Færslur: hryðjuverk

ISIS lýsir yfir ábyrgð á árás nærri Súez-skurði
Hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki segjast bera ábyrgð á árás sem gerð var á vatnsdælustöð austan við Súez-skurð. Að minnsta kosti ellefu egypskir hermenn féllu í árásinni.
09.05.2022 - 02:10
Krefur Kanadastjórn um 28 milljón dala bætur
Maður ættaður frá Norður-Afríkuríkinu Máritaníu hyggst höfða mál gegn ríkisstjórn Kanada. Ástæða málssóknarinnar er meintur þáttur Kanada í því að manninum var haldið föngnum í Guantanamo-fangelsinu í fjórtán ár án dóms og laga.
Minnst sextán fórust í sprengjuárásum í Afganistan
Að minnsta kosti sextán fórust í tveimur sprengjuárásum á afganskar borgir í dag. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst verknaðinum á hendur sér.
21.04.2022 - 23:10
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Abdeslam vildi ekki sprengja sig í loft upp
Frakkinn Salah Abdeslam segist ekki hafa viljað sprengja sjálfan sig í loft upp við mannskæðar hryðjuverkaárásir í París 2015. Þetta kom fram við yfirheyrslur yfir honum í dag.
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Tveir lögreglumenn skotnir til bana í Ísrael
Tveir ísraelskir lögreglumenn voru í dag skotnir til bana í borginni Hadera norðanvert í landinu. Árásarmennirnir féllu fyrir kúlum liðsmanna hryðjuverkasveitar lögreglu.
27.03.2022 - 22:27
Sex hermenn féllu í hryðjverkaárás í Níger
Sex hermenn úr stjórnarher Níger féllu í árás suðvestanvert í landinu nærri landamærunum að Búrkína Fasó á fimmtudag. Þetta kom fram í tilkynningu varnarmálaráðuneytis landsins í dag.
Áratugi gæti tekið að koma börnum úr búðum í Sýrlandi
Það gæti tekið áratugi að koma þeim erlendu börnum til síns heima sem nú dvelja í búðum í Sýrlandi sem ætlaðar eru ættingjum þeirra sem taldir eru hafa barist fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.
Eldflaugum skotið að Arbil í Kúrdistan
Nokkrum eldflaugum var skotið í dögun að Arbil, höfuðstað sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í norðurhluta Íraks. Enginn virðist hafa særst í árásinni. Flaugunum var skotið úr austri utan landamæra Íraks og Kúrdistan.
13.03.2022 - 03:05
„Ekki senda börnin ykkar í stríð á erlendri grund“
Volodymyr Zelenski Úkraínuforseti biðlaði í kvöld til rússneskra mæðra og bað þær um að senda börnin sín ekki til að berjast í ókunnu landi. Hann segir Rússa beita aðferðum hryðjuverkamann í innrásinni.
Segir rússneska málaliða arðræna Malí
Jean-Yves Le Drien utanríkisráðherra Frakklands sakar einkareknu rússnesku málaliðaþjónustuna Wagner um að fara ránshendi um auðlindir Vestur-Afríkuríkisins Malí. Spenna hefur jafnt og þétt aukist undanfarnar vikur milli franskra stjórnvalda og herforingjastjórnarinnar í Malí.
Krafa Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag
Dómstóll í Þelamörk í Noregi tekur kröfu Anders Behrings Breivik um reynslulausn fyrir í dag. Tíu ár eru síðan hann var dæmdur til 21 árs fangavistar fyrir fjöldamorð í Ósló og Útey. Almennt er búist við að kröfunni verði hafnað en ætla má að málflutningur taki þrjá daga.
Breskir unglingar í haldi vegna gíslatökumáls
Hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar í Manchester handtók tvo unglinga í dag í tengslum við rannsókn á gíslatökumáli í Texas. Viðamikil rannsókn stendur nú yfir á málinu sem teygir anga sína víða um heim.
