Færslur: Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Aflýsa hættustigi vegna eldgoss og jarðhræringa
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að aflýsa hættustigi vegna eldgoss í Meradölum á Reykjanesskaga. Þá er jafnframt aflýst óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.
Fréttaskýring
Allt að þrjátíu metrar af bráð undir skorpunni
Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð í nótt en upptök hans voru skammt norðan við gíginn í Meradölum. Ekki hefur sést glóð í gígnum í rúmlega tvær vikur. Þrátt fyrir það hafa um þúsund farið á gossvæðið síðustu daga. Vísindamenn telja að það gæti tekið tvö til tíu ár fyrir hraunið að fullstorkna. Þar sem það er þykkast í kringum gíginn, kraumar enn allt að þrjátíu metra bráð. Eftir rúmlega viku af Meradalaeldgosinu kom kvikan af meira dýpi en fyrstu dagana, samkvæmt niðurstöðum Jarðvísindastofnunar.
Myndband
Hraunið enn hættulega heitt
Engin virkni hefur mælst í gígnum í Meradölum síðan sunnudagsmorguninn 21. ágúst. Hraunið þar er þó enn hættulega heitt eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni.
Gönguleiðin lagfærð alla leið að gosinu
Búið er að lagfæra gönguleiðina alla leið að gosstöðvunum og er hún orðin mun greiðfærari. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu Samhæfingarmiðstöðvar Almannavarna.
Ekki ósennilegt að gosrásin sé að stíflast
Ekki hefur verið virkni í gígnum í Meradölum síðan í gærmorgun. Ekki er ósennilegt að gosrásin sé að stíflast, að sögn hópstjóra náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Fluglitakóði hefur verið færður úr appelsínugulum yfir í gulan. Björgunarsveitarmaður segir færri leggja leið sína að gosstöðvunum.
Gosopið sennilega lokað
Veðurstofa Íslands er ekki tilbúin að lýsa yfir goslokum formlega en allur gosórói er dottinn niður. Óróinn datt alveg niður í Meradölum í nótt eftir að hafa verið á stöðugri niðurleið síðustu daga. Samhliða þessu virðist allur bjarmi hafa horfið úr gígnum í morgun segir í færslu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. Þar segir einnig að afgösun úr gígnum sé sýnilega mun minni en í gær og gosopið því sennilega lokað.
Sjónvarpsfrétt
Gosið aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal
Eldgosið í Meradölum er í andarslitrunum. Ekkert gýs úr stærri gígnum en kraumar aðeins í þeim minni. Það er hægt og rólega að lognast út af segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor. Gosið og það í fyrra eru þó bara formekkurinn af því sem koma skal.
„Þetta gos er í dauðateygjunum“
Eldgosið í Meradölum er í dauðateygjunum og allar mælingar benda til þess að því sé að ljúka. Undanfarna þrjá daga hefur dregið jafnt og þétt úr virkni þess og enginn kvikustrókavirkni er nú sjáanleg í gígnum þó gas streymi enn úr honum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.
Sjónvarpsfrétt
Gosið gæti dáið út fljótlega eða mallað mánuðum saman
Mjög hefur dregið úr eldgosinu í Meradölum undanfarna daga. Hraunflæðið er einungis tæplega þriðjungur af því sem það var í upphafi. Eldfjallafræðingur segir ómögulegt að segja hvernig það þróast, hvort það deyi út eða malli mánuðum saman.
18.08.2022 - 19:00
Sjónvarpsfrétt
Bíða af sér veður í Grindavík enda lokað á gosstöðvar
Lögregla stöðvaði í dag bíla ferðamanna sem hugðust ganga að eldgosinu á Reykjanesskaga enda var lokað vegna veðurs. Ferðamenn á svæðinu báru sig vel þrátt fyrir illviðri. Einn reyndi að hjóla til Grindavíkur en aðrir reistu tjöld þrátt fyrir mikinn vind. Lokað verður að gosstöðvunum til morguns.
„Á meðan aðstæður eru svona höldum við lokuðu“
Lokað er að gosstöðvunum í Meradölum í dag vegna veðurs. Kristín Sigurðardóttir fréttamaður talaði við Hjálmar Hallgrímsson lögreglumann og vettvangsstjóra í björgunarsveitarmiðstöðinni í Grindavík í hádegisfréttum útvarps.
