Færslur: Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Landris nemur fjórum sentimetrum í kringum Svartsengi
Fjögurra sentimetra landris mælist í kringum Svartsengi.
Jarðskjálfti 3 að stærð við Svartsengi
Jarðskjálfti þrír að stærð mældist klukkan rúmlega hálf tólf í morgun tæpa fimm kílómetra norð-norðaustur af Grindavík. Þetta er stærsti skjálftinn sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá miðnætti.
Sjónvarpsfrétt
Jarðskjálftar í þúsundavís á Reykjanesskaga
Vísindaráð segir ennþá hættu á jarðskjálfta upp á sex komma fimm sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Sjónum er nú þó einkum beint að Grindavík og Svartsengi þar sem landris, kvikuinnskot og þúsindir jarðskjálfta valda ugg. Forstöðumaður hjá HS Orku í Svartsengi segir starfsfólk ekki sérlega áhyggjufullt núna enda áætlanir til reiðu. 
Kvikugangur að myndast við Þorbjörn
Aukin kvikusöfnun hefur verið skammt norðvestan Þorbjarnar og þar mælist nú töluvert meiri þensla en um mánaðamót. Samkvæmt GPS mælingum og gervihnattamyndum er kvikusöfnunin mjög áþekk því sem var í hitteðfyrra og veldur hún umtalsverðri jarðskjálftavirkni.
18.05.2022 - 18:08
Íbúafundur í Grindavík annað kvöld um umbrotin
Boðað hefur verið til íbúafundar annað kvöld um jarðhræringarnar kringum bæinn. Ekkert lát er á þeim. Vísindráð Almannavarna fundaði í gær um ástandið á Reykjanesskaga.
Spegillinn
Fylgjast vel með öllum mælitækjum
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir óvissustigi um helgina vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Þar hafa orðið 16 skjálftar yfir þremur að stærð síðustu tvo sólarhringa, þar af tveir yfir fjórum. Skjálfti 4,8 að stærð varð svo við Þrengslin á laugardag. Hvers má vænta á næstunni? Halldór Geirsson er jarðeðlisfræðingur og dósent við Háskóla Íslands.
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftahrinu
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Almannavarnir funduðu vegna stöðunnar í kvöld. Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp á Reykjanesskaga í morgun. Sex skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst, en í heild eru þeir orðnir 580 talsins á svæðinu það sem af er degi. Sá stærsti, 4,3, varð um klukkan tuttugu mínútur í sex síðdegis og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil spenna og skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Um 1800 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðustu viku. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni sagði á ráðstefnu norrænna jarðfræðinga að það ætti ekki að koma á óvart að eldgos verði á skaganum á næstu árum.
5400 skjálftar á Reykjanesskaga
Nokkuð stöðug skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu viku. Virkni er við Þorbjörn, austan Sýlingarfells sem er norðan Grindavíkur, við Kleifarvatn og við Sandfellshæð sem er mitt á milli Reykjanestáar og Bláa lónsins. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að ekkert bendi þó til þess að kvika sé að fara að leita upp á yfirborðið. Það sem af er ári hafa verið 5400 skjálftar á Reykjanesskaga.
Um 180 skjálftar mælst við Grindavík
Jarðskjálftahrina hófst við Sýlingafell, nærri Grindavík, eftir hádegið í gær. Stærsti skjálftinn varð 3,3 að stærð en alls hafa um 180 jarðskjálftar mælst á tæpum sólarhring í tengslum við hrinuna.
Eitthvað sem ekki hefur verið gert með sama hætti áður
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eldgosið við Fagradalsfjall hafi verið mjög lærdómsríkt fyrir vísindamenn, en í gær var eitt ár liðið frá því að gos hófst. Hægt hafi verið að framkvæma nýjar og betri mælingar en áður hefur verið mögulegt.
Myndskeið
Ár frá því að eldgos hófst í Geldingadölum
Dagurinn í dag markar eitt ár síðan eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall. 
Aflétta óvissustigi við Fagradalsfjall
Ríkislögreglustjóri hefur aflétt óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember. Alls mældust tólf skjálftar yfir fjórum að stærð og níutíu skjálftar yfir þremur þær rúmlega tvær vikur sem hrinan stóð.
