Færslur: hryðjuverk

Einn lést í lögregluaðgerð í Belgíu
Einn er látinn eftir aðgerðir belgísku lögreglunnar gegn hægri öfgasamtökum í Antwerpen og nágrenni í morgun. AFP fréttastofan hefur þetta eftir saksóknara í Belgíu.
28.09.2022 - 12:04
Þetta helst
Glæpavarnir og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, eða afbrotavarnir, eins og dómsmálaráðherra kallar það, er tilbúið. Ráðherra tilkynnti þetta í síðustu viku, en tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð og voðaverk eru orðin sem lögreglan notaði í tengslum við þetta mikla mál. Mál án fordæma á Íslandi. Þetta helst fjallar í dag um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar.
Sjónvarpsfrétt
Kanna tengsl við erlenda öfgahópa
Tveir íslenskir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að undirbúa fjöldaárásir hér á landi, sem lögregla rannsakar sem tilraun til hryðjuverka. Heimildir fréttastofu herma að árásirnar hafi átt að beinast gegn lögregluyfirvöldum og Alþingi. Lögregla ítrekar að samfélaginu sé ekki hætta búin. 
Upplýsingafundur
Talið að mennirnir hafi verið að skipuleggja hryðjuverk
Fjórir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir af sérsveit Ríkislögreglustjóra í gær vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka. Tveir mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, annar í viku en hinn í tvær vikur. Þeir eru einnig grunaðir um umfangsmikla vopnaframleiðslu með notkun þrívíddarprentara. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi Ríkislögregslustjóra sem fram fór síðdegis í dag. Útsending RÚV frá fundinum í heild sinni er í spilaranum hér að ofan.
Minntust þeirra sem fórust fyrir 21 ári
Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti byggingu bandaríska varnarmálaráðuneytisins í dag, ellefta september, í tilefni af því að tuttugu og eitt ár er liðið frá hryðjuverkaárás á Bandaríkin. Jill Biden forsetafrú sótti minningarathöfn í Pennsylvaníu og Kamala Harris varaforseti í New York-borg.
11.09.2022 - 15:57
Áfrýjun tveggja dæmdra í Charlie Hebdo máli tekin fyrir
Franskur dómstóll tekur á mánudag fyrir áfrýjun þeirra tveggja manna sem þyngstan dóm hlutu fyrir aðild að mannskæðum árásum á skrifstofur skopmyndablaðsins Charlie Hebdo í París 2015.
Kanna tengsl vopnaðs árásarmanns við hryðjuverkasamtök
Maður vopnaður hnífi réðist að fólki og særði tvennt í bænum Ansbach í Suður-Þýskalandi í gær. Lögreglumaður skaut árásarmanninn til bana. Grunur leikur á að hann hafi tengst hryðjuverkasamtökum.
Danskur ríkisborgari dæmdur í fangelsi fyrir landráð
Undirréttur í Kaupmannahöfn dæmdi í gær danskan ríkisborgara á fertugsaldri til fjórtán ára fangavistar fyrir landráð. Maðurinn gekk í raðir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki og barðist við hlið vígamanna þeirra í Sýrlandi.
08.09.2022 - 06:33
Ekki vilji til að skilgreina Rússland hryðjuverkaríki
Bandaríkjastjórn kveðst telja það hafa þveröfug áhrif að Rússland verði lýst ríki ábyrgt fyrir hryðjuverkum. Með því er kröfum Úkraínustjórnar og fjölda annarra þessa efnis hafnað.
Talibanar segja bandaríska dróna senda frá Pakistan
Afganski varnarmálaráðherrann sakar stjórnvöld í nágrannaríkinu Pakistan um að veita Bandaríkjamönnum aðgang að lofthelgi landsins. Hann staðhæfir að Bandaríkjamenn geri þannig atlögur með drónum yfir landamærin.
Oslóarlögreglan rannsakar dauða norskrar konu í Sómalíu
Oslóarlögreglan rannsakar nú andlát norskrar konu sem fannst látin í Austur-Afríkuríkinu Sómalíu. Lögregluyfirvöld þar í landi rannsaka andlátið sem morð.
28.08.2022 - 00:15
Breivik freistar þess enn að losna úr einangrun
Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik, sem myrti alls 77 manns árið 2011, ætlar enn að stefna norska ríkinu fyrir ómannúðlega meðferð og mannréttindabrot.
