Færslur: hryðjuverk

Hryðjuverk en ekki óhapp í kjarnorkuverinu
Kjarnorkustofnun Írans, IAEO, segir að Natanz kjarnorkuverið hefði orðið fyrir hryðjuverkaárás. Fyrr í dag greindi stofnunin frá því að óhapp hefði orsakað rafmagnsbilun í kjarnorkuverinu.
11.04.2021 - 16:28
Þrjátíu ár frá frelsun sexmenninganna frá Birmingham
Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því að sexmenningarnir svokölluðu frá Birmingham voru látnir lausir úr bresku fangelsi. Þeir voru dæmdir saklausir til lífstíðarfangavistar fyrir hryðjuverk árið 1975.
Áformuðu hryðjuverk í Danmörku eða Þýskalandi
Þrettán hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku og einn í Þýskalandi vegna gruns um að hópurinn hafi haft í hyggju að vinna hryðjuverk í öðru hvoru landinu. Við húsleit fundust meðal annars efni til sprengjugerðar. 
12.02.2021 - 13:30
Handtökur í Danmörku vegna yfirvofandi hryðjuverkaárása
Sjö hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Danmörku, að því er danska leyniþjónustan PET upplýsti í dag. Hópurinn var tekinn höndum í umfangsmiklum aðgerðum í Holbæk dagana 6. til 8. febrúar.
11.02.2021 - 16:15
Ekkert eftirlit með „námagreftri“ eftir rafmynt
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands fylgist hvorki með né hefur upplýsingar um rafmynt, eða sýndarfé, sem „grafin er upp“ í námum í íslenskum orkuverum. Það varar þó við áhættu af notkun hennar.
11.02.2021 - 08:05
Bandaríkjamenn skilgreina Húta nú sem hryðjuverkasamtök
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir síðdegis í gær að Hútar, samtök síja-múslíma, sem löngum hafa herjað á Jemen verði skilgreind sem hryðjuverkasamtök.
Saksókn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum ákveðin í dag
Belgískir dómarar taka í dag ákvörðun hvort hefja skuli glæparéttarhöld yfir þrettán mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í Brussel árið 2016.
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01
Bandaríkin vilja réttlæti fyrir Daniel Pearl
Jeffrey Rosen settur dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segist viðbúinn því að meintur morðingi bandaríska blaðamannsins Daniels Pearl verði dreginn fyrir dómara í Bandaríkjunum.
Stefnt að friðhelgi Súdan
Frumvarp til laga sem tryggja eiga Afríkuríkinu Súdan friðhelgi var rætt í Bandaríkjaþingi í gær. Súdan hefur lengi verið á svörtum lista Bandaríkjanna yfir ríki sem styðja og stuðla að hryðjuverkum í heiminum.
Þriðji maðurinn ákærður í Lockerbie-málinu
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gær, mánudag að ákæra hafi verið gefin út gegn Líbíumanninum Abu Agila Mohammad Masud fyrir hryðjuverk. Masud er grunaður um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði þotu bandaríska flugfélagsins Pan Am yfir bænum Lockerbie í Skotlandi fyrir réttum 32 árum.
22.12.2020 - 02:18
Átta fórust í sprengingu í Kabúl í morgun
Átta féllu í bílsprengjuárás í vesturhluta Kabúl, höfuðborg Afganistan í morgun. Að minnsta kosti fimmtán særðust í sprengingunni að sögn Tariq Arian talsmanns innanríkisráðuneytis landsins.
20.12.2020 - 08:20
Fjórir ákærðir vegna árásar með kjötexi
Lögregluyfirvöld í Frakklandi hafa fjóra Pakistani í haldi grunaða um aðild að árás skammt frá skrifstofum skoptímaritsins Charlie Hebdo í september. Landi þeirra réðist þá á fólk með kjötexi, að eigin sögn vegna endurbirtingar umdeildra skopmynda tímaritsins. Tvennt særðist í árásinni.
