Færslur: Jarðhræringar á Reykjanesskaga

350 skjálftar frá miðnætti og Grímsvötn enn í gjörgæslu
Um 350 skjálftar hafa mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti. Stærsti skjálftinn var 3,2 og varð hann 30 kílómetra norðaustur af Siglufirði, á Tjörnesbrotabeltinu. Þar er virknin nú mest. Heldur hefur dregið úr virkni í Grímsvötnum en enn er fylgst grannt með þeim.
Almannavarnir funda vegna aukinnar jarðskjálftavirkni
Um 700 jarðskjálftar hafa verið staðsettir í nágrenni Grindavíkur síðan vísbendingar bárust í síðustu viku um að land sé farið að rísa á ný á svæðinu. Vísindaráð Almannavarna kemur saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna.
Rúmlega 300 skjálftar í grennd við Grindavík
Jarðskjálftavirkni í grennd við Grindavík hefur aukist um helgina. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst, sá stærsti 2,7 á fjórða tímanum í gær. Veðurstofunni bárust tilkynningar um skjálfta sem fannst í Grindavík í nótt og mældist 2,5 að stærð. Síðustu vikur hafði heldur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síðustu viku.
Land virðist farið að rísa við Þorbjörn á ný
Vísbendingar eru um að landris sé hafið að nýju við fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Það gerist þó hægt og þörf er á meiri gögnum til þess að fullyrða frekar um stöðuna.
Segir skjálftavirkni geta tekið sig upp að nýju
Mikið hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi undanfarnar vikur. Virkni þar er þó enn meiri en svo að hún flokkist sem venjulegt ástand og er Veðurstofan með aukna vakt á svæðinu.
26.05.2020 - 18:00
Kvikuinnflæði undir Þorbjörn lokið í bili
Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni við Þorbjörn og landris mælist ekki lengur. Þetta bendir til þess að kvikuinnflæði á svæðinu sé lokið í bili.
Breyttu eldgosaviðbragðsáætlun vegna COVID-19
Almannavarnir hafa breytt rýmingaráætlun fyrir Grindavík komi til eldgoss. Í ljósi kórónuveirufaraldursins þótti ekki rétt að gera ráð fyrir því að safna öllum þeim á einn stað sem þurfa aðstoð við að yfirgefa bæinn, fari svo að það fari að gjósa.
Myndskeið
Kemur á óvart að niðurdæling valdi skjálftum
Forstjóri HS Orku segir það koma sér á óvart að nýleg skjálftavirkni á Reykjanesskaganum sé að hluta til tengd við dælingu á jarðhitavökva hjá fyrirtækinu. Vökvanum hafi verið dælt niður á sama hátt í um tuttugu ár. Vísindamenn hafa komið auga á annað kvikuinnskot á Reykjanesskaga, mun vestar en það við Þorbjörn. 
Niðurdæling veldur skjálftum á Reykjanesskaga
Niðurdæling HS Orku veldur jarðskjálftum við borholur fyrirtækisins í Svartsengi. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að niðurdælingin valdi aðeins jarðskjálftum þar sem vatninu er dælt niður og ekki sé unnt að rekja alla skjálfta á því svæði til niðurdælingar. Breytt spenna í jarðskorpunni verði til þess að niðurdælingin, sem staðið hefur yfir árum sama, sé núna að leiða af sér jarðskjálftavirkni.
Mesta skjálftavirkni sem mælst hefur á Reykjanesi
Frá upphafi árs hafa mælst rúmlega sex þúsund skjálftar á Reykjanesskaganum. Þetta er mesta jarðskjálftavirkni sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá upphafi stafrænna mælinga árið 1991.
Á fjórða hundrað skjálftar mældust í gær
Mikil jarðskjálftavirkni var á Reykjaneshrygg og í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík í gær. Alls mældust á fjórða hundrað skjálftar á svæðunum tveimur.
29.03.2020 - 11:57
Tveir snarpir skjálftar með skömmu millibili
Tveir jarðskjálftar urðu rétt austan við fjallið Þorbjörn skömmu fyrir klukkan tólf. Skjálftarnir voru 2,8 og 3,0 að stærð og voru um 15 sekúndur á milli þeirra.