Hætta á stórslysi í Zaporizhzhia vex dag frá degi
Hætta á stórslysi tengdu Zaporizhzhia, stærsta kjarnorkuveri Evrópu, vex dag frá degi. Það er mat borgarstjórans í Energodar, úkraínsku borgarinnar þar sem verið stendur.
Grunaður hryðjuverkamaður handtekinn á Bretlandi
Breti sem grunaður er um að tilheyra mannræningja- og aftökuhópi á vegum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki var handtekinn þegar hann kom til Bretlands í gær.
11.08.2022 - 02:30
Enn ríkir óvissa um gleðigöngu í Osló
Enn er óvíst hvort af gleðigöngu verður í Osló, höfuðborg Noregs í ár. Viðburðinum var frestað eftir mannskæða skotárás í júní daginn áður en Oslo Pride átti að fara fram.
10.08.2022 - 07:20
Bandaríkjamenn felldu leiðtoga al-Kaída
Bandaríkjamenn segjast hafa drepið Ayman al-Zawahiri, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Bandarískir miðlar greina frá þessu og hafa eftir bandarískum yfirvöldum að atlagan að honum hafi verið gerð í Afganistan.
Minnst átján fallnir í árásum í Malí
Að minnsta kosti fimmtán hermenn og þrír óbreyttir borgarar fórust í atlögum sem hermálayfirvöld í Malí segja vera skipulagðar hryðjuverkaárásir. Greint var frá árásunum í dag en gríðarleg óöld hefur ríkt í landinu um langa hríð.
28.07.2022 - 02:40
Minntust þeirra sem létu lífið í Útey
Í dag eru ellefu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló, þar sem 77 létu lífið. Til minningar um þau sem þar voru var athöfn í minningarlundinum í Vatnsmýri.
22.07.2022 - 22:48
Segja skort á stuðningi eftir skotárásina í Osló
Starfsfólk sem veitt hefur áfallahjálp eftir skotárásina í Osló í júlí, telur stjórnvöld í landinu ekki hafa lagt næga áherslu á stuðning við þá sem árásin snerti.
17.07.2022 - 01:20
Stunguárásin í Gotlandi rannsökuð sem hryðjuverk
Stunguárásin sem átti sér stað í Gotlandi í Svíþjóð í síðustu viku er nú rannsökuð sem hryðjuverk. 64 ára kona lést í árásinni. Árásin varð í borginni Visby, þar sem hin svokallaða stjórnmálavika í Almedal fór fram.
11.07.2022 - 20:05
Von á dómsuppkvaðningu eftir hryðjuverkin í París 2015
Franskir dómstólar kveða að öllum líkindum upp dóma í dag yfir 20 mönnum vegna gruns um aðild þeirra að hryðjuverkunum í París í nóvember 2015, þar sem 130 létu lífið.
Árásin í Osló
Árásin rannsökuð sem hryðjuverk og Oslo Pride aflýst
Oslóarlögreglan skilgreinir mannskæða skotárás sem gerð var í miðborg norsku höfuðborgarinnar í nótt sem hryðjuverk. Gleðigöngunni Oslo Pride sem fara átti fram í borginni í dag hefur verið aflýst. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu.
25.06.2022 - 07:32
Mannréttindastjóri heimsækir heimkynni Úígúra
Ofsóknir kínverskra stjórnvalda á hendur múslímskum minnihlutahópum í Xinjiang-héraði eru komnar undir kastljós heimsbyggðarinnar að nýju. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, heimsækir tvær borgir í héraðinu í dag og á morgun.
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árás nærri Súez-skurði
Hópur tengdur hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki segjast bera ábyrgð á árás sem gerð var á vatnsdælustöð austan við Súez-skurð. Að minnsta kosti ellefu egypskir hermenn féllu í árásinni.
09.05.2022 - 02:10
Krefur Kanadastjórn um 28 milljón dala bætur
Maður ættaður frá Norður-Afríkuríkinu Máritaníu hyggst höfða mál gegn ríkisstjórn Kanada. Ástæða málssóknarinnar er meintur þáttur Kanada í því að manninum var haldið föngnum í Guantanamo-fangelsinu í fjórtán ár án dóms og laga.