Færslur: Jemen

Þrýst á Bandaríkin að taka húta af hryðjuverkalista
Mark Lowcock, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum krefst þess að Bandaríkin dragi til baka ákvörðun sína um að setja húta í Jemen á lista yfir hryðjuverkahópa. Hann óttast að ákvörðunin geti valdið hungursneyð af stærðargráðu sem hafi ekki sést í áratugi, auk þess sem erfiðara verði að koma nauðsynjavörum til landsins.
15.01.2021 - 06:42
Bandaríkjamenn skilgreina Húta nú sem hryðjuverkasamtök
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir síðdegis í gær að Hútar, samtök síja-múslíma, sem löngum hafa herjað á Jemen verði skilgreind sem hryðjuverkasamtök.
Viðbótarframlag til neyðaraðstoðar í Jemen
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna fær 40 milljón króna viðbótarframlag frá íslenska utanríkisráðuneytinu til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen.
Á þriðja tug féllu í sprengjuárás í Jemen
Að minnsta kosti 26 létust og tugir særðust þegar sprengjum var varpað í dag á flugvöllinn í hafnarborginni Aden í Jemen. Skömmu fyrir árásina lenti þar flugvél sem kom frá Sádi Arabíu með ráðherra í nýrri ríkisstjórn landsins.
30.12.2020 - 13:34
Alvarlegasta hungursneyð í áratugi vofir yfir
Alvarlegasta hungursneyð í marga áratugi er yfirvofandi í Jemen verði ekkert að gert, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Hætta er á að milljónir landsmanna svelti til bana.
20.11.2020 - 17:59
Myndskeið
„Vitum ekki hvað það er skelfilegt að vera að svelta“
Vannæring barna í Jemen hefur aldrei verið alvarlegri. Hjálparsamtök hafa sent út áríðandi neyðarkall sem hópur íslenskra ungmenna hefur svarað. Sara Mansour, talskona hópsins, segir við vitum ekki hvað það er skelfilegt að vera að svelta.
29.10.2020 - 21:30
Æ fleiri börn búa við næringarskort í Jemen
Æ fleiri börn í Jemen búa við alvarlegan næringarskort. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Matvælaáætlunar samtakanna og Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar FAO.
27.10.2020 - 08:59
Fangaskipti samþykkt í Jemen
Stríðandi fylkingar í Jemen samþykktu fangaskipti í gær fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Alls fara yfir þúsund fangar á milli stjórnvalda og uppreisnarhreyfingar Húta. 
27.09.2020 - 01:48
Pompeo skautaði framhjá lögum um vopnasölu
Bandaríkjastjórn skautaði framhjá lögum sem krefjast þess að ákvörðun um vopnasölu til útlanda sé tilkynnt þinginu. Þá láðist utanríkisráðuneytinu að meta að fullu áhættuna á að almennir borgarar væru í hættu.
12.08.2020 - 04:55
Sex ára safna fé til aðstoðar Jemenum
Tveir ungir breskir drengir hafa náð að safna sem nemur 6,5 milljónum íslenskra króna með því að selja límonaði úti á götu.
03.08.2020 - 02:43
Hútar í Jemen láta sex Bahá'ia lausa
Liðsmenn uppreisnarfylkingar Húta í Jemen létu í dag lausa sex Bahá'ia sem höfðu verið í haldi þeirra um árabil.
31.07.2020 - 00:31
Sjálfstæðisyfirlýsing afturkölluð
Umbreytingarráð suðursins, aðskilnaðarsinnar sem vilja aukið sjálfræði fyrir suðurhluta Jemens, hefur afturkallað sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá því í apríl síðastliðnum.
Mikil úrkoma og flóð í Jemen
Tugir hafa farist og margir misst heimili sín í flóðum í Jemen. Þá hafa tjöld í flóttamannabúðum skolast burt í hamförunum.
28.07.2020 - 08:32
Erlent · Asía · Jemen · COVID-19
Óttast að olíumengunarslys kunni að vera í uppsiglingu
Óttast er að yfirgefið og illa farið olíuflutningaskip úti fyrir ströndum Jemen kunni að valda mengunarslysi verði ekki brugðist við. Tankar skipsins eru hálffullir af hráolíu og er óttast að hún leki út frá skipinu vegna ryðs og tæringar. Alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen hafa leitað til Sameinuðu þjóðanna og sagt að skipið gæti sprungið og valdið stærsta umhverfisslysi í heimshlutanum og jafnvel á heimsvísu.
12.07.2020 - 11:36
Átök um yfirráð á jemenskri eyju
Fyrrum samherjar í baráttunni gegn uppreisnarhreyfingu Húta kljást nú um yfirráð á eyjunni Socotra í Jemen. Harðir bardagar hafa verið á milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna sem vilja aftur sjálfstæði í suðurhluta Jemens, STC.
