Færslur: Kína

Biden heitir Taívönum fullum stuðningi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði afdráttarlaust já við að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar ef Kínverjar réðust þangað inn. Taívanir líta á sig sem sjálfstætt ríki en Kínverjar telja eyjuna til héraðs í Kína. Biden sagði á fundi í sjónvarpssal sem sýndur var beint á CNN að Bandaríkin væru skuldbundin til þess að verja eyjuna.
22.10.2021 - 04:55
Mannskæð gassprenging á veitingastað í Kína
Minnst einn er látinn og tugir slasaðir eftir að gassprenging varð á veitingastað í borginni Shenyang í Liaoning héraði í norðanverðu Kína í morgun. Rannsókn er hafin á orsökum sprengingarinnar.
21.10.2021 - 06:17
Erlent · Asía · Kína
Vel heppnað geimskot Kínverja til Himnesku hallarinnar
Geimskot kínversku geimferðastofnunarinnar frá geimferðamiðstöðinni í Gobíeyðimörkinni í gærkvöld gekk snurðulaust fyrir sig. Sex og hálfum tíma síðar var Shenzhou-13 flauginni rennt upp að hinni nýju geimstöð Kínverja, Tiangong, eða himnesku höllinni. Þar munu geimfararnir, tveir karlar og ein kona, dvelja næstu sex mánuði. Verður þetta lengsta útivist kínverskra geimfara til þessa, en forverar þeirra dvöldu þrjá mánuði í geimstöðinni. Geimfararnir eru sagðir við hestaheilsu eftir ferðalagið.
16.10.2021 - 04:32
Andlátum af völdum berkla fjölgaði á síðasta ári
Andlátum af völdum berkla hefur fjölgað í heiminum í fyrsta sinn í meira en áratug. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir það vera vegna álags af völdum kórónuveirufaraldurins sem hefur orðið til þess að færri hafa fengið greiningu og viðeigandi meðferð við berklum.
Nærri tvær milljónir flýja vegna flóða í Kína
Hátt í tvær milljónir hafa orðið að yfirgefa heimili sín í Shanxi héraði í norðanverðu Kína vegna mikilla flóða af völdum úrhellis. Hús hafa hrunið og aurskriður fallið í yfir 70 borgum og bæjum í héraðinu að sögn fréttastofu BBC. Áframhaldandi hellidemba hamlar björgunaraðgerðum.
11.10.2021 - 06:21
Erlent · Asía · Hamfarir · Umhverfismál · Veður · Kína
Segir Taívan fremsta vígi lýðræðis gegn Kína
Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir landsmenn ekki ætla að bugta sig og beygja fyrir Kínverjum. Taívanir ætli að verja lýðræði sitt fyrir ágangi Kína.  Tsai hélt ræðu í morgun í tilefni þjóðhátíðardags Taívans. Taívan er sjálfstjórnarhérað, og líta Taívanir á sig sem sjálfstætt ríki, en Kínverjar telja Taívan tilheyra Kína.
10.10.2021 - 07:49
Minnismerki verði fjarlægt af háskólalóð í Hong Kong
Háskólinn í Hong Kong hefur fyrirskipað að stytta til minningar um mótmælendurna sem voru drepnir á Torgi hins himneska friðar árið 1989 verði fjarlægð. Fólk safnaðist saman við styttuna 4. júní til að minnast lýðræðissinnanna sem voru drepnir af kínverskum hermönnum í Peking.
09.10.2021 - 07:51
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína
Spennan vex á milli Bandaríkjanna og Kína
Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur skemmdist þegar hann rakst í óþekktan hlut í Suður-Kínahafi um síðustu helgi. AFP fréttastofan greinir frá. Enginn skipverja slasaðist lífshættulega að sögn fréttaveitu bandaríska sjóhersins, en rúmur tugur þeirra meiddist nokkuð eða lítið. Báturinn var í kafi á alþjóðlegu hafsvæði að sögn sjóhersins.
08.10.2021 - 01:16
Forsetar Kína og Bandaríkjanna ætla að funda
Forsetar Bandaríkjanna og Kína hafa sammælst um að ræða saman fyrir árslok. Stjórnvöld beggja ríkja leggja áherslu á samskipti þótt ýmislegt hafi orðið til að auka spennu undanfarið.
„Mesta spennan milli Taívan og Kína í 40 ár“
Ekki hefur verið meiri spenna milli Kína og Taívan í fjörutíu ár, segir varnarmálaráðherra Taívan. Hann segir Kínverja geta gert árás innan fjögurra ára. Kínverjar hafa aukið vígbúnað sinn nærri Taívan.
06.10.2021 - 18:58
Kínverskar herþotur flykkjast inn í lofthelgi Taívan
Hátt í sex tugum kínverskra herflugvéla var flogið inn í lofthelgi eyríkisins Taívan í gær, fjórða daginn í röð. Sérfræðingar álíta að tilgangurinn sé að vara Taívani við svo þeir láti vera að lýsa yfir sjálfstæði ríkisins.
