Færslur: Jarðhræringar á Reykjanesskaga
Bergfylla hrundi úr bjarginu í skjálftanum
Stór bergfylla hrundi í sjó fram á allt að tíu metra kafla úr Krýsuvíkurbergi í jarðskjálftanum 20. október. Sprungur og önnur ummerki sjást þar og víðar á Reykjanesskaga.
02.11.2020 - 20:10
Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, en þar varð skjálfti upp á 5,6 á þriðjudaginn. Frá miðnætti hafa mælst þar 38 jarðskjálftar. Þar af var einn yfir tveir að stærð, hann varð um klukkan hálf tvö síðustu nótt og mældist 2,2.
25.10.2020 - 18:08
Búist við að skjálftinn hafi valdið tugmilljóna tjóni
Náttúruhamfaratryggingu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar vegna tjóna vegna jarðskjálfta upp á 5,6 sem varð á Reykjanesi í gær og gerir ráð fyrir tugmilljóna tjóni vegna hans. Um 1.700 eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan skjálftinn varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær, þar af 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð.
21.10.2020 - 12:32
Meiri virkni eftir því sem austar dregur
Hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær. Þrír skjálftar stærri en þrír hafa mælst á svæðinu í morgun. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun að jarðskjálftar og smávægilegar kvikuhreyfingar væru í gangi allt frá Reykjanestá til Krýsuvíkur og eftir því sem austar dragi sé virknin meiri.
21.10.2020 - 10:49
Mikil skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Yfir 900 jarðskjálftar, þar af hátt í 140 jarðskjálftar yfir 2 að stærð og mörg hundruð minni skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því að jarðskjálfti upp á 5,6 varð þar rétt fyrir klukkan tvö í gær. Flestir eiga þeir upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli og á Núpsstaðahálsi, rétt eins og stóri skjálftinn í gær.
21.10.2020 - 07:04
Um 38.000 fóru inn á vef Veðurstofunnar á einni mínútu
Óhætt er að segja að það mæðir mikið á almannavörnum þessa dagana en samhæfingarmiðstöð var virkjuð eftir jarðskjálftann í dag. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir fyrstu viðbrögð hafa verið að meta áhrif jarðskjálftans og hvort þau kalli á einhver sérstök verkefni.
20.10.2020 - 19:51
Skjálftar á bilinu 6 til 6,5 líklegir á Reykjanesskaga
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga þurfa að búa sig undir jarðskjálfta af stærðinni 6 til 6,5 í náinni framtíð. Það sama á við um Húsvík og nágrenni. Þetta er mat Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
29.09.2020 - 15:51
Fleiri skjálftar urðu í gærkvöld
Tveir skjálftar af stærð 3,6 og 3,0 urðu upp úr klukkan sjö í gærkvöld. Skjálftarnir urðu skammt vestan við Kleifarvatn.
30.08.2020 - 07:59
Áframhaldandi skjálftavirkni
Áframhaldandi skjálftavirkni er á Tjörnesbrotabeltinu og Reykjanesi og mældust nokkrir smáir skjálftar í nótt.
04.08.2020 - 08:07
Sumir gátu ekki sofið - aðrir veltu sér á hina hliðina
Það reyndist mörgum íbúum Grindavíkur erfitt að festa svefn í nótt eftir snarpa skjálftann þar í gærkvöld. Sumir hugleiddu að flýja út í bíl - aðrir veltu sér á hina hliðina og lúrðu áfram.
20.07.2020 - 18:59
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund í dag
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund seinna í dag til að ræða skjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Búast má við að jarðhræringar haldi áfram, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, sérfræðings á Veðurstofu Íslands.
20.07.2020 - 14:32
Grindvíkingar vanir hristingi en hafa nú varann á sér
Frá því að jörð tók að skjálfa við Grindavík fyrr á árinu hafa íbúar varann á sér. Það segir Kristín María Birgisdóttir, kynningar og markaðsfulltrúi, sem búsett er í bænum í samtali við fréttastofu.
20.07.2020 - 06:27
Tveir snarpir skjálftar við Grindavík
Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 4,1 riðu yfir með skömmu millibili laust fyrir klukkan sex í morgun.
