundi í gær að horfast þyrfti í augu við að staðan í heimalandinu væri ekki góð. Hann vill að liðið verði afl breytinga.
21.11.2022 - 12:47
Kastljós
Handtekinn í Katar: „Gat ekki verndað viðmælendur mína“
Fréttamaður norska ríkisútvarpsins, sem var handtekinn í Katar fyrir ári, telur handtökuna segja mikið um fjölmiðlafrelsið í landinu, nú þegar heimsmeistaramótið í knattspyrnu er þar á næsta leiti. Hann hafði meðal annars rætt við verkamenn um aðbúnað þeirra, sem nánast allir sögðu að brotið hefði verið á sér.
19.11.2022 - 08:45
Sjónvarpsfrétt
Falsfréttir um dauðarefsingar yfir 15.000 manns
Fimm mótmælendur í Íran hafa verið dæmdir til dauða, fyrir sakir sem mannréttindasamtök segja að þeir hafi verið neyddir til að játa. Í vikunni fóru á flug falsfréttir um að 15.000 manns ættu yfir höfði sér dauðadóm.
17.11.2022 - 22:14
Óttast að fjöldaaftökur séu yfirvofandi í Íran
Byltingardómstóllinn í Íran hefur dæmt fjöldamargt fólk til dauða vegna þátttöku í mótmælum um allt land. Mannréttindasamtök óttast að fjöldaaftökur geti verið yfirvofandi. Að minnsta kosti sjö hafa látið lífið í átökum milli lögreglu og mótmælenda síðustu daga.
Útlit fyrir lögfestingu réttar til samkynja hjónabands
Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að taka til atkvæða lagafrumvarp sem tryggir lögmæti samkynja hjónabanda um landið allt. Demókrötum er mjög í mun að koma því í gegn meðan þeir halda meirihluta á þinginu.
Þörf á réttargæslumanni aldraðra
Fimm prósent íbúa hjúkrunarheimila eru í fjötrum daglega og fjórðungur fær sterk geðlyf í öðrum tilfellum en mælt er með. Ef skerða á sjálfræði fólks þarf að vera lagaleg heimild fyrir því, að mati dósents við Háskóla Íslands.
Musk brýndur til að gæta að mannréttindum á Twitter
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hvetur nýjan eiganda samskiptamiðilsins Twitter að tryggja virðingu fyrir mannréttindum. Hann bendir á ríkar skyldur miðilsins á því sviði.
UNICEF fordæmir brottflutning ungmennis til Grikklands
UNICEF á Íslandi fordæmir að ungmenni sem kom hingað til lands sem fylgdarlaust barn hafi verið vísað úr landi í gær skömmu eftir að það varð sjálfráða.
Sjónvarp
Fyrstu samkynja hjónaböndin á Kúbu
Áfangi náðist í jafnréttisbaráttu hinsegin fólks á Kúbu og í Japan á síðustu dögum. Borgaryfirvöld í Tókýó viðurkenna sambönd hinsegin fólks og hjónabönd samkynhneigðra voru samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á Kúbu.
02.11.2022 - 19:35
Pistill
Dreymir um frelsi frá einræðis- og kúgunarstjórn í Íran
„Til þess að koma í veg fyrir að myndum og myndböndum af ódæðisverkum íranska hersins og lögreglunnar berist sem víðast er netinu skammtað. Farsímasamband hefur ekki náðst vikum saman og nettenging heimila er mismikil eftir svæðum og einnig háð fjölda mótmæla á hverju svæði.“ Ónefnd myndlistarkona af írönskum uppruna flytur pistil um ástandið í Íran í Víðsjá.
30.10.2022 - 11:15
Öryggissveitir skutu að samkomu í heimaborg Amini
Íranskir öryggislögreglumenn skutu byssukúlum og beittu táragasi gegn syrgjendum sem í morgun komu saman við gröf Mahsa Amini. Andlát hennar í höndum siðgæðislögreglu fyrir fjörutíu dögum var kveikja mótmælaöldu sem ekki sér fyrir endann á.
Grundvallarmannréttindi eða aðför að stéttarfélögum
Þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins lögðu mikla áherslu á rétt fólks til að standa utan stéttarfélaga í fyrstu umræðu um frumvarp Sjálfstæðismanna um félagafrelsi á vinnumarkaði. Það eru grundvallarmannréttindi, sagði fjármálaráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði að aðra vikuna í röð mæltu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir frumvarpi sem bitni á launafólki, fyrst með því að skerða réttindi opinberra starfsmanna og nú með því að naga fæturna undan verkalýðshreyfingunni í heild.
19.10.2022 - 10:45
Mannskæður eldsvoði í fangelsi í Íran
Fjórir, hið minnsta, fórust þegar eldur braust út í fangelsi í Teheran, höfuðborg Írans í gærkvöld. Óljóst er hvort eldsvoðinn tengist miklum mótmælum í landinu síðustu daga. 
