Færslur: hryðjuverk

Einn fórst í sprengingu í Kampala höfuðborg Úganda
Einn fórst og sjö særðust þegar sprengja sprakk í Kampala höfuðborg Afríkuríkisins Úganda í kvöld. Atvikið átti sér stað við vinsæla veitingahúsagötu í norðurhluta borgarinnar um klukkan 21 að staðartíma.
23.10.2021 - 21:42
Árás á raforkukerfi Afganistan á ábyrgði ISIS-K
ISIS-K, Khorasan-héraðs armur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki kváðust í dag bera ábyrgð á sprengjuárás sem felldi háspennumöstur og olli víðtæku rafmagnsleysi í Kabúl höfuðborg Afganistan í gær.
23.10.2021 - 01:12
Þingmenn minntust Davids Amess
Davids Amess, þingmanns breska Íhaldsflokksins, var minnst í dag í neðri málstofunni í Westminster. Hann var stunginn til bana á föstudag þar sem hann var með viðtalstíma fyrir kjósendur í bænum Leigh-on-Sea.
18.10.2021 - 17:33
Spegillinn
Hryðjuverk eða óstjórnlegt æði?
Skipulagði Espen Andersen Braaten hryðjuverk í nafni islam eða rann á hann morðæði á miðvikudagskvöldið? Fimm létu þá lífið á Kóngsbergi í Noregi. Af hverju missti lögreglan hann úr höndum sér áður en morðin voru framin? 
15.10.2021 - 18:15
Tugir látnir í sprengjutilræði í mosku
Að minnsta kosti 37 létust þegar sprengjur sprungu í dag í Bibi Fatima moskunni í Kandahar í Afganistan. Um það bil sjötíu særðust að sögn borgaryfirvalda.
15.10.2021 - 10:44
Kanadamaður ákærður fyrir starf fyrir hryðjuverkasamtök
Kanadamaður á fertugsaldri sem starfaði fyrir og barðist með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki er í haldi Bandaríkjamanna og hefur verið ákærður.
03.10.2021 - 00:31
Ný og hert hryðjuverkalöggjöf á Nýja Sjálandi
Ný hryðjuverkalöggjöf tók gildi á Nýja Sjálandi í morgun. Ákveðið var að herða slíka löggjöf í landinu eftir hryðjuverkaárás í Auckland snemma í september.
Samkomulag veikti stjórn Afganistan en styrkti Talibana
Varnarmálaráðherra og yfirmenn herafla Bandaríkjanna segja samkomulag við Talibana um brottflutning Bandaríkjahers frá Afganistan hafa veikt ríkisstjórn landsins og her. Á hinn bóginn hafi máttur Talibana færst í aukana.
Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48
Tíu fórust fyrir mistök í drónaárás Bandaríkjahers
Bandaríkjastjórn viðurkennir að drónaárás sem gerð var í Kabúl höfuðborg Afganistan 29. ágúst síðastliðinn hafi orðið tíu saklausum borgurum að bana, hjálparstarfsmanni og fjölskyldu hans.
Sjónvarpsfrétt
Hatursglæpum fjölgaði um 900% eftir hryðjuverkin
Tuttugu árum eftir einhverjar mannskæðustu hryðjuverkaárásir sögunnar gætir áhrifa og afleiðinga þeirra enn víða um heim. Hatursglæpum gegn múslimum í Bandaríkjunum fjölgaði um 900 prósent í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Þeirra tæplega þrjú þúsund sem létust í árásunum var minnst í dag.
Í BEINNI
Minningarathöfn vegna hryðjuverkanna 11. september
Í dag er þess minnst að tuttugu ár eru frá árás hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Tæplega þrjú þúsund manns týndu lífi.
11.09.2021 - 11:50
Áframhald réttarhalda vegna árásanna 11. september 2001
Réttarhöldum verður framhaldið í dag yfir fimmmenningum sem taldir eru sem taldir eru hugmyndasmiðir hryðjuverkanna í Bandaríkjunum árið 2001. Nokkrir dagar eru í að þess verði minnst að tuttugu ár eru frá atburðunum.
Minnst þrír látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan
Minnst þrír létust og fimmtán særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengjan sprakk í útjarðri borgarinnar Quetta, nærri landamærum Afganistan. Árásarmaðurinn, sem bar utan á sér um sex kíló af sprengiefni, keyrði á mótorhjóli á bíl á vegum Pakistanska hersins, þar sem sprengjan sprakk.
05.09.2021 - 12:30
Vill breyta hryðjuverkalögum eftir hnífaárás í gær
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands vill að hryðjuverkalögum landsins verði breytt eftir að sjö særðust í hnífaárás í gær.
Biden hyggst opinbera rannsóknargögn um 11. september
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið út hann hyggist opinbera trúnaðargögn, tengd rannsókninni á hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana þann 11. september 2001.
03.09.2021 - 23:09
Hryðjuverkaárás í verslanamiðstöð á Nýja Sjálandi
Maður sem talinn er hallur undir hugmyndafræði hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki réðist að og særði sex í verslanamiðstöð í Auckland í Nýja Sjálandi í morgun. Lögregla skaut árásarmanninn til bana.
Liðsmaður „Bítlanna“ lýsir sig sekan um morð
Alexanda Amon Kotey, liðsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, lýsti sig í dag sekan um að hafa tekið þátt í að myrða fjóra Bandaríkjamenn sem hryðjuverkasamtökin höfðu í gíslingu í Sýrlandi.
Konum verður leyft að starfa innan ramma laganna
Talibanar segjast munu tryggja konum réttindi til náms og vinnu byggt á Sjaría-lögum, öllum sem hafa unnið fyrir erlend ríki verður veitt sakaruppgjöf og fjölmiðlar fá að starfa áfram. Allt eftir reglum Talibana. Þetta var meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi þeirra í Kabúl í dag.
Brýnt að Afganistan verði ekki skjól hryðjuverkamanna
Þjóðarleiðtogar lýsa miklum áhyggjum af því að Afganistan verði að nýju skjól fyrir hryðjuverkamenn. Beita þurfi öllum leiðum til að koma í veg fyrir að það gerist.
Biden rýfur þögnina um ástandið í Afganistan í kvöld
Bandaríkjaforseti rýfur í kvöld þögn sína um valdatöku Talibana í Afganistan. Bandaríkin liggja undir þungu ámæli frá fjölda þjóðarleiðtoga fyrir að kalla herlið heim frá landinu.
Fréttaskýring
Hverjir eru þeir þessir talibanar?
Uppgangur afgönsku talibanahreyfingarinnar hófst á tíunda áratugnum og lyktaði með því að stærstur hluti Afganistan féll undir stjórn hennar. Talibanar voru hraktir frá völdum í aldarbyrjun en sækja nú mjög í sig veðrið að nýju.
Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Sjónvarpsfrétt
„Hatrið lifir enn meðal okkar“
Norðmenn minntust þess í dag að tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Ósló. Hatrið lifir enn meðal okkar, sögðu núverandi og fyrrverandi forsætisráðherrar Noregs í minningarræðum sínum í dag.
22.07.2021 - 16:30