Færslur: Landsdómur

Landsdómsmál gegn Inger Støjberg tekið fyrir í dag
Mál Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda, verður tekið fyrir í Landsdómi Danmerkur í dag. Gögn málsins verða lögð fram en búist er við að málarekstur taki nokkrar vikur.
Sautján vilja setjast í Endurupptökudóm
Sautján sækja um embætti tveggja dómenda og tveggja varadómenda við Endurupptökudóm. Dómurinn er sérdómstóll sem tekur til starfa 1. desember næstkomandi og leysir endurupptökunefnd af hólmi.
Viðtal
Dómurinn eyðir óvissu en skapar aðra
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu eyða ákveðinni óvissu um Landsrétt en skilja Íslendinga eftir í enn annarri óvissu.
12.03.2019 - 14:17
Vilja að Alþingi biðji ráðherra afsökunar
Fimmtán þingmenn vilja að Alþingi lýsi því yfir að það hafi verið rangt að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. Í september 2010 greiddu þingmenn atkvæði um hvort fjórir ráðherrar yrðu ákærðir vegna starfa þeirra fyrir hrun. Niðurstaðan var sú að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var einn ákærður. Landsréttur sýknaði hann af öllum ákæruliðum nema einum og var ekki gerð refsing.
06.04.2018 - 15:04
Landsdómur barn síns tíma
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins sem sat í nefndinni sem lagði til að ákæra Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, segir ágætt að fá það staðfest af Mannréttindadómstól Evrópu að málsmeðferðin hafi verið í samræmi við lög. Hins vegar sé Landsdómur barn síns tíma.
Geir tapar málinu fyrir Mannréttindadómstólnum
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki brotið gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar hann var dreginn fyrir landsdóm og sakfelldur fyrir vanrækslu í starfi sínu í aðdraganda efnahagshrunsins 2008. Dómurinn var birtur á vef dómstólsins rétt í þessu.
Dæmt í máli Geirs H. Haarde í dag
Mannréttindadómstóll Evrópu kveður klukkan níu í dag upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu. Geir kærði til dómstólsins niðurstöðu Landsdóms gegn honum frá í apríl 2012, þar sem hann var fundinn sekur um að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008. Honum var ekki gerð refsing og öðrum ákæruliðum var ýmist vísað frá eða Geir sýknaður af þeim.
Þingið biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Það er mikilvægara að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu heldur en að forn og úrelt lagaákvæði verði felld úr gildi, segir Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Hann segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn hafi metið atburðarás fyrir hrun með röngum hætti, fundið sök þar sem engin var og beitt ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar.
09.03.2017 - 10:29
Vilji til breytinga en deila um stjórnarskrá
Þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt að endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm sama dag og það ákvað að ákæra Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra fyrir sjö árum þá hefur ekkert miðað í þeirri vinnu. Ríkur vilji er þó innan þingsins til að ráðast í verkið.
06.03.2017 - 19:24
Ekkert gert þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar
Landsdómur hefur lengi verið mönnum þyrnir í augum og einstaka þingmenn hafa áratugum saman lagt til að lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm verði endurskoðuð. Þrátt fyrir það hefur ekkert komið út úr því. Þingsályktunartillögur um breytingar hafa ýmist dagað uppi í þinginu eða ekkert hefur verið gert með efni tillagnanna eftir samþykkt þeirra.
06.03.2017 - 16:55
Vill að Alþingi endurskoði Landsdóm
Brynjar Níelsson, formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis, tekur undir með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um að endurskoða verði fyrirkomulag um Landsdóm. Reynslan af Landsdómsmálinu þar sem Geir H. Haarde var ákærður einn stjórnmálamanna hafi verið ákaflega slæm.
06.03.2017 - 12:46