Færslur: Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Fjöldi fólks skoðaði kraumandi eldgosið í nótt
Gott veður og hlýtt var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, 17-18 stiga hiti og margir notuðu tækifærið til að skoða sjónarspilið.
Virknin lítið breyst frá því fyrir helgi
Lítil breyting hefur orðið á virkninni í eldgosinu við Fagradalsfjall frá því á föstudag en þá var greint frá því að dregið hefði talsvert úr gosinu. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að virknin sé lotubundin en óróinn aukist og minnki til skiptis í tíu til tólf tíma lotum.
Dregur úr kvikumagninu segir Magnús Tumi - enginn órói
Enginn gosórói hefur mælst í eldgosinu á Reykjanesskaga síðan í gærmorgun. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir að nú verði að bíða og sjá með framhaldið. Hann áætlar að hraunrennslið síðan á laugardag hafi numið 10 rúmmetrum á sekúndu. Hins vegar hafi dregið úr hraunkviku sem upp komi í júlí miðað við maí og júní. 
Enn þá hið fínasta túristagos
Bjarminn frá gosstöðvunum sást vel frá höfuðborgarsvæðinu í nótt og er það til marks um að enn sé góður gangur í gosinu, þrátt fyrir goshlé sem varði í nokkra daga í síðustu viku.
Sveiflur í gosvirkni en stöðugt hraunflæði úr gígnum
Verulega hefur dregið úr gosvirkni í eldgosinu á Reykjanesskaga á undanförnum dögum. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að virknin nú sé mun minni en verið hefur að jafnaði í sumar.
Innviðir ekki í hættu vegna hugsanlegrar sprengivirkni
Lítil virkni hefur verið í eldgosinu í Geldingadölum frá því á mánudag. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir tvær mögulegar skýringar á þessu.
Sjónvarpsfrétt
Eldgosið ekki dautt úr öllum æðum
Ekki er ástæða til að afskrifa eldgosið á Reykjanesskaga. Órói í Fagradalsfjalli mælist nú svipaður og í gær eftir að hafa mælst nær enginn frá því í nótt fram yfir hádegi. Prófessor í eldfjallafræði telur líklegra að gos haldi áfram en að því sé lokið. Þetta eldgos sé hins vegar ólíkindatól.
Gosvirkni virðist vera að komast í fyrra horf
Virknin á gosstöðvununum við Fagradalsfjall virðist vera að færast í fyrra horf eftir að hafa dottið verulega niður í gærkvöld. Það er altént það sem lesa má út úr mæligögnum Veðurstofunnar, en bíða verður þess að þokunni létti við gosstöðvarnar áður en meira verið fullyrt þar um.
Gosið mögulega að breytast en alls ekki búið
Nokkuð hefur dregið úr gosvirkni í gosstöðvunum við Fagradalsfjall í kvöld. Þetta má ráða af mæligögnum Veðurstofunnar, sem sýna nokkra afmarkaða púlsa með góðum hléum á milli og á Facebook-síðu Eldfjalla-og náttúruvárhóps Suðurlands var því velt upp, hvort mögulega væri hlé á gosinu. Svo er þó ekki, samkvæmt Sigþrúði Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðingi á Veðurstofu Íslands, enda glitti enn í glóandi kviku, þrátt fyrir slæmt skyggni.
Myndskeið
Ástandið á manninum merkilega gott – Kominn á spítala
Maðurinn sem leitað var að við gosstöðvarnar þangað til í kvöld fannst vestan við Núpshlíðarháls, um það bil fjórum kílómetrum frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína síðdegis í gær. Ástandið á honum var merkilega gott, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum: „Hann var með lítilsháttar áverka á höfði, annars var hann býsna góður.“ Maðurinn er kominn á Landspítalann og konan hans á leið þangað til hans.
26.06.2021 - 20:24
Rescue teams search for a man in Geldingadalir
Rescue teams are searching for a tourist at the eruption site in Geldingadalir in Reykjanesskagi. The man was travelling with his wife yesterday when he got lost in bad weather conditions. Hundreds of people have been searching since last night without finding any signs of the him.
26.06.2021 - 15:22
Myndskeið frá leitinni í nótt
Leit heldur áfram á gosstöðvunum í dag
Um 50 manns eru nú við leit bandarískum ferðamanni um sextugt sem varð viðskila við eiginkonu sína á gosstöðvunum við Fagradalsfjall um þrjú leytið í gær. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn í lögreglunni á Suðurnesjum, segir að maðurinn sé vel á sig kominn en ekki búinn til langrar útivistar.
Björgunarsveitir leita manns við gosstöðvarnar
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum, auk leitar- og sporhunda, hafa verið kallaðar að gosstöðvunum við Fagradalsfjall til að leita manns sem er saknað. Hann varð viðskila við eiginkonu sína um þrjú-leytið í dag og þegar hraðleit á svæðinu skilaði ekki árangri var aukið við viðbragðið. 
