Færslur: Jemen

Vopnahléi lokið í Jemen
Sex mánaða vopnahléi í Jemen er lokið, án framlengingar. Sameinuðu Þjóðirnar hvetja fólk til þess að halda ró sinni; samningaviðræður haldi áfram. 
Sjónvarpsfrétt
Býflugnarækt Jemena í hættu
Býflugnarækt, sem er ævaforn atvinnuvegur í Jemen, er í hættu vegna stríðs og loftslagsbreytinga. Þar sem áður var blómlegur landbúnaður hefur síðustu ár verið vígvöllur.
12.06.2022 - 09:18
Viðræður þokast í rétta átt
Talsmaður framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna segir viðræður um framlenginu vopnahlés í Jemen þokast í rétta átt.
02.06.2022 - 08:08
Viðræður stríðsaðila í Jemen í hnút
Ekkert hefur miðað í samkomulagsátt í viðræðum fulltrúa stríðandi fylkinga í Jemen og því munu hersveitir uppreisnarhreyfingar Húta halda áfram umsátri sínu um borgina Taíz, þriðju stærstu borg landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leiðtogum Húta.
29.05.2022 - 05:20
Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
Úkraínustríðið eykur á neyð fólks víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar vara við því að innrás Rússa í Úkraínu auki enn á neyð fólks sem býr við örbirgð og hungur og segja stríðið hafa neikvæð áhrif á líf allt að 1.700 milljóna manna sem þegar eru í viðkvæmri stöðu. Samtökin hafa veitt 100 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 13 milljarða króna, úr neyðarsjóði sínum til að fjármagna matvælaaðstoð til sjö landa sem eru sérlega viðkvæm fyrir matarskorti; Jemen, Sómalíu, Eþíópíu, Kenía, Súdan, Suður-Súdan og Nígeríu.
Ghebreyesus: Líf svartra minna metin en hvítra
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir ljóst að heimsbyggðin gefi hörmungum og neyðarástandi mismikinn gaum og vægi eftir húðlit þeirra sem það bitnar á. Einungis brotabrot af þeirri gríðarmiklu neyðaraðstoð sem nú renni til Úkraínu sé veitt til hamfara- og stríðssvæða annars staðar í heiminum, þar sem neyð sé þó óumdeilanlega feikimikil.
Íranskar sérsveitir áfram á hryðjuverkalista
Bandaríkjastjórn heldur enn fast við þá fyrirætlun sína að halda Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins á lista yfir hryðjuverkasamtök. Íransstjórn krefst þess að byltingarvörðurinn verði fjarlægður af þeim lista áður en kjarnorkusamningur verður endurnýjaður.
Forseti Jemen færir leiðtogaráði völd sín
Abedrabbo Mansour Hadi, forseti Jemen, tilkynnti í morgun að hann hefði myndað sérstakt ráð sem ætlað er að stjórna stríðshrjáðu landinu. Í sjónvarpsávarpi sagðist forsetinn færa ráðinu öll þau völd sem forseti áður hafði.
Vopnahlé hafið milli stríðandi fylkinga í Jemen
Stríðandi fylkingar í Jemen lögðu niður vopn sín í dag í fyrsta skipti síðan árið 2016. Tveggja mánaða vopnahléð er að undirlagi Sameinuðu þjóðanna en vonir standa til að nú sjái fyrir endann á langvinnri og blóðugri borgarastyrjöld í landinu.
02.04.2022 - 23:31
Tveggja mánaða vopnahlé boðað í Jemen
Stríðandi fylkingar borgarastyrjaldarinnar í Jemen hafa sæst á tveggja mánaða vopnahlé sem tekur gildi á morgun, laugardag. Vonir standa til að nú sjái fyrir endann á langvinnri og blóðugri borgarastyrjöld í landinu.
01.04.2022 - 17:25
Hútar boða þriggja daga vopnahlé í Jemen
Leiðtogi uppreisnarmanna Húta í Jemen hefur boðað þriggja daga vopnahlé í átökum við fjölþjóðaherinn sem styður ríkisstjórn landsins. Hann gefur jafnvel í skyn að varanlegur friður kunni að vera í boði. Með skilyrðum.
Blinken ræðir við Ísrael og fulltrúa Arabaríkja
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Ísrael til fundar við fulltrúa þeirra Arabaríkja sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael.
Loftárásir gerðar á tvær borgir í Jemen
Loftárásir voru gerðar í nótt á Sanaa höfuðborg Jemen og hafnarborgina Hodeida. Fjölþjóðaherinn sem styður ríkisstjórn landsins segir árásirnar gerðar til að bregðast við ógnandi tilburðum uppreisnarmanna Húta í garð Sádi-Arabíu.
