Færslur: Kína

Fimm andófsmenn í Hong Kong dæmdir í fangelsi
Fimm þekktir og áhrifamiklir lýðræðissinnar og andófsmenn í Hong Kong voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir aðild sína að hörðum, fjölmennum og langvarandi mótmælum í borginni árið 2019. Fjölmiðlakóngurinn Jimmy Lai er í hópi fimmmenninganna, sem voru sakfelldir fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum, þótt refsing þeirra væri ekki tilkynnt fyrr en í gær. Hann var dæmdur til 14 mánaða fangelsisvistar.
17.04.2021 - 06:34
Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af málum Kína
Kínverska sendiráðið á Íslandi hefur birt harðorða yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem þess er krafist að Ísland virði fullveldi Kína og hætti afskiptum af innanríkismálum þar.
16.04.2021 - 17:22
Óviðunandi að refsa Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið
Utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi komið mótmælum sínum skýrt á framfæri við kínversk stjórnvöld vegna Íslendings sem settur hefur verið á svartan lista þar í landi. Það sé fullkomlega óviðunandi að setja fólk á slíka lista fyrir að nýta málfrelsi sitt. 
16.04.2021 - 14:53
Tóm þvæla segir Íslendingur á svörtum lista Kínverja
Jónas Haraldsson lögmaður hefur verið settur á svartan lista í Kína vegna blaðaskrifa sinna um landið í Morgunblaðið. Hann segir að útspil Kínverja sé bitlaust því hann eigi engar eignir í Kína og hafi engin áform um að fara þangað.
16.04.2021 - 12:36
Biðja Japani að endurskoða ákvörðun um Fukushima
Sú ákvörðun japanskra stjórnvalda að dæla geislamenguðu vatni í sjó sætir mikilli gagnrýni, bæði heima fyrir og í nágrannaríkjunum. Þúsund tankar hafa verið fylltir af vatni frá kjarnorkuverinu í Fukushima sem skemmdist í náttúruhamförum fyrir áratug.
14.04.2021 - 19:35
Erlent · Umhverfismál · Japan · Kína · Fukushima · kjarnorka · Asía · Náttúra
Björgunaraðgerðir við námu í Kína
Björgunarfólk vinnur nú að því að reyna að ná 21 námuverkamanni upp úr kolanámu í Xinjiang héraði í Kína. Vatn flæddi ofan í námuopið og lokaði námuverkamennina inni, auk þess sem flóðið olli rafmagnsleysi. 29 verkamenn unnu að framkvæmdum í námunni þegar flóðið kom.
11.04.2021 - 06:14
Erlent · Asía · Kína
Alibaba greiðir metsekt fyrir markaðsmisnotkun
Kínversk yfirvöld sektuðu vefverslunarrisann Alibaba um jafnvirði rúmlega 350 milljarða króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua greindi frá þessu í morgun. Sektin er sú hæsta sem kínversk yfirvöld hafa beitt fyrirtæki.
10.04.2021 - 04:05
Níu þekktar baráttumanneskjur fyrir lýðræði dæmdar
Níu þekktir og þrautreyndir andófsmenn í Hong Kong voru í morgun dæmdir fyrir sinn þátt í að skipuleggja og taka þátt í ólöglegum samkomum, þar á meðal einni fjölmennustu mótmælasamkomu í sögu borgarinnar í ágúst 2019. Í hópnum eru bæði karlar og konur. Sjö þeirra voru sakfelld í réttarsal í morgun en tveir höfðu þegar játað sekt sína. Öll níu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.
Leðurblökur líklegasti valdur COVID-19
Mestar líkur eru á að kórónuveiran sem veldur COVID-19 hafi borist úr leðurblökum yfir í annað dýr, og þaðan í menn. Þetta er niðurstaða skýrslu sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og starfssystkina þeirra í Kína. Nánast engar líkur eru á að veiran hafi orðið til á rannsóknarstofu.