28.03.2020 - 13:21
Skjálftahrina nærri Grindavík
Fjöldi jarðskjálfta hefur mælst nærri Grindavík í dag. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að skjálftahrina sé núna á svæðinu, og að vísindamenn séu að reyna að átta sig á því hvað sé þarna að gerast.
Jörð skalf í Grindavík
Jarðskjálfti að stærð 3,3 reið yfir rúma þrjá kílómetra norðvestur af Grindavík rétt fyrir klukkan fimm í dag. Skjálftinn fannst víða í byggð, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst og hafa íbúar í Grindavík fundið fyrir mörgum þeirra.
Landris hafið að nýju en engin merki um gosóróa
Landris er hafið að nýju við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Landrisið nú er hægara en það sem mældist í lok janúar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Líklegast er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju á sama stað, en engin merki eru um gosóróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman í næstu viku vegna málsins.
Myndskeið
Kvíði og sprungnir veggir í Grindavík
Mörgum Grindvíkingum var brugðið eftir snarpan jarðskjálfta skammt frá bænum í morgun. Skjálftinn fannst greinilega um allt suðvesturhornið, en olli litlu eignatjóni.
Enn mælast eftirskjálftar við Grindavík
Fjöl margir eftirskjálftar hafa mælst við Grindavík í allan dag eftir að skálfti, 5,2 að stærð, reið þar yfir um klukkan hálf ellefu í morgun. Um klukkan 18:40 mældust tveir eftirskjálftar, annar þeirra var 3,4 að stærð og hinn 3,3, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Grindvíkingar hafa fundið fyrir eftirskjálftunum.
Viðtal
Ekki talin hætta á eldgosi
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, segir að skjálfti 5,2 að stærð sem varð skammt frá Grindavík í morgun hafi komið starfsfólki Veðurstofunnar á óvart, Síðustu daga hafi frekar dregið úr virkni á Reykjanessvæðinu.
Viðtal
Áberandi stærri skjálfti en fundist hefur síðustu vikur
„Okkur var farið að líða betur með stöðuna svo það er slæmt að þetta skyldi koma núna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, um stóran skjálfta 5,2 að stærð sem mældist nærri Grindavík rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun.
12.03.2020 - 11:15
Skjálfti við Kleifarvatn fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti, 3,2 að stærð, varð við Kleifarvatn á Reykjanesskaga klukkan 16.17 í dag. Tilkynningar hafa borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.
03.03.2020 - 17:31
Um 600 skjálftar mælst við Reykjanestá
Dregið hefur úr skjálftahrinunni við Reykjanestá en enn mælast jarðskjálftar á svæðinu. Um 600 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að virknin hófst 15. febrúar.
Vísbending að land sé farið að síga á ný við Grindavík
Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni síðustu daga við fjallið Þorbjörn í grennd við Grindavík. Ekkert landris mælist lengur og líklegasta skýringin er sú að kvikuinnflæði sé lokið í bili. 
Viðtal
Lífshættuleg breyting milli vikna en enginn gosórói
Eins og fréttastofa greindi frá fyrr í dag hefur Veðurstofa Íslands varað við hellaskoðun í Eldvörpum á Reykjanesskaga eftir að gasmælingar sem gerðar voru á svæðinu í gær benda til þess að slíkt sé lífshættulegt. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að í mælingum í síðustu viku hafi ekkert bent til slíks.
Vara við hellaskoðun vegna lífshættulegra aðstæðna
Veðurstofa Íslands varar við hellaskoðun í Eldvörpum á Reykjanesskaga eftir að gasmælingar voru gerðar þar í gær. Slíkar mælingar eru nú gerðar vikulega í tengslum við eftirlit með landrisi við fjallið Þorbjörn í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hófst í lok janúar.
Skjálftavirkni eykst á ný og mælingar efldar
Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík og er yfir meðallagi. Virknin er þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar, en helst hefur orðið vart við smáskjálfta að undanförnu.