Færslur: Mannréttindi

Myndskeið
Frumvarp um réttinn þungunarrofs fellt í Bandaríkjunum
Frumvarp Demókrataflokksins í Bandaríkjunum um að binda í alríkislög réttinn til þungunarrofs náði ekki fram að ganga í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Frumvarpið var sett fram eftir að drögum að meirihlutaáliti hæstaréttar var lekið til fjölmiðla í síðustu viku.
11.05.2022 - 22:12
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Adidas og fleiri noti bómull frá þrælavinnu í Xinjiang
Bómull frá Xinjiang-héraði í Kína hefur fundist í fatnaði frá þýsku tískurisunum Adidas, Puma og Hugo Boss. Í Xinjiang er um hálf milljón manna úr minnihlutaættbálkum neydd af stjórnvöldum til þess að tína bómull.
05.05.2022 - 20:23
Forseti Sri Lanka glatar meirihlutastuðningi þingsins
Nokkrir fyrrum bandamenn Gotabaya Rajapaksa, forseta Sri Lanka, krefjast afsagnar hans í kjölfar mikilla mótmæla. Stjórnin hefur misst meirihluta sinn á þinginu. Mikil kreppa ríkir í landinu og skortur á eldsneyti og matvöru.
Gagnrýna fjölmiðla sem birta pistla sem smána jaðarhópa
Samtökin Trans Ísland gagnrýna fjölmiðla fyrir að birta ítrekað pistla þar sem minnihlutahópar eru smánaðir, undir því yfirskini að um sé að ræða skoðanir fólks. Lítið hefur reynt á löggjöf um birtingu slíkra greina.
26.03.2022 - 16:20
Líkurnar á valdaráni í Kreml sagðar aukast sífellt
Líkurnar á að einhver eða einhverjir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB snúist gegn Vladimír Pútín forseta og reyni að ræna hann völdum aukast með hverri vikunni sem innrásin í Úkraínu dregst á langinn. The Guardian greinir frá þessu og vitnar í orð ónefnds háttsetts leyniþjónustumanns máli sínu til stuðnings.
Bann við samkynja hjónaböndum staðfest á Bermúda
Breskur áfrýjunardómstóll staðfesti í gær bann við hjónaböndum samkynhneigðra á Bermúdaeyjum. Niðurstaðan er mikið áfall fyrir baráttufólk fyrir jafnrétti á eyjunum.
Lok þess heims sem við þekktum og trúðum á
Mannréttindasérfræðingur segir stöðuna í Rússlandi í kjölfar innrásar í Úkraínu, aukna ritskoðun og einangrun landsins á alþjóðavísu vera lok alls þess sem frjálslyndir Rússar trúðu á. Hann biður fólk að láta reiði sína í garð stjórnvalda í Rússlandi ekki bitna á almenningi í landinu.
01.03.2022 - 17:15
Noregsheimsókn Talibana kostaði um 93 milljónir króna
Heimsókn sendinefndar Talibana til Oslóar kostaði norska ríkið jafnvirði tæpra 93 milljóna íslenskra króna. Um þrjátíu menn undir forystu Amir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra stjórnar Talíbana, héldu frá Afganistan í einkaþotu til Noregs í lok janúar.
26.02.2022 - 04:10
Hóta fjölskyldu aktivista öllu illu
Stjórnvöld í Rússlandi neita því alfarið að vera að missa tökin á Téténíu eftir að kona, sem stjórnvöld þar eiga í illdeilum við, var handtekin í Rússlandi og flutt nauðug til Téténíu. Þingmaður sjálfstjórnarríkisins hefur hótað að afhöfða konuna og fjölskyldu hennar. Sonur hennar fer fyrir samtökum sem berjast gegn pyntingum. 
03.02.2022 - 17:35
Segja mannréttindi og mannúðaraðstoð haldast í hendur
Fulltrúar vestrænna ríkja krefjast þess að Talíbanastjórnin í Afganistan geri gangskör í því að tryggja mannréttindi í landinu. Það haldist í hendur við mannúðaraðstoð í landinu. Sendinefnd Talíbana sneri aftur heim frá Noregi í gær eftir þriggja daga fundahöld með erindrekum Bandaríkjanna og Evrópu.
Ákveðið í dag hvort Assange fær að áfrýja
Julian Assange, stofnandi Wikileks, kemst að því í dag hvort hann fái að áfrýja til hæstaréttar þeirri ákvörðun yfirdómstóls í Bretlandi að heimilt sé að framselja hann til Bandaríkjanna. Assange hefur setið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum frá 2019 við illan kost, vegna kröfu Bandaríkjamanna um framsal hans, þrátt fyrir að hafa þegar setið af sér dóm sem hann fékk fyrir að hafa brotið skilyrði um reynslulausn á sínum tíma.
