Færslur: Jemen

Hörð og langvinn orrusta um litla borg í lykilstöðu
Þótt fréttaflutningur frá Jemen sé af skornum skammti þýðir það ekki að lát sé á blóðugum átökum stríðandi fylkinga þar í landi. Þvert á móti er það viðvarandi óöld og algjör ómöguleiki þess að tryggja öryggi fréttamanna sem veldur fréttaþurrðinni. Síðustu mánuði hafa harðir og mannskæðir bardagar geisað um borgina Marib, höfuðstað samnefnds héraðs um miðbik landsins, þar sem mannfall hefur verið umtalsvert í röðum beggja fylkinga, samkvæmt al Jazeera.
09.07.2021 - 02:53
Yfir 100 hafa fallið í bardögum í Jemen síðustu daga
Minnst 111 manns hafa týnt lífinu í hörðum bardögum vopnaðra sveita Húta og hersveita sem hliðhollar eru stjórn hins útlæga Jemensforseta á síðustu dögum. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum úr röðum hinna síðarnefndu. Þeir fullyrða að Hútar hafi átt upptökin að átökunum með árásum á bækistöðvar stjórnarliða í borginni Marib eftir að lát hafði verið á blóðsúthellingum um hríð.
27.06.2021 - 07:33
Bandaríski flotinn lagði hald á vopn á Arabíuflóa
Bandaríski sjóherinn kveðst hafa lagt hald á mikið magn illa fenginna vopna við eftirlit á alþjóðahafsvæði á norðanverðum Arabíuflóa. Áhöfn herskipsins USS Monterey varð vör við ómerkt skip og fann góssið eftir tveggja daga leit um borð í síðustu viku.
10.05.2021 - 06:22
Vonir um vopnahlé í Jemen dvína
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að vopnahlésviðræður í Jemen séu unnar fyrir gýg. Litlar líkur séu á vopnahléi nema uppreisnarsveitir Húta hætti hernaðaraðgerðum sínum eða ákveði að mikið mannfall innan raða þeirra sé óásættanlegt. Hútar standa um þessar mundir í stórræðum í landstjórnarumdæminu Marib.
08.05.2021 - 04:44
Bóluefni berst til Jemen
Fyrstu skammtar bóluefnis við COVID-19 hafa verið sendir til Jemen í gegnum Covax-áætlunina sem tryggja á fátækum ríkjum aðgang að bóluefni. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í morgun.
31.03.2021 - 08:49
Krefjast afnáms hafn- og loftferðabanns
Afnema verður hafn- og loftferðabann Sádi-Araba og bandamanna þeirra í Jemen áður en gengið verður til samninga um vopnahlé. Þetta sagði talsmaður Hútí-fylkingarinnar, sem ræður yfir stórum hluta Jemen, í viðtali hjá Al Jazeera í gærkvöld.
18.03.2021 - 09:45
Sádi Arabar gerðu loftárásir á Jemen í gær
Orrustuþotur Sádi Araba gerðu í gær loftárásir á bækistöðvar Húta í Sanaa og víðar í Jemen, eftir að Hútar sendu vopnaða dróna yfir landamærin til Sádi Arabíu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hernaðarbandalag Sádi-Araba og bandamanna þeirra sendi frá sér í gær.
08.03.2021 - 04:18
Gagnrýna niðurskurð á fjárhagsaðstoð til Jemen
„Sagan mun ekki fella fallegan dóm yfir Bretum ef við snúum baki við fólkinu í Jemen,“ segir meðal annars í bréfi sem sent var í nafni yfir 100 hjálparsamtaka til forsætisráðherra Bretlands. Ný gögn benda til að ríkisstjórn Bretlands ætli að skera fjárhagsaðstoð til Jemen um helming.
06.03.2021 - 11:38
Myndskeið
„Barnæska í Jemen er sérstök gerð helvítis“
Ekki náðist að safna nema tæpum helmingi þess fjár sem þörf er á á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Jemen í gær. Fjármagnið sem þjóðir heims hétu er minna í ár enn í fyrra. „Að draga úr aðstoð er dauðadómur,“ sagði yfirmaður mannúðarmála eftir ráðstefnuna.
02.03.2021 - 19:20
Bensínlítri hefur hækkað um nærri 11 krónur undanfarið
Bensínverð á Íslandi hefur hækkað um allt að 11 krónur síðustu vikur og dísilolía um 9 krónur lítrinn. Þetta kemur fram á vef FÍB. Skýringa er að leita á hráolíumarkaðinum en verð á Brent hráolíu var í upphafi vikunnar það hæsta sem sést hefur í meira en eitt ár.
17.02.2021 - 09:15
Erlent · Innlent · Neytendamál · Bensín · eldsneytisverð · FÍB · Jemen · Sádi Arabía · Íran · OPEC · Olíuverð · umferð
Hart barist nærri borginni Marib í Jemen
Sameinuðu þjóðirnar hafa áhyggjur af auknum bardögum í Marib-héraði í Jemen og sókn Hútífylkingarinnar að samnefndri borg.