19.12.2020 - 02:55
Sprengjugerðarmaður verður ákærður í Lockerbie-málinu
Bandarísk yfirvöld hafa í hyggju að opna á ný fyrir ákæru á hendur líbískum manni sem grunaður er um að hafa sett saman sprengjuna sem grandaði bandarískri þotu yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988.
Trump kallar hermenn frá Sómalíu
Nánast allir þeir 700 bandarísku hermenn sem eru í Sómalíu verða fluttir frá landinu áður en Joe Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Þetta er liður í viðleitni sitjandi forseta, Donald Trumps, í að hætta þátttöku í því sem hann hefur kallað eilífðarstríð.
04.12.2020 - 23:20
Ísraelskir borgarar varaðir við ógn af hálfu Írans
Ísraelskir borgarar í útlöndum eru varaðir við að þeim gæti staðið ógn af írönskum útsendurum. Ísraelska utanríkisráðuneytið gaf fyrr í dag út viðvörun þessa efnis eftir að Íranir hótuðu að hefna morðsins á Mohsen Fakhrizadeh, fremsta kjarnorkuvísindamanni landsins.
Dómsorði í Lockerbie-máli lofað eins fljótt og verða má
Þriggja daga málfutningi lauk fyrir æðri dómstól í Skotlandi í dag þar sem tekist var á um sekt eða sakleysi Abdelbaset Mohmet Al-Megrahi að honum látnum.
26.11.2020 - 21:59
Áfrýjun Lockerbie-sprengjumannsins tekin fyrir í dag
Málaferli sem ætlað er að snúa við dómi yfir Abdelbaset Mohmet Al-Megrahi að honum látnum, hefjast í Edinborg í Skotlandi í dag. Al-Megrahi var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2001 fyrir að hafa sprengt farþegaþotu bandaríska flugfélagsins Pan-Am í loft upp, yfir bænum Lockerbie í Skotlandi í desember1988.
Hæstiréttur Bretlands tekur mál Shamimu fyrir
Mál Shamimu Begum, tvítugrar stúlku sem gekk til liðs við Íslamska ríkið fyrir fimm árum, verður tekið fyrir í Hæstarétti Bretlands í dag. Fyrir dómnum liggur að úrskurða hvort henni verði heimilað að snúa aftur til heimalandsins í tilraun til að endurheimta ríkisfang sitt.
23.11.2020 - 04:08
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á eldflaugaárás
Amrullah Saleh varaforseti Afganistan heitir því að hendur verði hafðar í hári þeirra sem ábyrgir eru fyrir eldflaugaárás á höfuðborgina Kabúl í gær.
Fækkun í herafla Bandaríkjanna í Afganistan og Írak
Ákveðið hefur verið að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan um 2.500, jafnframt verður nokkur fækkun hermanna í Írak. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Refsingar við hryðjuverkum hertar í Austurríki
Stjórnvöld í Austurríki kynntu í dag hertar refsingar við hryðjuverkum. Heimilt verður að halda dæmdum hryðjuverkamönnum í fangelsi í ótilgreindan tíma. Sebastian Kurz kanslari sagði þegar hann kynnti ákvarðanir stjórnarinnar að hið sama ætti að gilda um þá og geðveika afbrotamenn.
12.11.2020 - 15:07
Macron vill skjótar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvetur leiðtoga annarra Evrópuþjóða til að grípa til skjótra og samræmdra aðgerða svo koma megi í veg fyrir hryðjuverkaárásir sem hafa þjakað íbúa álfunnar um árabil.
10.11.2020 - 17:52
Frakkar herða landamæravörslu
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlar að herða landamæragæslu til muna vegna vaxandi hryðjuverkaógnar. Hann greindi frá því í heimsókn að landamærum Spánar og Frakklands í dag að landamæravörðum yrði fjölgað úr 2.400 í 4.800. 
05.11.2020 - 13:28
Bretar telja hryðjuverkaárás yfirvofandi
Bretar hækkuðu í dag viðbúnaðarstig úr „töluverðu“ í „verulegt“ vegna yfirvofandi hryðjuverkaárása. Á vef bresku leyniþjónustunnar MI5 kemur fram að verulegt þýði að árás verði að teljast mjög líkleg. 
03.11.2020 - 17:30