Færslur: Leit

Lögregla og björgunarsveitir leituðu að unglingsstúlku
Fjöldi björgunarsveitarmanna leitaði að unglingsstúlku ásamt lögreglumönnum í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt.
27.09.2022 - 04:02
Fjölda fólks leitað í fjalllendu héraði í Venesúela
Talsverður hópur fólks virðist gersamlega horfinn í Venesúela eftir að hann hélt til dvalar í búðum á vegum trúarsamtaka fyrir tveimur vikum. Skyldmenni fólksins taka nú þátt í leitinni.
07.09.2022 - 02:30
Viðtal
Konan fannst heil á húfi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir konu rétt fyrir tvö í dag. Konan er með heilabilun en líkamlega hraust og hafði síðast sést til hennar fara frá Hrafnistu í Hafnarfirði um 8:30 í morgun.
12.06.2022 - 19:29
Japanska strandgæslan leitar að fólki af farþegabáti
Japanska strandgæslan hefur fundið fjóra af þeim 26 sem saknað var eftir að farþegabátur sökk undan ströndum Hokkaídó næststærstu eyjar Japans. Ekki hefur fengist staðfest hvort fólkið var á lífi þegar það fannst.
23.04.2022 - 23:55
Erlent · Asía · Japan · Siglingar · ferðamenn · Sjóslys · Strandgæsla · Leit
Björgunarsveitir halda leit áfram í birtingu
Leit verður fram haldið að Svanhvíti Harðardóttur nú þegar birta tekur. Björgunarsveitir gerðu hlé á leitinni laust eftir miðnættið samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá höfðu rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn leitað hennar í allan gærdag á stóru svæði í Hafnarfirði og allt í kringum bæinn.
23.04.2022 - 00:48
Flugvélin fundin
Flugvélin sem leitað hefur verið síðan á fimmtudag er fundin. Þetta kemur fram í tilkynningu og á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. Þar segir að vélin hafi fundist í Ölfusvatnsvít í sunnanverðu Þingvallavatni á ellefta tímanum í kvöld, með fjarstýrðum kafbát. Rannsókn slyssins og næstu skref eru í höndum lögreglunnar á Suðurlandi.
05.02.2022 - 01:28
Nýjar vísbendingar og kafarar kallaðir út
Nýjar vísbendingar hafa borist um staðsetningu flugvélarinnar sem ekkert hefur spurst til síðan um hádegisbil í gær. Erlent símfyrirtæki hefur rýnt í merki frá símum sem bárust í gær og veitt nákvæmari upplýsingar sem gefa tilefni til að lögð verði áhersla á leit við sunnanvert Þingvallavatn.
04.02.2022 - 09:09
Hlé gert á leitinni að horfnu flugvélinni
Hlé hefur verið gert á leitinni að lítilli fjögurra sæta flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan um hádegisbil í gær. Um 300 manna leitarlið var enn að störfum þegar fréttastofa leitaði tíðinda af gangi leitarinnar laust fyrir klukkan tvö í nótt. Leit hefst aftur í fyrramálið.
04.02.2022 - 02:48
Telma Líf komin í leitirnar heil á húfi
Átján ára íslensk stúlka, Telma Líf Ingadóttir, sem leitað hefur verið á Spáni frá því í gærmorgun er komin í leitirnar. Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir í samtali við fréttastofu að Telma hafi komið heim laust fyrir klukkan eitt í dag. Hún sé heil á húfi.
27.10.2021 - 13:26
Innlent · Leit · Spánn
Myndskeið
Ástandið á manninum merkilega gott – Kominn á spítala
Maðurinn sem leitað var að við gosstöðvarnar þangað til í kvöld fannst vestan við Núpshlíðarháls, um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína síðdegis í gær. Ástandið á honum var merkilega gott, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum: „Hann var með lítilsháttar áverka á höfði, annars var hann býsna góður.“ Maðurinn er kominn á Landspítalann og konan hans á leið þangað til hans.
26.06.2021 - 20:24
Myndskeið frá leitinni í nótt
Leit heldur áfram á gosstöðvunum í dag
Um 50 manns eru nú við leit bandarískum ferðamanni um sextugt sem varð viðskila við eiginkonu sína á gosstöðvunum við Fagradalsfjall um þrjú leytið í gær. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Suðurnesjum, segir að maðurinn sé vel á sig kominn en ekki búinn til langrar útivistar.
Indónesíski kafbáturinn er á 850 metra dýpi
Indónesíski kafbáturinn sem sökk undan ströndum Balí er fundinn á um átta hundruð og fimmtíu metra dýpi. Tilraunir til að ná kafbátnum upp af svo miklu dýpi gætu reynst hættulegar.
