Færslur: Kína

Kínverjar refsa bandarískum fyrirtækjum
Kínverjar ætla að beita nokkur bandarísk fyrirtæki refsiaðgerðum fyrir að hafa selt hergögn fyrir 1,8 milljarða dollara til Taívans. Þeirra á meðal er Lockheed Martin, sem er hluti af Boeing samsteypunni. Ráðamenn í alþýðulýðveldinu líta á eyjuna sem hluta Kína.
26.10.2020 - 10:29
Hótelkeðja Trumps með reikning í kínverskum banka
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur viðurkennt að eiga bankareikning í kínverskum banka.
21.10.2020 - 07:07
Nær fimm prósenta hagvöxtur í Kína
Á sama tíma og mjög kreppir að efnahagslífi Vesturlanda vegna kórónaveirufaraldursins er kínverska efnahagslífið óðum að rétta úr kútnum eftir þær þrengingar sem þar urðu vegna farsóttarinnar. 4,9 prósenta hagvöxtur mældist í Kína á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt opinberum hagtölum eystra.
19.10.2020 - 04:48
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Grunlaus kaupandi eyðilagði verðmæta bókrollu
Kaupandi bókrollu nokkurrar skar hana í tvennt þar sem honum þótti hún full löng. Hann hafði keypt hana á 500 Hong Kong dali, jafnvirði um níu þúsund króna. Það sem kaupandinn vissi efalaust ekki var að bókrollan var margra milljóna virði, skrifuð af Mao Zedong, fyrrum leiðtoga Kína.
08.10.2020 - 06:57
Óþægilegt að gögnum sé safnað í óþekktum tilgangi
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir óþægilegt að vita til þess að upplýsingum um hana hafi verið safnað í óþekktum tilgangi. Stundin greindi í gær frá því að Hanna Katrín væri ein þeirra 411 Íslendinga sem eru í gagnabanka kínverska fyrirtækisins Zhenhuga Data Information sem fylgist með hegðun fólks á samfélagsmiðlum; meðal annars Facebook, Twitter og TikTok.  
29.09.2020 - 08:34
Bandaríkjamenn mega áfram hala niður TikTok
Alríkisdómari í Washington kom í gærkvöld í veg fyrir að Bandaríkjastjórn geti lagt bann á að bandarískir notendur hlaði niður myndbandsappinu TikTok. Bannið átti að taka gildi á miðnætti að bandarískum austurstrandartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. 
28.09.2020 - 04:58
Sextán námuverkamenn látnir í Kína
Sextán námuverkamenn eru látnir og einn í lífshættu eftir að þeir festust ofan í kolanámu nærri borginni Chongqing í suðvesturhluta Kína í gær. Eldur kviknaði í færibandi námunnar, sem leiddi til hættulegrar kolmónoxíðs-mengunar ofan í henni. Yfir hundrað björgunarmenn og heilbrigðisstarfsmenn eru við námuna. Tildrög eldsvoðans eru til rannsóknar, að sögn AFP fréttastofunnar.
27.09.2020 - 05:49
Erlent · Asía · Kína
Mörg þúsund moskur eyðilagðar í Kína
Mörg þúsund moskur hafa verið jafnaðar við jörðu eða skemmdar í Xinjiang héraði í Kína síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í rannsókn ASPI, sem hefur safnað gögnum um ástand minnihlutahópa í héraðinu í norðvestanverðu Kína. Nokkur hundruð fanga- og innrætingabúðir hafa jafnframt verið reistar í héraðinu, þar sem fólki er gert að læra og temja sér kínverska siði og venjur.
26.09.2020 - 07:43
Erlent · Asía · Kína · Xinjiang · Mannréttindi
Lögreglumaður í New York ákærður fyrir njósnir
Maður sem ættaður er frá Tíbet en búsettur í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að njósna fyrir Kínverja. Hann situr nú í varðhaldi og bíður réttarhalda.
22.09.2020 - 03:08
Lokun samfélagsmiðilsins TikTok frestað vestra
Lokun fyrir niðurhal kínverska samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum verður frestað til 27. september næstkomandi hið minnsta.
19.09.2020 - 23:54
Loka fyrir WeChat og TikTok í Bandaríkjunum
Bandarísk stjórnvöld ætla að loka á niðurhal kínversku samfélagsmiðlanna TikTok og WeChat á sunnudag. Lokað verður alfarið á TikTok 12. nóvember en á WeChat á sunnudag. 