20.06.2020 - 03:10
Heimskviður
Hvernig hófst ein versta mannúðarkrísa heims?
Milljónir Jemena eru á barmi hungurdauða eftir fimm ára stríðsátök sem ekki sér fyrir endann á. En hvernig hófst þetta hörmulega stríð og hvers vegna? Eiga vesturlönd jafnvel sinn þátt í því að átökin halda stöðugt áfram þrátt fyrir að þar geisi ein versta mannúðarkrísa heims?
07.06.2020 - 07:30
Lýsa yfir sjálfstjórn í Suður-Jemen
Aðskilnaðarsinnar í suðurhluta Jemens lýstu því yfir í morgun að þeir fari nú með öll völd á svæðinu. Samkvæmt yfirlýsingu þeirra tóku þeir við stjórninni á miðnætti í hafnarborginni Aden og fleiri héruðum á sunnanverðu landinu. Jemenska stjórnin hefur sagt að aðgerð sem þessi eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar.
26.04.2020 - 06:35
Hútar dæma blaðamenn til dauða
Fjórir blaðamenn voru dæmdir til dauða af dómstóli Húta í Jemen í gær. Lögmaður þeirra segir þá vera dæmda fyrir njósnir. Þeir voru í hópi tíu blaðamanna sem voru handteknir af uppreisnarhreyfingunni, sakaðir um að starfa með óvininum. Þar eiga þeir við hernaðarbandalag sem leitt er af Sádum og hefur stutt stjórnarherinn í Jemen í borgarastríðinu gegn Hútum síðan 2015. 
12.04.2020 - 08:04
Fyrsta COVID-19 tilfellið í Jemen
Kórónuveiran greindist í fyrsta sinn í Jemen í morgun. Almannavarnarnefnd ríkisins greindi frá því á Twitter. Hjálparsamtök óttast mjög um afdrif Jemena ef veiran nær að breiða úr sér í landinu. Heilbrigðiskerfið er í lamasessi, og aðstæður nú þegar einhverjar þær allra verstu í heiminum. Hernaðarbandalag leitt af Sádi Aröbum hóf tveggja vikna vopnahlé í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran nái bólfestu í landinu. 
10.04.2020 - 06:33
Vopnahléi lýst yfir vegna kórónuveirufaraldursins
Hernaðarbandalag sem Sádi arabar leiða í Jemen lýsti einhliða yfir tveggja vikna vopnahléi í Jemen frá og með morgundeginum vegna kórónuveirufaraldursins. AFP fréttastofan hefur eftir háttsettum embættismanni í Sádi Arabíu að búist sé við því að uppreisnarsveitir Húta fallist á vopnahléð.
08.04.2020 - 20:12
Myndskeið
Sex létust í sprengjuárás á kvennafangelsi
Tugir slösuðust, þeirra á meðal nokkur börn, í sprengjuárás á kvennafangelsi í Jemen í gær. Sex létust í árásinni.
06.04.2020 - 22:30
Jemen: Fimm ár síðan afskipti Sáda hófust
Fimm ár eru síðan Sádi-Arabía og fleiri ríki hófu afskipti af stríðinu í Jemen. Friður er ekki í augsýn, en stríðandi fylkingar hafa tekið vel í beiðni framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á meðan kórónuveirufaraldurinn geisar.
26.03.2020 - 08:43
Nítján börn létu lífið í loftárás á Jemen
Nítján börn létu lífið og átján börn særðust í loftárás Sádi-Araba og bandamanna þeirra í norðurhluta Jemen laugardaginn 15. þessa mánaðar.
20.02.2020 - 10:17
Stríðandi fylkingar samþykkja fangaskipti
Stríðandi fylkingar í Jemen komust í gær að samkomulagi um fangaskipti. Samningar náðust eftir sjö daga viðræður samninganefnda uppreisnarhreyfingar Húta og stjórnvalda í Amman í Jórdaníu. Að sögn Martin Griffiths, ræðismanns Sameinuðu þjóðanna í Jemen, samþykktu báðir aðilar að skiptast strax á listum yfir þá fanga sem krafist er að verði leystir úr haldi.
17.02.2020 - 05:13
Yfir 30 almennir borgarar féllu í Jemen
31 almennur borgari féll í loftárásum hernaðarbandalags Sáda í Jemen í dag. Árásin er talin vera hefndaraðgerð eftir að uppreisnarhreyfing Húta skaut niður sádiarabíska herflugvél í gær.
16.02.2020 - 01:18