08.01.2022 - 11:23
Jarðskjálftahrinunni lokið og fluglitakóða breytt
Jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember er nú lokið, er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Fluglitakóði hefur verið lækkaður úr appelsínugulum í gulan og teljast litlar líkur á gosi að svo stöddu. Veðurstofan fylgist áfram náið með svæðinu og óvissustig Almannavarna er enn í gildi.
Lítil kvikuhreyfing síðustu vikuna á Reykjanesskaga
Samkvæmt GPS mælingum á jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesskaga hafa nánast engar færslur mælst síðustu vikuna. Það þýðir að kvika hefur ekki verið á mikilli hreyfingu yfir þann tíma. Gervitunglagögn sem áttu að berast í dag koma ekki á borð Veðurstofunnar fyrr en síðar í vikunni.
Skjálfti 3,7 að stærð fannst víða suðvestanlands
Jarðskjálfti, 3,7 að stærð, varð um tveimur kílómetrum austur af Kleifarvatni klukkan 10.22. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu og víðar suðvestanlands.
Sérfræðingar með gosstöðvarnar í gjörgæslu
Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga undanfarinn sólarhring. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar í nágrenni við Fagradalsfjall, mun færri en á sama tíma í gær. Sem fyrr eru upptök þeirra flestra vestan við Kleifarvatn, norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að gos geti jafnvel hafist á næstu dögum.
Kastljós
Kvika á 2 kílómetra dýpi - svipað mynstur og síðast
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir ekki vitað nákvæmlega hversu nálægt kvikan er komin yfirborðinu en miðað við nýjustu líkön sé mesta þenslan á tveggja kílómetra dýpi og það megi alveg búast við því að hún færist nær yfirborðinu á næstunni. Þau hafi verið farin að sjá merki um kviku á tveggja kílómetra dýpi þremur vikum fyrir gosið í mars.
Viðvarandi skjálftavirkni og óróahviða síðdegis
Ríflega tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá miðnætti, en enginn stór skjálfti mælst síðan í morgun. Kvika er farin að ryðja sér til rúms við Geldingadali, en Veðurstofan nam óróapúls þar fyrir hádegi í dag.
Í BEINNI
Vefmyndavél frá Geldingadölum
Jarðskjálftahrina hófst á ný við Geldingadali á Reykjanesskaga 21. desember, á svipuðum slóðum og eldgos braust út í mars. Merki eru um kvikuhreyfingu á svæðinu á ný.
Gýs líklega aftur á svipuðum slóðum komi til goss
Heldur hefur dregið úr hræringum á Reykjanesi síðan á miðvikudag, en áfram þrýstist kvika inn í gosrásina við Fagradalsfjall. Flest bendir enn til þess að því ljúki með jarðeldi. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að komi til goss þá muni að öllum líkindum gjósa á svipuðum slóðum og í vor.
Hátt í 8000 skjálftar frá því á þriðjudag
Hátt í átta þúsund skjálftar hafa orðið á skjálftasvæðinu á Reykjanesskaga frá því að skjálftahrinan hófst síðdegis á þriðjudag, 21.desember, þar af um þúsund frá því á miðnætti. Sá stærsti varð rétt eftir klukkan tvö í nótt og mældist 3,4. Skjálftahrinan er því enn í fullum gangi og fylgist Veðurstofan grannt með sem fyrr, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofunni.
Aflögun við Fagradalsfjall eins og fyrir gos
Enn er mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og nýjar GPS mælingar Veðurstofunnar staðfesta að þessi hrina sé mjög lík þeirri sem stóð í nokkra daga áður en eldgos hófst við Fagradalsfjall í mars.
23.12.2021 - 18:32
Kvika gæti komist upp á yfirborð með skömmum fyrirvara
Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst á ný klukkan hálf ellefu í gærkvöld með hviðu af aukinni skjálftavirkni sem hefur verið túlkuð sem kvikuhlaup. Nokkuð hafði dregið úr virkninni síðdegis í gær. Í kringum fimm þúsund skjálftar hafa mælst síðan jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall hófst síðdegis á þriðjudaginn. Veðurstofan útilokar ekki að kvika geti komist upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara.
23.12.2021 - 10:38