05.10.2021 - 05:44
Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra
Japansþing kaus Fumio Kishida, nýkjörinn formann Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem forsætisráðherra landsins í dag.Hann tekur við af Yoshihide Suga sem var harðlega gagnrýndur vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
Viðskipti stöðvuð með hlutabréf í Evergrande
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande létu stöðva viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Engin skýring var gefin á ákvörðuninni. Gengi féll á hlutabréfum í kjölfarið.
04.10.2021 - 01:48
Lestin
Kínversk stjórnvöld þjarma að tæknirisum
Í lok ágúst bárust fréttir af því að til stæði að takmarka þann tíma sem kínversk ungmenni mega spila net-tölvuleiki í viku hverri. Óljóst er hvernig yfirvöld ætla að framfylgja banninu, en ljóst er að það er angi af stærra máli.
02.10.2021 - 10:51
Tugir kínverskra herþotna flugu inn í lofthelgi Taívan
Stjórnvöld í eyríkinu Taívan greindu frá því að 38 kínverskar herþotur flugu inn í lofthelgi þess í gær. Aldrei hafa jafnmargar herflugvélar Kínverja flogið þar um en varnarmálaráðuneyti Taívan greinir frá því að þoturnar hafi komið inn í lofthelgina í tveimur bylgjum.
02.10.2021 - 06:29
Evergrande selur milljarða virði í hlutabréfum
Kínverski fasteignarisinn Evergrande hyggst selja hlutabréf í Shengjing bankanum fyrir jafngildi 202 milljarða íslenskra króna. Kaupandinn er ríkisrekið eignastýringarfyrirtæki.
29.09.2021 - 04:15
Segjast hafa ráðlagt forsetanum að halda eftir herliði
Háttsettir yfirmenn í Bandaríkjaher segjast hafa ráðlagt Joe Biden forseta að halda herliði áfram í Afganistan. Jafnframt hafi þeir lýst áhyggjum yfir því að Talibanar hefðu ekki slitið tengsl sín við hryðjuverkasamtökin Al Kaída.
Stjórnandi í Huawei laus úr haldi í Kanada
Meng Wangzhou, stjórnanda hjá kínverska fjarskiptafyrirtækinu Huawei, var sleppt úr stofufangelsi í Kanada í gærkvöld. Framsalskrafa Bandaríkjanna var dregin til baka eftir að Meng náði samkomulagi við þarlenda saksóknara. Hún fór skömmu síðar á flugvöll í Kanada og er á leiðinni til Kína að sögn AFP fréttastofunnar. Tveimur Kanadamönnum verður á móti sleppt úr haldi í Kína.
25.09.2021 - 01:31
Evergrande semur við lánardrottna
Kínverski fasteignarisinn Evergrande greindi frá því í morgun að náðst hafi samkomulag við innlenda kröfuhafa. Samkomulagið ætti að duga til þess að fyrirtækið falli ekki á tíma með að greiða vexti af einu lána sinna. Fjárhagsvandi Evergrande hefur valdið miklum skjálfta á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, og valdið hruni á gengi hlutabréfa. Fari fyrirtækið í þrot gæti það orðið til mikils vansa fyrir kínverskan efnahag. 
22.09.2021 - 04:47
Stofnandi Evergrande stappar stáli í starfsfólk
Xu Jiayin stjórnarformaður kínverska fasteignarisans Evergrande kveðst vongóður um að fljótlega birti til í rekstri fyrirtækisins. Hann lofaði starfsfólki því í bréfi að gera allt til að fyrirtækið héldi velli og þakkaði því vel unnin störf.
21.09.2021 - 05:27
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins styðja Frakka
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna lýstu yfir fullum stuðning við málstað Frakka í deilunni við Ástrali og Bandaríkjamenn vegna uppsagnar kaupa á tólf kafbátum.
Hlutabréf féllu í kauphöllinni í Hong Kong í morgun
Verð hlutabréfa féll í Kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Ástæða þess er afar erfið skuldastaða kínverska fasteignarisans Evergrande.
Norður-Kórea: Aukus skapar kjarnorkuvopnakapphlaup
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir hættu á að Aukus hernaðarsamkomulag Bandaríkjamanna, Breta og Ástrala komi af stað kjarnorkuvopnakapphlaupi á Asíu-Kyrrahafssvæðinu.
20.09.2021 - 01:19
Biden og Macron ræða saman á næstu dögum
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Emmanuel Macron forseti Frakklands ræða á næstu dögum ágreining ríkjanna vegna riftunar Ástrala á samningi um kafbátakaup.
Segir Ástrala hafa verið alveg heiðarlega í garð Frakka
Peter Dutton, varnarmálaráðherra segir Ástrali hafa verið fullkomlega heiðarlega í samskiptum við Frakka í aðdraganda uppsagnar samnings um kaup á tólf kafbátum.