Færslur: hryðjuverk

Spegillinn
Deila um minnismerki vegna Úteyjar fyrir dómi
Bráðum áratug eftir ódæðsiverkin á Útey og í miðborg Óslóar er enn rifist um hvort og hvar minnismerki um hin látnu eigi að rísa. Samingaviðræður, dómsmál og endurhönnun merkisins hafa aðeins orðið til að fresta framkvæmdum. Og nú í vikunni var deilan enn tekin til dóms.
17.09.2020 - 15:01
Erlent · Evrópa · Noregur · Útey · hryðjuverk
Ákærður fyrir liðveislu við íslamska ríkið
Bandarískur ríkisborgari hefur verið ákærður í Washington fyrir að hafa gengið til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi.
Spegillinn
Samsæriskenningar og hryðjuverk
Donald Trump er eina von Bandaríkjanna til að sigra þau satanísku öfl sem stjórna djúpríki Bandaríkjanna. Þetta er mat hins dularfulla Q og fylgismanna hans í QAnon. Áhangendum hefur fjölgað stjarnfræðilega í kórónuveirufaraldrinum og fjölmörg ofbeldisverk eru rakin til þeirra.
Al-Kaída hafa í hótunum við Charlie Hebdo á ný
Al-Kaída-hryðjuverkanetið hótar ritstjórn franska skopmyndablaðsins Charlie Hebdo að láta aftur til skarar skríða gegn starfsfólki þess líkt og gert var árið 2015.
11.09.2020 - 19:22
Handteknir við að afhenda „Hamasliða“ vopnabúnað
Tveir Bandaríkjamenn á þrítugsaldri hafa verið handteknir og ákærðir eftir að þeir létu manni sem þeir héldu fulltrúa Hamas-samtakanna hljóðdeyfa og annan búnað fyrir byssur í té.
05.09.2020 - 00:29
Sýrland rafmagnslaust eftir sprengingu í gasleiðslu
Grunur leikur á að gasleiðsla í Sýrlandi hafi verið skemmd af mannavöldum seint í gærkvöldi. Rafmagnslaust varð um allt land af þeim sökum.
24.08.2020 - 07:21
Fjöldamorðingi bíður dóms í Christchurch
Dómsuppkvaðning yfir Brenton Tarrant sem varð 51 múslima að bana í tveimur moskum á Nýja Sjálandi á síðasta ári, er hafin í Christchurch.
Bróðir sprengjumannsins í Manchester fær minnst 55 ár
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem gerði sjálfsmorðssprengjuárás á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester 22. maí 2017, hefur verið dæmdur til 55 ára fangelsisvistar hið minnsta.
Togstreita eykst milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar flugvélar vörpuðu sprengjum á Gaza-svæðið í nótt. Það var gert í kjölfar eldflaugaárásar Palestínumanna á suðurhluta Ísraels. Gagnkvæmar árásir hafa varað í um viku og Egyptar hafa reynt að miðla málum.
Þrír sýknaðir, einn sakfelldur í Hariri-máli
Dómur var kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Þrír þeirra voru sýknaðir af öllum ákæruliðum.
18.08.2020 - 14:33
Dómur kveðinn upp í dag vegna morðsins á Hariri
Dómur verður kveðinn upp í dag yfir fjórum liðsmönnum Hezbollah-hreyfingarinnar vegna morðsins á Rafic Hariri fyrrverandi forseta Líbanons. Hann var ráðinn af dögum í Beirút árið 2005. Bílsprengja varð honum og 21 öðrum að bana, 226 slösuðust.
Vígamenn Boko Haram urðu tíu að bana
Vígamenn íslömsku hryðjuverkasamtakanna Boko Haram myrtu í dag tíu almenna borgara og rændu sjö í árás á þorpið Tenana við Tsjad-vatn.
01.08.2020 - 00:13
Ákærður fyrir morð og morðtilræði
Breska lögreglan ákærði í dag mann sem myrti þrjá í hnífaárás í Reading um síðustu helgi fyrir morð og morðtilræði. Auk hinna látnu særðust þrír til viðbótar alvarlega í árásinni, sem lögregla rannsakaði sem hryðjuverk.
Ætlaði að fremja hryðjuverk í Danmörku
Danska öryggislögreglan og lögreglan í Kaupmannahöfn handtóku mann í dag, grunaðan um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í Danmörku.
