Færslur: Mannréttindi

Handtekin fyrir að sveipa styttur hinsegin fánum
Tvær manneskjur voru í vikunni handteknar í Varsjá í Póllandi og gefið að sök að hafa vanhelgað styttur með því að sveipa þær regnbogalitum hinsegin fánum. Fólkið hefur verið látið laust úr haldi.
05.08.2020 - 17:05
Hert löggjöf um samfélagsmiðla í Tyrklandi
Ríkisstjórn Tyrklands hefur aukið tangarhald sitt á samfélagsmiðlum. Ný lög þar að lútandi voru samþykkt í morgun.
„Yrði reiðarslag fyrir réttindabaráttu kvenna í Evrópu“
Það væri reiðarslag fyrir réttindabaráttu kvenna í Evrópu ef Pólland drægi sig úr Istanbúlsáttmálanum, segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður og fyrrverandi formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsins. Það sé þó ekki víst að af þessari afsögn verði, þó dómsmálaráðherrann hafi lagt það til.
27.07.2020 - 21:57
Átök milli lögreglu og mótmælenda í Seattle
Borgaryfirvöld í Seattle í Washingtonríki hafa lýst yfir uppreisnarástandi í kjölfar fjölmennra mótmæla í miðborginni. Lögregla greip í gær til til blossasprengja og piparúða til að freista þess að ryðja stórt svæði sem mótmælendur lögðu undir sig og teygði sig yfir margar húsaraðir í Capitol Hill-hverfinu í borginni.
26.07.2020 - 06:39
Ósáttur við umfjöllun RÚV um stöðu hinsegin fólks
Sendiherra Póllands á Íslandi er ósáttur við að fjallað sé um versnandi stöðu hinsegin fólks í Póllandi í íslenskum fjölmiðlum. Hann sendi fréttastofu yfirlýsingu þess efnis. Staða hinsegin fólks er verst í Póllandi, af öllum löndum ESB.
23.07.2020 - 17:53
Bandaríski þingmaðurinn John Lewis er allur
Bandaríski fulltrúadeildarþingmaðurinn John Lewis er látinn áttræður að aldri. Banamein hans var krabbamein í briskirtli.
Tekist á um notkun andlitsgríma vestra
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lofað Bandaríkjamönnum að þeim verði ekki fyrirskipað að nota andlitsgrímur til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar.
18.07.2020 - 02:16
Viðtal
Dapurlegt að horfa upp á getuleysi lýðræðisríkjanna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar segir erfitt að horfa upp á getuleysi lýðræðisríkjanna í ÖSE til að takast á við vandamál af því tagi sem urðu til þess að hún lætur af störfum á morgun. Þrjú ríki, Aserbaídsjan, Tadsíkistan og Tyrkland snerust gegn henni og þremur öðrum starfsmönnum. 
17.07.2020 - 10:06
Myndskeið
Ekki lengur samstaða um grunngildi í mannréttindum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir andstöðu nokkurra ríkja við það að hún gegni áfram forstjórastarfi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, vera birtingarmynd þess að ekki sé lengur samstaða um ákveðin grunngildi í mannréttindum. Þá sé þetta til marks um að nú hafi þau ríki náð undirtökum í stofnuninni sem minni áhuga hafi á umbótum í mannréttindum.
Kínverska leyniþjónustan opnar útibú í Hong Kong
Kínversk yfirvöld opnuðu í dag höfuðstöðvar undirstofnunar eigin leyniþjónustu og öryggislögreglu í Hong Kong. Er þetta í fyrsta skipti sem slík stofnun starfar opinberlega í sjálfstjórnarhéraðinu. Höfuðstöðvarnar eru í stórhýsi á besta stað í miðborginni, þar sem til skamms tíma var rekið hótel.
08.07.2020 - 04:41
Vill að stjórnarskrá meini samkynhneigðum að ættleiða
Andrzej Duda, forseti Póllands sem nú sækist eftir endurkjöri, tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram breytingu á stjórnarskrá landsins á þá vegu að samkynja pör geti ekki ættleitt börn. 
Líffræðilegt kyn hverfur úr hollenskum skilríkjum
Líffræðilegs kyns einstaklinga verður ekki getið á hollenskum skilríkjum í framtíðinni nái hugmyndir Ingrid van Engelshoven mennta- og menningarmálaráðherra landsins fram að ganga.
Stjórnandi hjá Boeing víkur vegna gamallar greinar
Samskiptastjóri bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hætti störfum í gær vegna greinar sem hann skrifaði fyrir rúmum þrjátíu árum. Þar viðraði hann þá skoðun sína að konur ættu ekki heima í hernum.