26.03.2022 - 03:10
Næstum fimmtíu börn látin eða limlest í Jemen
Næstum fimmtíu börn létust eða voru limlest fyrstu tvo mánuði ársins í borgarastyrjöldinni í Jemen en átökin hafa harðnað þar. UNICEF, Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, greinir frá þessu.
Fimm starfsmönnum Sameinuðu Þjóðanna rænt í Jemen
Fimm starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru numdir á brott í suðurhluta Jemen á föstudaginn. Ekki er vitað hverjir standa að baki mannráninu en fólkið var statt í sjálfsstjórnarhéraðinu Abyan á leið til hafnarborgarinnar Aden.
14.02.2022 - 01:10
Tugir fórust í loftárás á fangelsi í Jemen
Minnst sjötíu manns fórust í loftárás Sádi-Araba á fangelsi í norðanverðu Jemen í dag og á annað hundrað særðust. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásina og segir hana brot á alþjóðalögum.
22.01.2022 - 00:20
Bandaríkjamenn fordæma drónaárás Húta á Abu Dhabi
Bandaríkjastjórn fordæmir drónaárás sem uppreisnarsveitir Húta gerðu á Abu Dhabi, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í gær. Þrír féllu í árásinni og Bandaríkjamenn heita hörðum viðbrögðum.
Heimila flug hjálparsamtaka til Sana'a á ný
Uppreisnarhreyfing húta tilkynnti í morgun að hún hefði gefið grænt ljós á að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna og önnur hjálparsamtök hefji á ný flutninga á matvælum, lyfjum og lækningavörum og öðrum nauðsynjum til landsins um flugvöllinn í höfuðborg landsins, Sana'a.
28.12.2021 - 06:48
Sádi-Arabar herða loftárásir á Sana'a og nágrenni
Flugher Sádi-Araba herti í gær á loftárásum á bækistöðvar Húta í Jemen, eftir að tveir menn féllu í eldflaugaárás húta á Djasan-hérað í suðvesturhluta Sádi Arabíu. Þrír almennir borgarar féllu í hefndarárásum Sáda á höfuðborgina Sana'a og vopnabúr húta norðvestur af henni.
27.12.2021 - 06:45
Stríðið í Jemen hefur kostað hátt í 380.000 mannslíf
Þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að stríðið í Jemen, sem geisað hefur linnulítið um nær sjö ára skeið, muni hafa kostað um 377.000 manns lífið í lok þessa árs, með beinum og óbeinum hætti. Þetta kemur fram í skýrslu Þróunarhjálparinnar sem birt var í gær. Samkvæmt henni munu 150.000 manns hafa fallið í bardögum, stórskotahríð, eldflauga- og loftárásum áður en árið er úti, en 177.000 af öðrum ástæðum sem má að mestu eða öllu leyti rekja til stríðsins.
24.11.2021 - 02:35
Meinað að fljúga frá Tyrklandi til Hvíta-Rússlands
Ríkisflugfélag Hvíta-Rússlands tilkynnti í morgun að Sýrlendingar, Írakar og Jemenar fái ekki að koma til landsins í flugi frá Tyrklandi. Þetta er gert að beiðni tyrkneskra stjórnvalda hefur AFP fréttastofan eftir tilkynningunni.
12.11.2021 - 10:01
Mannskæð sprengjuárás í Aden
Bráðabirgðastjórnar Suður-Jemen, sem á aðild að opinberri ríkisstjórn landsins, sagði bílsprengju hafa verið sprengda „til að drepa fjölda friðsamra borgara, þar á meðal börn, og særa marga til viðbótar.“ Þrjár vikur eru síðan sex manns fórust í bílsprengju sem beint var gegn héraðsstjóra Aden.
31.10.2021 - 05:23
Hundruð uppreisnarmanna felldir í Jemen
Hátt í þrjú hundruð úr sveitum Húta hafa fallið í Jemen undanfarna þrjá daga í árásum fjölþjóðlegra hersveita leiddum af Sádum. Hörð átök hafa staðið yfir undarfarnar vikur umhverfis þetta síðasta vígi ríkisstjórnar landsins.
Sjónvarpsfrétt
Enn ein skammarleg tímamót í gleymda stríðinu í Jemen
Frá því stríðið hófst í Jemen hafa fjögur börn verið drepin eða alvarlega særð á degi hverjum. Talsmaður barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem er nýkominn frá Jemen segir að þessi versta mannúðarkrísa heims sé að falla í gleymskunnar dá.
19.10.2021 - 19:25