Færslur: Kína

Sluppu með skrekkinn þegar eldur kviknaði í farþegaþotu
Allir komust lífs af þegar eldur kviknaði í farþegaþotu kínverska flugfélagsins Tibet Airlines í morgun, eftir að vélin rann út af flugbraut á flugvellinum í Tjongking í Suðvestur-Kína. 113 farþegar og níu manna áhöfn voru um borð í vélinni þegar slysið varð.
12.05.2022 - 05:23
Erlent · Asía · Samgöngumál · Kína · Tíbet · flugslys
Kínverjar argir vegna siglingar um Taívansund
Kínverski herinn sakar Bandaríkjamenn um ögranir og hótanir eftir að bandaríska herskipinu Port Royal var siglt norður Taívansund, á milli meginlands Kína og eyjunnar Taívan, í morgun.
11.05.2022 - 11:32
Milljónir íbúa Beijing vinna heima hjá sér
Milljónir íbúa Beijing höfuðborgar Kína héldu sig heima við í morgun en borgaryfirvöld hafa smám saman komið á ferðatakmörkunum sem ætlað er að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19.
09.05.2022 - 06:30
Milljón tonn af sjávarafla á land árið 2020
Íslensk fiskiskip lönduðu rúmlega einni milljón tonna af sjávarafla árið 2020 en Ísland var það ár í sautjánda sæti yfir aflahæstu ríki heims. Kínverjar veiða manna mest úr sjó en skráður sjávarafli þeirra nam tæpum 12 milljón tonnum árið 2020.
Nýr leiðtogi Hong Kong kjörinn í morgun
Fyrrverandi öryggisráðherra sem fór fyrir róttækum aðgerðum gegn mótmælendum úr hópi lýðræðissinna í Hong Kong var kjörinn æðsti embættismaður Kínastjórnar í borginni í morgun.
08.05.2022 - 00:45
Adidas og fleiri noti bómull frá þrælavinnu í Xinjiang
Bómull frá Xinjiang-héraði í Kína hefur fundist í fatnaði frá þýsku tískurisunum Adidas, Puma og Hugo Boss. Í Xinjiang er um hálf milljón manna úr minnihlutaættbálkum neydd af stjórnvöldum til þess að tína bómull.
05.05.2022 - 20:23
Tugum jarðlestastöðva lokað í Beijing vegna COVID-19
Borgaryfirvöld kínversku höfuðborgarinnar Beijing tóku til þess ráðs að loka tugum jarðlestastöðva í morgun. Smám saman hefur verið hert á sóttvarnareglum í borginni sem telur 21 milljón íbúa, vegna nýrra kórónuveirusmita.
04.05.2022 - 06:30
Íbúar Shanghai búið við útgöngubann í meira en mánuð
Íbúar Shanghai í Kína fengu loks að viðra sig í dag, fara í verslanir og gönguferðir, eftir meira en mánaðar útgöngubann. Strangar samkomutakmarkanir hafa verið í gildi þar vegna útbreiðslu COVID-19.
03.05.2022 - 05:50
Íbúar Peking hamstra mat af ótta við útgöngubann
Ótti um að kínversk stjórnvöld hyggðust grípa til útgöngubanns vegna COVID-19 varð til þess að íbúar höfuðborgarinnar hömstruðu mat og aðrar nauðsynjar af miklum móð í morgun. Langar raðir mynduðust við fjöldasýnatökustöðvar í borginni.
Æ fleiri látast af völdum COVID-19 í Shanghai
Borgaryfirvöld kínversku stórborgarinnar Shanghai greindu frá því að 39 hefðu látist af völdum COVID-19 í gær. Það er mesti fjöldi andláta frá því stjórnvöld gripu til útgöngubanns í byrjun apríl svo stemma mætti stigu við útbreiðslu veirunnar. Óttast er að útbreiðsla veirunnar sé að aukast í höfuðborginni.
24.04.2022 - 04:30
Guterres leitar leiða til að koma á friði í Úkraínu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í næstu viku en áður heldur hann til fundar við Vladimír Pútín forseta Rússlands.
Áætlun um þjóðnýtingu liþín-náma samþykkt í Mexíkó
Öldungadeildarþingmenn á mexíkóska þinginu samþykktu í gær frumvarp Andres Manuel Lopez Obrador forseta um þjóðnýtingu liþín námurannsókna- og vinnslu í landinu. Efnið er ómissandi við framleiðslu rafhlaða rafmagnsbíla, farsíma og margvíslegs annars tæknibúnaðar.