16.10.2022 - 12:40
„Upphafið að endalokunum“ - Íranar hvattir til mótmæla
Aðgerðasinnar í Íran brýna landa sína til að fjölmenna á mótmæli gegn klerkastjórninni um allt land á laugardag, undir yfirskriftinni „Upphafið að endinum“. Hvetja þau fólk til að safnast saman þar sem öryggissveitir hafa ekki komið sér fyrir og hrópa slagorð á borð við „Dauðinn hirði harðstjórann!"
15.10.2022 - 04:08
Vilja að Rauði krossinn rannsaki fangelsi í Donetsk
Stjórnvöld í Úkraínu brýna Alþjóða Rauða krossinn til að gera út leiðangur til hins illræmda Olenivka-fangelsis í Donetsk-héraði hið allra fyrsta og helst innan þriggja sólarhringa. Olenivka-fangelsið hefur verið á valdi rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í Donetsk frá árinu 2014 og lýtur nú yfirráðum Rússa. Fjöldi úkraínskra stríðsfanga er sagður í haldi í fangelsinu auk úkraínskra andófsmanna og ótíndra glæpamanna sem voru þar fyrir og eru aðstæður sagðar skelfilegar.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ekkert lát á mótmælum í Íran
Tugir, ef ekki hundruð, liggja í valnum eftir mótmæli í Íran síðustu vikur. Mótmælin beinast meðal annars gegn hörðum reglum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna. Kveikjan að mótmælunum er andlát Mahsa Amini, ungrar kúrdískrar konu í höndum siðgæðislögreglu, sem þótti hún ekki bera höfuðslæðu sína rétt.
Kúbverjar samþykktu samkynja hjónabönd
Kúbverjar samþykktu um síðustu helgi nýja og víðtæka fjölskyldulöggjöf sem meðal annars heimilar samkynja pörum að ganga í hjónaband og ættleiða börn. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um löggjöfina, ekki síst vegna þeirrar grundvallarbreytingar á afstöðu löggjafans til sambúðar og réttinda samkynja para sem hún felur í sér.
Mótmælt áfram þrátt fyrir hótanir yfirvalda
Íranar flykktust út götur og stræti borga landsins í kvöld þrátt fyrir viðvaranir dómsvaldsins. Kveikja mótmælanna er andlát ungrar kúrdískrar konu í haldi siðgæðislögreglu landsins.
25.09.2022 - 22:37
Þórdís sagði Úkraínu þurfa að sigra í þágu mannkyns
Utanríkisráðherra Íslands segir að í þágu mannkyns þurfi Úkraína að hafa sigur í stríðinu. Hun segir stríðið hrollvekjandi áminningu um hvernig heimurinn liti út fengju eyðandi öfl að ráða örlögum þjóða fremur en sköpunargeta mannsins.
Mannréttindum hnignar stöðugt í Belarús
Sameinuðu þjóðirnar segja stöðu mannréttinda í Belarús fara sífellt hnignandi en tæp þrettán hundruð sitja í fangelsi vegna pólítískra skoðana sinna. Frjáls félagasamtök hafa verið leyst upp eða hætt störfum af ótta við ofsóknir.
Dauðarefsing afnumin í Miðbaugs-Gíneu
Stjórnvöld í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu hafa afnumið dauðarefsingu í landinu. Greint var frá þessu í ríkissjónvarpi Miðbaugs-Gíneu í kvöld og sagt frá því að forseti landsins og einræðisherra, Teodoro Obiang Nguema Mbasogo hefði undirritað ný hegningarlög.
Yfirvöld í Serbíu banna fjölþjóðlega regnbogagöngu
Yfirvöld í Serbíu lögðu á þriðjudag bann við því að hin evrópska hátíð EuroPride, árleg, fjölþjóðleg stórhátíð hinseginfólks, yrði haldin í höfuðborginni Belgrað á laugardag, eins og til stóð og leyfi hafði verið gefið fyrir. Skipuleggjendur hátíðarinnar greindu frá þessu á twitter.
Úkraínsk börn talin flutt nauðug til Rússlands
Sameinuðu þjóðirnar telja trúverðugt að Rússar hafi flutt úkraínsk börn nauðug til ættleiðingar í Rússlandi. Rússar eru sakaðir um margvísleg mannréttindabrot önnur. Þetta kom fram á fundi öryggisráðsins í dag.
Rússar sagðir reka fangabúðir á hernumdum svæðum
Rússar og aðskilnaðarsinnar þeim hliðhollir eru taldir starfrækja rúmlega 20 fangabúðir í Úkraínu. Þar eru hvort tveggja stríðsfangar og almennir borgarar vistaðir og yfirheyrðir, að því er fram kemur í nýrri skýrslu.