30.04.2020 - 18:26
Fréttaskýring
Óviss framtíð norsku stjórnarinnar
Óvíst er um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg í Noregi vegna deilna um heimferð norskrar konu sem er tengd hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Ríkisstjórnin samþykkti að konan og tvö börn hennar verði flutt heim frá Sýrlandi í andstöðu við vilja Framfaraflokksins, sem á sæti í stjórninni.
16.01.2020 - 14:52
Komu í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku
Lögreglan í Kaupmannahöfn stendur þessa stundina í umfangsmiklum aðgerðum víða í Danmörku eftir að upp komst að hryðjuverkaárás herskárra íslamista væri í uppsiglingu. Leyniþjónustan PET tekur þátt í aðgerðunum. Lögreglan greinir frá þessu á Twitter. Þar segir að margir hafi verið handteknir.
11.12.2019 - 14:32
Sonur Osama bin Laden drepinn
Sonur Osama Bin Laden, fyrrum leiðtoga Al Kaída hryðjuverkasamtakanna var felldur í árás sem Bandaríkjaher tók þátt í, einhvern tímann á síðustu tveimur árum. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld; í frétt New York Times er vitnað í tvo ónafngreinda embættismenn sem staðfesta þáttöku Bandaríkjamanna í aðgerðinni. Sonur Osama bin Ladens hét Hamza bin Laden og ýmislegt þykir hafa bent til þess að hann hafi verið valinn sem framtíðarleiðtogi Al Kaída samtakanna.
31.07.2019 - 21:57
Öflug bílsprenging í Sómalíu
Sautján eru látnir eftir að öflug bílsprengja sprakk í dag skammt frá hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Hátt í þrjátíu særðust. Varðstöð við leiðina á flugvöll borgarinnar er einnig þar sem sprengjan sprakk. Að minnsta kosti tveir öryggisverðir eru meðal þeirra sem dóu.
22.07.2019 - 14:04
Krekar dæmdur í 12 ára fangelsi á Ítalíu
Kúrdinn Najmuddin Faraj Ahmad, sem iðulega er nefndur mulla Krekar, var í dag dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk þar í landi. Þetta er tveimur árum þyngri dómur en ákæruvaldið fór fram á.
15.07.2019 - 14:56
Áformuðu hryðjuverk í Ástralíu
Þrír eru í haldi lögreglunnar í Sydney í Ástralíu, grunaðir um að hafa áformað hryðjuverkaárásir þar í landi. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda hugðust þeir ráðast á lögreglustöðvar, dómshús, herstöðvar, kirkjur, sendiráð og ræðisskrifstofur.
02.07.2019 - 08:36
Tólf ára fangelsi fyrir hryðjuverkaáform
Borgardómur í Kaupmannahöfn dæmdi í dag þrjátíu og tveggja ára sýrlenskan karlmann í tólf ára fangelsi fyrir að hafa áformað að vinna hryðjuverk í borginni. Samkvæmt niðurstöðu fjölskipaðs dóms hugðist maðurinn myrða og limlesta fólk með sprengingum og hnífaárásum í nóvember 2016.
20.05.2019 - 13:56
Messufall á Sri Lanka á sunnudag
Kardináli kaþólsku kirkjunnar á Sri Lanka hefur afboðað guðsþjónustu í kirkjum landsins á sunnudaginn kemur. Að hans sögn hafa borist trúverðugar upplýsingar um mögulegar árásir á tvær kirkjur um næstu helgi. Upplýsingarnar segir hann að hafi borist frá erlendri leyniþjónustu.
02.05.2019 - 15:14
Færri látnir á Sri Lanka en áður var talið
Mun færri létust en áður var talið í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka að morgni páskadags, eða tvö hundruð fimmtíu og þrír, en ekki þrjú hundruð fimmtíu og níu. Stjórnvöld á Sri Lanka tilkynntu þetta í dag og sögðu að ástæðan væri að illa farin lík hefðu í sumum tilvikum verið talin tvisvar. Næstum fimm hundruð manns særðust í árásunum, en eitt hundrað og fimmtíu eru enn á sjúkrahúsi.
25.04.2019 - 18:14
Íslamska ríkið segist standa að hryðjuverkunum
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segjast hafa staðið að hryðjuverkunum á Sri Lanka á páskadag. Staðfest er að 321 er látinn, þar á meðal minnst 45 börn.
23.04.2019 - 12:02
Myndskeið
Neyðarlög hafa tekið gildi í Sri Lanka
Neyðarlög hafa verið sett á Sri Lanka. Tuttugu og fjórir hafa verið handteknir vegna hryðjuverkaárásarinnar í gær sem varð nærri 300 að bana og særði um 500 til viðbótar.
22.04.2019 - 19:45