Sjö COVID-sjúklingar til viðbótar látnir í Sjanghæ
Kínversk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í morgun andlát sjö COVID-19-sjúklinga í milljónaborginni Sjanghæ síðasta sólarhringinn. Í gær var greint frá þremur slíkum dauðsföllum í borginni, þeim fyrstu í Sjanghæ frá því að bylgja omíkron-afbrigðis veirunnar skall á Kína. Áður hafði verið greint frá tveimur COVID-19 tengdum dauðsföllum í norðanverðu Kína í mars, þeim fyrstu í landinu, utan Hong Kong, í rúmt ár.
Þrjú létust úr COVID-19 í Sjanghæ
Borgaryfirvöld í kínversku borginni Sjanghæ greindu frá því á samfélagsmiðlum árla mánudags að þrjár manneskjur á níræðis- og tíræðisaldri hefðu látist úr COVID-19 í borginni um helgina. Eru þetta fyrstu dauðsföllin í borginni af völdum farsóttarinnar eftir að henni var nokkurn veginn skellt í lás fyrir þremur vikum vegna fjölgunar smita.
18.04.2022 - 02:41
China Eastern hefja flug á Boeing 737-800 á ný
China Eastern Airlines hóf að fljúga Boeing 737-800 flugvélum á ný í dag, sunnudag, aðeins nokkrum vikum eftir mannskætt flugslys. Slysið varð 132 að bana og kyrsetti 233 flugvélar af sömu gerð.
17.04.2022 - 11:03
Erlent · Asía · flugslys · flug · Kína
Samkynhneigð Dumbledores ritskoðuð í Kína
Tilvísanir í ástarsamband galdramannsins Dumbledore voru klipptar út úr nýjustu Fantastic Beasts kvikmyndinni, fyrir sýningar í Kína. Tuttugu ár eru síðan hætt var að skilgreina samkynhneigð sem geðsjúkdóm í Kína.
14.04.2022 - 15:38
Bandaríkjamenn skipa starfsfólki heim frá Shanghai
Öllu starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna innan bandarísku ræðismannsskrifstofunnar í kínversku borginni Shanghai hefur verið skipað að yfirgefa borgina. Mikil fjölgun kórónuveirusmita og hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda eru ástæða heimkvaðningarinnar.
12.04.2022 - 03:20
Serbar fá háþróaðan kínverskan loftvarnabúnað afhentan
Serbar fengu háþróaðan kínverskan loftvarnabúnað afhentan um helgina en leiðtogar Vesturlanda eru uggandi um aukna vopnauppbyggingu á Balkanskaga. Óttast er að vegna stríðsins í Úkraínu kunni hún að ógna viðkvæmum friði á svæðinu.
Japanir og Filippseyingar sammælast um varnir
Japanir og Filippseyingar hyggjast efla sameiginlegar varnir sínar. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkjanna hittust í dag til að ræða öryggis- og varnarmál í fyrsta skipti.
Bandaríkin heimila sendifulltrúum að yfirgefa Shanghai
Bandaríkjastjórn ákvað í dag að heimila því starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna við ræðismannskrifstofuna í kínversku borginni Shanghai að halda þaðan. Jafnframt var ákveðið að ráðleggja frá ferðalögum til Kína vegna harðra samkomutakmarkana.
09.04.2022 - 00:25
Bætt við eldflaugavarnir á Taívan
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að hún hefði lagt blessun sína yfir sölu á búnaði til uppfærslu á Patriot-eldflaugavarnarkerfi Taívan. Söluverðið nemur 95 milljónum bandaríkjadala og felur einnig í sér þjónustu við kerfið.
Allri Shanghai lokað vegna kórónuveirunnar
Yfirvöld í Shanghai, fjölmennustu borg Kína, hafa skipað íbúunum að halda sig heima um sinn í þeirri von að hægt verði að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Kínversk stjórnvöld beita enn hörðum sóttvarnaaðgerðum þótt slakað hafi verið á þeim víða annars staðar að undanförnu.
05.04.2022 - 17:41
Kínverjar glíma enn við aukna útbreiðslu COVID-19
Stjórnvöld í Kína greina frá því að á fjórtánda þúsund nýrra kórónuveirutilfella hafi greinst í landinu undanfarinn sólarhring. Aldrei hafa greinst fleiri smit í landinu frá því faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum.
03.04.2022 - 04:20
Lavrov fagnar viðhorfi Indverja til Úkraínudeilunnar
Rússneski utanríkisráðherrann fagnaði í dag þeirri ákvörðun indverskra stjórnvalda að fordæma ekki innrásina í Úkraínu. Auk þess myndu rússnesk og indversk yfirvöld í sameiningu finna leiðir til að eiga viðskipti fram hjá þvingunum vesturveldanna.
Reyna enn að sannfæra Kínverja um að fordæma innrásina
Leiðtogar Evrópusambandsríkja funda rafrænt með Xi Jinping, forseta Kína, í dag. Til stendur að ræða innrásina í Úkraínu og tregðu kínverskra yfirvalda við að fordæma framferði Rússa.
01.04.2022 - 04:43