17.01.2022 - 02:34
Víðtæk rannsókn á gíslatökumálinu í Texas framundan
Sá sem hafði fjóra í gíslingu í bænahúsi gyðinga í Texas hét Malik Faisal Akram og var breskur ríkisborgari á fimmtugsaldri. Bandaríska alríkislögreglan greindi frá nafni mannsins í dag en hann féll eftir umsátur lögreglu um bænahúsið.
16.01.2022 - 23:26
Fjöldi látinna eftir mótmæli í Kasakstan sagður 225
Um það bil 225 féllu í mótmælum í Mið-Asíuríkinu Kasakstan í upphafi ársins. Það er enn hærri tala en áður hefur verið gefin upp. Eignatjón varð mikið og fjöldi fólks særðist, sumt nokkuð alvarlega.
16.01.2022 - 08:18
Krefjast lífstíðardóms vegna árásinnar á flug MH17
Saksóknarar í Hollandi krefjast lífstíðardóms yfir fjórum mönnum sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á því að farþegaþota Malasaya Airlines var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014.
22.12.2021 - 13:45
Fimmtán ára ákærður sem fullorðinn maður
Ethan Crumbley fimmtán ára nemandi við gagnfræðaskóla í bænum Oxford í Michigan í Bandaríkjunum sem í gær skaut fjóra samnemendur sína til bana og særði sjö hefur verið ákærður.
02.12.2021 - 00:18
Myndskeið
Skóli hrundi í sprengingu í Sómalíu
Átta létust og sautján særðust, þar af þrettán börn, þegar bílsprengja sprakk í á háannatíma í  morgun í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Mikið tjón varð af hennar völdum.
25.11.2021 - 12:54
„Kraftaverki líkast að hafa lifað af“
Leigubílstjórinn sem komst lífs af þegar sprengja sprakk í bíl hans fyrir utan Kvennaspítala í Liverpool segir kraftaverki líkast að hann lifði af. Hann er hylltur sem hetja því tilræðið hefði geta kostað mikið manntjón.
21.11.2021 - 23:09
Fimm grunaðir hryðjuverkamenn felldir í Úganda
Lögregla í Afríkuríkinu Úganda skaut fimm til bana og handtók 21 í dag í tengslum við rannsókn á sjálfsmorðssprengjuárásum í höfuðborginni Kampala á þriðjudag.
19.11.2021 - 00:20
Undirbjó árásina í Liverpool mánuðum saman
Breska lögreglan segir að hryðjuverkið sem unnið var í Liverpool á sunnudag hafi átt sér töluverðan aðdraganda. Rannsókn hefur leitt í ljós að Emad al Swealmeen, sá sem lést í sprengingu í borginni, tók húsnæði á leigu í apríl. Þá var hann að líkindum byrjaður að viða að sér efni til sprengjugerðar.
17.11.2021 - 14:04
Talning atkvæða hafin í Níkaragva
Kjörstöðum í Mið-Ameríkuríkinu Níkaragva var lokað á miðnætti að íslenskum tíma. Öruggt þykir að sitjandi forseti Daniel Ortega haldi völdum fjórða kjörtímabilið í röð. Bandaríkjaforseti er afar þungorður varðandi aðdraganda og framkvæmd kosninganna.
Heitir aðstoð við rannsókn árásarinnar á Kadheimi
Joe Biden Bandaríkjaforseti fordæmdi í dag atlöguna að Mustafa al-Kadhemi forsætisráðherra Íraks. Biden hét aðstoð bandarískra öryggissveita við að hafa uppi á hinum seku.
07.11.2021 - 23:24
Forsætisráðherra Íraks heill á húfi eftir drónaárás
Mustafa al-Kadhemi forsætisráðherra Íraks slapp óskaddaður frá drónaárás á opinbert aðsetur hans á svokölluðu grænu svæði í höfuðborginni Bagdad nú í nótt.
07.11.2021 - 02:29