Færslur: Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Lýsa ekki yfir goslokum fyrr en eftir 3ja mánaða hlé
Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða goshlé. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur.
Morgunútvarpið
„Eitthvað sem þjóðfélagið í heild þarf að meta“
Hörn Hrafnsdóttir, vatnsauðlindaverkfræðingur hjá Verkís, segir að tilraunir sem hafi verið gerðar með ljósleiðara í eldgosinu við Fagradalsfjall hafi veitt mikilvægar upplýsingar sem nýtist til framtíðar. Mörgum spurningum sé þó ósvarað.
Ekki tímabært að lýsa yfir formlegum goslokum
Margt bendir til þess að eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Eldvirkni hefur legið niðri í fjórar vikur. Lengri tími þarf þó að líða þar til formlegum goslokum verður lýst yfir. Skjálftahrinu við Keili virðist lokið þó að þensla mælist á miklu dýpi.
Aðeins þrjú gos vörðu lengur frá upphafi 20. aldar
Frá upphafi 20. aldar hafa aðeins þrjú gos varað lengur en eldgosið í Geldingadölum, Heklugosið 1947-48, Surtseyjargosið 1963-67 og Kröflueldar 1975-84. Gosið er ekki jafnhátt á lista yfir rúmmál gosefna í eldgosum, aðeins hraun flæðigosanna úr Öskju 1961, Heklu 1981 og Fimmvörðuhálsi 2010 eru minni og aflið er heldur ekki mikið í samaburði við önnur gos. Um þetta fjallar Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands, í nýrri færslu á Vísindavefnum.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 nærri Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist nærri Keili á Reykjanesskaga á tíunda tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði. Um vika er síðan síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga.
Þúsund skjálftar á einum sólarhring
Rúmlega þúsund jarðskjálftar hafa mælst við Keili undanfarinn sólarhring, sá stærsti af stærðinni 3,5 í hádeginu í gær. Síðdegis í gær mældist svo skjálfti upp á 3,4. Skömmu eftir klukkan tvö í nótt mældist skjálfti af stærðinni 3 suðsuðvestur af Keili. Klukkan 07:17 varð skjálfti 3,3 að stærð, 1,3 kílómetra suðsuðvestur af Keili.
Ellefti skjálftinn yfir þremur að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,4 að stærð, reið yfir rétt fyrir klukkan fimm í dag. Upptök hans voru 1,1 kílómetra SSV af Keili, á svipuðum slóðum og skjálfti 3,5 að stærð reið yfir um hádegi í dag.
Tíundi skjálftinn yfir þremur að stærð við Keili
Jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð nærri Keili um klukkan átján mínútur yfir tólf í dag. Þetta er tíundi skjálftinn sem er þrír að stærð eða stærri, sem mælist á svæðinu síðan hrinan hófst fyrir nærri viku síðan. Sá stærsti, 4,2 að stærð, varð í gær.
Enn óvíst hvort skjálftahrinan tengist goshléi
Enn er stöðug jarðskjálftavirkni við Keili en stærsti skjálfti næturinnar mældist þrír, og varð um klukkan fimm í morgun. Þúsundir skjálfta hafa mælst frá því hrinan hófst í byrjun vikunnar, stærsti skjálftinn mældist 3,8 skömmu fyrir hádegi í gær. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort kvika sé að leita í átt að Keili, vegna goshlés í Geldingadölum.
Fólk varað við því að vera á ferðinni við Keili
Ef til eldgoss kæmi sunnan við Keili, þar sem skjálftavirkni hefur verið nokkur undanfarna daga, þá tæki það gosið að minnsta kosti tvær vikur að ógna innviðum miðað við tífalt hraunrennsli við Fagradalsfjall. Vísindaráð vara fólk við því að vera á ferðinni í grennd við Keili.
Viðtal
Skjálftahrinan tengist frekar kviku en flekahreyfingum
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði við Háskóla Íslands, telur líklegast að skjálftahrinan sem nú ríður yfir skammt sunnan við Keili, tengist flæði í aðfærsluæð sem færir kviku upp í eldgosið við Fagradalsfjall.
Enn skelfur jörð - skjálfti fannst vel í höfuðborginni
Jörð heldur áfram að skjálfa við Keili. Um tíu mínútur yfir tíu varð skjálfti sem var 3,2 að stærð og var 0,7 km Suðsuðvestur af Keili. Fyrr í dag kl 13:54 mældist skjálfti 3,5 að stærð og í nótt kl. 01:52 mældist skjálfti 3,7 að stærð. Alls hafa 6 skjálftar af stærð 3,0 og stærri mælst síðan hrina hófst SV af Keili þann 27. september.