17.02.2021 - 08:26
Myndskeið
Bráðavannæring blasir við helmingi barna undir 5 ára
Bráðavannæring blasir við helmingi allra barna yngri en fimm ára í Jemen. Þau telja um 2,3 milljónir. Fiskverð í landinu hefur hækkað um allt að 80 prósent síðastliðinn mánuðinn vegna stöðugra stríðsátaka.
14.02.2021 - 18:37
Bretar gerðu stóran vopnasölusamning við Sáda
Bresk stjórnvöld voru ekki lengi að taka við sér eftir að hergagnaviðskipti voru leyfð á ný til Sádi Arabíu í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi, frá júlí til september, seldu Bretar Sádum vopn að verðmæti um 1,4 milljarða punda, jafnvirði nærri 250 milljarða króna. Guardian greinir frá.
10.02.2021 - 04:23
Taka Húta í Jemen af hryðjuverkalista
Bandaríkjastjórn vinnur nú að því að ógilda ákvörðun fyrri stjórnar um að setja Húta, samtök sjía-múslíma í Jemen, á lista yfir hryðjuverkasamtök. Markmiðið er að freista þess að draga úr neyð almennings í Jemen, sem býr við mikinn skort á öllum helstu nauðsynjum.
06.02.2021 - 04:54
Leiðtogi al-Kaída á Arabíuskaga í haldi síðan í haust
Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída í Jemen og á Arabíuskaganum öllum hefur verið í fangelsi um margra mánaða skeið, samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem flutt var Öryggisráðinu í gær. Samkvæmt henni var Khalid Batarfi, sem tók við stjórnartaumunum í Al Kaída á Arabíuskaganum fyrir ári síðan, handtekinn í hernaðaraðgerð í bænum Ghayda í suðausturhluta Jemen í október síðastliðnum. Næstráðandi hans, Saad Atef al-Awlaqi, er sagður hafa fallið í sömu hernaðaraðgerð.
Bandaríkin hætta fjárveitingum til stjórnarhers Jemen
Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í kvöld róttækar breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Hann sagði að Bandaríkin myndu hætta fjárveitingum til stjórnarhersins í Jemen, sem er studdur af Sádí-Aröbum gegn uppreisnarsveitum Húta. Hann sagðist einnig myndu beita sér gegn vopnasölu þar í landi.
04.02.2021 - 21:44
Þrýst á Bandaríkin að taka húta af hryðjuverkalista
Mark Lowcock, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum krefst þess að Bandaríkin dragi til baka ákvörðun sína um að setja húta í Jemen á lista yfir hryðjuverkahópa. Hann óttast að ákvörðunin geti valdið hungursneyð af stærðargráðu sem hafi ekki sést í áratugi, auk þess sem erfiðara verði að koma nauðsynjavörum til landsins.
15.01.2021 - 06:42
Bandaríkjamenn skilgreina Húta nú sem hryðjuverkasamtök
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir síðdegis í gær að Hútar, samtök síja-múslíma, sem löngum hafa herjað á Jemen verði skilgreind sem hryðjuverkasamtök.
Viðbótarframlag til neyðaraðstoðar í Jemen
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna fær 40 milljón króna viðbótarframlag frá íslenska utanríkisráðuneytinu til neyðar- og matvælaaðstoðar í Jemen.
Á þriðja tug féllu í sprengjuárás í Jemen
Að minnsta kosti 26 létust og tugir særðust þegar sprengjum var varpað í dag á flugvöllinn í hafnarborginni Aden í Jemen. Skömmu fyrir árásina lenti þar flugvél sem kom frá Sádi Arabíu með ráðherra í nýrri ríkisstjórn landsins.
30.12.2020 - 13:34
Alvarlegasta hungursneyð í áratugi vofir yfir
Alvarlegasta hungursneyð í marga áratugi er yfirvofandi í Jemen verði ekkert að gert, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Hætta er á að milljónir landsmanna svelti til bana.
20.11.2020 - 17:59
Myndskeið
„Vitum ekki hvað það er skelfilegt að vera að svelta“
Vannæring barna í Jemen hefur aldrei verið alvarlegri. Hjálparsamtök hafa sent út áríðandi neyðarkall sem hópur íslenskra ungmenna hefur svarað. Sara Mansour, talskona hópsins, segir við vitum ekki hvað það er skelfilegt að vera að svelta.
29.10.2020 - 21:30
Æ fleiri börn búa við næringarskort í Jemen
Æ fleiri börn í Jemen búa við alvarlegan næringarskort. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Matvælaáætlunar samtakanna og Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar FAO.
27.10.2020 - 08:59
Fangaskipti samþykkt í Jemen
Stríðandi fylkingar í Jemen samþykktu fangaskipti í gær fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Alls fara yfir þúsund fangar á milli stjórnvalda og uppreisnarhreyfingar Húta. 
27.09.2020 - 01:48
Pompeo skautaði framhjá lögum um vopnasölu
Bandaríkjastjórn skautaði framhjá lögum sem krefjast þess að ákvörðun um vopnasölu til útlanda sé tilkynnt þinginu. Þá láðist utanríkisráðuneytinu að meta að fullu áhættuna á að almennir borgarar væru í hættu.
12.08.2020 - 04:55