Færslur: hryðjuverk

Ákærður fyrir morð og morðtilræði
Breska lögreglan ákærði í dag mann sem myrti þrjá í hnífaárás í Reading um síðustu helgi fyrir morð og morðtilræði. Auk hinna látnu særðust þrír til viðbótar alvarlega í árásinni, sem lögregla rannsakaði sem hryðjuverk.
Ætlaði að fremja hryðjuverk í Danmörku
Danska öryggislögreglan og lögreglan í Kaupmannahöfn handtóku mann í dag, grunaðan um að leggja á ráðin um hryðjuverkaárás í Danmörku.
30.04.2020 - 18:26
Fréttaskýring
Óviss framtíð norsku stjórnarinnar
Óvíst er um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg í Noregi vegna deilna um heimferð norskrar konu sem er tengd hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Ríkisstjórnin samþykkti að konan og tvö börn hennar verði flutt heim frá Sýrlandi í andstöðu við vilja Framfaraflokksins, sem á sæti í stjórninni.
16.01.2020 - 14:52
Komu í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku
Lögreglan í Kaupmannahöfn stendur þessa stundina í umfangsmiklum aðgerðum víða í Danmörku eftir að upp komst að hryðjuverkaárás herskárra íslamista væri í uppsiglingu. Leyniþjónustan PET tekur þátt í aðgerðunum. Lögreglan greinir frá þessu á Twitter. Þar segir að margir hafi verið handteknir.
11.12.2019 - 14:32
Sonur Osama bin Laden drepinn
Sonur Osama Bin Laden, fyrrum leiðtoga Al Kaída hryðjuverkasamtakanna var felldur í árás sem Bandaríkjaher tók þátt í, einhvern tímann á síðustu tveimur árum. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld; í frétt New York Times er vitnað í tvo ónafngreinda embættismenn sem staðfesta þáttöku Bandaríkjamanna í aðgerðinni. Sonur Osama bin Ladens hét Hamza bin Laden og ýmislegt þykir hafa bent til þess að hann hafi verið valinn sem framtíðarleiðtogi Al Kaída samtakanna.
31.07.2019 - 21:57
Öflug bílsprenging í Sómalíu
Sautján eru látnir eftir að öflug bílsprengja sprakk í dag skammt frá hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Hátt í þrjátíu særðust. Varðstöð við leiðina á flugvöll borgarinnar er einnig þar sem sprengjan sprakk. Að minnsta kosti tveir öryggisverðir eru meðal þeirra sem dóu.
22.07.2019 - 14:04
Krekar dæmdur í 12 ára fangelsi á Ítalíu
Kúrdinn Najmuddin Faraj Ahmad, sem iðulega er nefndur mulla Krekar, var í dag dæmdur í tólf ára fangelsi á Ítalíu fyrir að hafa skipulagt hryðjuverk þar í landi. Þetta er tveimur árum þyngri dómur en ákæruvaldið fór fram á.
15.07.2019 - 14:56
Áformuðu hryðjuverk í Ástralíu
Þrír eru í haldi lögreglunnar í Sydney í Ástralíu, grunaðir um að hafa áformað hryðjuverkaárásir þar í landi. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda hugðust þeir ráðast á lögreglustöðvar, dómshús, herstöðvar, kirkjur, sendiráð og ræðisskrifstofur.
02.07.2019 - 08:36
Tólf ára fangelsi fyrir hryðjuverkaáform
Borgardómur í Kaupmannahöfn dæmdi í dag þrjátíu og tveggja ára sýrlenskan karlmann í tólf ára fangelsi fyrir að hafa áformað að vinna hryðjuverk í borginni. Samkvæmt niðurstöðu fjölskipaðs dóms hugðist maðurinn myrða og limlesta fólk með sprengingum og hnífaárásum í nóvember 2016.
20.05.2019 - 13:56
Messufall á Sri Lanka á sunnudag
Kardináli kaþólsku kirkjunnar á Sri Lanka hefur afboðað guðsþjónustu í kirkjum landsins á sunnudaginn kemur. Að hans sögn hafa borist trúverðugar upplýsingar um mögulegar árásir á tvær kirkjur um næstu helgi. Upplýsingarnar segir hann að hafi borist frá erlendri leyniþjónustu.
02.05.2019 - 15:14
Færri látnir á Sri Lanka en áður var talið
Mun færri létust en áður var talið í hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka að morgni páskadags, eða tvö hundruð fimmtíu og þrír, en ekki þrjú hundruð fimmtíu og níu. Stjórnvöld á Sri Lanka tilkynntu þetta í dag og sögðu að ástæðan væri að illa farin lík hefðu í sumum tilvikum verið talin tvisvar. Næstum fimm hundruð manns særðust í árásunum, en eitt hundrað og fimmtíu eru enn á sjúkrahúsi.
25.04.2019 - 18:14
Íslamska ríkið segist standa að hryðjuverkunum
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segjast hafa staðið að hryðjuverkunum á Sri Lanka á páskadag. Staðfest er að 321 er látinn, þar á meðal minnst 45 börn.