„Hver ætlar að bjarga þér ef eitthvað gerist?“
Hraunkvika úr gosinu í Meradölum í fyrra er farin að kreistast út úr gamla hrauninu vegna þunga þess nýja. Þótt yfirborð sé storknað getur bráð leynst undir. Þetta skapar mikla hættu og stórvarasamt er að ganga á gömlu hraunbreiðunni.
16.08.2022 - 18:18
Hættan á skakkaföllum í Svartsengi kallar á viðbrögð
Raunveruleg hætta er á að orkuverið í Svartsengi verði fyrir skakkaföllum í því eldgosatímabili á Reykjanesskaga sem virðist hafið. Þetta kemur fram í samantekt viðbragðsteymis ráðuneytisstjóra, sem unnin var í júní. Talið er mikilvægt að greina orkuþörf á Suðurnesjum, bæði heitavatns og rafmagns, og undirbúa áreiðanlegar varaleiðir.
Lokað við gosstöðvarnar á morgun vegna „skítaveðurs“
Umferð fólks um gosstöðvarnar í Meradölum hefur gengið merkilega vel miðað við þann fjölda sem sækir á svæðið á hverjum degi. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Lokað verður að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs.
Gosið ekki hálfdrættingur á við sem var
Mjög hefur dregið úr eldgosinu. Hraunflæðið síðustu þrjá daga var um þriðjungur þess sem það var í fyrstu viku gossins. Tignarlegir gosbólstrar sjást greinilega í hægviðrinu á suðvesturhorninu. Meðal annars sést fjólublá lárétt slæða en það er hið eitraða brennisteinsdíóxíð.
Daglegt brauð að fólk bugist á göngunni að gosinu
Flytja þurfti sjö þreytta göngumenn af gosstöðvunum í gær og vísa þurfti nokkrum fjölskyldum frá gönguleið A, þar sem ung börn voru með í för. Eitt ökklabrot var skráð eftir gærdaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Myndskeið
Þurfa reglulega að stöðva fólk sem æðir út á nýtt hraun
Forsvarsmaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að reglulega þurfi að hafa afskipti af fólki sem ætli að æða út á nýtt hraun nærri eldgosinu í Meradölum. 
Viðtal
Stöðugt hraunflæði og unnið úr nýjum gögnum
Gosórói í Meradölum minnkaði um tíma í morgun, en tók sig svo upp að nýju. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir eldgosið í meginatriðum hafa verið svipað síðustu daga.
Sjónvarpsfrétt
Vegagerðin býr sig undir að hraun nái Suðurstrandarvegi
Vegagerðin fundaði með Almannavörnum í vikunni um framtíð Suðurstrandarvegar, vegna eldgossins í Meradölum. Forstjórinn segir það áhyggjuefni ef hraun stefnir að þjóðvegi.
Hafa ekki þurft að hafa afskipti af fólki með börn
Mikil umferð hefur verið að eldgosinu í Meradölum í góðu veðri í dag. Ekki hefur þurft að hafa afskipti af fólki með ung börn í dag eða gær og lögreglan hefur ekki beitt sektum við gosstöðvarnar.
Virknin áfram stöðug og lítil breyting
Lítil breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum frá því í gær og virknin er stöðug. Hraun rennur áfram til norðurs en ekki í átt að Suðurstrandavegi að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Rólyndis veður verður við gosstöðvarnar í dag. Gasmengun berst til austurs í dag og gæti orðið vart í Ölfusi.
Opið að gosstöðvunum á ný
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur gönguleiðir að gosstöðvunum í Meradölum klukkan tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.
Undirbúa það að eldgosið standi yfir í langan tíma
Mikilvægt er að undirbúa sig undir að eldgosið á Reykjanesskaga standi yfir í nokkuð langan tíma.
Börn undir 12 ára aldri mega ekki ganga að gosinu
Börnum undir tólf ára aldri verður meinaður aðgangur að gosstöðvunum í Meradölum vegna aðstæðna. Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar komu saman til fundar í morgun þar sem þessi ákvörðun var tekin.
09.08.2022 - 10:01
Leitaraðgerðum björgunarsveita lokið
Björgunarsveitir hafa lokið leit á gönguleiðinni að gosstöðvunum. Aðgerðum björgunarsveitarinnar lauk á tíunda tímanum og var nokkrum ferðalöngum hjálpað niður að bílastæðinu við Suðurstarandarveg. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarsveitir myndu leita af sér grun til að tryggja að enginn yrði eftir á svæðinu þar sem aðstæður voru orðnar mjög slæmar.