Færslur: Kína

Segja framferði Bandaríkjanna hreint og klárt einelti
Kínversk stjórnvöld segja að framferði þeirra bandarísku, þegar kemur að appinu Tik Tok, sé hreinlega einelti. Þetta kom fram í máli Wang Wenbin, talsmanns kínverska utanríkisráðuneytisins, á upplýsingafundi í dag. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gaf Tik Tok í gær sex vikur til að selja starfsemi sína í Bandaríkjunum til fyrirtækis þar í landi.
04.08.2020 - 09:30
Gríðarlegur samdráttur hjá HSBC bankanum
Hagnaður HSBC bankans, eins stærsta banka heims, hrapaði um 69 af hundraði á fyrri helmingi ársins, eftir skatta. HSBC-bankinn er fjölþjóðlegur banki með höfuðstöðvar í London.
03.08.2020 - 06:13
Trump hyggst banna TikTok
Mögulegt er að smáforritið TikTok verði bannað í Bandaríkjunum. Donald Trump forseti lýsti þessu yfir í gær en bandarísk yfirvöld óttast að Kínverjar noti forritið til njósna.
01.08.2020 - 04:28
Baráttan í Himalajafjöllum
Indversk og kínversk yfirvöld reyna nú að toppa hvort annað í framkvæmdum við umdeild landamæri ríkjanna í Himalaja fjallgarðinum. Vegaframkvæmdir Indverja, sem nýlega luku við að leggja veg sem liggur að herstöð flughersins við landamæri ríkjanna, eru sagðar vera ein helsta kveikja þess að til átaka kom milli kínverska og indverskra hersveita sem kostuðu 20 indverska hermenn hið minnsta lífið.
31.07.2020 - 07:27
Erlent · Himalaja · Kína · Indland
Andspyrnu viðhaldið í Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong ætla sér áfram að spyrna fótum við herferð kínverskra stjórnvalda gegn pólítísku frelsi í borginni.
31.07.2020 - 04:54
Huawei tekur toppsætið af Samsung
Kínverska fjarskipta- og snjalltækjafyrirtækið Huawei hefur nú tekið fram úr Samsung og er orðin stærsti seljandi snjallsíma í heimi.
30.07.2020 - 16:00
Slakað á kröfum um veitingasölu í Hong Kong
Yfirvöld í Hong Kong hafa slakað á takmörkunum varðandi sölu á veitingum - einungis degi eftir að reglur voru hertar á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita.
30.07.2020 - 09:00
Leita ummerkja um líf á Mars
Geimfari á vegum NASA skotið á loft frá Canaveral höfða á Flórída í dag.
30.07.2020 - 02:42
Bandarískir diplómatar kveðja ræðisskrifstofu í Chengdu
Starfsmenn bandarísku ræðisskrifstofunnar í Chengdu í Kína yfirgáfu skrifstofuna í morgun. Þrír sólarhringar voru þá liðnir síðan kínversk yfirvöld fyrirskipuðu að skrifstofunni yrði lokað innan þriggja daga.
Kínversk vísindakona handtekin í Kaliforníu
Kínversk vísindakona sem bandarísk yfirvöld sökuðu um að hafa logið til um tengsl sín við kínverska herinn þegar hún sótti um landvistarleyfi vestanhafs var handtekin og fangelsuð í Sacramento í Kaliforníu í gær. Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti nýverið ákærur á hendur Juan Tang, 37 ára líffræðingi, og þremur kínverskum vísindamönnum öðrum fyrir að afla sér landvistarleyfis á fölskum forsendum.
Kínverjar loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Chengdu
Kínversk stjórnvöld tilkynntu í morgunsárið að ræðisskrifstofa Bandaríkjanna í borginni Chengdu í Suðvestur-Kína hefði verið svipt starfsleyfi og yrði gert að loka innan skamms. Er þetta svar Kínverja við fyrirmælum Bandaríkjastjórnar um lokun á kínversku ræðisskrifstofunni í Houston í Texas fyrr í vikunni.
24.07.2020 - 04:40
Myndband
Telja kínverskan vísindamann í felum á ræðisskrifstofu
Hnúturinn í samskiptum Bandaríkjanna og Kína virðist herðast dag hvern. Bandaríska alríkislögreglan telur að í ræðisskrifstofu Kína í San Francisco sé kínverskur líffræðingur í felum. Tilkynnt var um lokun ræðisskrifstofu Kína í Houston í Texas í gær.
23.07.2020 - 22:01
Kínversk könnunarflaug lögð af stað til Mars
Fyrsta al-kínverska könnunarfarinu sem rannsaka á plánetuna Mars var skotið á loft í morgunsárið. Mun flugtakið hafa gengið að óskum. Könnunarflaugin er flutt út í geim með kínverskri Chang Zheng-5 eldflaug, sem skotið var upp frá Wenchang-eldflaugastöðinni á eyjunni Hainan í Suður-Kínahafi. Er könnunarfarinu síðan ætlað að halda ferðinni áfram til Mars og skila þangað rannsóknartækjum og tólum sem fara munu um yfirborð plánetunnar rauðu, taka þar sýni og myndir og senda til Jarðar.