03.07.2020 - 04:29
Átök milli mótmælenda og lögreglu í London
Átök urðu á milli mótmælenda og lögreglu í miðborg London í dag, en fólkið var þar saman komið til að verja styttur og minnismerki borgarinnar fyrir fólki sem var þar á samkomu gegn kynþáttahatri.
13.06.2020 - 17:37
Nú er komið nóg er kjarni mótmælanna
Nú er komið nóg, slagorð mótmælanna sem brustu á eftir morðið á George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum, lýsa stöðunni sem upp er komin í réttindabaráttu svartra. Þetta sagði Claudie Ashonie Wilson lögmaður í Kastljósi í kvöld. Hún flutti hingað til lands frá Jamaíka og segir unglingssyni sína, sem eru fædir og uppaldir hér á landi, hafa upplifað fordóma vegna litarháttar síns.
09.06.2020 - 21:26
Græningjar vilja kynþætti úr stjórnarskránni
Stjórnmálaflokkur Græningja í Þýskalandi vill afmá hugtakið kynþátt úr þýsku stjórnarskránni. Mótmæli gegn kerfisbundnu misrétti vegna húðlitar hafa verið í þýskum borgum, líkt og víðar í heiminum, eftir að hvítur lögreglumaður varð hinum þeldökka George Floyd að bana í Minneapolis í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Mótmælin hafa leitt til umræðu um kerfisbundinn rasisma í Þýskalandi. 
09.06.2020 - 06:04
Torg gegnt Hvíta húsinu nefnt eftir baráttu blökkumanna
Borgarstjórinn í Washington breytti nafni torgs sem liggur í átt að Hvíta húsinu í Black Lives Matter Plaza í gær. Jafnframt var slagorðið málað stórum gulum stöfum á torgið, svo það sést vel úr lofti. 
06.06.2020 - 07:55
Segir sig úr stjórn og vill svartan í sinn stað
Alexis Ohanian, einn stofnenda samfélagsmiðilsins Reddit og eiginmaður tennisstjörnunnar Serenu Williams, ákvað í gær að segja sig úr stjórn vefsíðunnar, og mæltist til þess að arftaki hans verði svartur.
06.06.2020 - 07:42
NFL hvetur leikmenn til að mótmæla friðsamlega
Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL deildarinnar í amerískum fótbolta, segir stjórnendur deildarinnar hafa átt að hlusta á skilaboð leikmanna um kynþáttafordóma fyrr.
06.06.2020 - 03:50
Skoða kynþáttafordóma í Vesturbæjarlaug
Mannréttindaráð Reykjavíkur fer yfir það þegar lítið barn varð fyrir kynþáttafordómum í Vesturbæjarlauginni í Reykjavík í síðustu viku.
04.06.2020 - 14:16
Frumkvæði Íslands varpar ljósi á mikil mannréttindabrot
Meiri áhersla er lögð á að heyja stríð gegn fíkniefnum í nafni þjóðaröryggis á Filippseyjum, en að virða mannréttindi, og erfitt getur reynst að vinda ofan af þeirri þróun. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var að frumkvæði Íslands.
04.06.2020 - 12:05
Morgunútvarpið
Segir Íslendinga þurfa að horfast í augu við fordóma
Chanel Björk Sturludóttir segir að kynþáttafordómar séu til á Íslandi og Íslendingar þurfi að horfast í augu við það. Hún lýsti upplifun sinni af fordómum í Morgunútvarpinu á Rás 2.
04.06.2020 - 11:08
Notkun niðrandi orða um fólk getur verið refsiverð
Að nota niðrandi orð um fólk sökum húðlitar á opinberum stað getur verið refsivert athæfi, að sögn framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hún telur að það þurfi að vera til skýrar reglur um hvernig eigi að bregðast við aðstæðum þar sem fólk verður fyrir aðkasti og fordómum.
03.06.2020 - 22:19
Ingibjörg Sólrún varar við eftirgjöf réttinda
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem nú gegnir embætti forstjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE varar almenning við því að gefa of mikið eftir af réttindum sínum á tímum kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í viðtali við hana í Fréttablaðinu í dag.
30.05.2020 - 07:28
Ungverjar banna breytingar á kynskráningu
Lög sem banna breytingu á skráningu kyns voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á ungverska þinginu í gær. Samkvæmt lögunum verður ekki hægt að breyta skráðu kyni til samræmis við kynvitund heldur á það kyn sem skráð er á fæðingarvottorð alltaf að vera í gildi. Réttindahópar óttast að fordómar gagnvart hinsegin fólki eigi eftir að aukast eftir samþykkt laganna. Stjórnarandstöðuþingmenn sögðu lögin einfaldlega ill.
20.05.2020 - 04:53