23.04.2019 - 12:02
Myndskeið
Neyðarlög hafa tekið gildi í Sri Lanka
Neyðarlög hafa verið sett á Sri Lanka. Tuttugu og fjórir hafa verið handteknir vegna hryðjuverkaárásarinnar í gær sem varð nærri 300 að bana og særði um 500 til viðbótar.
22.04.2019 - 19:45
Fjögur látin eftir árásina í Utrecht
Karlmaður á áttræðisaldri lést í dag á sjúkrahúsi í Hollandi af sárum sem hann hlaut þegar skotið var á farþega í borginni Utrecht fyrir tíu dögum. Þar með eru fjögur látin af völdum árásarinnar, þrír karlmenn og ein kona. Einn er enn á sjúkrahúsi alvarlega særður og annar hefur fengið að fara heim.
28.03.2019 - 17:53
Fleiri til Nýja Sjálands eftir hryðjuverk
Umsóknum um dvalar- og atvinnuleyfi í Nýja Sjálandi fjölgaði umtalsvert eftir hryðjuverkaárás sem kostaði þar 50 manns lífið.
28.03.2019 - 10:15
Vilja skjótari viðbrögð frá samfélagsmiðlum
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, átti í dag fund með fulltrúum tæknifyrirtækja, þar á meðal Facebook, Twitter og Google, til að fá svör við því hvernig þau ætla að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn beiti miðlunum eins og vopnum.
26.03.2019 - 09:56
Fréttaskýring
Boðar herta byssulöggjöf í Nýja Sjálandi
Forsætisráðherra Nýja Sjálands heitir því að tillögur ríkisstjórnar landsins um endurbætur á byssulöggjöfinni verði kynntar áður en þingið kemur aftur saman á mánudag.
19.03.2019 - 18:32
Myndskeið
„Þetta er ekki Nýja Sjáland“
Fjörutíu og níu eru látnir og á fimmta tug slasaðir eftir skotárásir í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Hryðjuverkaárásirnar eru þær mannskæðustu í sögu landsins.
15.03.2019 - 19:42
Upptaka
Lögreglubílar fóru í allar áttir
Íslendingur sem býr í Christchurch segir borgarbúa miður sín, enginn hafi búist við að svona nokkuð gæti gerst. Börnin hans voru föst í skólanum í þrjá klukkutíma því lögregla fyrirskipaði lokun um alla borg í kjölfar árásanna.
15.03.2019 - 12:47
Þykir minna á hryðjuverk Breivik
Einn þeirra þriggja sem handteknir voru vegna hryðjuverkaárása á tvær moskur á Nýja-Sjálandi í dag, sagði í yfirlýsingu að hann hefði verið í sambandi við norska hryðjuverkamanninn Anders Behring Breivik. Fyrir árásirnar birti hann hlekk á margra síðna yfirlýsingu um útlendingahatur á Twitter.
15.03.2019 - 11:51
Frétt í framvindu
Einn mesti sorgardagur í sögu Nýja-Sjálands
Dagurinn í dag var einn mesti sorgardagur í sögu Nýja-Sjálands, sagði Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins á fundi með fréttamönnum eftir að ljóst var að fjöldi fólks hafði farist og særst alvarlega í hryðjuverkaárás á tvær moskur í borginni Christchurch. Nú hefur verið staðfest að 49 fórust og 48 særðust er fólk vopnað byssum réðist inn í moskurnar og skaut á fólk sem þar var.
15.03.2019 - 10:46
Sjokkið líkt og þetta hefði gerst í Reykjavík
Almenningur í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi er harmi sleginn vegna hryðjuverkaárása á tvær moskur í borginni í nótt. Að minnsta kosti 49 voru skotin til bana og fjöldi fólks er særður. Svavar Ragnarsson, Íslendingur sem býr í borginni, segir að fólk trúi ekki að þetta hafi gerst. Borgin sé mjög friðsæl og glæpir fátíðir.
15.03.2019 - 07:42
Baráttunni gegn vígamönnum enn ekki lokið
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins eru enn þá í byltingarhug og baráttunni gegn þeim síður en svo lokið að sögn bandarísks hershöfðingja sem stýrt hefur sókninni gegn þeim síðastliðin ár. Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í lok síðasta árs að vígasveitirnar hefðu verið brotnar á bak aftur og tími kominn til að kalla herliðið heim.
Í ævilangt fangelsi fyrir að áforma hryðjuverk
Breskur öfgasinnaður múslimi var í dag dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa ráðgert að vinna hryðjuverk á Oxfordstræti í Lundúnum. Maðurinn, sem er 27 ára, þarf að sitja að minnsta kosti fimmtán ár bak við rimlana. Hann er með einhverfu og sagðist við yfirheyrslur hafa verið lagður í einelti árum saman í skóla.
06.03.2019 - 16:31
Öflug bílsprenging í Mogadishu
Að minnsta kosti níu létu lífið og allnokkrir særðust þegar öflug bílsprengja sprakk í dag á fjölsóttum markaði í miðborg Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Töluvert tjón varð á húsum og bílum. Talið er að vígamenn hryðjuverkasamtakanna Al-Shabab hafi verið að verki. Reuters fréttastofan hafði eftir heimamönnum að mikill reykur hefði stigið upp frá miðborginni skömmu eftir að sprengingin varð.
04.02.2019 - 10:18