23.07.2020 - 05:42
Útilokar ekki lokun fleiri kínverskra ræðisskrifstofa
Bandaríkjaforseti útilokar ekki lokun fleiri kínverskra sendiskrifstofa í Bandaríkjunum og formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar segir skrifstofuna í Houston hafa verið miðstöð kínverskrar njósnastarfsemi í landinu.
23.07.2020 - 02:35
Kína gert að loka skrifstofum í Houston
Bandarísk stjórnvöld hafa fyrirskipað að skrifstofu ræðismanns Kína í Houston í Texas verði lokað. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins greindi frá þessu í morgun og sagði stjórnvöld í Peking fordæma þessa ákvörðun stjórnvalda í Washington. 
22.07.2020 - 11:52
Kórónuveirutilfellum fjölgar í Urumqui í Kína
„Stríðstíma ástandi“ hefur verið lýst yfir í kínversku borginni Urumqui eftir að kórónuveirutilfellum tók að fjölga í borginni. Urumqui er höfuðborg Xinjiang héraðs sem hefur verið í fréttum undanfarið vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda gegn minnihlutahópi uighur múslima.
18.07.2020 - 22:45
Ráðherra fær heimild til að banna tæki frá Huawei
Samgönguráðherra fær heimild til þess að banna fjarskiptatæki sem framleidd eru utan NATO- eða EES-landa, ef frumvarp um fjarskiptalög verður samþykkt óbreytt. Forsendur bannsins verða ekki feldar undir upplýsingalög.
Sérfræðingar vara við köldu stríði
Spenna magnast dag frá degi milli Bandaríkjanna og Kína. Svo rammt kveður að óeiningunni að sérfræðingar álíta að nýtt kalt stríð geti verið í uppsiglingu.
18.07.2020 - 04:07
Skólum í Hong Kong gert að hlýða
Skólafólk í Hong Kong óttast að nýju öryggislögin ógni því orðspori afburða og fræðilegs frelsis sem skólakerfið þar hefur aflað sér.
15.07.2020 - 04:51
Erlent · Hong Kong · Kína · mótmæli · háskólar · Menntun · Asía
Ákærur birtar baráttufólki í Hong Kong
Þrettán lýðræðissinnar í Hong Kong komu fyrir rétt í morgun þar sem birta átti þeim ákærur fyrir að hvetja til og taka þátt í ólöglegri samkomu í síðasta mánuði þegar þeir söfnuðust saman ásamt þúsundum annarra til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989.
13.07.2020 - 08:32
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Mikil og mannskæð flóð í Kína
Mikil flóð geisa nú á stórum svæðum í austanverðu Kína og inn til landsins og hafa kostað allt að 140 mannslíf. Yfirvöld vara við því að flóðin eigi eftir að færast enn i aukana. Miklar rigningar hafa verið á þessum slóðum frá því í lok júní og hafa rúmlega 430 ár hafa vaxið svo mjög í vatnsveðrinu að þær hafa ýmist flætt yfir bakka sína eða eru við það að flæða yfir þá.
13.07.2020 - 06:32
 · Kína · Flóð
Franskir njósnarar á eftirlaunum dæmdir í fangelsi
Tveir fyrrum starfsmenn frönsku utanríkisleyniþjónustunnar hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að deila leynilegum upplýsingum með kínverskum stjórnvöldum.
12.07.2020 - 15:10
Fór ekki út fyrir valdsvið sitt
Anna Lindstedt, fyrrverandi sendiherra Svíþjóðar í Kína, var í morgun sýknuð af ákæru um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að reyna að semja kínversk stjórnvöld um lausn á sænsk-kínverska útgefandanum og rithöfundinum Gui Minhai.
10.07.2020 - 10:38
Erlent · Asía · Evrópa · Svíþjóð · Kína
Hálft ár af kórónuveiru
Hálft ár er frá því að stjórnvöld í Kína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vöruðu fyrst við þá óþekktum lungnasjúkdómi sem greinst hafði í Wuhan-héraði. Síðan þá hafa að meðaltali 3000 manns dáið á degi hverjum í farsóttinni.
09.07.2020 - 14:23
Kínverjar fordæma ákvörðun Ástrala
Stjórnvöld í Kína fordæma ákvörðun áströlsku stjórnarinnar um að framlengja vegabréfsáritanir fólks frá Hong Kong sem dvelur í Ástralíu og einhliða riftun á framsalssamningi við Hong Kong. 
09.07.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Ástralía · Kína