Sonur Kings hvetur til samþykkis nýrra kosningalaga
Sonur og nafni mannréttindafrömuðarins Martins Luther King yngri ávarpaði fjöldagöngu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í dag þar sem hann hvatti Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp til breytinga á kosningalögum.
Hreinsanir sagðar hafnar innan sveita Talibana
Næstum þrjú þúsund úr röðum Talibana hafa verið látin vikja vegna hrottalegrar framkomu sinnar. Forsvarsmenn þeirra segja það gert svo hreinsa megi til í her- og lögreglusveitum.
McConnell segir Biden hafa hellt olíu á eld sundrungar
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sakar Joe Biden forseta um að ætla sér að efna til óvinafagnaðar með fyrirætlunum um tímabundna breytingu á reglum um atkvæðagreiðslur innan deildarinnar.
Búlgörsk eftirlitslög í bága við mannréttindasáttmála
Búlgörsk lög sem heimila leynilegt eftirlit með borgurunum stenst ekki ákvæði sáttmála Evrópu um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem fjallað hefur um málið allt frá árinu 2012.
Prinsessu sleppt úr haldi eftir nærri 3 ára fangelsi
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sleppt prinsessunni Basmah bint Saud og dóttur hennar úr haldi. Prinsessan hefur verið talsmaður kvenréttinda og takmörkunar á valdi konungsfjölskyldunnar.
08.01.2022 - 22:07
Heitir miklum umbótum í málefnum eldri borgara
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur boðar algera uppstokkun á lagaumhverfi málefna eldri borgara. Hún segir sömuleiðis að eldra fólk fái ekki alltaf þá aðstoð sem það verðskuldi.
Bandaríkin slíta viðskiptasamningi við þrjú Afríkuríki
Þrjú Afríkuríki njóta ekki lengur kosta tolla- og viðskiptasamnings við Bandaríkin vegna mannréttinda- og stjórnarskrárbrota. Bandarísk yfirvöld bjóðast til að aðstoða ríkin við að uppfylla skilyrði samningsins að nýju.
Fyrrverandi dómsmálaráðherra Túnis í haldi stjórnvalda
Stjórnvöld í Norður-Afríkuríkinu Túnis eru krafin svara um hvar Noureddine Bhiri fyrrverandi dómsmálaráðherra er niðurkominn. Ekkert hefur spurst til hans síðan á föstudaginn.
01.01.2022 - 23:35
Tvær úr Pussy Riot skráðar sem útsendarar erlendra afla
Rússnesk stjórnvöld skilgreina nú tvo meðlimi rússnesku rokk- og gjörningasveitarinnar Pussy Riot sem útsendara erlendra afla. Það á einnig við um blaðamenn og fleiri nafntogaða einstaklinga í landinu.
Mannréttindasamtökum í Rússlandi gert að hætta
Hæstiréttur í Rússlandi komst í dag að þeirri niðurstöðu í dag að loka skuli einum elstu og þekktustu mannréttindasamtökum landsins. Rússneskur stjórnmálamaður segir dóminn merki um varhugaverða þróun.
28.12.2021 - 20:46
Þrír fangar teknir af lífi í Japan í morgun
Þrír fangar voru teknir af lífi í Japan í morgun, þeir fyrstu um tveggja ára skeið. Stjórnvöld segja brýnt að viðhalda dauðarefsingu í ljósi fjölgunar grimmilegra glæpa í landinu.
Hungursneyð blasir við Sómölum verði ekki brugðist við
Alvarleg hungursneyð blasir við einum af hverjum fjórum íbúa Afríkuríkisins Sómalíu vegna mikilla þurrka sem ekki sér fyrir endann á. Þurrkarnir eru þeir verstu og langvinnustu í landinu um þrjátíu ára skeið.
Fréttaskýring
Tsíkanovskaja telur dóminn persónulega hefnd forsetans
Hvítrússneski aðgerðasinninn og vídeóbloggarinn Sergej Tsíkanovski var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar. Honum er gefið að sök að hafa stuðlað að glundroða og sáð hatri í samfélaginu. Svetlana Tsíkanovskaja, eiginkona hans og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu, segist tilbúin að reyna hið ómögulega til að þau geti hist fljótt aftur í nýju Hvíta-Rússlandi. 
15.12.2021 - 16:49