30.03.2021 - 06:38
Kínverjar herða tökin á héraðsþingi Hong Kong
Kínverska þingið samþykkti í morgun gagngerar breytingar á kosningakerfi Hong Kong. Breytingarnar felast í því að færri þingmenn eru kjörnir af íbúum héraðsins, á meðan meirihluti þingmanna er valinn eftir gaumgæfilega athugun nefndar á vegum kínversku stjórnarinnar.
30.03.2021 - 06:16
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Íran og Kína undirrita 25 ára samstarfssamning
Utanríkisráðherrar Kína og Írans undirrituðu í gær samstarfssamning á milli ríkjanna til 25 ára. Samningsgerðin hófst eftir opinbera heimsókn Xi Jinping, forseta Kína, til Írans árið 2016. Samþykkt var að meira en tífalda viðskipti á milli ríkjanna á næsta áratug.
28.03.2021 - 07:49
Erlent · Asía · Stjórnmál · Íran · Kína
Bandaríkjamenn og Kanadamaður beitt viðskiptaþvingunum
Kínversk stjórnvöld bættu í gær tveimur Bandaríkjamönnum, Kanadamanni og kanadískri þingnefnd við þá sem þegar eru beittir viðskiptaþvingunum. AFP fréttastofan greinir frá. Þvinganirnar eru í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana sem Bandaríkin og Kanada lögðu á einstaklinga og stofnanir í Kína vegna framkomu stjórnvalda í garð Úígúra. 
28.03.2021 - 03:16
Kínverski flugherinn sýnir klærnar yfir Taívan
Varnarmálaráðuneytið í Taívan segir tuttugu kínverskar herþotur hafa flogið inn í lofthelgi Taívans í gær. Taívan sendi eigin herþotur á loft til þess að bægja þeim kínversku frá. Þetta er mesti ágangur kínverska hersins síðan taívanska varnarmálaráðuneytið byrjaði að gefa daglega skýrslu um veru kínverska flughersins í lofthelgi þeirra.
27.03.2021 - 04:51
Erlent · Asía · Kína · Taívan
Kínverjar beita Breta viðskiptaþvingunum
Kínversk stjórnvöld tilkynntu fyrir skömmu að níu breskir einstaklingar og fjögur fyrirtæki verði beitt viðskiptaþvingunum fyrir útbreiðslu lyga og misvísandi upplýsinga um meðferð stjórnvalda á Úígúrum. AFP fréttastofan greinir frá.
26.03.2021 - 03:08
Erlent · Asía · Kína · Bretland · Úígúrar
Ýfingar og ásakanir á fundi stórveldanna
Andrúmsloftið var allt annað en vinalegt í upphafi fyrsta fundar háttsettra ráðamanna Bidenstjórnarinnar og kínverskra kollega þeirra í borginni Anchorage í Alaska í gær, þar sem ádrepur og digurmæli gengu á víxl. Fulltrúar Pekingstjórnarinnar sökuðu Bandaríkjamenn um að hvetja önnur ríki til að „ráðast gegn Kína“ en gestgjafarnir sökuðu Kínverja um að hafa mætt til fundarins með það eitt fyrir augum að efna til illinda með látalátum og gífuryrðum.
19.03.2021 - 04:39
Nýja Delhi mengaðasta höfuðborg heims þriðja árið í röð
Nýja Delhi, höfuðborg Indlands, heldur þeim lítt eftirsóknarverða titli að teljast mengaðasta höfuðborg heims, þrijða árið í röð. Þetta er niðurstaða árlegrar rannsóknar á vegum svissneska tæknifyrirtækisins IQAir, sem sérhæfir sig í mælingum á og vörnum gegn loftmengun. Árið 2020 var meðalgildi af fínu svifryki 84,1 míkrógrömm á rúmmetra lofts þar í borg.
17.03.2021 - 05:19
Raab sakar Kínverja um samningsbrot
Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sakar Kínverja um að brjóta gegn samningi sínum við breska ríkið frá 1984 um stjórnarhætti í Hong Kong. Hann fordæmdi jafnframt samþykkt kínverska þingsins um að draga úr áhrifum almennings við val á leiðtogum héraðsins. Þess í stað var nefnd sem er hliðholl stjórnvöldum færð völd, og velur hún meirihluta þingmanna Hong Kong samkvæmt samþykkt þingsins.
