Færslur: Kína

Janet Yellen sendir Kínverjum tóninn
Janet Yellen, sem Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti hefur valið til að gegna embætti fjármálaráðherra í stjórn sinni, segir Biden muni beita öllum tiltækum vopnum til að takast á við allar svívirðilegar, ósanngjarnar og ólöglegar aðferðir sem Kínverjar beita til að grafa undan efnahag Bandaríkjanna.
19.01.2021 - 16:52
Smitum fjölgar í Kína
Hundrað og átján kórónuveirusmit greindust á meginlandi Kína síðasta sólarhring, níu fleiri en daginn áður. Flest voru smit í Jilin-héraði í norðausturhluta landsins eða fjörutíu og þrjú.
19.01.2021 - 09:36
Milljónir Kínverja í útgöngubanni
Hátt í þremur milljónum Kínverja var í dag skipað að halda sig heima eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga í norðausturhluta landsins. Þau eru rakin til farandsölumanns sem var þar á ferð.
18.01.2021 - 16:33
Hong Kong búar sækja um vernd í Bandaríkjunum
Fimm lýðræðissinnar frá Hong Kong á þrítugsaldri eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir vilja sækja um alþjóðlega vernd. Þeir flýðu til Taívan eftir að öryggissveitir tóku fjölda fólks höndum á grundvelli nýrra þjóðaröryggislaga Kínverja. 
16.01.2021 - 05:30
Viðtal
Kínverjar vildu lesa um Stalín hans Jóns míns
Kínverskir aðdáendur íslenskrar dægurtónlistar hafa ærna ástæðu til að fagna en bókin Dægurtónlist frá landi elds og ísa er nú komin út á kínversku. Bókin á sér nokkuð langan aðdraganda, en höfundur hennar, Dr. Gunni, segir þetta vera bók um íslenska dægurtónlist og sögu hennar.
14.01.2021 - 17:02
Sérfræðingar á vegum WHO komnir til Wuhan
Hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kom til Wuhan í Kína í morgun til að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins sem blossaði upp fyrir rúmu ári. Þeir verða fyrst í hálfs mánaðar sóttkví á hóteli áður en þeir geta hafið störf.
14.01.2021 - 08:02
Fyrsta COVID-19 dauðsfallið í Kína í átta mánuði
Kínversk yfirvöld greindu í morgun frá dauðsfalli af völdum COVID-19. Þetta er fyrsta dauðsfallið sem greint er frá vegna sjúkdómsins í um átta mánuði. Smitum hefur fjölgað undanfarið í landinu. Von er á hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni til landsins. 
14.01.2021 - 02:43
Námumenn innilokaðir í kínverskri gullnámu
Á þriðja tug námumanna er í sjálfheldu neðanjarðar eftir sprengingu í gullnámu nærri borginni Qixia í Shangdong-héraði í austurhluta Kína. Sprengingin varð síðdegis á sunnudag og olli því að útgönguleið lokaðist og samskipti við námumennina rofnuðu.
12.01.2021 - 02:54
myndskeið
Ár liðið frá fyrsta dauðsfallinu af völdum COVID-19
Eitt ár er í dag liðið síðan tilkynnt var um fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 í heiminum. Búist er við að hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar komist til Wuhan í vikunni til að rannsaka uppruna veirunnar.  
11.01.2021 - 19:35
WHO heldur til Kína næstkomandi fimmtudag
Hópur vísindamanna á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heldur til Kína á fimmtudag til að rannsaka uppruna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Segjast tilbúnir að taka á móti sérfræðingum WHO
Heilbrigðisyfirvöld í Kína lýstu því yfir í morgun að undirbúningur fyrir komu fjölþjóðlegrar rannsóknarnefndar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, til Wuhan væri í fullum gangi. Nefndinni er ætlað að grennslast fyrir um uppruna COVID-19, sem greindist fyrst í þessari kínversku stórborg síðla árs 2019.
Þrjú af fjórum enn með einkenni hálfu ári eftir sýkingu
Þrjú af hverjum fjórum sem lögð voru inn á sjúkrahús vegna alvarlegra COVID-19 veikinda í Wuhan í Kína kljást enn við í það minnsta eitt sjúkdómseinkenni, sex mánuðum eftir að þau veiktust. Þetta er ein megin niðurstaða rannsóknar kínverskra vísindamanna, sem birt var í læknaritinu Lancet á föstudag. Rannsóknin nær til hátt á annað þúsund COVID-19 sjúklinga í Wuhan og er ein fárra slíkra, enn sem komið er, þar sem rýnt er í langtímaafleiðingar sjúkdómsins.
