Færslur: Leit

Vinir og aðstandendur Konráðs leita hans í Brussel
Um það bil tuttugu vinir og aðstandendur Konráðs Hrafnkelssonar leituðu hans í Brussel í gær, að sögn unnustu hans. Fréttastofa greindi frá því í gær að Konráðs væri saknað og að ekki hefði spurst til hans síðan á fimmtudagsmorgun.
02.08.2020 - 16:30
Erlent · Innlent · Leit · Brussel · Belgía
Leitað að ungum Íslendingi í Brussel
Leit stendur nú yfir í Brussel að Konráð Hrafnkelssyni. Hann fór að heiman frá sér í Brussel á fimmtudagsmorgun þann 30.júlí og hefur ekki spurst til hans síðan.
01.08.2020 - 14:23
Konan fundin heil á húfi
Kona sem lögregla og björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu að í nótt og í morgun fannst heil á húfi á tólfta tímanum í dag.
22.07.2020 - 12:31
Göngumaðurinn fundinn heill á húfi
Göngumaður sem leitað var við Skálavík í gærkvöld og í nótt fannst rétt fyrir klukkan 6 í morgun heill á húfi. Áhöfn þyrlunnar TF-EIR fann manninn þar sem hann hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík. Hann hafði hrasað og var með minniháttar áverka á höfði. Maðurinn var einsamall á ferð og ekki með síma á sér.
19.06.2020 - 06:46
Bjargvætturinn enn ófundinn 
Rósmary Lillýjardóttir Midjord leitar enn að manni sem hún auglýsti eftir á Facebook fyrir helgi. Maðurinn aðstoðaði móður hennar þegar amma hennar fór í hjartastopp í bíl á Dalvegi í Kópavogi þann 10. júní síðastliðinn.
16.06.2020 - 07:15
Innlent · Leit · Facebook
Björgunaraðgerðum lokið og stúlkurnar komnar niður
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa lokið við að aðstoða tvær ungar stúlkur sem voru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði.
06.06.2020 - 18:22
Stærri leitaraðgerðum frestað í bili
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta um sinn stærri leitaraðgerðum að Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi og var þetta ákveðið í samstarfi við svæðisstjórn björgunarsveita.
27.12.2019 - 21:34
Leit að Rimu hætt í dag
Leit björgunarsveitarinnar Víkverja að Rimu Feliksasdóttur hefur verið hætt í dag og leitarfólk er að tínast í hús, að sögn Orra Örvarssonar, formanns Víkverja.
26.12.2019 - 16:07
Björgunarsveitir kemba fjörur í leit að Rimu
Björgunarsveitin Víkverji í Vík leitar áfram í dag að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur sem hefur verið saknað síðan á föstudag. Leitin í dag er þó ekki skipulögð af lögreglu sem ætlar að taka ákvörðun um framhald formlegrar leitar síðdegis í dag.
26.12.2019 - 12:23
Leita ekki á Suðurlandi í dag vegna lélegra skilyrða
Ekki verður leitað að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur í dag vegna lélegra skilyrða á leitarsvæðinu á Suðurlandi. Rima er talin hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey en hennar hefur verið saknað síðan klukkan sjö á föstudagskvöld.
26.12.2019 - 08:22
Lögreglan leitar að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur
Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem kunna að búa yfir upplýsingum um ferðir Rimu Grunskyté Feliksasdóttur um að setja sig í samband við lögreglu. Ekkert hefur spurst til hennar síðan um klukkan 19:00 síðastliðin föstudag.
24.12.2019 - 16:51
Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn
Mannsins sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun hefur verið fundinn heill á húfi, segir í tilkynningu frá lögreglunni. Lögreglan hafði beðið íbúa Reykjarvíkur og nágrennis um að vera vakandi fyrir ferðum mannsins og leita í nærumhverfi sínu, svo sem í görðum, ruslageymslum, stigagöngum og svo framvegis.
24.11.2019 - 09:32
Tveggja leitað á Kirkjufelli
Björgunarsveit slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi var kölluð út síðdegis til að leita að tveimur mönnum á Kirkjufelli. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að mennirnir hafi ætlað að ganga á fjallið en tapað slóðanum og gert það eina rétta, kallað eftir hjálp. Fyrstu hópar björgunarmanna eru að leggja af stað á fjallið og hyggjast þeir fyrst um sinn leggja áherslu á svæðið umhverfis gönguleiðina.  Aðstæður á fjallinu eru ekki góðar, myrkur skollið á, vindur og undirlag blautt. 
17.12.2018 - 16:31
Þyrla send austur til leitar að týndri konu
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send af stað austur á Borgarfjörð nú á sjötta tímanum til að aðstoða við leit að týndri konu sem er talin vera í sjálfheldu einhvers staðar í nágrenni við Stórurð. Konunnar hefur verið leitað síðan um klukkan tvö í dag, án árangurs.
30.08.2017 - 17:48
Fundað í dag vegna leitarinnar að Arturi
Rannsókn á hvarfi Arturs Jarmoszkos miðar ágætlega hjá lögreglu en mikil áhersla er lögð á að kortleggja ferðir hans. Enn er verið að afla gagna og fara yfir þau og sú vinna er tímafrek segir í tilkynningu frá lögreglu. Í dag verður tekin ákvörðun um hvort Artúrs verður leitað áfram og haldinn fundur lögreglu og Landsbjargar í hádeginu .
16.03.2017 - 07:01
Á sjöunda tug björgunarsveitarmanna við leit
Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu eru nú við leit að Arturi Jarmoszk, sem síðast sást í miðbæ Reykjavíkur um síðustu mánaðarmót. Gengnar eru fjörur á höfuðborgarsvæðinu frá Gróttu suður að Álftanesi. Um sextíu og fimm meðlimir björgunarsveita eru nú við leitina, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Fjörur eru gengnar, leitað er úr bátum og með drónum.
12.03.2017 - 13:18
Leitað frá Gróttu að Álftanesi
Allar sveitir Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til að leita að Artur Jarmoszko sem ekki hefur spurst til síðan um síðustu mánaðarmót. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg verður leitað á strandlengjunni frá Gróttu í norðri, að Álftanesi í suðri; fjörur verða gengnar, leitað úr bátum og með drónum. Upphafsstaður leitarinnar er strandlengjan við Kársnes í Kópavogi en sá staður tekur mið af símagögnum sem lögregla hefur aflað. Síðast spurðist til Arturs í miðbæ Reykjavíkur.
12.03.2017 - 11:28