Færslur: forsætisráðherra

Danskir ráðamenn verjast frétta af vopnasendingum
Hvorki Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur né varnarmálaráðherrann Morten Bødskov vilja greina nákvæmlega frá hvers konar vopn danska ríkisstjórnin hefur útvegað Úkraínumönnum.
Skera upp herör gegn hatursorðræðu
Vísbendingar um vaxandi hatursorðræðu vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar eru helstu ástæður þess að forsætisráðherra vill samhæfa aðgerðir stjórnvalda gegn hatursorðræðu í íslensku samfélagi.
Albanese tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu
Anthony Albanese er tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í höfuðborginni Canberra á mánudagsmorgni að staðartíma. Hann heldur umsvifalaust til Japans til að taka þátt í fjögurra ríkja ráðstefnu.
23.05.2022 - 04:00
Sjónvarpsfrétt
Vilja byggja 35.000 íbúðir á 10 árum
Starfshópur forsætisráðherra leggur til að byggðar verði þrjátíu og fimm þúsund íbúðir á landinu næstu tíu ár, til þess að bregðast við húsnæðisskorti. Hópurinn vill að ríki og sveitarfélög geri rammasamning sín á milli til þess að tryggja uppbygginguna.
Ísland upp í níunda sætið á Regnbogakortinu
Alþjóðasamtök hinsegin fólks í Evrópu staðsetja Ísland í níunda sæti á Regnbogakorti ársins 2022, mælikvarða á því hversu vel réttindi hinsegin fólks eru tryggð. Ísland fer upp um fimm sæti frá síðasta lista.
Viðtal
Býst við að þjóðarhöllin verði risin 2025 eða 2026
Formaður Körfuknattleikssambandsins fagnar því að ríki og borg hafi náð samkomulagi um Þjóðarhöll. Hann vonast til þess að framkvæmdir hefjist í ár og höllin verði tilbúin til notkunar innan fjögurra ára. „Þetta breytir því líka að við eignumst heimili fyrir landsliðin okkar, því að það er ekki bara að þetta sé fyrir einstaka landsleiki. Þetta er einnig til æfinga fyrir yngri landsliðin og karla- og kvennalandsliðin,“ segir Hannes.
Undirrita viljayfirlýsingu um þjóðarhöll
Menntamálaráðherra, forsætisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrita í dag viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar. Skrifað verður undir utandyra í Laugardalnum. Fyrir þremur vikum fór Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðs karla í handbolta, afar hörðum orðum um stjórnvöld og sagði það þjóðarskömm að ekki sé til þjóðarhöll.
Hatursorðræða umhugsunarefni fyrir stjórnmálamenn
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir hatursorðræðu alltaf óásættanlega. Hún geti þó ekki svarað fyrir það hvernig best sé að taka á þessu vandamáli. Það sé hins vegar umhugsunarefni fyrir stjórnmálamenn. „Sama í hvaða flokki við stöndum þá er mikilvægt að við veltum fyrir okkur hvort það sé ástæða til að opna umræðuna um þetta. Við erum gott samfélag sem getur tekið á móti ólíku fólki.“ 
24.04.2022 - 17:57
Sjónvarpsfrétt
Bankasölu harðlega mótmælt á Austurvelli
Sölu á hlutum í Íslandsbanka var mótmælt á útifundi á Austurvelli í dag. Salan er saga íslenskra stjórnmála, sagði einn ræðumanna, saga af fúski, frændhygli, meðvirkni og algeru ábyrgðarleysi.
Talið líklegt að stjórn Abela á Möltu haldi velli
Robert Abela forsætisráðherra Möltu vonast til að endurnýja umboð sitt í þingkosningum sem háðar voru í gær. Yfirferð atkvæðaseðla hófst í nótt og rafræn talning með morgninum. Búist er við að fyrstu tölur liggi fyrir á næstu klukkustundum.
Sjónvarpsfrétt
Varnir Íslands efldar
Ísland ætlar að auka fjárframlög sín til varnarmála á sviði netöryggis. Forsætisráðherra segir að varnir Íslands verði efldar og því megi búast við aukinni umferð flugvéla og skipa á vegum Atlantshafsbandalagsins.
24.03.2022 - 18:34
Móttaka flóttafólks frá Úkraínu krefjandi verkefni
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það krefjandi verkefnið að undirbúa móttöku flóttafólks hingað til land, ekki síst vegna óvissu um fjölda sem komi hingað til lands og hversu lengi átökin muni standa yfir. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir það þekkt að óprúttnir aðilar nýti sér svona aðstæður og við því þurfi að bregðast.
