Færslur: Kína

Allir íbúar Wuhan-borgar skikkaðir í sýnatöku
Yfirvöld í borginni Wuhan í miðhluta Kína tilkynntu í morgun að allir íbúar hennar skuli fara í sýnatöku. Fyrstu kórónuveirutilfellin í meira en ár komu þar upp í gær.
03.08.2021 - 04:40
Yfir 300 látnir í flóðum í Kína
Yfirvöld í kínverska héraðinu Henan hafa tilkynnt að alls hafi nú 302 hið minnsta látist í mannskæðum flóðum í héraðinu í síðasta mánuði.
02.08.2021 - 12:03
Erlent · Asía · Kína · Hamfarir · Flóð
Risapandan Huan Huan er orðin móðir
Risapöndunni Huan Huan fæddust tvíburar skömmu eftir miðnætti. Huan og maki hennar Yuan Zi dvelja í láni frá Kína í frönskum dýragarði. Forstjóri dýragarðsins gat ekki hamið gleðina þegar hann greindi frá fæðingunni enda eiga pöndur erfitt með að eignast afkvæmi.
02.08.2021 - 03:41
Kórónuveiran dreifir sér um Kína
Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í Kína, þeim versta um margra mánaða skeið. Yfirvöld grípa til mjög harðra sóttvarnaráðstafana, jafnvel þótt ekki greinist mjög mörg smit.
Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Rannsaka baul áhorfenda yfir kínverska þjóðsöngnum
Lögregla í Hong Kong rannsakar nú athæfi fólks sem baulaði hástöfum og yfirgnæfði þjóðsöng Kína meðan það horfði á útsendingu frá Ólympíuleikunum á mánudagskvöld. Vanvirðing við þjóðsönginn er ólögleg samkvæmt lögum sem sett voru á síðasta ári.
30.07.2021 - 03:33
Hong Kong
Fer fram á að sýnd verði vægð við ákvörðun refsingar
Lögmaður Hong Kong-búans Tong Ying-kit sem var á dögunum sakfelldur, fyrstur manna, fyrir brot gegn umdeildum öryggislögum hefur farið fram á að Tong verði ekki gert að sæta meira en tíu ára fangelsi fyrir brot sín.
29.07.2021 - 09:08
Blinken ræðir við indverska ráðamenn í dag
Búist er við að indverskir stjórnmálamenn leggi áherslu á að ræða mögulega landvinninga Talíbana í Afganistan við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og krefjast frekari stuðnings í deilum við Kínverja.
Dæmdur fyrir brot gegn öryggislögum Hong Kong
Dómur hefur fallið í máli fyrsta íbúa Hong Kong til að vera kærður fyrir brot gegn nýjum öryggislögum. Hinn 24 ára gamli Tong Ying-kit var dæmdur sekur í dag eftir að hafa ekið mótorhjóli inn í hóp lögreglumanna vopnaður byltingarfána.
27.07.2021 - 08:08
Hvetja Bandaríkin til að hætta að „skrímslavæða“ Kína
Stjórnvöld í Peking hvetja Bandaríkjamenn til að hætta að „skrímslavæða" Kína og víkja af þeirri röngu braut sem þeir hafi fetað í samskiptum ríkjanna til þessa. Þetta kemur fram í greinargerð kínverska utanríkisráðuneytisins um viðræður aðstoðarutanríkisráðherra stórveldanna, Wendy Sherman og Xie Feng, í Kína í gær. Sherman kom til viðræðna við Xie í borginni Tianjin í gær.
26.07.2021 - 04:36
Slæmt ástand í Henan-héraði í Kína
Flóð í Henan-héraði í miðhluta Kína hafa kostað yfir fimmtíu manns lífið. Gert er ráð fyrir að manntjón sé mun meira. Hundruð þúsunda hafa verið flutt að heiman, en margir eru innlyksa vegna vatnavaxta og ónýtra samgöngumannvirkja.
23.07.2021 - 11:58
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Flóð
Xi Jinping í Tíbet
Xi Jinping, forseti Kína, flaug á miðvikudag til Tíbet, þar sem hann hefur kynnt sér uppbyggingu innviða og skipulagsmál og rætt við yfirvöld. Er þetta í fyrsta skipti í ríflega 30 ár sem Kínaforseti heimsækir Tíbet, sem um aldir hefur ýmist verið sjálfstætt ríki eða lotið Kína og á sér langa sögu sjálfstæðisbaráttu sem stendur enn.
23.07.2021 - 05:25
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Tíbet
33 hafa fundist látin á flóðasvæðunum í Henan í Kína
33 hafa fundist látin í Henan-héraði í Kína, þar sem feiknarmikil flóð hafa geisað vegna úrhellisrigninga síðustu daga. Herinn sprengdi í fyrrakvöld stíflugarð sem byrjaður var að gefa sig, til að freista þess að stjórna flæðinu úr stíflunni og koma þannig í veg fyrir enn verri flóð en ella.