25.04.2021 - 14:10
Erlent · Indónesía · Asía · Kafbátur · Leit
Indónesíski kafbáturinn sokkinn
Kafbáturinn sem saknað hefur verið undan ströndum Balí er sokkinn, að því er sjóher Indónesíu tilkynnti í morgun. Útilokað er talið hægt verði að bjarga einhverjum þeirra fimmtíu og þriggja skipverja sem voru um borð.
24.04.2021 - 11:27
Erlent · Indónesía · Asía · Kafbátur · Leit · Sjóslys
Öll von úti um björgun áhafnar indónesíska kafbátsins
Öll von virðist úti um að hægt verði að bjarga 53 skipverjum indónesísks kafbáts sem saknað er undan ströndum Balí. Nú er talið að þriggja daga súrefnisbirgðir bátsins séu uppurnar.
24.04.2021 - 05:23
Erlent · Asía · Indónesía · Kafbátur · Sjóslys · Leit
Lýst eftir Ævari Annel Valgarðssyni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni. Hann er tvítugur, 174 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með dökkt hár.
Leituðu að manni sem var ekki týndur
Um það bil fimmtíu björgunarsveitarmenn voru kallaðir til á níunda tímanum í kvöld til að leita að manni á Breiðdalsvík sem reyndist svo ekki týndur. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Lögreglunni á Austurlandi í samtali við fréttastofu. Hann segir að leitin hafi byggst á misskilningi. „Í nútímasamfélagi eru gerðar kröfur um að fólk sé alltaf með símann á sér og þá kvikna áhyggjur ef fólk er sambandslaust,“ segir hann. 
17.11.2020 - 23:01
Vinir og aðstandendur Konráðs leita hans í Brussel
Um það bil tuttugu vinir og aðstandendur Konráðs Hrafnkelssonar leituðu hans í Brussel í gær, að sögn unnustu hans. Fréttastofa greindi frá því í gær að Konráðs væri saknað og að ekki hefði spurst til hans síðan á fimmtudagsmorgun.
02.08.2020 - 16:30
Erlent · Innlent · Leit · Brussel · Belgía
Leitað að ungum Íslendingi í Brussel
Leit stendur nú yfir í Brussel að Konráð Hrafnkelssyni. Hann fór að heiman frá sér í Brussel á fimmtudagsmorgun þann 30.júlí og hefur ekki spurst til hans síðan.
01.08.2020 - 14:23
Konan fundin heil á húfi
Kona sem lögregla og björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að í nótt og í morgun fannst heil á húfi á tólfta tímanum í dag.
22.07.2020 - 12:31
Göngumaðurinn fundinn heill á húfi
Göngumaður sem leitað var við Skálavík í gærkvöld og í nótt fannst rétt fyrir klukkan 6 í morgun heill á húfi. Áhöfn þyrlunnar TF-EIR fann manninn þar sem hann hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík. Hann hafði hrasað og var með minniháttar áverka á höfði. Maðurinn var einsamall á ferð og ekki með síma á sér.
19.06.2020 - 06:46
Bjargvætturinn enn ófundinn 
Rósmary Lillýjardóttir Midjord leitar enn að manni sem hún auglýsti eftir á Facebook fyrir helgi. Maðurinn aðstoðaði móður hennar þegar amma hennar fór í hjartastopp í bíl á Dalvegi í Kópavogi þann 10. júní síðastliðinn.
16.06.2020 - 07:15
Innlent · Leit · Facebook
Björgunaraðgerðum lokið og stúlkurnar komnar niður
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa lokið við að aðstoða tvær ungar stúlkur sem voru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði.
06.06.2020 - 18:22
Stærri leitaraðgerðum frestað í bili
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta um sinn stærri leitaraðgerðum að Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi og var þetta ákveðið í samstarfi við svæðisstjórn björgunarsveita.
27.12.2019 - 21:34
Leit að Rimu hætt í dag
Leit björgunarsveitarinnar Víkverja að Rimu Feliksasdóttur hefur verið hætt í dag og leitarfólk er að tínast í hús, að sögn Orra Örvarssonar, formanns Víkverja.
26.12.2019 - 16:07
Björgunarsveitir kemba fjörur í leit að Rimu
Björgunarsveitin Víkverji í Vík leitar áfram í dag að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur sem hefur verið saknað síðan á föstudag. Leitin í dag er þó ekki skipulögð af lögreglu sem ætlar að taka ákvörðun um framhald formlegrar leitar síðdegis í dag.
26.12.2019 - 12:23