18.09.2020 - 19:08
Erlent · TikTok · WeChat · Bandaríkin · Kína
Suga nýr forsætisráðherra Japans
Japansþing kaus Yoshihide Suga sem nýjan forsætisráðherra í dag. Suga sem er sjötíu og eins árs hafði auðveldan sigur þar sem hann fékk 314 af 462 gildra atkvæða.
16.09.2020 - 02:23
Bandaríkin banna vörur frá verksmiðjum í Xinjiang
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að innflutningur á vörum sem framleiddar eru í nauðungarvinnu í Xinjiang héraði Kína verði bannaður. Mark Morgan, starfandi yfirmaður tolla- og landamærastofnunar Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að kínversk stjórnvöld stundi þar kerfisbundið ofbeldi gegn Úígúrum.
15.09.2020 - 04:37
Oracle fær TikTok í Bandaríkjunum
Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle stýrir aðgerðum myndbanda-appsins TikTok á Bandaríkjamarkaði samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Skömmu áður en greint var frá því barst yfirlýsing frá Microsoft um að tilboði fyrirtækisins í TikTok hafi verið hafnað.
14.09.2020 - 02:07
Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
Microsoft kom í veg fyrir árásir á Trump og Biden
Hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft greindi frá því í gær að það hafi komið í veg fyrir netárásir gegn báðum forsetaframboðum í Bandaríkjunum frá Kína, Rússlandi og Íran. 
Erlendir blaðamenn án passa í Kína
Bandaríkjastjórn ásakar Kínverja um að „hóta“ og „hrella“ erlenda blaðamenn. Kínverjar hafna að endurnýja blaðamannaskilríki allmargra starfsmanna bandarískra fréttaveitna. Sömuleiðis neita þeir að yfirfara nýjar vegabréfaáritanir blaðamanna sem vísað var úr landi fyrr á árinu.
08.09.2020 - 05:44
Spenna áfram við landamæri Indlands og Kína
Kínverjar segja hermenn sína hafa þurft að grípa til „gagnráðstafana" í gær eftir að indverskir hermenn fóru yfir landamæri ríkjanna í Himalaja-fjöllum og hófu skothríð á landamæraverði.
08.09.2020 - 03:22
Kínastjórn hvött til endurskoðunar á öryggislögum
Frelsi Hong Kong stendur mikil ógn af öryggislögunum sem Kínastjórn setti fyrr í sumar. Þau eru sömuleiðis brot á alþjóðlegum lagaskyldum Kína. Þetta kemur fram í bréfi sérstakrar mannréttindanefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Skólar opnaðir á ný í Wuhan
Skólar voru opnaðir á ný í kínversku borginni Wuhan í morgun, margir eftir sjö mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Hátt í 1,4 milljónir barna mættu þar í skóla í morgun, borginni þar sem kórónuveirunnar varð fyrst vart undir lok síðasta árs.
01.09.2020 - 09:07
Umfangsmiklar sýnatökur í Hong Kong
Í morgun hófust í Hong Kong skipulagðar sýnatökur vegna kórónuveirufalaraldursins og leggja yfirvöld kapp á að fá sem flesta til að taka þátt í þeim.
01.09.2020 - 08:01
Indland og Kína skiptast á ásökunum
Spennan á milli Kína og Indlands fer aftur vaxandi vegna umdeilds landsvæðis við Himalaja-fjallgarðinn. Ríkin saka hvort annað um ólögmæta landtöku. Í yfirlýsingu indverska hersins greinir frá ógnandi tilfærslum kínverskra hermanna aðfaranótt sunnudags. Indverskum hermönnum hafi tekist að taka sér stöðu við Pangong Tso vatn í Ladakh áður en kínverskir hermenn komust þangað. Á móti segja kínversk stjórnvöld að Indverjar brjóti freklega á sjálfsstjórnarréttindum Kína á þeirra eigin landsvæði.
01.09.2020 - 04:06
Tugir látnir eftir að hús hrundi í Kína
29 fundust látnir í rústum veitingahúss sem hrundi í Shanxi héraði í Kína í gær. Verið var að fagna áttræðisafmæli á veitingastaðnum þegar húsið hrundi. Alls er búið að ná 57 úr rústunum samkvæmt fjölmiðlum í Kína. Sjö þeirra eru alvarlega slasaðir, en ekki lífshættulega. Björgunaraðgerðum lauk snemma í morgun.
30.08.2020 - 08:12
Erlent · Asía · Kína
Talið að loftkæling geti verið ofurdreifari COVID-19
Ofurdreifarar kórónuveirunnar eru ekki manneskjur heldur loftkæli- og loftræstibúnaður í lokuðum rýmum.