Færslur: Kína

Volkswagen fjárfestir í kínverskum fyrirtækjum
Þýski bílarisinn Volkswagen hefur tilkynnt að hann hafi lagt fram tveggja milljarða evra fjárfestingu í tveimur kínverskum fyrirtækjum sem sérhæfa sig í framleiðslu rafknúinna farartækja.
29.05.2020 - 07:07
Bregðast við meintum njósnum kínverskra námsmanna
Bandaríkin munu grípa til hverra þeirra ráða sem duga til að koma í veg fyrir njósnastarfsemi kínverskra námsmanna segir Mike Pompeo utanríkisráðherra. Hann segir það skyldu bandarískra stjórnvalda að tryggja að námsmenn frá Kína gangi ekki erinda kínverska kommúnistaflokksins.
29.05.2020 - 04:43
Huawei málið: Enn kólnar milli Kanada og Kína
Dómari í Kanada úrskurðaði í gær að Meng Wanzhou, fjár­mála­stjóri og dóttir stofnanda kín­verska tæknifyrirtækisins Huawei, skyldi framseld til Bandaríkjanna.
28.05.2020 - 03:29
Erlent · Kína · Kanada · Huawei
Pompeo segir sérstöðu Hong Kong horfna
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi þingmönnum á Bandaríkjaþingi frá því í gær að Hong Kong hafi ekki lengur sérstaka stöðu samkvæmt bandarískum lögum. Hann segir kínversk stjórnvöld hafa grafið það mikið undan sjálfstæði Hong Kong, að hann geti ekki lengur stutt áframhaldandi sérstöðu héraðsins í viðskiptum við Bandaríkin. 
28.05.2020 - 01:21
Lögregluvörður við þinghúsið í Hong Kong
Öflugur lögregluvörður var allt í kringum þinghúsið í Hong Kong í morgun til að hindra mótmæli vegna umdeilds frumvarps sem bannar að kínverska þjóðsöngnum sé sýnd lítilsvirðing.
27.05.2020 - 08:14
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Heimskviður
Þúsundum kínverskra barna rænt ár hvert
Fjölmiðlar í Kína, og víðar, fylgdust í síðustu viku með langþráðum endurfundum ungs manns og foreldra hans. Þau höfðu ekki hist í 32 ár eða frá því að syninum var rænt þegar hann var tveggja ára. Þúsundum barna er rænt á hverju ári í Kína, og þau ganga kaupum og sölum.
27.05.2020 - 08:00
Erlent · Asía · Rás 1 · Kína
Vilja að lög um Hong Kong taki þegar gildi
Stjórnvöld í Peking segja nauðsynlegt að ný öryggislög varðandi Hong Kong taki gildi án tafar. Samþykkt laganna varð kveikjan að miklum mótmælum í héraðinu um helgina. Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að lögin skerði frelsi þeirra og réttindi.
24.05.2020 - 23:53
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Hljóð
Beittu táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum
Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum í Hong Kong í morgun. Þúsundir komu saman miðborginni til þess að mótmæla nýjum lögum sem kínverska þingið kynnti fyrir helgi.
24.05.2020 - 12:18
Segir Kína og Bandaríkin á barmi kalds stríðs
Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, sagði í morgun að Kína og Bandaríkin væru á barmi kalds stríðs. Samskipti ríkjanna hafa versnað mjög að undanförnu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað gagnrýnt viðbrögð Kínverja við kórónuveirunni sem veldur COVID-19, þegar hún kom fyrst upp í landinu í desember. Þá hafa bandarísk stjórnvöld gagnrýnt ný lög sem kínverska þingið samþykkti nýlega og er ætlað að hindra mótmæli í Hong Kong.
24.05.2020 - 08:29
Þrjár veirur úr leðurblökum voru til rannsóknar í Wuhan
Veirufræðistofnunin í Wuhan var með þrjár kórónuveirur úr leðurblökum til rannsóknar þegar faraldurinn fór af stað í desember í fyrra. Engin þeirra væri þó tengd þeirri sem veldur COVID-19. Wang Yanyi, stjórnandi stofnunarinnar, segir stofnunina hafa fengið sýni af nýju veirunni 30. desember.
24.05.2020 - 07:41
Ekkert nýtt smit í Kína síðasta sólarhringinn
Ekkert nýtt COVID-19 smit var greint á Kína síðasta sólarhringinn. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan þarlend yfirvöld byrjuðu í janúar að birta tölur um fjölda smita.
23.05.2020 - 16:32
Covid-19: Rómanska Ameríka áhyggjuefni
Á föstudag létust 1260 manns af völdum Kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi látinna er á kominn upp í tæp 96 þúsund frá því að faraldurinn skall á. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore.
23.05.2020 - 02:04
Lög um öryggi Hong Kong samþykkt í Kína
Ný löggjöf um öryggismál í Hong Kong var samþykkt án umræðu á kínverska þinginu í morgun. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa þegar boðað til mótmæla vegna þessa. Þeir telja lögin eiga eftir að skerða réttindi íbúa héraðsins.