14.03.2021 - 06:41
Bandaríkin og ESB fordæma ný lög um Hong Kong
Bandaríkin og Evrópusambandið fordæma samþykkt kínverska þingsins um breytingar á kosningalögum í Hong Kong. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Bandaríkjastjórn segir lögin kæfa lýðræðið í héraðinu og þau séu bein árás á efnahag Hong Kong, frelsi þess og lýðræðislegar stofnanir.
12.03.2021 - 05:15
Kosningalögum breytt í Hong Kong
Kínverska þingið samþykkti nær einróma í morgun breytingar á kosningalögum fyrir Hong Kong sem meðal annars fela í sér að stjórnvöld í Peking geta meinað einstaklingum sem þeim er ekki að skapi að vera í framboði. Einn þingfulltrúa sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
11.03.2021 - 07:55
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Lam styður breytingar á kosningalögum
Carrie Lam, sem fer fyrir heimastjórninni í Hong Kong, kvaðst í morgun fylgjandi nýju frumvarpi um kjör fulltrúa á þingið í Hong Kong sem nú er til umræðu á kínverska þinginu sem kom saman fyrir helgi.
08.03.2021 - 09:34
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Útflutningur frá Kína eykst um 60 prósent milli ára
Útflutningur á kínverskri framleiðslu af öllu tagi hefur aukist gríðarlega síðustu mánuði og hefur ekki verið meiri í ríflega tvo áratugi. Þetta má lesa úr opinberum hagtölum sem birtar voru eystra í dag. Þær sýna jafnframt að innflutningur hefur líka aukist mikið eftir að kínverskt samfélag og atvinnulíf losnuðu úr viðjum kórónaveirunnar sem lamaði meira og minna allar atvinnugreinar á stórum svæðum mánuðum saman í fyrra.
07.03.2021 - 06:26
Myndskeið
Hong Kong sem við þekktum er ekki lengur til
Hong Kong er orðið eins og hvert annað hérað í Kína eftir að ný öryggislöggjöf tók gildi og kínversk stjórnvöld hertu tökin, sagði Helgi Steinar Gunnlaugsson alþjóðastjórnmálafræðingur í sjónvarpsfréttum í kvöld. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hafa gagnrýnt áform Kínastjórnar um breytingar á kosningalöggjöf í Hong Kong. Samkvæmt henni mega aðeins þeir gefa kost á sér í kosningum sem heita stjórnvöldum í Peking hollustu sinni.
06.03.2021 - 19:55
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Enn þrengt að lýðræðissinnum í Hong Kong
Árleg samkoma kínverska þingsins var sett í morgun og stendur í eina viku. Athygli hefur vakið frumvarp, sem lagt var fram í morgun, um frambjóðendur til þings í Hong Kong og er talið munu torvelda lýðræðissinnum að komast þar að.
05.03.2021 - 12:00
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Heita þróunarríkjum hálfum milljarði bóluefnaskammta
Kínversk stjórnvöld heita því að gefa hálfan milljarð skammta af kínverskum bóluefnum gegn COVID-19 til fátækari ríkja, sem eiga erfitt með að verða sér úti um nauðsynlegt magn bóluefna. Stjórnvöld í Peking hafa þegar upplýst að þau veiti 53 ríkjum það sem þau kalla „bóluefnaaðstoð" og flytji að auki út bóluefni til 27 landa.
03.03.2021 - 06:21
Lýðræðissinnar ákærðir í Hong Kong
47 Hong Kong-búar voru í gær ákærðir vegna brota á nýjum öryggislögum kínverskra stjórnvalda. Allir eru þeir kærðir fyirr samsæri um niðurrifsstarfsemi. Þeir eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi verði þeir dæmdir.
01.03.2021 - 05:14