30.09.2021 - 22:13
Snarpur skjálfti við Keili - nýtt skeið hafið
Enn er mikil skjálftavirkni suðvestan við Keili. Snarpur jarðskjálfti varð rétt fyrir klukkan tvö en hann fannst vel víða á suðvesturhorninu. Hann mældist 3,5 en stærsti skjálfti hrinunnar varð í nótt, 3,7. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að það geti þýtt að gos sé að koma upp á nýjum stað, en líka gæti verið að þetta táknaði lok gossins. Hann segir að nýr þáttur sé hafinn í sögunni á Reykjanesskaga. Vísindaráð Almannavarna fundar nú um stöðuna.
Skjálftavirkni eykst á Reykjanesi og Vísindaráð fundar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 fannst á höfuðborgarsvæðinu og upp í Borgarnes rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Uppruni skjálftans er milli Keilis og Litla Hrúts á Reykjanesi. Skjálftavirkni eykst á svæðinu en engin merki eru um óróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman síðdegis í dag þar sem farið verður yfir stöðuna á Reykjanesi og við Öskju.
Spegillinn
Tímabil aðgæslu að fara í hönd við Keili og Öskju
Aukinn kraftur er kominn í jarðskjálftahrinu við Keili. Um 400 skjálftar hafa mælst frá miðnætti, þar af 3 skjálftar yfir þremur að stærð. Þeir eru flestir á svipuðum slóðum, um kílómetra suðvestur af Keili og á fimm til sjö kílómetra dýpi. Búist er við nýjum gervitunglamyndum í kvöld eða á morgun sem varpa frekara ljósi á skjálftahrinuna.
29.09.2021 - 18:44
Viðtal
Ekki útilokað að kvika sé á hreyfingu við Keili
Hálfu ári eftir að jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga linnti með því að eldur braust upp við Fagradalsfjall og þegar hálfur mánuður er síðan síðast sást gjósa, er ný skjálftahrina hafin.  
Flekahreyfingar eða kvika á ferðinni við Keili
Yfir fjörutíu skjálftar hafa mælst í um 1 til 1,5 kílómetra fjarlægð frá Keili síðan á miðnætti. Í gær var greint frá því að yfir hundrað skjálftar hefðu mælst á sólarhring. Hrinan hófst á mánudag. Stærsti skjálftinn var 3,0 að stærð rétt fyrir klukkan tvö í nótt.
Hundrað skjálftar suður af Keili síðasta sólarhringinn
Um hundrað skjálftar hafa mælst um það bil 1-1,5 km suður af Keili á síðasta sólarhringnum. Skjálftahrinan hófst í gær en kraftur færðist í hana undir morgun. Tveir stærstu skjálftarnir hafa mælst 2,5, annar í gærkvöldi og hinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun.
28.09.2021 - 11:23
Hraunpollar byggjast upp í Geldingadölum
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor spáir því að virkni á gosstöðvunum næstu vikur verði mest í Geldingadölum. Þar byggjast nú upp hraunpollar. Því sunnar sem hraunpollarnir eru í Geldingadölum, segir Þorvaldur, þeim mun meiri líkur séu á að hraun flæði út úr Nátthaga. Nátthagi er mjög nálægt Suðurstrandarvegi. Dregið hefur úr óróa. Þorvaldur segir gosið hafa alla tilburði til að vera í gangi í einhver ár.
Gosið hefur við Fagradalsfjall í hálft ár
Í dag hefur gosið í Fagradalsfjalli í hálft ár. Þar er lítil virkni þessa stundina eftir líflega viku.
Myndskeið
Gekk upp á gígbarminn í Geldingadölum
Göngumaður sást ganga upp á gígbarminn á eldgosinu í Geldingadölum. Ekki þarf að fjölyrða um að það er stórhættulegt. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo ferðalanga inn á gossvæðið í dag.
15.09.2021 - 16:21
Hraunbelgir verða til og springa í Geldingadölum
Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að gera megi ráð fyrir að atburðarás eins og varð í gosinu í Geldingadölum í morgun margendurtaki sig. Eðli þessa goss sé af því tagi. Meðan hallinn liggi í Nátthaga muni hraunið renna þangað. Gosstöðvarnar voru rýmdar í morgun vegna aukinnar hættu.
Lögregla hafði afskipti af fólki á gosstöðvunum
Ekki tóku allir jafn vel í tilmæli björgunarsveita þegar fólki var vísað frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga fyrr í dag. Lögregla hafði afskipti af einstaklingum sem sinntu ekki tilmælum björgunarsveita.
Myndskeið
Rýming við gosstöðvar vegna aukins hraunflæðis
Lokað var fyrir umferð að gosstöðvunum vegna hraunflæðis fyrir hádegi. Var það gert af öryggisástæðum, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Um klukkan eitt var opnað að hluta á ný.
Púlsavirkni í gosinu álíka og var í vor
Kvika hefur verið áberandi bæði í hrauninu við Fagradalsfjall í dag og i stóra gígnum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að um klukkan 15:45 hafi aftur byrjað púlsavirkni eins og sást síðast í apríl og maí. Salóme segir erfitt að greina þýðingu þessara breytinga; þarna séu að eiga sér stað einhvers konar fasaskipti og spurning hversu lengi þau standa.