22.07.2021 - 04:47
Mannskæð flóð um miðbik Kína
Minnst tólf manns létu lífið þegar vatn fossaði inn í neðanjarðarlestagöng í borginni Zhengzhou í Henan-héraði í Kína, þar sem úrhellisrigningar hafa valdið hamfaraflóðum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu borgaryfirvalda. Í tilkynningunni segir að „hrina óvenjulegra og mikilla slagaveðra" hafi dunið á borginni „og valdið því að vatn safnast upp í neðanjarðarlestagöngum Zhengzhou."
21.07.2021 - 01:38
Kínverjar sakaðir um netárás á vefþjón Microsoft
Evrópusambandið og stjórnvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa sakað stjórnvöld í Kína um að standa að baki stórri netárás sem gerð var á vefþjóna Microsoft fyrr á þessu ári.
Bandaríkjastjórn varar við viðskiptum í Hong Kong
Bandaríkjastjórn varar fjármálageirann vestanhafs við þeirri auknu hættu sem stafar af því að halda starfsemi áfram í Hong Kong vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Yfirvöld í Bandaríkjunum greindu jafnframt frá því að sjö kínverskum embættismönnum í Hong Kong hafi verið bætt á lista þeirra sem sæta viðskiptaþvingunum í tengslum við ný öryggislög sem sett voru í héraðinu í fyrra.
17.07.2021 - 01:06
Hótel hrundi í Kína
Einn hefur fundist látinn og tíu er saknað eftir að hótel hrundi í dag í borginni Suzhou í austurhluta Kína. Björgunarmenn hafa fundið sjö á lífi. Þrír eru alvarlega slasaðir að sögn kínverskra fjölmiðla. Borgaryfirvöld segja allt gert til að bjarga fólki úr rústunum. Það hamlar björgunarstarfi að hrunhætta er talsverð.
12.07.2021 - 13:52
Erlent · Asía · Kína
Stólparok og steypiregn í Peking og nærsveitum
Hundruðum flugferða var aflýst, skólum og ferðamannastöðum lokað og umferð fór úr skorðum þegar stólparok og steypiregn dundu á Peking og nágrenni í morgun. Borgaryfivöld gáfu út viðvörun og hvöttu borgarbúa til að halda sig heima í óveðrinu, sem er það skæðasta sem skollið hefur á höfuðborginni það sem af er ári.
12.07.2021 - 05:35
Erlent · Asía · Veður · Kína
,,Rauð ferðamennska" eykst í Kína
Mikil aukning hefur orðið á svokallaðri ,,rauðri ferðamennsku" í Kína í tengslum við 100 ára afmæli kommúnistaflokksins. Kínverjar ferðast til staða sem tengdir eru sögu flokksins, margir þessara ferðamanna eru fólk á eftirlaunum. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til að heimsækja staði sem tengjast lykilatburðum í sögu kínverska kommúnistaflokksins.
04.07.2021 - 13:05
„Enginn fær að kúga Kínverja“
Margir komu saman í Peking, höfuðborg Kína, í dag til að hlýða á forseta Kínverja, Xi Jinping. Efnt var til athafnarinnar í tilefni af hundrað ára afmæli Kommúnistaflokksins. Herþotur flugu yfir og gestir sungu og lofuðu flokkinn. Xi Jinping var harðorður í garð Bandaríkjamanna í ræðu sinni og lagði áherslu á mikilvægi Kommúnistaflokksins fyrir framtíð Kína.
01.07.2021 - 13:49
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Hitabylgja, COVID og fótboltaæði
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um hitabylgju í Norður-Ameríku, um áskorun til Kínverja um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi sem ritstjórar Aftenposten, Dagens Nyheter, Helsingin Sanomat og Politiken birta í blöðum sínum í dag á 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Kórónuveirufaraldurinn í nokkrum löndum var einnig til umræðu. Í lokin var rætt um fótboltaæði sem runnið hefur á þær Evrópuþjóðir sem eftir standa í úrslitakeppni EM. 
Kína lýst malaríulaust ríki
Sjö áratuga baráttu Kínverja við malaríu er formlega lokið samkvæmt yfirlýsingu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í morgun. Á fimmta áratug síðustu aldar greindust um 30 milljónir á ári hverju með malaríu í Kína, en síðustu fjögur ár hefur enginn fengið sjúkdóminn innanlands. 
30.06.2021 - 06:21
Fjármögnun friðargæslu í uppnámi
Ekkert samkomulag hefur náðst milli ríkja heims um fjármögnun friðargæslustarfs Sameinuðu þjóðanna fyrir næsta fjárhagsár, en gildandi fjármögnun rennur út um mánaðamótin.
28.06.2021 - 18:27
18 börn fórust er heimavist bardagalistaskóla brann
Minnst átján börn fórust og sextán slösuðust alvarlega í eldsvoða í bardagalistaskóla í Kína í morgun, samkvæmt tilkynning stjórnvalda. Fjölmiðlar eystra greina frá því að flest eða öll fórnarlömbin hafi verið barnungir nemendur sem bjuggu á heimavist skólans.
25.06.2021 - 04:25
Erlent · Asía · Kína
Ungverskur krókur á móti kínversku bragði
Borgarstjórinn í Búdapest er allt annað en sáttur við áform um kínverskan háskóla í borginni og sendir kínverjum langt nef með því að endurskíra göturnar í næsta nágrenni við fyrirhugaða byggingu.
24.06.2021 - 07:31