18.07.2020 - 06:51
350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
25.06.2020 - 09:45
Almannavarnir funda vegna aukinnar jarðskjálftavirkni
Um 700 jarðskjálftar hafa verið staðsettir í nágrenni Grindavíkur síðan vísbendingar bárust í síðustu viku um að land sé farið að rísa á ný á svæðinu. Vísindaráð Almannavarna kemur saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna.
06.06.2020 - 08:28
Rúmlega 300 skjálftar í grennd við Grindavík
Jarðskjálftavirkni í grennd við Grindavík hefur aukist um helgina. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,7 á fjórða tímanum í gær. Veðurstofunni bárust tilkynningar um skjálfta sem fannst í Grindavík í nótt og mældist 2,5 að stærð. Síðustu vikur hafði heldur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku.
31.05.2020 - 15:43
Land virðist farið að rísa við Þorbjörn á ný
Vísbendingar eru um að landris sé hafið að nýju við fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Það gerist þó hægt og þörf er á meiri gögnum til þess að fullyrða frekar um stöðuna.
29.05.2020 - 17:03
Segir skjálftavirkni geta tekið sig upp að nýju
Mikið hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi undanfarnar vikur. Virkni þar er þó enn meiri en svo að hún flokkist sem venjulegt ástand og er Veðurstofan með aukna vakt á svæðinu.
26.05.2020 - 18:00
Kvikuinnflæði undir Þorbjörn lokið í bili
Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni við Þorbjörn og landris mælist ekki lengur. Þetta bendir til þess að kvikuinnflæði á svæðinu sé lokið í bili.
04.05.2020 - 17:26
Breyttu eldgosaviðbragðsáætlun vegna COVID-19
Almannavarnir hafa breytt rýmingaráætlun fyrir Grindavík komi til eldgoss. Í ljósi kórónuveirufaraldursins þótti ekki rétt að gera ráð fyrir því að safna öllum þeim á einn stað sem þurfa aðstoð við að yfirgefa bæinn, fari svo að það fari að gjósa.
12.04.2020 - 07:10
Kemur á óvart að niðurdæling valdi skjálftum
Forstjóri HS Orku segir það koma sér á óvart að nýleg skjálftavirkni á Reykjanesskaganum sé að hluta til tengd við dælingu á jarðhitavökva hjá fyrirtækinu. Vökvanum hafi verið dælt niður á sama hátt í um tuttugu ár. Vísindamenn hafa komið auga á annað kvikuinnskot á Reykjanesskaga, mun vestar en það við Þorbjörn.
02.04.2020 - 19:51
Niðurdæling veldur skjálftum á Reykjanesskaga
Niðurdæling HS Orku veldur jarðskjálftum við borholur fyrirtækisins í Svartsengi. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að niðurdælingin valdi aðeins jarðskjálftum þar sem vatninu er dælt niður og ekki sé unnt að rekja alla skjálfta á því svæði til niðurdælingar. Breytt spenna í jarðskorpunni verði til þess að niðurdælingin, sem staðið hefur yfir árum sama, sé núna að leiða af sér jarðskjálftavirkni.
02.04.2020 - 12:07
Mesta skjálftavirkni sem mælst hefur á Reykjanesi
Frá upphafi árs hafa mælst rúmlega sex þúsund skjálftar á Reykjanesskaganum. Þetta er mesta jarðskjálftavirkni sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá upphafi stafrænna mælinga árið 1991.
01.04.2020 - 11:15
Á fjórða hundrað skjálftar mældust í gær
Mikil jarðskjálftavirkni var á Reykjaneshrygg og í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík í gær. Alls mældust á fjórða hundrað skjálftar á svæðunum tveimur.
29.03.2020 - 11:57
Tveir snarpir skjálftar með skömmu millibili
Tveir jarðskjálftar urðu rétt austan við fjallið Þorbjörn skömmu fyrir klukkan tólf. Skjálftarnir voru 2,8 og 3,0 að stærð og voru um 15 sekúndur á milli þeirra.
28.03.2020 - 13:21