Viðtal
Omíkron-afbrigðið og bólusetningar ástæða til bjartsýni
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist vongóð um að brátt heyri covid-faraldurinn sögunni til. Hún segir að minni veikindi af völdum omíkron-afbrigðisins sem og góð þátttaka í bólusetningum sé ástæða til bjartsýni.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir losna úr sóttkví á miðnætti
Þúsundir skólabarna sem verið í sóttkví undanfarna daga snúa aftur í skóla á morgun eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um tilslakanir á reglum um sóttkví. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á föstudaginn.
Sjónvarpsfrétt
Mjög krítískir dagar framundan segir heilbrigisráðherra
Ríkisstjórnin framlengdi í morgun samkomutakmarkanir í þrjár vikur. Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja að stjórnvöld íhugi alvarlega að herða aðgerðir.
Ekki bætur án sýknu - ríkið ætlar ekki að áfrýja
Íslenska ríkið ætlar ekki að áfrýja héraðsdómi frá því í fyrradag, sem heimilaði Erlu Bolladóttur endurupptöku hæstaréttardóms þar sem hún var sakfelld fyrir meinsæri í Geirfinnsmálinu. Forsætisráðherra segir ekki hægt að greiða bætur nema sýknudómur yfir Erlu liggi fyrir. Þeir sem hún bar röngum sökum vilja að dóminum verði áfrýjað.
Á annað hundrað særðist í mótmælum í Súdan
Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í Khartoum höfuðborg Súdans í dag. Öryggissveitir skutu táragasi að mannfjöldanum sem safnaðist saman í miðborginni og talið er að 123 hafi særst meðan á mótmælunum stóð.
Viðtöl
Ráðherrar vísa Hjalteyrarmálinu hver á annan
Forsætisráðherra segir það hlutverk dómsmálaráðherra að ákveða hvort ráðist verði í rannsókn á Vistheimili á Hjalteyri. Dómsmálaráðherra segir það hins vegar á ábyrgð forsætisráðherra. Barnamálaráðherra vísar málinu frá sér. 
Viðtal
Forsætisráðherra segir frásagnir frá Hjalteyri sláandi
Forsætisráherra segir frásagnir af ofbeldi á börnum á Vistheimilinu á Hjalteyri sláandi. Það hafi verið ákvörðun vistheimilanefndar að rannsaka ekki heimilið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að málið heyri undir dómsmálaráðuneytið og sveitarfélögin sem um ræðir.
Forsætisráðherrar í einangrun og sóttkví vegna COVID-19
Jean Castex forsætisráðherra Frakklands greindist með COVID-19 síðdegis í dag. Hann verður því í einangrun í tíu daga og vinnur störf sín þar. Forsætisráðherrann var sendur í PCR-próf eftir að ein dætra hans greindist smituð.
23.11.2021 - 01:11
Svíþjóð
Líkur að Andersson verði fyrst kvenna forsætisráðherra
Allt stefnir í það að Magdalena Andersson geti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Svíþjóðar. Formannskjör verður í Jafnaðarmannaflokknum í dag, fimmtudag og fjármálaráðherrann Andersson er ein í framboði.
„Meira rætt um beinar aðgerðir, ekki bara markmið“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði loftslagsráðstefnuna í Glasgow í dag. Hún sagði meðal annars að markmiðin frá Parísarráðstefnunni 2015 dygðu ekki til að hemja hlýnun jarðar. Gera þurfi betur. Katrín er bjartsýn á góðar niðurstöður af ráðstefnunni og segir nú mun meira rætt um beinar aðgerðir en ekki aðeins markmið. Hún sagði Ísland vera eitt fárra ríkja sem hafi lögfest markmið um kolefnishlutleysi og að það verði ekki seinna en árið 2040.
Bætist í hóp Afgana hér á landi á næstunni
Aðeins hluti þeirra 90 til 120 Afgana sem ríkisstjórnin ákvað að veita hæli í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst hefur komist til landsins. Nú er þess vænst að fleiri bætist í hópinn fljótlega.
Myndskeið
„Þurfum að grípa til tafarlausra aðgerða“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði áherslu á mikilvægi alþjóðasamvinnu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og neikvæð áhrif þeirra á norðurslóðir í ávarpi á opnun þings Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle. Ráðstefnan var sett í Hörpu í dag með tólf hundruð þátttakendum frá fimmtíu löndum.
14.10.2021 - 15:18
Hunsar allar ásakanir um aðild að forsetamorði
Ariel Henry, forsætisráðherra Karíbahafsríkisins Haítí hunsar allar þær grunsemdir sem beinast að honum vegna morðsins á Jovenel Moise forseta landsins 7. júlí síðastliðinn. Hann rak saksóknara sem fór fram á að hann yrði ákærður í málinu.