09.01.2021 - 01:49
„Veröldin ekki styrkari en veikasta heilbrigðiskerfið“
Skráð dauðsföll í Brasilíu af völdum kórónuveirufaraldursins fóru yfir 200 þúsund í gær. Þar geisar önnur bylgja faraldursins af miklum þunga og heilbrigðisyfirvöld eru vonlítil um að sjái fyrir endann á faraldrinum þar á næstunni.
Joshua Wong handtekinn að nýju
Joshua Wong, einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum í Hong Kong var handtekinn í að nýju nótt.
07.01.2021 - 06:26
Næsti utanríkisráðherra gagnrýnir handtökur í Hong Kong
Antony Blinken verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að handtökur andófsfólks í Hong Kong séu árás á það hugrakka fólk sem berjist fyrir almennum mannréttindum.
Kínversk yfirvöld hindra för fulltrúa WHO
Kínversk yfirvöld hindruðu í gær komu fulltrúa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar inn í landið. Rökin eru þau að beiðni fulltrúanna um vegabréfsáritun hafi ekki verið afgreidd enn.
Fjöldahandtökur í Hong Kong
Allt að fimmtíu sem hafa verið áberandi í mótmælum í Hong Kong hafa verið handtekin.  Handtökurnar byggja á öryggislögum þeim sem Kínverjar settu síðasta sumar.
06.01.2021 - 01:36
Jack Ma talinn vera horfinn
Grunur hefur vaknað um að kínverski milljarðamæringurinn Jack Ma, sem stofnaði Alibaba, sé horfinn. Ma flutti ræðu í október þar sem hann gagnrýndi kæfandi regluverk kínverskra stjórnvalda í fjármálaheiminum og talaði fyrir aukinni frjálshyggju í Kína.
04.01.2021 - 08:51
Erlent · Kína · Jack Ma · Ant Group
Nær fimm milljónir hafa verið bólusettar í Kína
Yfir 73.000 manns hafa fengið fyrri skammt bólusetningar við COVID-19 í Beijing höfuðborg Kína síðustu tvo daga. Stjórnvöld þar í landi leggja áherslu á að sem flestir fái bólusetningu áður en nýja árið gengur í garð um miðjan febrúar að kínversku tímatali.
04.01.2021 - 08:14
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Kínverjar heimila bóluefni gegn kórónuveirunni
Kínverjar gáfu í dag út bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni sem ríkisfyrirtækið Sinopharm framleiðir. Prófanir á því leiddu í ljós að meðalvirkni þess gegn veirunni er nokkru minni en bóluefnisins sem Pfizer og BioNTech þróuðu og hefur verið dreift víða um lönd, eða rúmlega 79 prósent. Eigi að síður er talið, að sögn AFP fréttastofunnar, að notkun þess eigi eftir að skipta sköpum í baráttunni gegn COVID-19 faraldrinum í Kína og víðar í Asíu.
31.12.2020 - 09:46
Bóluefni Sinopharm 79% virkt gegn kórónuveirunni
Niðurstöður þriðja stigs prófana á bóluefni kínverska lyfjarisans Sinopharm sýna 79 prósenta virkni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19.
30.12.2020 - 06:33
Andófsfólk frá Hong Kong dæmt til fangavistar og sektar
Kínverskur dómstóll í Shenzen-héraði dæmdi í morgun tíu manns til allt að þriggja ára fangelsisvistar og fjársektar fyrir tilraun til að flýja Hong Kong síðastliðið sumar.
30.12.2020 - 04:44
Kínversk yfirvöld sækja hart að viðskiptaveldi Jacks Ma
Fjármálayfirvöld í Kína fyrirskipuðu í gær að viðskipta- og tæknistórveldið Ant Group skuli leyst upp í smærri einingar. Ant Group er móðurfyrirtæki kínverksa póstverslunarrisans Alibaba og fjölda annarra fyrirtækja, stórra og smárra, á sviði verslunar og hátækni. Er þetta liður í glímu kínverskra yfirvalda við aðaleiganda Ant Group, milljarðamæringinn Jack Ma, einn auðugasta mann Kína, og viðskiptaveldi hans.
29.12.2020 - 03:41
4 ára fangelsi fyrir fréttaflutning af COVID-19 í Wuhan
Kínverski lögfræðingurinn og netfréttakonan Zhang Zhan var í morgun dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir að „efna til rifrilda og stofna til vandræða" með fréttaflutningi sínum af þróun kórónaveirufaraldursins í Wuhan, á fyrstu vikum farsóttarinnar sem tröllriðið hefur heimsbyggðinni allar götur síðan og lagt hátt í 1,8 milljónir manna að velli.
28.12.2020 - 06:45