25.06.2021 - 20:02
Kastljós
Til mikils að vinna að stýra hrauni frá Nátthagakrika
Það eru vonbrigði að ekki verði reynt að verja Suðurstrandarveg gegn hraunrennsli, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í Kastljósi í kvöld. „Því hann er mjög mikilvægur fyrir okkur í Grindavík og reyndar Suðurnesin öll. Það var reynt að finna leiðir og það var búið að hanna mannvirki en það var ekki talið fært að ráðast í þá miklu framkvæmd, bæði var hún dýr og svo var ekki víst að það tækist einu sinni að verja Ísólfsskála og Suðurstrandarveg, þannig að frá því var horfið.“
Telja hraunflæðilíkön hafa sannað gildi sitt
Vísindamenn hjá Veðurstofunni og Háskóla Íslands telja að hraunflæðilíkön hafi sannað gildi sitt í eldgosinu við Fagradalsfjall. Í nýrri grein á vef Veðurstofunnar er fjallað um að hraunflæðilíkön hafi fyrst verið notuð á Íslandi í gosinu í Holuhrauni fyrir um það bil sex árum en fyrst núna hafi veruleg þróun orðið í notkun þeirra.
Morgunútvarpið
Fornleifafræðingar í kapphlaupi við hraunið
Fornleifafræðingar á vegum Minjastofnunar keppast nú við að kortleggja minjar við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Greint var frá því í fréttum helgina að afkomendur bænda á jörðinni Ísólfsskála austan Grindavíkur óttist að missa jörðina undir hraun. Oddgeir Isaksen, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun, segir að þegar sé búið að kortleggja hátt í 240 minjar sem eru ekki enn komnar undir hraun.
22.06.2021 - 09:38
Stiklað á hrauni: „Þetta er auðvitað fráleit hegðun“
Borið hefur á því í auknum mæli síðustu daga að fólk hætti sér ofan á nýrunnið hraun við Fagradalsfjall. „Það er glóandi hraun þarna undir sem getur verið nokkurhundruð gráðu heitt og það getur verið þunn skorpa yfir sem er hægt að stíga í gegnum,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. 
Hefði kostað hundruð milljóna að verja Suðurstrandarveg
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að ekki hafi verið talið ráðlegt að verja Suðurstrandarveg gegn framrennli hrauns, meðal annars vegna mikils kostnaðar og óvissu um að það myndi takast. Þess í stað verður áhersla lögð á að verja Svartsengi og Grindavíkurbæ þegar og ef þess gerist þörf.
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Ræður fólki frá að fara með ung börn að gosstöðvum
Enn streymir hraun niður í Nátthaga á Reykjanesskaga. Dalbotninn í Nátthaga er nú þakinn hrauni og styttist í að dalurinn fyllist. Þaðan er stysta leið hraunsins að Suðurstrandarvegi.
Fengu áhlaup á garðinn sem er orðinn 200 metrar á lengd
Verktakarnir á gosstöðvunum eru leggja lokahönd á um 200 metra langan leiðigarð í syðsta hluta Geldingadala sem beinir hrauninu niður í Nátthaga. Hraun var nærri runnið yfir garðinn í gær, segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu.
16.06.2021 - 16:08
Ekkert leyfi veitt til framkvæmda við gosstöðvarnar
Almannavarnir hafa ekki sótt um framkvæmdaleyfi til Grindavíkurbæjar fyrir byggingu varnargarða og leiðigarða við gosstöðvarnar. Þetta staðfestir Fannar Jónasson, bæjarstjóri, og segir almannavarnir hafa heimild til þess að ráðast í framkvæmdir til að grípa til varna. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, tekur undir það.  Prófessor í umhverfisrétti telur að samkvæmt lögum þurfi framkvæmdaleyfi að liggja fyrir vegna þeirra framkvæmda sem nú standa yfir á svæðinu.
15.06.2021 - 16:15
Sjónvarpsfrétt
„Við viljum hafa stjórn á þessu ef hægt er“
Í dag hófst vinna við gerð leiðigarðs í syðsta hluta Geldingadala til að beina hrauninu áfram niður í Nátthaga. Lögreglumaður á Suðurnesjum óttast að slysum fjölgi eftir að hraun tók að renna yfir aðalgönguleiðina, til skoðunar er að leggja nýja gönguleið.
Beina hraunrennsli frá Nátthagakrika
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að byggja fjögurra metra háan leiðigarð syðst við Geldingadali til þess að beina hraunrennsli áfram niður í Nátthaga og koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika þaðan sem það á greiða leið í ýmsar áttir. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir þetta fremur einfalda aðgerð sem gæti haft mikið að segja.
Hraunið stækkar um 9 knattspyrnuvelli á degi hverjum
Flatarmál hraunsins, sem runnið hefur úr gosinu í Fagradalsfjalli, hefur stækkað töluvert frá síðustu mælingu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands eða um rúmlega 60 þúsund fermetra á dag. „Það samsvarar um níu knattspyrnuvöllum á degi hverjum.“ Hraunrennslið hefur haldist stöðugt undanfarnar sex vikur og verið tvöfalt meira en það var að meðaltali fyrsta eina og hálfa mánuðinn.