22.05.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Óttast að ný lög þýði endalok Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að ný lög sem kínversk stjórnvöld hyggjast ræða um á morgun marki endalok Hong Kong í núverandi mynd. Kínverska þingið ætlar að ræða lög sem banna uppreisnaráróður og niðurrifsstarfsemi. Meðmælendur frumvarpsins segja það nauðsynlegt til þess að stemma stigu við ofbeldisfullum mótmælum líkum þeim sem urðu í fyrra. Andstæðingar óttast á móti að lögin verði notuð til þess að hafa af þeim grundvallar réttindi. 
22.05.2020 - 00:25
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Fimmtán ákærðir í Hong Kong
Fimmtán voru í morgun ákærðir fyrir þátttöku í ólöglegum mótmælum lýðræðissinna í Hong Kong á síðasta ári. Fimm þeirra eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist.
18.05.2020 - 10:08
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Heimskviður
Ný heimsmynd rís á tímum kórónaveirunnar
Bandaríkin eru hnignandi veldi og Kína rísandi í nýrri heimsmynd sem er að verða til á tímum kórónaveirunnar. Þetta segir Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sem segir ennfremur að erfitt sé að sjá fyrir hvaða áhrif veiran hefur en að hún ætti að ýta undir meiri alþjóðahyggju.
16.05.2020 - 09:00
Jilin nánast lokað vegna nýrra kórónuveirusmita
Búið er nánast að loka borginni Jilin, í samnefndu héraði í norðausturhluta Kína, vegna nýrra kórónuveirusmita.
13.05.2020 - 08:41
Allir borgarbúar í Wuhan þurfa í sýnatöku
Yfirvöld í Wuhan í Kína, þar sem krórónuveiran greindist fyrst undir lok síðasta árs, ætla að taka sýni af öllum borgarbúum í ljósi nýrra kórónuveirusmita sem þar hafa greinst að undanförnu. Kínverskir ríkisfjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
12.05.2020 - 10:58
Ekkert samfélagssmit í Kína í gær
Kínversk yfirvöld segja ekkert samfélagssmit hafa greinst í landinu í gær. Tugir greindust smitaðir um helgina. Aðeins einn greindist með sjúkdóminn í gær, og bar hann það með sér að utan. Í fyrradag greindust 17 smitaðir og 14 á laugardag. Það var í fyrsta sinn í rúma viku sem fjöldi greindra smita mældist í tveggja stafa tölu.
12.05.2020 - 04:51
Upprunarannsókn ekki forgangsmál
Það er ekki forgangsmál hjá kínverskum stjórnvöldum að bjóða alþjóðlegum sérfræðingum að koma og rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins fyrr en faraldurinn er yfirstaðinn.
06.05.2020 - 10:40
Vel heppnað geimskot Kínverja
Geimvísindastofnun Kína prófaði í morgun nýja tegund eldflaugar sem er liður í áformum um að flytja geimfara til geimstöðvar sem taka á í notkun bráðlega, og einnig til tunglsins.
05.05.2020 - 12:17
Erlent · Asía · Kína
Kínverjar gagnrýna Mike Pompeo harkalega
Kínverjar segja að yfirlýsingar utanríkisráðherra Bandaríkjanna um að veiran sem veldur COVID-19 hafi verið búin til á kínverskri rannsóknarstofu séu bæði loðnar og fáránlegar. Orðaskak tengt veirunni er farið að valda titringi á fjármálamörkuðum.
04.05.2020 - 17:58
Segir kórónuveiruna úr kínverskri rannsóknarstofu
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að Bandaríkjastjórn íhugi að beita Kína og kínversk stjórnvöld refsiaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Hann sagðist í kvöld hafa séð sönnunargögn sem tengdu veiruna við rannsóknastofu í Wuhan í Kína. Leyniþjónustan og ráðgjafi Trumps í sóttvarnarmálum segja engar vísbendingar um slíkt.
Trump segir Kínverja ætla að bola sér úr embætti
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir að Kínverjar vilji koma í veg fyrir endurkjör hans í embætti forseta í haust. Framganga þeirra í öllu er lýtur að kórónuveirufaraldrinum sé sönnun þess að stjórnvöld í Peking „muni gera allt sem í þeirra valdi stendur" til að tryggja ósigur hans í kosningunum í nóvember. Þetta sagði forsetinn í viðtali við fréttamann Reuters í forsetaskrifstofunni í gær.
30.04.2020 - 03:57
Þing kemur saman innan mánaðar
Árleg samkoma kínverska þingsins hefst 22. maí, meira en tveimur mánuðum seinna un upphaflega var gert ráð fyrir. Þykir það endurspegla að líf sé að færast í eðlilegt horf eftir kórónuveirufaraldurinn sem blossaði upp í Kína undir lok síðasta árs.
29.04.2020 - 09:23